Þjóðólfur - 05.10.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.10.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendjs 6 kr.-Borgist fyrir 15. jöli. Uppsögn, knndin vií iramöt, ögild nema komi til dtgefanda fyrir 1. oktöber. ÞJÓÐÖLPUE. XLIX. árg. Keykjarík, þriðjudaginn 5. október 1897. Nr. 47. Takiö eptir! Óvenjuleg stækkun. Við næstu áramót hefst 50. árgangur Þjóðólfs, og verður blaðið þá eptirleiðis fullum þriðjungi eða framt að helm- ingi stærra en fyr. Yerð sama og nú. Útsendingu Maðsins verðar liagað eins og hingað til, og Tborgunarskilmálar liinir sömu. Þjóðólfur reiðir sig ií skilvísi kaupenda sinna, þótt borgun sé ekki iieimtuð fyrirfram. líýir kanpendur að 50. árg. blaðsins (1898) gefl sig fram sem fyrst. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 20. sept. Danmörk. Loks er sætt komin á aptur á milli véiaverksmiðjueigendanna og verkamannanna. Útilokuu verkamann- anna hefur staðið yfir í 3 mánuðí, og mun vera eitthvert mesta verkfall hér í Iandi, og hefur, &ð sögn, kostað báða parta um 5 miljónir króna. Margar atrennur hafa verið gerðar til sátta umleitunar, en ekki tekizt fyr. Hvorntveggja telja sér sigur- inn, en óviðkotnandi finnst þó heldur verk- smiðjueigendurnir hafa borið hærra hlut. Út af verkfalli þessa hefur sundurþykkja nokkur sprottið á miili vinstrimanna. — „Po]itiken“ og „Köbechavn11 — og jafn- aðarmanna — „Socialdemokraten“ —; þyk- ir hinum síðar nefndu þessi tvö blöð held- ur hafa dregið fram hlut verksmiðjueig- endanna, og eru ekki spöruð stóryrði á báða bóga. Ekki mun þó rifrildi þetta hafa nein áhrif á pólitíska samvinnu milli þessara tveggj* flokka við kosningar. — Mikið var um dýrðimar hér 27. f. m., er Carl Svíaprins gekk að eiga Ingibjörgu, dóttur Friðriks konungsefnis; þá kom hingað Óskar Svíakonungur ásamt öðru stórmenni frá Svíaríki; var þá uppi fótur og fit hjá Hafnarbúum, eins og vant er, þegar eittlivað konunglegt er á ferðinni, en lítið munu þeir annað hafa séð, en rauðklædda kúska, rennilega klára og skrautlega vagna. — Síðast í ágústmánuði var haldinn alþjóðlegur lögfræðingafnndnr hér í bænum, og tóku þátt í honum marg- ir merkustu lögfræðingar Norðurálfunnar, og þótti Dönum það göfugir gestir, og tóku'þeim með mestu virktum. — 27. ág. voru 100 ár frá því að skáldið Hinrik Hertz fæddist, og minntust flest leikhúsin hans með því, að leika nokkur af leikrit- um hans þann dag. íbúarnir í Koiding og næstu sveitum halda þessa dagana iðnaðar- og landbúnaðarsýningu. Slíkar sýningar eru nær því árlega haldnar ein- hversstaðar hér í landi, og sýnir það, hve þýðingarmiklar menn telja þær vera. Pet- ersen, yfirpóstmeistari hefur sagt af sér embættinu; hafði hann staðið bæði vel og lengi í stöðu sinni; í hans stað er kom- inn Kjörboe, póstmeistari frá Álaborg. Þess má geta, sem hér þykir tíðindum sæta, að prestur einn, Gade að nafni, úr flokki innrimissionsmanna, hefnr orð- ið upp vís að hneykslanlegum saurlifnaði; meðal annars hefur hann tælt 15 ára gamla stúlku og þungað hana; sitnr hann nú í haldi og bíður hins jarðneska dóms. Svíaríki og Noregur. Óskar kon- ugur heldur 25 ára ríkisstjórnarafmæli sitt þessa dagaua, og er ekkert sparað til að gera það sem dýrðlegast þar í landi; meðal annara virðingamerkja er konungi vorn sýnd, færðu þegnar hans honum að gjöf, 2,200,000 kr., er safnað hafði verið til úm land allt, og hefur konungur á- kveðið, að því fé skuli varið til varnar gegn berklasýkinni. — svo munu þeir læknarnir heima hafa þýtt „tuberculose“. — Engar áreiðanlegar fréttir hafs borizt af Andrée enn þá, og er nú á þriðja mán- uð síðan hann „lét í lopt“. — Verðlaunum á sýningunni í Stokkhólmi er úthiutað, og má geta þess, að Leonhard Tang, kaup- maður á ísafirði, hefur fengið silí'urpen- ing fyrir saltfisk, og Thor. E. Tulinius sömu verðlaun fyrir það, sem haun hefur sýnt yfir höfuð. — Það sem af er kosn- ingunum í Noregi hefur gengið svona upp og niður, en þó ef til vill, heldur vinstri mönnum í vil. — Fremur lítinn þátt hafa Norðmenn tekið í hátíðahöldunum fyrir Óskari konungi. Frakkland. 18. f. m. lagði Faure for- seti af stað til Rússlands, — af vangá stóð síðast, að hann mundi leggja af stað 27. — og var tekið þar með miklum virktum; gengu hraðfréttirnar um allan heim um hátíðahöldin, en rúsínan kom þó síðast, rétt áður en Faure lagði af stað aptur, er keisarinn skýrði frá, að vopna- samband (alliance) væri milli Frakklands og Rússlands, það var það, sem Frakkar höfðu vænst eptir, og til þess var ferðín gerð, enda eru þeir i sjöunda himni síðan. Þýzkaland. Hann lætur ekki gleyma sér keisarinn þar. Nú hefur hanu nýlega haldið ræðu við afhjúpun minnisvarða Vilhjálms 1., afa síns; meðal annars kall- aði hann sig „guðs verkfæri“, „drottnar- ann af guðs náð“, sem „einn bæri gagn- vart skapara sínum voðalega ábyrgð, sem enginn ráðgjafi, ekkert þing og engin þjóð gæti losað sig við“, — svo stór voru þessi keisarans orð. Rétt á eptir lét Bismarek gamli frá sér heyra; heldur hann að Frakkar mundu óánægðir, ef þeir fengju að vita sambandsskilmálaua milli Frakkiands og Rússlands, Rússar séu varkárir í pólitík sinni, og að ferðalög þjóðhöfðingja hafi ekki eins raikla þýðingu og menn haldi. Hanu er ekki sá eini Þjóðverji, sem vill draga úr sambandinu milli Frakka og Rússa. — Hohenlohe kanzlari lofaði því í vor á ríkisdeginum, að stjórnin skyldi leggja fram frumvarp um ný hernaðarlög, 1 þá átt, að gera þau mannúðlegri og samkvæmari nútímanum. Þetta mun ekki vera eptir skapi keisar- ans, og er það talið víst, að innan skamms muni Hohenlohe frá völdum. Spánn. Anarkistarnir eru öðru hverju að láta heyra frá sér. 4. þ. m. skaut einn á Iögreglustjórann í Barcelona, og særði hann í öxlina; var hann þegar hand- samaður. Það er álitið, að hann hafi ver- ið í sambandi við þann, er drap Castillo ráðaneytisforseta um daginn. Azcarraga

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.