Þjóðólfur - 10.09.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.09.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendjg 5 kr. -Borgiet fyrir 15. jdli. Uppsögn, bnndin við kramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. ÞJÖÐÖLFUK. Reykjarík, föstudaginn 10. soptember 1897. Nr. 43. XLIX. árg. Frá næstkomandi nýári verð ur Þjóðólfur fullum þriðjungi stærri en hann er nú. 60 tölublöð árgang- urinn. Þrátt fyrir þessa miklu stækk- nn og hinn mikla kostnað, er af henni leiðir fyrir útgefanda, helzt þó verð blaðsins óbreytt. Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst. Varúðarverður samblástur. (Niðurl.). Þess var minnzt í síðasta blaði að hinn nýi stjórnarflokkur, er nú mynd- aðist á þinginu undir forustu hins danska embættismanns dr. Valtýs, væri dálítið at- hugaverður. Hið loflega ávarp þessara fylgi- fiska doktorsins er nú prentað með gleið- letri í 3 Reykjavíkurblöðutium, og auk þess sent sérprentað í hrúgutn út um allt land, svo að ætla má, að þorri almennings geti glöggvað sig á efni þess, þótt ekki sé það birt orðrétt í öllum blöðum lands- ins. En það er sannarlega ekki vanþörf á að fletta gærunni oíurlítið ofan af þessu djásni, svo að fólkið sjái hið sanna gildi þess, sjái, hversu mikill kjörgripur hér er í boði. Það hefur opt verið tekið fram, að alþýða martna hér á landi fylgdist lítt með í stjórn- málum, að hún ætti harla erfltt með að greina þar rétt frá röngu, og væri svo áhugalítil, sljófskyggn og skilningslítil í slíkum málum, að það væri árangurslaust erfiði að leitast við að koma henni í skiln- ing um, jar'nvcl hin allra auðveldustu og skiljanlegustu meginatriði. Það getur vel verið, að slíkur dómur eigi við rxokkur rök að styðjast, en yfir fiöfuð er hann rangur og ósanngjarn, því að meiri hluti a]þýðu vorrar, er svo skýr og skynsamur, að sumir hinna svonefndu „lærðu manna“, sem hreykja sér hæst yfir alþýðuna kom- ast ekki með tærnar þar, sem hún hefur hælana, að því er skilning, sálarþroska, menningu og frjálslyndi suertir. Hvor meðalgreindur alþýðumaður, getur ef hann vill, skilið almenn mál og myndað sér sjálfstæða skoðun um þau, svo framarlega sem þau eru útlistuð nógu Ijóst og skil- ^erkilega. Það er engin efi á því. Að því er snertir þetta „guðspjallu Yaltýsliðanna, er þeir nú hafa dreift yfir landið, þá þarfnast það ekki langra skýr- inga til þess, að alþýða geti skilið, hvert það stefnir. Allir vita, að það er tvennt ólikt: sjálfstœð, innlend stj’orn hér ílandi, er engum It/tur nema konunginum einum eda: ösjálfstœð, útlend stjörn í Kaupmanna- h'ófn, rígnegld við ríkisráðið danska, þessa ráðherra samknndu, sem jafnan er skipuð hádönskum, hávelbornum burgeisum, sem vantar bæði viljann og máttinn til að geta botnað minnstu vitnnd i íslenzkum málum. Þessi munur er líklega hverjum auðsær. Fyrir hinu fyrra attiði: sjálfstæðii inn- lendri stjórn, höfum vér íslendingar verið að berjast með eudurskoðuninni, þótt slæ- lega hafl gengið. En nú vill þessi nýi stjórnarflokkur — Valtýsliðarnir — slá stryki yfir það allt saman, og fara hina leiðina í þveröfuga átt: þoka stjórn lands- ins út yflr pollinn í hendur ríkisráðsins danska. En þeir vilja láta sem allra minnst á því bera, að svo sé, og hyggja að íslendingar séu þeir skynskiptingar að láta blekkjast af þeim fernisgljáa, sem þeir smyrja yfir þetta andvana fædda fóst- ur sitt, með því að klína á það þessum álítlegu einkuunar orðum: „sérstakur ráð gjafl fyrir ísland, er eigi heíur önnur stjórnarstörf á hendi“. Það eru einkumorðiu „sérstakur“ ráðgjafi, sem allir eiga að verða skotnir í. En þetta er herfilega villandi, því að um sérstakan ráðgjafa fyrir ís- land getur alls eic/i verið að rceða, í orðs- ins eiginlequ þyðingu, þá er hann á að sitja í ríkisráðinu, bera þar upp sérmál íslands, leggja þau undir atkvæði allra hinna dönsku ráðgjafanua, og greiða auð- vitað sjálfur atkvæði um dönsk mál. Hann verður lítið „sérstakari“ fyrir það, þótt hana í orði kveðnu eigi skuli hafa önnur stjórnarstörf á hendi en íslands mál, úr því að þessi stjórnarstörf hans eru alger- lega háð geðþótta þessarar dönsku ráð herra samkundu, svo að þessi „sérstaki“ herra verður alveg að danza eptir hennar pípu, og fær engu áorkað, hversu ötull og velviljaður sem hanu væri, nema hinir dönsku embættisbræður hans séu svo náð- ugir að leyfa honum það, Svo þá er þar við bætist, að þessi „sérstaki11 þarf eigi að vera íslendingur, fremur en verkast vill, heldur einhver hádanskur herra, er dálítið getur fleytt sér í íslenzkri tungu, þá má geta nærri, hve mikils virði þessi „sérstaki„ þarna úti í Kaupmannahöfn verður fyrir oss íslendinga. Skyldi það eiga að bæta úr öllu saman, að sá „sér- staki“ á að skjótast hingað á þing og láta þingmenn sjálfa skera þar niður frumvörp sín, sem stjórnin hingað til hefur eingöngu annazt um? Eða þessi ábyrgð, sem hann á að bera fyrir alþingi. Það er sjálfsagt hún, sem á að ríða allt á slig, sem andstætt er þessum stjórnarflokki ráðgjafaefnisins. Um ábyrgð þessa hefur mikið verið rætt og ritað, og eru hinir glöggustu lögfræðingar eindregið þeirrar skoðunar, að þessi svonefndi „sérstaki" íslands ráðgjafi, sitjandi í ríkis- ráðinu sem meðlimur þess, hljóti samkv. grundvallarlögum Dana að dæmast af hin- um danska ríkisrétti, en eigi af hæstarétti, og þá verður ákœruvald alþingis og þessi svonefnda ráðgjafa-ábyrgð að eins á papp- irnum en hvergi annarstaðar. Um sum þessi atriði verður síðar tal- að ítarlegar. En þetta mun nægja að sinni til að benda á, hversu varúðarverður þessi samblástur minni hlutans er, og hve heilladrjúgt það getur orðið fyrir stjórn- frelsi íslands í framtíðinni, et menn gleypa nú hugsunarlaust þessa flugu. Það mun sízt skorta, að sumir forkólfar þessarar nýju stjórnarstefnu hlaði lofkesti mikla yfir henni og sjálfum sér. Eu það er ekki einhlítt til að veiða almenning í þorska- net dr. Valtýs, og þótt 15 þingmenn hafi flækzt í það og látið doktorinn geirnegla sig við dönsku stjórnina í þessu máli, þá er harla ósennilegt, að kjósendur til al- þiugis hér á landi, vilji láta geirnegla sig og allt laudið við Danmörku um ald- ur og æfl. En að því stefnir þó Valtýsk- an ómótmælanlega. Mannlýsiiigar. Bptir Matth. Jocliumsson. (Frh.). Þá var eg búðarsveinn á 16. ári hjá Sigurði kaupm. í Flatey, frænda mín- um, er Jón Thoroddsen kom vestur og tók Barðastrandarsýslu. Það var einn fagran vordag, að við nokkrir ungir menn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.