Þjóðólfur - 27.08.1897, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.08.1897, Blaðsíða 4
166 ig var það, að þá er ávarpið skyldi koma tii umræðu í deildinni kl. 9 í gærmorgun, létu þessir 10 Yaltýsliðar (Björn Sigfúss. Guðl. Guðm., Halidór Dan., Jens Pálss., Jón frá Stafaf., Jón Jenss., Jón Þór., Sk. Thoroddsen, Þ. Thoroddsen og Valtýr Guðm.) eigi sjá sig á þingi, og þá er sent var eptir þeim fundust þeir hvergi. Hafa ef tii vili setið einhversstaðar að sam- drykkju upp á velferð þjóðarinnar (!!). Að þjóðkjörnir þingmenn skuli verða til þess, að gera sig seka í slíku gerræði og ofbeidi, er eigi að eins fyrirlitlegt og þjóðkjörnum fulltrúum til stórrar vansæmd- ar, heldnr einnig sorglegt tákn tímanna og háskalegt atferli, er getur haft afarískyggi- legar afleiðingar í för með sér, því að á þennan hátt getur ósvíflnn minni hluti, ef hann að eins er rúmur þriðjungur deild- armanna ávallt hindrað framgang hvers einasta máls á þingi. Og það væri held- ur laglegt ástand, ef sú venja tæki að tíðkast. Á þennan hátt, geta t. d. hinir konungkjörnu í efri deild bundizt samtök- um að sundra öllum málum, sem þeim væru á móti skapi. án þess nokkur gæti við það ráðið. Þessir skrúfumenn í neðri d., þjóðkjörnu þingmennirnir, hafa nú riðið á vaðið með þessa sómasamlegu (!) þingvenju. Þetta dæmi sýnir Ijóslega, hversu langt menn geta leiðzt á glapstigu á þingi, ef forsprakkar flokkanna eru nógu samvizku- mórauðir í vali meðalanna, og það sýnir, á hve háskalega braut Valtýsflanið hefur dregið suma fulltrúana á þessu þingi, enda mælist þetta tiltæki hvarvetna mjög illa fyrir utanþings og innan, jafnvel hjá hin- um öflugustu stjórnarsinnum í efri deild, og hafi verið unnt að gera málstað þess- ara Valtýsliða dekkri í augum þjóðarinn- ar, en áður var gert, þá hafa þeir nú sjálf- ir gert hann svo svartan, að frekar verð- ur naumast áaukið. Þetta er einmitt hæfi- leg kóróna á fraœkomu þessara þjóðfulltrúa á þessu þingi, og mun enginn öfunda þá af slíku djásni, er þeir hafa skreytt sig með þinglokadaginn. En hérna á árunum hefði einhverntíma heyrst hvinur í vestur- átt, hefðu mótstöðumenn endurskoðunar- innar hegðað sér svoua. Vonandi er, að þetta tiltæki hafl eigi skaðvænlegar afleiðirigar eða eptirköst á starfsemi þingsias eptirleiðis. En það er ekki þeirn að þakka, sem nú hafa gengið á undan í þessu, sem rniður lofleg fyrir- mynd íslenzkra þjóðfulltrúa. Þá fór efri deild þó öðruvisi að ráði sínu með sitt ávarp. Þar voru Valtýs- liðar fyrst í meiri hluta og sömdu ávarp- ið frá sínu sjónarmiði, en minni hlutinn g&t með samkomulagi komið breytingum að, svo að hann varð í meiri hluta að lokum. Auðvitað er það ávarp litlaust, en þó miklu skárra, en hið upphaflega, er biskupinn samdi í Valtýs anda. Skriðuhlaup urðu allmikil á, Seyðisfirði að- faranótt 15. þ. m. Hafði rignt mjög nokkra und- anfarna daga, einkum hinn 14. og nóttina eptir, og óvanalega mikill vöxtnr hlaupið í ár og læki. Mestan skaða gerði skriða, er hljóp á Bóðareyri utarlega; klofnaði hón, er niður kom, í tvennt, og rann önnur kvíslin niður á land Otto Wathne, inn- an við tvö pakkhús (Mandalshúsin), sem hann á þar, og niður á pall og bryggju fram með húsun- um, braut þar og bramlaðí allt, sem fyrir varð; hin kvíslin beygði út á við að veitingahúsinu (Stein- holti), kom fyrst á stðrt hesthús og fjós fyrir ofan veitingahúsið, braut það að mun og drap þar um 20 hænsn (en kýr, sem var í fjósinu, náðist síðar ómeidd út), féll svo á veitingahúsið, þokaði því ör- lítið til á grunninum og skemmdi nokkuð efri hlið þess, féll síðan niður í sjó utan við hús pöntunar- félagsins, skemmdi þar nýbyggðan húsgrunn og fyllti kjallarann með aur og leðju; þar varð og undir skriðunni allmikið af timbri, er norskur timb- urkaupmaður (Sörensen frá Mandal) átti þar í landi, ennfremur nokkuð af reiðtýgjum og farangri Hér- aðsmanna, sem voru þar í kaupstaðarferð, og ýmis- legt fleira. Dað var á 5. stundu um nðttina, er skriðan féll, og flestir þá í fasta svefni, en vökn- uðu við hinar ógurlegu drunur í fjallinu, og jörðin skalf þar eins og jarðskjálfti væri á ferð- um, enda hafði stór klettur í fjallinu sprungið fram og steypzt niður með skriðunni, og heljar- stór björg liggja nú víðsvegar, þar sem skriðan fór yfir, innan um aurleðjuna, en mikið fðr þó alla leið niður í sjó. Önnur skriða, miklu stærri, féll og um sama leyti úr Strandatindi niður í sjó, utar- lega á ströndinni, nokkru utar en yztu húsin þar, og gerði því litinn skaða. Hestar nokbrir, er Hér- aðsmenn áttu, voru þar á beit í fjallshlíðinni, er skriðan féll, en þeir tóku til fótanna, er þeir heyrðu gauraganginn í fjallinu, og komust allir undan henni. Mörg minni skriðuhlaup féllu þessa sömu nótt, bæði sunnan og norðan megin fjarðarins, og gerðu flest meiri og minni skaða. — í Loðmundar- firði félln og allmargar skriður, og gerðu þær mest- an skaða á Úlfsstöðum, skemmdu þar til muna bæði tún og engi, tóku með sér um 40 hestburði af þurru heyi, og talið líklegt, að eitthvað af sanð- fé hafi einnig orðið undir hlaupunum. í Mjóafirði féllu og skriður víða báðum megin fjarðarins, og gerðu flestar nokkurn skaða, en óvíða þar mjög mikinn. [Eptir bréfi af Seyðisfirði 18. ág.]. Tíðarfar hafði nm alllangan tima verið kalt og mjög votviðrasamt á Austfjörðum, er Bremnæs fór þar um. Reitingsafli af síld í flestum fjörðun- um, en hvergi aflast þar neitt að mun af henni. Fiskafli er og yfirleitt fremur rýr eystra, enda gæftir eigi góðar. — Á Norðurlandi hafa verið óvenjulega mikil votviðri í sumar, og nýting heyja því mjög ill. Aðalfundur Gránufélagsins var hald- inn á Seyðisfirði 3. þ. m. Var þar, meðal annars, samþykkt, að félagið gæfi 100 kr. til hins fyrirhug- aða spítala á Seyðisfirði. Hvalveiðabáturinn norski, „Friðþjófur", sem strandaði við Þórshöfn í sumar, er nú kominn til Seyðisfjarðar. Keyptu þeir Otto Wathne og verzlunarfulltrúi W. Backe bátinn í félagi fyrir 100 kr., eins og hann lá í fjörunni, og tókst þeim bræðrum, Otto og Tönnes Wathne, að ná honum á flot 4. þ. m.; drógu gufuskipin „Elín“ og „Egeria“ bátinn þá út á háflæði og höfðu hann svo á milli sín á leiðinni til Seyðisfjarðar. Talið er víst, að Wathne muni ætla sér að hafa bátinn til hvalveiða síðar, þegar aðgerðinni er að fullu lokið. S kemmtis amkomu (þj óðminni n gardag) héldu Múlasýslubúar að Egilsstöðum á Völlum sunnudaginn 8. þ. m. Kotnu þar saman full 300 manna úr Héraði og Fjörðum. Skemmtu menn sér við ræðuhöld, íþróttaiðkanir (hlaup, stökk o. fl.), söng og dansleik fram eptir kvöldinu. Mun flest- um hafa þótt samkoma þessi ágæt hressing, og hafa því í huga, að halda slíka skemmtisamkomu á hverju sumri eptirleiðis. Veður var hið bezta allan daginn, þó rigndi dálítið seinni hluta dags- ins. Dr. Þorvaldur Thoroddsen er nýkom- inn hingað úr rannsóknarferð nm Húnavatnssýslu, og siglir héðan til Hafnar með „Laura“ 2. Bept. Hefur hann nú farið yfir og skoðað allt ísland, nema heiðarnar suður og vestur af Langjökli, og ætlar hann að rannsaka það svæði næsta sumar. Hann hefur í sumar fengið vandað gullúr sem beiðursgjöf frá ensku laudfræðifélagi fyrir rann- sóknir hans hér á landi, og er letrað á úrið all- langt mál frá gefendunum. Gæzlustjóri landsbankans er kosinn af efri deild alþingis Kristján Jónsson yfirdómari í stað Benedikts prófasts Kristjánssonar frá 1. júlí 1898. — Gœzlustjóri Söfnunarsjóðsins kosinn af efri deild Jón Jensson yfirdðmari. — Yfirskoðun- armenn landsreikninganna eru kosnir þeir bræður Jón Jensson yfirdómari og Sigurður prófastur Jens- son í Flatey. „Vesta“ kom hingað í gær. Farþegar með henni: Árni Thorsteinsson (landfógeta), Friðrik Friðriksson stúdent, Jón Jónsson skipstj. í Mels- húsum, Gísli Finnsson járnsmiður og 2 Englend- ingar. — Friðurinn milli Tyrkja og Grikkja var enn eigi fullsaminn um 20. þ. m. Káðaneytisfor- setinn á Spáni, Canovas del Castillo, var myrtur 8. þ. m. Nákvæmari útlendar fréttir í næstablaði. Alþingi var alitið kl. 4V2 e. m. í g*r. Nokkrar breytingar, en þó óverulegar, urðu á fjárlögunum í sameinnðu þingi- ySV Nánari fregnir af þinginu í nœsta Uaði, er liemur út á þriðjuduginn 31. þ. m. Fundizt hefnr á veginum frá Kotströnd að Kögunarhól í Ölfusi böggull með kvennfatnaði í. Eigandinn vitji hans að Syðstumörk undir Eyja- fjöllum, mót borgun þessarar auglýsingar._ Hannyrðabókin fæst á afgreiðslu- stofu pjóðólfs. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiðj an.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.