Þjóðólfur - 06.08.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.08.1897, Blaðsíða 2
152 Oss fætt hefur land þetta, fóstrað og nært, Það framvegis byggjum og oss er það kært. Því vitum vér einnig, að arf hlutum þann, Sem eigum vér sjálfir, ei aðrir; Vort eigið, sem gott er, víst gagnast oss kaon, Því girnumst ei lánaðar fjaðrir; En virðum vort þjóðerni, og vörðum vort jeg í veikleika sterkir, þó auðnan sé treg. Ei nægir, að slíkt hljómi á munni hvers manns Vorn móð og vorn kjark skulum brýna; Að vér séum brotnir af bergi vors lands, Það ber oss í verkinu að sýna; Já, verjum þess sóma og hefjum þess hag, Þá höldum vér réttlega þess og vorn dag. Ó styrkist til hauðurs vors tryggðanna taug Og tjáð verði í reyndinni skýrast, Að hugð fylgdi málinu og munnur ei laug, Sem móðurjörð heitið vann dýrast, Vort fornaldar, nútíðar, framtíðar láð, Þú farsælt þá verður í lengd og bráð. Að því loknu hélt Guðlaugur Guð- mundsson alþingismaður ræðu fyrir íslandi. Þá hélt Indriði Einarsson ræðu um ís- Imdinga, erlendis, en kvæði vantaði, því að sá er yrkja skyldi (Þorsteinn Gíslason ritstj.) hafði hliðrað sér hjá því. Þvínæst var sungið svolátandi kvæði um alþingi eptir Benedikt Gröndal: í ægum alda straumi þá á oss röðull skein var fullt af gleði og glaumi þá glóði ástin hrein, Landvættir landið vörðu og létu ekkert ná að beita hatri hörðu og herja landið á. En tíminn tók að breytast og tign og manndáð hvarf, og þjóðin fór að þreytast, og þessum gleymdi arf; þá svefn og doða drungi á d&la-vættir sveif, og illur þrauta þungi með þjáning landið hreif. ♦ En sól úr svölum ö'ldum með söng og glaumi steig, og dreifði drunga köldum með dýrri frelsis veig; hún vakti drótt úr draumi og dáið fjör og hrós og þrótt með þakkar glaumi við þúsund ára ijós. Hún vakti vættir nýjar og veitti krapt og þor, með óskir hugar hlýjar að hitta feðra spor; á þingi þær nú sitja með þjóðar ráðin sling; þar aldir aflsins vitja er ekkert drauma-þing. Alþing! þú alltaf heitir vort óskabarnið kært! Landvætta Ijúfir reitir, landvarnar vígið skært! Landvættir í þér lifa, landverðir kúgun mót, sem aðrir ekki bifa og ekki skelfa hót. Á þessum dýrðar-degi vér drottinn biðjum nú, hann yfirgefi eigi vort aldna heimabú, og styrki alla yður sem alþings byggið sal — samheldi, fjör og friður í framtíð drottna skal. Bæðuna fyrir alþingi hélt Jón Ólafsson fyrv. ritsj. Siðast flutti Þórhallur Bjarn- arson ræðu um Reykjavík, en áður var sungið kvæði það, er hér fer á eptir, ort af Einari Benediktssyni ritstjóra: Þar fornar súlur fiutu á land við fjarðarsund og eyjaband þeir reistu fteykjavík. Hún óx um tíu alda bil, naut alls, sem þjóðin hafði til, varð landsins högum lík. — Og þó vor höfn sé opin enn og ennþá vanti knerri og menn vér vonum fast hún vaxi senn og verði stór og rik. En þó við Fióann byggðist borg með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð — ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi, er hún ber, er betra að vanta brauð. — Þeir segja að hér sé hættan mest —- og hérna þróist frónskan verst — og útlend tízka temjist flest og tungan sé í nauð. Nei, þegar öldin aldna flýr og andi af hafi kemur nýr, að vekja land og lýð, er víkka tún og breikka ból og betri daga morgunsól skín hátt, um strönd og hlíð, skal sjást, að bylgjan brotnar hér — við byggjum nýja sveit og ver en minnumst þess, sem íslenzkt er um alla vora tíð. Flestum þótti ræðumönnum mælast vel, en eigi eru hér tök á að flytja neitt, á- grip af ræðum þessum, enda virðist þess ekki þörf. Það var heldur ekki séð fyr- ir því, að ritstjórar blaðanna hefðu neitt sérstakt pláss, er víðast mun þó vera gert við slíkar samkomur. Lítið varð um önn- ur ræðuhöld við hátíð þessa. Þó steig Hjálmar Sigurðsson tvisvar í stólinn, og hélt tölur, aðra fyrir aðkomumönnum ut- an Reykjavíkur, en hina fyrir kvennfólk- inu og var brosað að. í lok hátiðarinnar talaði séra Árni Þorsteinsson á Kálfatjörn, og síðast Halldór Jónsson bankagjaldkeri fyrir Heimdellingum. Um kl. 3 hófust glímurnar, en glírnu- völlurinn var lítill, og mjög ilit aðstöðu fyrir áhorfendur, og vakti það kvartanir, því að aliir vildu horfa á þessa þjóðlegu íþrótt. Verðlaun fyrir glímur fengu 1. Þorgrímur Jónsson söðlasmíður frá Skip- holti i Ytri-hrepp 1. verðlauu (60 kr.) 2. Guðmundur Guðmundsson (bóksala) verzl- unarm. frá Eyrarbakka 2. verðlaun (40 kr.), 3. Sigfús Elnarsson ættaður úr Fljótsdal austur 3. verðlaun (30 kr.), 4. Einar Þor- gilsson hreppstj. í Hlíð í Garðahverfi 4. verðlaun (20 kr.). Verðlaunaféð fyrir kappreiðarnar, að upphæð 200 kr., gaf enskur maðurÆtichard- son, en Jón Vídalín stórkaupmaður gaf verðlaunaféð fyrír glímurnar, alls 200 kr. Kapphlaupum tóku mjög fáir þátt í. Þessir fengu verðlaun: Af börnum 6—10 ára Sigurður M. Þorsteinsson 5 kr., og af telpum á sama aldri Þórun Brynjólfsdótt- ir 2 blómstjaka, af 10—12 ára börnum, Vilh. Finsen skóiapiltur 5 kr., af 12—15 ára börnum Hannes Helgason 5 kr. Af karlmönnum eldri en 15 áravarð fljótastur Pétur Þórðarson hreppstj. frá Hjörtsey, á 200 faðma færi, og fékk ferðaveski í verð- laun. Fyrir langstökk fékk Vilh. Finsen seðlaveski og úrfesti, og fyrir hástökk Jón Blöndal stud. med. stundaklukku og seðlaveski. Fremur lítið þótti varið í hlaup þessi og stökk. Eptir kl. 5 hófst daus, og skemmti margur sér við hann til hátíðaloka kl. 11 um kveldið. Lakast var það, að veitingar voru mjög ónógar og óíullkomnar, sæti vantaði til- finnanlega, en jörðin blaut, og urðu menn því þreyttir. En þrátt fyrir þessa og fleiri agnúa, skemmtu menn sér allvel, og fór hátiðin yfir höfuð mjög vel fram. Það er eðlilegt, að ýmsu verði ábótavant svona í fyrsta skipti. Má búast við, að fyrir- komulagið verði hagfeldara næst, því að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.