Þjóðólfur - 06.08.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.08.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arklr) koatar 4 kr. ErlendjS 5 kr. — Borgist tyrir 15. Júli. Uppsögn, bnndin við áramót, Agild nema komi til Atgeianda tyrir 1. október. ÞJÖÐÖLFU E. XLTX. árg. Síðasta heptl Kambsránssðgu Terður fullprentuð í þessum mánuði, og sent skilTÍsum kaupendum Þjóðólfs. StjórnarskrárÞreytingm var afgreidd frá neðri deild 30. f. m. með 19 samhljóða atkvæðum, og greiddi nú dr. Valtýr sjálfur atkvæði með frumvarp- inu, því að þá er í svo óvænt efni var komið fyrir honum og atkvæði hans gat ekki riðið neinn baggamun í samþykkt málsine, hefur honum þótt viðkunnanlegra að „fljóta með“. Eigi gerði hann neina grein fyrir þessari atkvæðagreiðslu sinni, en allir þóttust vita, að hún hefði við sömu rök að styðjast, eins og hjá Skúla Thor- oddsen, er lýsti því yfir, að hann greiddi atkvæði með málinu út úr deildinni að eins til þess að efri deild gæti lagað það, kippt burtu úr því 1. gr. (ákvæðinu um útilok- un ísl. ráðgjafans úr ríkisráðinu) m. fl., og þótti mörgum vinum Skúla súrt í brotið, er þeir hlustuðu á ræðu hans þar í deild- inni, og fengu áþreifanlegar sannanir fyrir því, að hann hafði látið ánetjast í þessari snöru, er dr. Valtýr hetur lagt fyrir þingið. Og sjálfsagt munu fáir hafa ímyndað sér að sjá þá Skúla og Guðlaug Guðmundsson, margra ára unnusta ísafoldar, setta á einskonar brúðarbekk, hvorn við hliðina á öðrum. En það gerði ísafold 31. f. m.(I!) Þeir 4 þingmenn í neðri deild, er eigi greiddu atkvæði með stjórnarskrárfrumv., voru: Einar Jónsson, Jón Jensson, Jón Jónsson í Múia og Ól. Briem, og höfðu flestir þeirra gert grein fyrir afstöðu sinni til málsins áður, svo að þetta kom ekki neinum óvart, hvað þá snerti. Það væri harla óheppiiegt, ef sú venja yrði almenn í neðri deild, að varpa allri áhyggjunni á efri deild og reiða sig á hina konungiegu forsjón hennar í stórrnálum. Það væri sannarlega að fara „aptan að siðunum“. Neðri deild er og á að vera þungamiðja þingsins. Það er hún, sem á að ráða úrslitum málanna, en efri deild ekki, því að skipun hennar er, eins og menn vita, þannig háttað, að engin trygg- ina er fyrir því, að gerðir hennar séu í samræmi við óskir þjóðarinnar. Deildirn- Reykjavík, föstudaginn 6. ágúst 1897. ar eiga að vera hvor annari óháðar, svo að eigi ráði annað, en afl atkvæða. Það fér því mjög illa á því, að neðri deild geri sig að dulu efri deildar, en það gerir hún óhjákvæmilega, ef þau breiðu spjótin taka að tíðkast, að fulltrúarnir í neðri deild gefi málunum atkvæði sitt, eigi af neinni sannfæringu, heldur að eins til þess að láta efri deild breyta þeim eða fella þau. Hver fulltrúi á jafnan að fylgja sinni eigin sannfæringu umsvifalaust, án tillits til þess, hvað aðrir muni um það segja. Á fundi efri deildar 3. þ. m. var stjórn- arskrármálið fyrst á dagskrá og umræðu- laust sett nefnd í það, samkvæmt uppá- stungu Sigurðar Stefánssonar, og hlutu kosningu: Kristján Jónsson, Jón A. Hjalta- lín, Hallgr. Sveinsson, Sig. Stefánsson og öuttormur Yigfússon. Hjálp í viðlögum vonar dr. Valtýr, að efri deild verði nú í stjórnarskrármálinu, svo að hún færi það í sama búning, og trumv. hans var í. En mjög er hætt við því, að slíkar vonir verði táldrægar, og að eigi rætist betur úr þeim en í neðri deild. Væri það og harla und- arlegt um doktorinn, jafngrannvaxinn og óstyrkvan mann, ef hann gæti troðið digr- um og ramefldum lávörðum í vasa sinn, þvi að þar rúmast naumlega nema einhver sannarleg kóngspeð, og þau eru ekki mörg á konunglega skákborðinu í efri deild. Vér gerum alls ekki ráð fyrir, að þjóð- kjörnu fulltrúarnir verði svo bónþægir, að seiða Valtýs-fluguna upp úr gröf sinni, og senda hana aptur inn á þingið, því að það mætti kallast að fara í skollaleik i stjórnarskrármálinu til að skemmta þeim Vonda, en hryggja alla vini máisins, og það væri Ijótur leikur i hinu þýðingar- mesta velferðarmáli voru. Þjóðminningardagurinn 2. þ. m. rann éigi upp bjartur og fagur yfir Reykjavik. Þó var þurt veður og gott fram yfir kl. 9, en úr því rigndi drjúg- um til hádegis, og spillti það skemmtan- inni við kappreiðarnar og skrúðgönguna inn að Rauðará. Seinni hluta dags var Xr. 38. dágott veður, en þokudumbungur í lopti og sást óglöggt til fjalla. Um kl. 9 hófust kappreiðarnar á Skild- inganesmelunum. Var reynt bæði stökk og skeið á 158 faðma færi. Verðlaun fyrir stökk fengu: 1. Grár hestur (eigandi Ein- ar Benediktsson ritstj.) 1. verðlaun (SOJir,). 2. Grár bestur (eigandi Siggeir Jú*réson af Eyrarbakka) 2. verðl. (30 kr.). 3. Móalótt- ur hestur (eigandi Stefán Jónsson frá Arn- arbæli í Grímsnesi) 3. verðl. (200 kr.). — Fyrir skeið fengu verðlaun: 1. Mósóttur hestur (eigandi L. E. Sveinbjörnsson háyfir- dómari) 1. verðlaun (50 kr.). 2. Rauðbles- óttur hestur (eigandi Jón Jónsson alþm. frá Múla) 2. verðl. (30 kr.). 3. Jarpur hestur (eigandi E. Tvede lyfsali) 3. verðlaun (20 kr.). Skeiðhestar voru reyndir mjög fáir, (að eins 7), en klárheatar miklu fleiri. Kappreiðasvæðið var fremur mjótt og eigi fullkomlega slétt, Sögðu sumir, að of- margir hestar væru reyndir í senn. Um kl. 11 hófst skrúðgangan héðan úr bænum inn að Rauðará, en sakir þess, að rigning var þá allmikil og bieytuvað- all á götunum, varð hún eigi sem reglu- legust. KI. 12 steig aðalforstöðumaður hátiðarinnar cand. mag. Bjarni Jónsson í ræðustólinn, og hélt stuttan formála, en þvi næst var sungið kvæði um Island, það er hér fer á eptir, ort af Steingrími Thorsteinson: Opt minnast þín, ísland, á erlendri slóð Þeir arfar, er fjarvistum dvelja, Og saknandi kveða sín landmuna ljóð Og Ijúfan þér minnisdag velja; Þó milli sé úthafsins ómælis röst, Þú ei hefur sleppt þeim, þín tök eru föst. Mun oss þá, er ættjarðar búum við brjóst, Ei blóðið til skyldunnar renna? Því hvar mundu eldar svo hýrt og ljóst Sem heimlands á örnunum brenna, Og blasa ei hér við oss þau bólin vor Þar börn höfum leikið og fyrst stigið spor? Sjá, himinn og grundin og girðandi sær Og gnýpur og vötnin, er streyma, Og túnin og bæriun og tindarnir fjær Allt tjáir: „Hér eigið þið heima“.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.