Þjóðólfur - 10.09.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.09.1897, Blaðsíða 2
172 hrundnm fram ferju og fluttum Tkorodd- sen suður til Hrappseyjar.j Var okkur vísað til stofu; hún var fornleg en vei búin, hengu þar allir Aldinborgarkonungar með tölu á þiljum. Þorvaldur bóndi var allra manna hýbýlaprúðastur ogjglaðastur við gesti sína; skorti þar og fátt til íagn- aðar. Þeir bóndi og sýslumaður gengu ýmist út eða inn, og vissum við ekki ræð- ur þeirra. Þá kom í stofuua mær ein forkunnar fríð, ljóshærð og litfríð. Það var yngri dóttir bónda og hét Kristín. Um hana mátti kveða það sem ort var um aðra breiðfirzka stúlku: „Há og grönn og hýr á brá, horskum mönnum vekur prá, bein sem hvönn af hvirfli að tá, hrein sem fönn af nýjum snjá“. Æjkan sér ávalit æskuua „gegnum glor“ —gegnum gier sinna eigin fegurðardrauma. En ferð vor var biðilsför Jóns skálds og sú hin fagra mær varð kona hans. Jón Thoroddsen var vel á sig kominn, herða- breiður og hvatlegur, ekki hár maður, grannleitur, ekki fríðHr, en svipmikill og og skarplegur. Þorvaldur var grannlegur, léttur og lipur, glaðlegur, gáfulegur, skjót- ur og skörulegur. • Hann átfi Eagnhildi frá Skarði Skúladóttur, sem þá var önduð. Þorvaldur var lengi umboðsmaður, stund- um fyrir Snæfellsnessýslu; þingmaður var hann og; fórst honum jafnan vel og hafði mannhylli. — Árni Thorlacius var göfug- menni mikið í sjón, svipmikill sem hers- höfðingi og ekki þýður í fyrstu, en þó manna skemmtilegastur; hann var mjög vel framaður maður og vel að sér, eins og kunnugt er, einkum í sumum náttúru- og sagnafræðum. Hann var mikill vexti og afburðamaður að hvatleik og hreysti, „sportmaður" hinn mesti. — Hjaltalín var meðalmaður, sívalur, dökkur á brún og brá, ramur að afli. Áttu þeir Árni, að sögn, stundum kappleik saman á yngri árum, og sættust sjálfir; þótti Árni nokk- uð stórgeðja, en hinu þrár og þéttur. — Benedikt, rúðumeistari, sem hafði verið stórkaupmaður í Khöfn, var þá hniginn og fornlegur; lærður var hann allvel, eu þótti vandfýsinn í lund og ekki viðfeldinn við alþýðu, en þó valinn maður í mörgu. Hann var hár vexti, en magur og gekk álútur og boginn í baki. Brynjólfur bróðir hans var honum ólíkur, og eflaust móðurfrændum miklu líkari. Hann var meðalmaður vexti og manna fríðastur og bezt á sig kominn, fjörlegur og frækinn, svipmikill og fyrir- mannlegur, augun fögur og andlitið bæði góðlegt og gáfulegt, en svipurinn þó mjög breytilegur, því lundin var ör en vitsmunir skarpir. Hann var allra manna huglát- legastur, trúfastur og hjartagóður, stór- gjöfull og hinn mesti skörungur í flestu, þeirra manna, er eg eg hef þekkt. Var fle8tum yndi að sækja hann heim, og aidrei þekkti eg skemmtilegri mann í viðræðum og umgengni. Hann lét sér mjög og ein- kennilega annt um aðra og þeirra hags- muni, og fór þar ekki að mannvirðingum, því hann var hjálpsemin sjálf; eu um síua hagi var hann dulur. Þó var liann stund- um barnslega opinskár; kom það af hrein- skilni hans, örlyndi og frómlyndi. Kona hans Herdís, fædd Scheviug, var og hin bezta og göfgasta kona. En þótt eg vilji forðast mannjöfnuð, vil eg segja, að Brynj- ólfur ætti hvergi sinn jafningja um sína daga í þeim landsfjórðungi. Hann var metnaðarmaður og ekki smámenni í skapi, en fór vel með, og aldrei átti hann óvini eða öfundarmenn, svo eg vissi. Hann var auðmaður ávaiit, en missti þó stórfé bæði sakir óhappa og örlyndis. Brotnaði bolli eða lirífuskapt, fáraðist hanu um og leit hryggur í brotið, en þegar honum var voveiflega sögð þau tíðindi, að hin kostu- lega Reykhólakirkja hans, ný og alger, hefði fokið og farið í smáspæni, varð hon- um það eitt að orði: „Eg verð að byggja aðra sterkari“, og — lék við hvern fingur. (Meira^. Lög um skipun læknahéraða á íslandi o. fi. (eins og þau voru samþykkt af alþingi). 1. gr. íslandi skal skipt í 42 læknishéruð, þau er hér segir: 1. Reykjavíkur hérað: Reykjavíkur kaupstaður, Seltjarnarness, Bessastaða, Garða og Mosfells- hreppar. 2. Kejlavíkur hérað: hinir 6 hreppar Gullbringu- sýslu. 3. Kjósar hérað: Þingvallahreppur, Hvalfjarðar- strandarhreppur út fyrir Hrafnabjörg og Kjðs- arsýsla nerna Mosfellshreppur. 4. Skipaskaga hérað: Hvalfjarðarstrandarhreppur inn fyrir Ferstiklu og hinir 4 syðstu hreppar Borgarijarðarsýslu. 6. Borgarfjaröar hérað: binn hluti Borgarfjarð- arsýslu og Mýrasýeia austan Langár. 6. Mýrahérað: hinn hluti Mýrasýslu og Hnappa- dalssýsla. 7. Ólafsvíkur hérað: syðri hluti Snæfellsness- sýelu frá Straumfjarðará að Búlandshöfða. 8. Stykldshólms hérað: hinn hluti Snæfellsness- sýslu; læknirinn í héraði þessu er enn fremur skyldur, þegar því verður viðkomið og þess or leitað, að vitja sjúklinga í Fellsstrandar- hreppi vestan Kjallaksstaðaár og Skarðstrand- arhreppi sunnau Ballarár, ásamt eyjunum i þessum hreppi, nema Kauðseyjum, Búfeyjum og Akureyjuin. 9. Ðala hérað: Dalasýsla nema Bauðseyjar og Búfeyjar. 10. Reykhðla hérað: Geiradals, Beykhðla og Gufu- dals hreppar; læknirinn í héraði þessu er enn fremur skyldur, þegar þess er leitað og því verður yið komið, að vitja sjúkliuga í Múla- hrcppi og á Hjarðarnesi. 11. Flateyjar hérað: Flateyjarhreppur, Bauðseyj- ar og Búfeyjar í Dalasýslu, Múlahreppur og Hjarðarnes að Yatnsfirði; læknirinn í héraði þessu er enn fremur skyldur, þegar því verður við komið og þess er leitað, að vitja sjúklinga í Barðastrandarhreppi milli Vatnsdalsár og Hagavaðals. 12. Barðastrandar hérað: Barðastrandarsýsla fyr- ir vestan Vatnsdalsá. 13. Þingeyrar hérað: Vestur-ísafjarðarsýsla. 14. ísafjarðar hérað: ísafjarðar kaupstaður ásamt Eyrar, Hóls og Súðavíkur hreppum og Vigur i Ögurhreppi. I 16. Nauteyrar hérað: Ögurhreppur nema Vigur, Beykjarfjarðar, Nauteyrar og Snæfjalla hrepp- ar. 16. Hesteyrar hérað: Grunnavíkur og Sléttu- hreppar. 17. Steingrímsfjarðar hérað: Nyrðri hluti Stranda- sýslu að Ennishöfða. 18. Hrúlafjarðar hérað: Óspakseyrar- og Bæjar- hreppar i Strandasýsiu, Staðar-, Torfastaða- (Fremri og Ytri) og Kirkjuhvamms hreppar í Húnavatnssýslu. 19. BlöncluósB hérað: Hinn hluti HúuavatnBsýslu, neina Svartárdalur. 20. Sauðárkróks hérað: Skefilsstaða, Sauðár, Stað- ar, Bípur, Viðvíkur, Hóla og Hofs hreppar. 21. Seilu hérað : Seilu, Lýtingsstaða og Akra hreppar í Skagafjarðarsýslu, og Svartárdalur i Húnavatnssýslu, 22. Siglufjarðar hérað: Fells- og Holts hreppar í Skagafjarðarsýslu, og Hvannneyrar og Dórodd- staða hreppar í Eyjafjarðarsýslu. Læknirinn i héraði þessu er enn fremur skyldur til að vitja sjúklinga í Grímsey, þegar þess er leitað og því veröur við komið. 23. Höföahverfis hérað: Svarfaðardalshreppur og Arnarnesshreppur inn að Hiilum i Eyjafjarðar- sýslu, Grýtubakkahreppur og Hálshreppur norð- an við Hálssókn i Dingeyjarsýslu. 24. Akureyrar hérað: hinn hluti Eyjafjarðarsýslu, (nema Grímsey) og Svalbarðs3trandarkreppur í Dingeyjarsýolu. Læknirinn i héraði þessu er skyldur tii, þegar þess er leitað og því verður við komið, að vitja sjúklinga í þeim hluta Höfða- hverfishéraðs, sem er að vestanverðu við Eyja- fjörð. 26. Reykdœla hérað: Hálshreppur út að Dralla- staðasókn, Ljósavatnshreppur ofau fyrir Dór- oddsstað, Beykdæla og Skútustaða kreppar. 26. Húsavíkur hérað: Grímsey í Eyjafjarðarsýslu, Ljósavatushreppur upp undir Dóroddsstað, Að- aldæla og Húsavíkur hreppar. 27. Axarfjarðar hérað: Kelduuess-, I’jalla- og Skiunastaða hreppar og Presthólahreppur að Skinnalónsheiði. 28. Þistilfjarðar hér&ð: Hinu hluti Norður-Ding- eyjarsýslu. 29. Vopnafjarðar hérað: Skeggjastaða og Vopna- fjarðar hreppar. Læknirinn í héraði pessu er skyldur til að vitja sjúklinga í Möðrudal og Víðidal, þegar hans er vitjað og því verður við komið.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.