Þjóðólfur - 05.10.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.10.1897, Blaðsíða 2
188 hermálaráðgjafi orðinn ráðaneytisforseti á Spáni. Balkanskaginn. 18. ágúst var kastað sprengikúlu inn í byggingu lögreglustjórn- arinnar í Pera — undirborg Konstantínó- pels — on sprakk þó ekki. í porti milli ríkisráðsbyggingarinnar og annarar ríkis- byggingar sprakk dynamitkúla, sem braut töluvert af rúðum og öðru smávegis; sagt er að fáeinir hafi særst. 2 Armenum er kennt um tilræðin og þeir teknir fastir. Ótta miklum sló yfir borgarbúa, en lög- reglan sefaði. — Lengi hefur dregizt frið- arsamningurinn milli Grikkja og Tyrkja, og mnn það ekki síður að kenna stórveldunum, sérstaklega Pjóðverjum — en Tyrkjum, en nú er þó loks bráðabirgðarfriðurinn undirskrifaður, og eru aðalatriðin þau, að örikkir borgi 4 miljónir punda í herkostnað, og standi fjármál þeirra að nokkru leyti undir um- sjón stórveldanna, og þar að auki færist landamæri Tyrkja lítið eitt suður á bóg- inn í Þessalíu. Smátt og smátt eiga Tyrkir að flytja her sinn úr Þessalíu, en þó ekki algerlega fyr en herkostnaðurinn er fullgoldinn. Yesturheimur. í Alaska hafa fund- izt miklar gullnámur, en örðugar kváðu þær vera sakir kulda og ísa, ekki hægt að vinna þær nema blá-sumartímann, og allar nauðsynjar seldar ránverði; samt hefur gullsóttin gripið æðimarga, og búizt við óhemju mannflutningum þangað að sumri. — í Pensylvaníufylki i Bandaríkj- unum lét lögreglustjóri einn nýlega skjóta á verkmannaflokk, sem hætt höfðu vinnu við námur þar; 22 voru drepnir, 36 særð- ir hættulega, en 40 fengu svöðusár; mæl- ist illa fyrir verki þessu, og er lögreglu- stjórinn settur undir lög og dóm fyrir. — í Manitoba fundust 3 holdsveikir meðal íslenzkra vesturfara; voru þeir settir á holdsveikraspítala í Ny-Brunswick. Yiðauki 21. sept. Dúfuskeytið frá Andreé, sem eg gat um í sumar, að væri með íshafsduggunni, er nú komið, og hljóð- ar svo: „13. júlí kl. 12,30 á hádegi, 82° 2' breiddarstig, 15° 5' austlægt lengdarstig. Góð ferð í austurátt — 10° í suður. Öllu líður vel. Þetta er 3. dúfuskeytið. Andreé.“ Skeytið er þá skrifað 46 timum eptir að hann lagði af stað, og er hann þá að eins kominn 2 stigum norðar, og farinn að reka suður og austur á bóginn; er því lítið útlit fyrir, að honum hafi tekizt að komast norður á pól. Fimmtíu ára afmæli prestaskólans. Eins og lanslega var getið um í síð- asta blaði, var afmæli þetta haldið hátíð- Iegt í prestaskólahúsinu 1. þ. m. kl. 11 f. h. Vorn þar samankomnir flestir æztu em- bættismennirnir: landshöfðingi, biskup, amtmaður, landlæknir, rektor lærða skól- ans, flestir kennarar læknaskólans og lærða skólans o. fl. auk prestaskólakennaranna. Þar voru og ýmsir eldri og yngri læri- sveinar skólans, þar á meðal nokkrir að- komandi prestar. Að eins einn maðnr, er staddur var við fýrstu setning skólans fyr- ir 50 árum, sótti nú einnig þessa minn- ingarhátíð, en það var Páll Melsteð fyrv. sögukennari, sem nú er hartnær hálfníræð- að aldri. Hinn eini, sem nú er á lífi af fyrstu lærisveinum skólans, séra Benedikt próf. Kristjánsson í Reykjavík, gat eigi komið sakir lasleika. Hátíðahaldið hófst með því, að sang- inn var fyrsti kafll úr fjórskiptum minn- ingarljóðum, er Valdimar prófastur Briem hafði ort. Að því búnu steig biskup upp í ræðupallinn og hélt alllanga ræðu um skólann og starfsemi hans. Þá flutti landlæknir dr. J. Jónassen ávarp frá lækna- skólanum og rektor dr. B. Ólsen annað frá lærða skólanum, en formaður Stúdentafé- lagsins cand. mag. Bjarni Jónsson örstutta hamingjuósk frá Stúdentafélaginu, skraut- ritaða af mikilli snilld af skáldinu Ben. Gröndal. Því næst talaði lektor Þórhall- ur Bjarnarson, þakkaði fyrir heillaóskirn- ar og fór viðkvæmum orðum um tilgang skólans, og hve æskilegt það væri, að náið kærleiks- og bróðursamband gæti verið milli kennaranna og lærisveinanna. — ÖIl afhöfnín fór virðulega fram. Sérstöku minningarriti um skólann var útbýtt meðal nokkurrn manna daginn áð- ur. Eru þar myndlr af prestaskólahúsinu og kennurum skólans á þessu 50 ára tíma- bili (dr. Pétri biskupi Péturssyni, lektor Sigurði Melsteð, lektor Helga Hálfdánar- syni, lektor Þórhalli, Hannesi Árnasyni, Eiríki Briem og Jóni Helgasyni) ásamt stuttum æfisögum þeirra og nokkurra aukakennara við skólann (Péturs Gudjohn- sen, Jóns Péturssonar, Jónasar Guðmunds- sonar, Steingríms Johnsen og Kristjáns Jónssonar). Þá er kandídatatal samið af séra Jóni Helgasyni. Samkvæmt því hafa 238 kandídatar útskrifazt frá skólanum þessi 50 ár, og 213 þeirra tekið prest- vígslu. Að lokum birtist hér til sýnis fyrsti og síðasti kaflinn úr hinum fyrgieindu hátíðaljóðum séra Valdimars Briems. I. (Sbr. Sálm. 119, 7—17). Ó guð vors fólks, vér þökkum þér, er þínn birtir dóma. Þitt lífsins orð um landið hér þú lézt um aldir hljóma; þinn lögmáls Iúðurhljóm, þinn líknar mildan óm hér lézt þú öld af öld í ótal hjartna fjöld þeim mátt og miskunn róma. Vér þráum framför lýðs og lands og Ijós í öllum greinum, en fast við orðin frelsarans vér fremst þó halda reynum. Vor unga kynslóð ör með allt sitt líf og fjör því ljósi mætu má ei missa sjónir á, svo vegi haldi hreinum. Vor þjóð af flestu fátæk er; sú fátækt sakar eigi. Það Ijós, er mest af Ijósum ber, þó lýsir oss á vegi. Vor auðlegð er það mest, vort athvarf það er bezt, vort yndi og unaðsemd, vor æzta sæmd og fremd, vort hrós á hverjum degi. Nú höfum vér í hálfa öld þann hlotið dýran sóma að eiga hæli, hlíf og skjöld guðs hárra leyndardóma. Guðs helgur eldur er á arni geymdur hér, en ljós og líf og yl alls landins ber hann til, til blessunar og blóma. Vér prestaskólann þökkum þér, er þú oss gafst, vor faðir, og alla þá, sem unnu hér á akri þínum glaðir. En orðið Krists um kross það kærast þó er oss; vér einkum þökkum það. Gef það sé óhaggað nm ótal alda raðir. IV. Guð, blessa vorn skóla til blessunar þjóð, þá blessa þú alla’ er hér iæra. Þá himnesku gulli lát safna í sjóð og síðan það bræðrunum færa.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.