Þjóðólfur - 10.09.1897, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.09.1897, Blaðsíða 3
173 30. Hróarstungu hérað: Jökuldalshreppur beggja megin Jökulsár upp að Qilsá, Hlíðar, Tungu, Hjaltastaða, Eiða og Borgarfjarðar hreppar. 81. Seyðisf jarðar héraö: Loðmundarfjarðar, Seyð- isfjarðar og Mjðafjarðar hreppar. 32. Fljótsdáls hérað: Jökuldalshreppur fyrir ofan Gilsá, beggja megin Jökulsár, að meðtaldri Jökuldalsheiði, Möðrudal og Viðidal, Fella, Fljótsdals, Skriðdals og Valla hreppar. 33. Reyðarfjarðar hérað: Reyðarfjarðar og Norð- fjarðar hreppar. 34. Fáskrúðsfjarðar liérað: Fáskrúðsfjarðar og Breiðdals hreppar. 35. Berufjarðar hérað: Beruness og Geithellna hreppar. 36. Hornafjarðar herað: Austur-Skaptafellssýsla. 37. Síðu hérað: Vestur-Skaptafellssýsla frá Skeið- arársandi að Mýrdalssandi. 38. Mýrdals hérað: Hvamms og Dyrhóla hreppar í Skaptafellssýslu og báðir Eyjafjalla hreppar í Rangárvallasýslu. 39. Vestmannaeyja hérað: Vestmannaeyjasýsla. 40. Rangár hérað: Bangárvallasýsla nema Austur- og Vestur-Eyjafjalla hreppar. 41. Grímsness hérað: Skeiða, Gnúpverja, Hruna- manna, Biskupstungua, Grímsness og Grafn- ings hreppar í Árnessýslu. 42. Eyrarbakka hécað: hinn hluti Árnessýslu nema Dingvallahreppur. Landshöíðingi getur eptir tillögum hlutaðeig- andi sýslunefndar eða sýslunefnda gert breyting á takmörkunum miili hinna einstöku læknishéraða og verða læknar að sætta sig við þá breyting endur- gjaldBlaust Nú er héraðslæknis vitjað úr öðru héraði til konu í barnsnauð, eða í öðru jaín brýnu tilfelli, fyrir þá sök, að hægra er til hans að ná en hlut- aðeigandi læknis, og hefur hann þá sömu skyldur, eins og héraðsbúi hans ætti í hlut. 2. gr. í hvert lækuishérað skal skipa héraðslækni, og er hann skyldur til að setjast að í þeim hluta hér- aðsins, sem landshöfðingi ákveður, eptir að búið er að loita um það álita hlutaðeigaudi sýslunefnd- ar eða sýslunefuda. Nú er lækni skylt að búa utau verzlunarstaðar, og skal hlutaðeigandi sýslu- nefnd eða sýslunefndir þegar útvega honum aðset- ursstað, en ábýlisjörð avo fljótt sem unnt er, ef hann óskar þess. Landsstjórnin skal leggja til landssjóðsjarðir fyrir læknissetur, þar sem því verð- ur við komið. Héraðslæknamir í Reykjavíkur, ísafjarðar, Ákur- eyrar og Seyðisfjarðar héruðum skulu vora bÚBett- ir í þeim kaupstað eða verzlunarstað, er héraðið er kennt við. Héraðslækniriun í Keyðarfjnrðarhéraði skal vera búsettur á Eskifirði, og héraðslæknirinn í Barðastrandarhéraði á Patreksílrði. Þessir læknar, svo og læknirinn í Vestmanna- eyjum, Bkulu skyldir til, þegar komið verður upp á þessum stöðum sjúkrahúsum, að takast á hendur lækniseptirlit við hús þessi, án sérstakrar þókn- unar. 3. gr. Að því er lauu snertir, er læknishéruðunum skipt í 4 flokka: í x. flokki eru launin 1900 kr., í 2. 1700 kr., í 8. 15oo 0g j 4. 1300 kr. í 1. flokki eru Reykjavíkur, ísafjarðar, Akur- eyrar og Seyðisfjarðar héruð. í 2. fiokki eru Keflavíkur, Barðastrandar, Blöndu- óss og Sauðárkróks hóruð. í 4. fiokki eru Kjósar, Mýra, Nauteyrar, Seilu, Fáskrúðsfjarðar, Flateyjar, Vestmannaeyja, Axar- fjarðar og Þistilfjarðar héruð. 1 3. fiokki eru öll hin læknishéruðin. Launin greiðast úr landssjóði. Eptirlaun læknis skal þannig reikna, að hann fái '/s þeirrar launa- upphæðar, sem hann hafði, þegar hann fjekk lausn frá embætti og auk þess 20 kr. fyrir hvert em- bættisár. Að öðru leyti skal farið eptir hinum al- mennu eptirlaunalögum. Hafi nokkur héraðslæknir, er nú or skipaður í fast embætti, hærri laun (að meðtöldum húsaleigu- styrk og embættisjörð), en honum bæri eptir lög- um þessum, heldur hann þvi, sem fram yfir er, sem viðbót fyrir hann sjálfan. Þegar læknisembættið losnar, skal embættisjörðin lögð til landssjóðs. Þangað til smámsaman er búið að skipa héraðs- lækna í hin nýju embætti, skal læknahéraðaskipt- ing sú, sem nú er, haldast, að því leyti er snertir þau embætti. Héraðslæknar þeir, sem nú ern í embættum, verða endurgjaldslaust að sætta sig við hverja breyting, sem verður á héruðum þeirra eptir lög- um þessum. 4. gr. Þegar ekki er samið fyrir fram við lækna um borgun fyrir læknisstörf, svo som um vissa þóknun á ári, þá ber þeim, hvort sem er fyrir lækniBstörf i þarfir hins opinbera eða oinstakra manna, þessi borgun: 1) Þegar leitað er ráða til þeirra heima eða þeir vitja sjúklinga eigi lengra en Vio úr mílu frá bústað sinum, eins þó þeir um leið gefi út læknisfyrirsögn, geri lítils háttar skurði og bindi um, dragi út tönn, nái þvagi af manni eða því um líkt................35 a. til 1 kr- Komi sjúklingurinn eptir umtali við lækninn þrisvar eða optar þar á optir til hans eða vitji læknirinn sama sjúkl- ings þrisvar eða optar, færist borgunin niður um helming. Sé læknis leitað frá kl. 11 e. h. til kl. 6 f. h., tvöfaldast borgunin. 2) Fyrir ferð læknis á skip, er liggur áhöfn 4 — 3) Fyrir að kippa í lið, stinga á manni eða taka fingur af eða tá............1—2 — 4) Fyrir að binda um beinbrot...........2—4 — 5) Fyrir að taka af stærri limi, eða gera þvi líkan meiri háttar líkamsskurð . . 4—8 — 6) Fyrir að hjálpa sængurkonum með verkfærum, eða án þeirra............2—8 — Fyrir önnur verk lækna skal borga eptir tiltölu við það, sem hér er talið. Þurfi læknir aðstoðar við hina meiri háttar líkamsskurði, skal að auki greiða sanngjarna borg- un fyrir þá aðstoð. 5. gr. Fyrir störf í þarfir heilbrigðis- og réttargæzlu ber lækni, hvort sem hið opinbera eða einstakir menn leita hans: 1) Fyrir líkskoðuu....................... 2 kr. 2) Fyrir uppskurð á líki...............8—16 — Hjálpist fleiri læknar að en einn við líkskurðinn, skiptist borgunin jafnt á millí þeirra. 3) Fyrir „kemiska11 eða „mikroskopiska11 rannsókn, er um eitrun er að ræða, ásamt skýrslu um málið.................. 4 — Þegar lík er skorið upp, skal þó ekkort greiða fyrir slíka rannsókn sérstaklega, 4) Fyrir að rannsaka heilsufar manns, eðli sjúkdóms, geðveiki, getnaðarhæfi- leika, hvort barn Bé fullburða, eða þvi um líkt...............................2—3 kr. Séu fleiri en einn rannsakaðir á sama stað og i sama tilefni, skal þó að eins greiða 2 kr. fyrir hvern þeirra. 5) Fyrir að rannsaka sjóskemmdar vörur, meðul, matvæli, hús eða því um líkt, ásamt vottorði ..........................3—5 — 6. gr. Verði læknir að takast ferð á hendur til þess að leysa af hendi störf sín í þarfir hins opinbera eða einstakra manna, skal sjá bonum fyrir flutn- ingi ókeypis og sem beinasta leið að hægt er, og greiða honum ennfremur auk borgunar eptir 4. og 5. gr. 3 kr. fyrir hverjar 12 stundir, sem hann er á ferð, eða að læknisstörfum, og að því skapi fyrir styttri tíma. Sjái hann sér sjálfur fyrir farkosti, skal endurgjalda honum það, eptir því sem tíðkast í því byggðarlagi. 7. gr. Lög 16. október 1875 um aðra skipun á lækna- héruðum á íslandi og fleira eru úr gildi numin. 8. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1898. Mannalát og slysfarir. Hinu 5. þ. m. andaðist úr lungnabólgn hér í bænum Bergþór Bergþórsson prentari, rúmlega tvítugur (f. í Kjalardal í Borgaríirði 22. okt. 1875), efnispiltur og einkar háttprúð- ur. Hann hafði allmjög iðkað sig í ieik- flmi og var orðinn meðal hinna leiknustu ungra manna hér í þeirri list. Hinn 8. þ. m. lézt hér í bænum ung- frú Jane Spence Paterson, systir brezka konsúlains hér. Hafði fallið af hestbaki og fengið heilahristing. Hún var vel að sér, siðprúð og vel þokkuð. Hinn 31. f. m. varð Jón Jónsson bóndi á Mjósundi í Flóa undir húsvegg, er hrundi yfir hann, og marðist maðurinn þar sam- stundis til bana. Heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. hafa fengið bændurnir Kristján Jónsson á Hliðsnesi á Álptaneai og Stefán Bjarnason á Hvítanesi í Skilmannahreppi, 140 kr. hvor, fyrir dugnað í jarðabótum. Georg Thordal, er kom hingað með kol á gufuskipinu „Bradford“ frá Eng- landi 30. f. m., er nú að iáta kaupa hross í Árness- og Rangárvallasýslum. Tíðarfar hefur verið dágott hér á Suð- urlandí næsti. hálfan mánuð, og hefur því atlmjög rætzt úr með iieyskap manna, er líklega verður í meðallagi hér syðra, ef sama veðurátt helzt til sláttarloka.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.