Þjóðólfur - 23.07.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.07.1897, Blaðsíða 2
140 Dýrarerndun. Frumvarp í þá, átt flytja þeir Jóa Þór., Tr. G-unaarason og Þorl. Gaðm. Einkaréttur. Allstór iagabálkur í 22 greinum, sniðinn eptir útlendum lögum. Flutningsm. Jens Pálsson. [1. gr. Allir menn geta Öðlast einkarétt til að flytja hingað til lands, útbreiða hér á landi, selja eða á annan hátt nota sér til hagsmuna nýjar uppfundningar, er þeir sjálflr hafa fundið upp, og eigi hafa áður hagnýttar verið hér á landi, og sem eru til veru- legtar nytsemdar fyrir búnað eður iðnað. Slíkur einkaréttur nefnist aðaleinkaréttur. 2. gr. Einkarétt má og fá fyrir sérhverja nytsama breyting, er einhver finnur upp að gera á uppfundning, er einkaréttur er fenginn á, ef breytingin er svo veruleg, að hún út af fyrir sig getur álitizt ný uppfundning. Slíkur einkaréttur nefnist auka-einkaréttur]. Lögaldur. Skúli Thoroddsen ber upp frumvarp um, að hver karlmaður og ó- giptur kvennmaður verði fjár síns ráðandi með tilsjónarmanni 18 ára, en fuilráðandi fjár síns 21 árs; þó geti enginn tekið að sér ábyrgð (caution) í fjármálum nema 25 ára sé. Greiðsla daglauna og verkakaups við verzlanir. Sami þingm. flytur frumv. um að mönnum, er vinna daglaunavinnu við verzlanir, skuli goldið verkkaup í gjald- gengum peningum, en borgun með skulda- jöfnuði eða öðru sé óheimil, og allir samn- ingar ógildir, sem þessu séu gagnstæðir. Fátækramálefni. Frumvarp í 6 köfl- um. Flutningsm. Þorkell Bjarnason. Kafl- arnir eru um skylduframfæri, um sveit- festi, ómagaframfærslu, vald sveitastjórn- anna yfir þurfamönnum, viðskipti sveita- stjórna og flutning þurfamanna. Landssjóðskirkjur. Nefnd, er skipuð var í n. d. til að íhuga frumvarp stjórnar- innar um, að umsjón og fjárhald Bjarna- nesskirkju sé fengin hlutaðeigandi söfn- uði í hendur, hefur jafnframt lagt tii, að fleiri landssjóðskirkjur verði fengnar söfnuðunum i hendur, og eru tiliögur nefnd- arinnar þannig: 1. Söfnuðinum í Bjarnanes-sókn í Aust- ur-SkaptafelIs prófastdæmi umsjón og fjárhald Bjarnaness-kirkju með þeim kjörum, að sá helmingur jarðarinnar Bjarnaness með hjáleigum, er lands- sjóður á, verði afhentur söfnuðinum ásamt kirkjunni. 2. Söfnuðinum í Prestsbakkasókn í Yest- ur-Skaptafells prófastsdæmi umsjón og fjárhald Prestsbakkakirkju með þeim kjörum, að henni fylgi í álag kr. 3750, en Kirkju- og Brúarfjara falli til lands- sjóðs. 3. Söfnuðinum í Langholtssókn í Vestur- Skaptafells prófastsdæmi umsjón og fjárhald Langholtskirkju með þðim kjörum, að henni fylgi í álag 2500 kr. 4. Söfnuðinum í Þykkvabæjarklaustur- sókn í Yestur-Skaptafells prófastsdæmi umsjón og fjárhald Þykkvabæjarklaust- urkirkju með þeim kjörum, að henni fylgi í álag 1000 kr. og fjörur þær, er kirkjunni eru taldar, verði afhent- ar söfnnðinum ásamt kirkjunni. 5. Söfnuðinum í Möðruvallaklausturssókn í Eyjafjarðarprófastsdæmi umsjón og fjárhald Möðruvallaklausturskirkju með þeim kjörum, að skuld kirkjunnar við landssjóð falli niður og að henni fylgi í álag 4000 kr. 6. Söfnuðinum í Munkaþverárklaustur- sókn í Eyjafjarðarprófastsdæmi umsjón og fjárhald Munkaþverárklausturs- kirkju með þeim kjörum, að henni fyigi í álag 4000 kr. Lægri menntamál. Nefndin í þeim málum hefur borið upp frumvarp um stofn- un kennaraskóia í Fiensborg við Hafnar- fjörð. Þar skal kenna: uppeldisfræði, guð- fræði, íslenzku, dönsku, ensku, iandafræði, sögu, náttúrufræði, tölvísi, dráttiist, skóla- iðnað og leikfimi. Þar skulu vera 3 fastir kennarar, forstöðumaður, er hefur í árs- laun 2400 kr. auk ókeypis bústaðar í skólahúsinu og ábúðar á Flensborg, annar kennari með 2000 kr. árslaunum og þríðji kennari með 1600 kr. árslaunum. Öll laun og allur kostnaður við skólann greið- ist úr landssjóði. Sama nefnd hefur borið upp tillögu til þingsályktunar um skilyrði fyrir styrkveit- ingum úr landssjóði til barnaskóla og sveitakennara. Dómsvald hæstaréttar. Benedikt Sveinsson flytur frumvarp um að uema dómsvald hæstaréttar í Kaupmannahöfn sem æzta dóms í íslenzkum málum úr lög- um. Samhljóða fyrra frv. um það efni. Sami þingmáður flytur og frumvarp um að gera landsyfirdómiun í Reykjavík að æzta dóms í íslenzkum málum, og auka tölu dómendanna í þeim rétti um tvo, er hafi 3500 kr. árslaun hvor. Álit nefndariunar í stjórnarskrármál- inu er nú loks fullbúið, og verður víst út- býtt prentuðu á þingi í dag. Það er því ekki unnt að minnast frekara á það í þessu blaði. Að sögn er Valtýr einn síns liðs með frumvarpið sitt, en álit meiri hlutans nokkurn veginn í samræmi við landshöfðingjatillöguua. Ný lög. Þessi lög eru nú að fullu samþykkt af þinginu: 1. Um að sijslu- nefndinni í Arnessýslu veitist heimild til að verja allt að 12,000 hr. úr sýsluvega- sjöði til flutningabrautar. 2. Um kjörgengi Jcvenna. 3. Um heimild til að ferma og afferma skip á helgidögum þjöðkirkjunnar. 4. Um stœJckun verzlunarlóðarinnar á Eski- flrði. 5. Um uppreisn á œru án konungs- úrskurðar. 6. Um undirbúning verðlags- skráa. 7. Um nýbýli. Til ritstjóra „Þjóðviljans unga“. Þér hafið, herra ritstjóri, sent mér nokkurskonar opið bréf í blaði yðar 19 þ. m. Eg hef fátt við það að athuga.' Hvað kærleika yðar og landshöfðingjans snertir, þá getur vel verið, að „þar sé allt með eðlilegu móti“, og hef eg ef til vill farið oflangt í því, að tala um „ litla kær- leika" ykkar á millum. Eg hélt, að það lægi ekki neitt móðgandi í þeim ummæl- um. Það er aðeins eitt atriði í bréfi yðar, sem eg gjarnan óskaði, að fá nánari skýr- ingu á, og það er, að hverju leyti eg liafi brugðizt „trausti“ yðar í stjórnarskrár- málinu nú, og »ð hverju leyti framkoma mín þar hafi verið óhyggileg. Það getur þó naumast í yðar augum verið fólgið í því, að eg hef verið ósamþykkur Valtýs- flugunni. Annars hygg eg að réttara væri fyrir okkur, að skemmta ekki þeim Vonda með því að fara að yrðast út af stjórnar- skrármálinu í þetta sinn. Eða eruð þér ekki á sama máli um það? a2'/7. ’97. Hannes Þorsteinsson. Mannalát. Nýdáin er frú Ágústa Vigfús- dóttir (borgara Sigfússonar frá Vopnaflrði) kona Olgeirs verzlunarstj. Friðgeirssonar á Vopnafirði, ung kona og vel látin. Einnig er nýdáinn Hall- grímw Jónsson ungur merkisbúndi á Skeggjastöðum í Fellum. Skipakomur. Qufnakipið P. V. Grove kom hingað 19. þ- m. frá Höín með áhöldin til vitanna hér á Qróttu og Garðskaga. Farþegi með því Markús F. Bjarnason skólastjóri. — Póstskipið Laura kom hingað 20. þ. m. og með því allmargir ferða-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.