Þjóðólfur - 06.08.1897, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.08.1897, Blaðsíða 3
153 enginn efi er á því, að hitíðarhald þetta nær hér íestu. Eitthvað á 3. þúsund rnanns sótti hátíðina, þar á meðal fjölda margir úr nærsveitunum, allmargir úr Árnessýslu og nokkrir úr Borgarfirði og af Mýrum. Ný lög afgreidd frá þinginu, auk þeirra, sem áður er getið: 9. Lög um að stjbrn- inni veitist heimild til ad hafa skipti á jörðinni Nesi í Norðfirði og kirkjujörðinni Grænanesi samastaðar. 10. Lög um þókn- un handa forstjórum og sgslunarmönnum söfnunarsjóðsins. 11. Lög um bólusetning ar. 12. Lög um að stofna byggingarnefnd í SeyðisfjarÖarkaupstað. Dáinn er 22. f. m. úr lungnabólgu Þórður Ögmundsson skólapiltur, sonur Ög- mundar bónda Ögmundssonar á Yxnalæk í Ölfusi, 22 ára gamall, efnilegur piitur til náms og kominn í 3. bekk lærða skól- aus. fleiðurssamsætið, er haidið var 31. f. m. fyrir þá dr. P. Beyer og Thurén, erindreka Odd-Fellow-reglunnar, var allfjölskipað (um 60—70 manns), þar á meðal flestallir alþingismenn. Biskupinn hélt ræðu fyrir minni heiðursgestanna, en dr. Beyer fyrir minni íslands, og þótti honum mælast vel og vingjarnlega. „Yesta“ fór héðan til útlanda aðfara- nóttina 3. þ. m. og með henni um 30 far- þegar, þar á meðal dr. P. Beyer og Thurén, Þorieifnr Bjarnasou skólakennari með eins árs fararleyfi frá embætti sínu, ungfrú Ólafía Jóhannsdóttir kynnisför til Ameríku, stúdentarnir Jóu Þorláksson og Páll Sæ- mundsson til háskólaus o. fl. kom norðan og vestan um land í gær. Með henni komu: Páll Ein- arsson eýslumaömf Barðstrendinga, Tómas Helgason héraðslæknir frá Patreksfirði, Eggert Claesen stúdent og ungfrú Soffía Jónassen o. fl. Um þjóðmiimingardagiim. Hinn austurríski aðalsmaður og íslands- vinur, dr. jur. Krticzka v. Jaden frá Vín- arborg, er áður hefur verið minnzt á hér í blaðinu 0g nú dvelur hér í bænum, var staddur við hátíðina 2. þ. m., og hefur hann mælzt til, að Þjóðólfur flytti lcsend- um sínum eptirfarandi grein, er hér birt- ist því í lauslegri þýðingu. Greiniu er svolátandi: „Forvitnin er ein meðal hinna mörgu, mi8jöfnu eiginleika Vínarbúa. Og þá er hamingjan hafði hagað því svo, að eg var til íslands kominn, var eðlilegt, að eg vildi forvitnast um, hvernig hátíðahaldið þjóð- minningardaginn 2. ágúst færi fram. Til að afla sér þekkingar á einhverri þjóð, verður maður að kynnast henni bæði á hryggðar- og gleðidögum. Eg vildi óska, að. Íslendíngar færu á mis við dimma, dapra daga! Þeirri þjóð, sem eg lengi hef virt og elskað, kynntist eg nú á hátíð- isdegi hennar. Samkvæmt vonum mínum komn þar í ljós hinir hispurslausu, ástúð- legu og góðu eiginleikar ísleudinga. Eg fékk þar hinar sömu viugjarnlegu viðtök- ur, sem eg ókunnur maður hef alstaðar orðið aðnjótandi, síðan eg steig hér fæti á l8nd, og get eg ekki þakkað það nóg- samlega. Eg vík mér þá að hátíðinni sjálfri. Við hinar skemmtilegu kappreiðar um morguninn var kalsarigning, en síðar birti í lopti og ágústsólin rauf um stund skýja- flókana og skein yfir landið. Hljóðfæra- slátturinn og leikfimissýningin tókust lof- samlega, þá er tekið er tillit til þess, að öll byrjun er erfið. Mesta eptirtekt og aðdáun vakti auðvitað glímurnar, söngur- inn og dansinn. Söngiögin voru mjög lag- leg. í dansinum tóku þátt stórir og smá- ir, ungir og gamlir, með fjöri og ánægju, en eg vil leyfa mér að gera þá athuga- semd, að eg sem Vínarbúi þekkti ekki dansinn „Wiener Kreuz“. Hann er eigi dansaður í Wien. Ef til vill er það sami dansinn, sem nefndur er „Kreuz Polka“ og kenndur er í dansskóium. En eg hef, eins og margir Vínarbúar, eigi lært að dansa. Maður á að getað dansað án þess að hafa lært það sérstaklega. Það liggur einhvernveginn í eðli manns. Eg hef í fyrsta skipti á æfi minni séð hér svonefnt „Vínarbrauð“, sem neytt er með kaffi. Þessi brauðtegund þekkist ekki I Vínarborg, en hins vegar höfum vér „ís- lenzkan mosa“ („Islándisches Moos“), en „Moos“ (mosi) merkir á þýzka stúdenta- málinu „peninga“, og þann mosa varð eg að taka með mér að heiman). íslenzkir ullarsokkar eru einnig kunnir í Wien, en eiga samt ef til vill eigi rót sína að rekja bingað til lands. — Við hátíð þessa gafst mér kostur á að dást að yndisþokka ís- lenzku stúlknanna. Yflrleitt hlaut hátíðin að hafa mjög þægileg og skemmtileg á- hrif á útlendinga, og ef eg ætti að setja eitthvað út á hátíðahaldið, þá væri það einkum, að veitingunum virtist mér nokk- uð ábótavant, matur lítt eða ekki fáan- legur, bjórinn fremur af skornum skammti meðal svo inargra munna, og kaffið eitt- hvað viðvaningslega á borð borið. En samt sem áður var hátíðisdagurinu hinn skemmtilegasti". Dr. v. Jaden ferðaðist til Þingvalla og Geysis í næstl. viku, en hreppti rign- ingu mikla mestaila leiðina. Ætlaði til Heklu, en varð að hverfa frá því sakir óveðurs. Ei að síður Iét haun hið bezta yfir förinni. Þótti honum Gullfoss mjög tignarlegur og Brúará mjög einkennileg. Hann sá og brýrnar á Þjórsá og Ölfusa, og þótti veglegt mannvirki hér á landi. Mest þótti honum koma til náttúrnfegurðarinn- ar í Laugardalnum, og hefði þó notið þess betur, ef veður hefði verið þurt og bjart. Dr. v. Jaden er skáldmæltur og hefur meðal annars ort kvæði urn Geysi og Brúará. Afbakaðar þingmálafundargerðir. Herra ritstjóri „Þjóðólfs"! Eg ætla að biðja yður að gera svo vel og birta í blaði yðar eptir- fylgjandi leiðréttingar við piugmálafundarfréttir Húnvetninga, sem eru prentaðar í „ísafold" 30. júni þ. á., 45. tbl.: 1. Tillaga sú i stjórnarskrármálinu, sem þar segir að hafi verið felld „með 13 atkv. móti 4“, var felld með 13 atkv. móti 11. 2. Tillaga sú í sama máli, sem þar segir, að hafi verið samþykkt „með 22 atkv. móti 1“, var samþykkt með 11 atkv. móti 8, og viðbót sú við þá tillögu, sem ísafold segir, að hafi verið samþykkt „með 13 atkv. móti 8“, var borin upp í sambandi við hana og því samþykkt með sömu atkvæðum. 3. Vantar í fundargerðina álit fundarins um nauð- syn þess, að varnarþing gufuskipafélags þess, sem samið yrði við um strandferðir hér við land, væri hér á landi í íslenzkum málum. Pundargerðin er rétt skráð í „Fjallk.“, en þar er ekkert um atkvæðafjölda. —Eg var á þessum fundi og tók eptir því sem þar gerðist. Eg hef enga ástæðu til að segja ósatt um fundinn, og það mun „ísaf." ekki heldur hafa. Hún ætti því að [ taka þessum leiðréttingum með þökkum. En sæmi- legast hefði verið, að þingmenn Húnvetninga hefðu leiðrétt „Isaf.“ í þessu efni; því þó þetta skipti ekki miklu máli, þá mættu þeir ætla, að kjósend- urnir — einkum þeir, sem á fundi voru — vildu gjarnan, að fundargerðin væri óafbökuð. Það hef- ur reyndar verið grunur á því, að fundargerðín héðan hafi ekki verið alveg rétt hermd 1895, en ekki var eg þar og skal ekki um það segja, en skrítið er, ef þetta kemur fyrir hvað ofan í annað, Eg vona, að enginn stökkvi upp á nef sér út úr þessu, enda má hér gjarnan vera „amen“ eptir efninu. — Og nú syng eg á eptir: „Hrafni og Svini hugnast gor hráann rakkar meta, þrátt og úldið ísnslor íslendingar jeta“. Ritað 20. júlí 1897. Arni Arnason.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.