Þjóðólfur - 05.10.1897, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.10.1897, Blaðsíða 3
189 Guð, blessi voru skóla til blessunar þjóð, þá blessa þú alla’ er hér kenna. Þíns himneska sannleika heilaga glóð í hjörtunum sífellt Iát brenna. Guð, blessi vorn skóla til blessunar þjóð, þá blessa þú alla’ er hér stýra. Lát allt, sem þeir bjóða hér, afdrif fá góð og efla guðs kristnina dýra. Guð, blessa þú skólann um aldir og ár, svo eflt fái kristnina þína; og ljós þinna orða vor lausnari hár, hér lát þú um aldirnar skína. Þingrof í vændum? Frá Kaupmannahöfu er skrifað 19. f. m. á þessa leið: „Eg leitað! nýlega lítilsháttar hófanna hjá ráðaneytinu um þingrofið. Gat eg að vfsu ekki komizt að því, hvað af yrði eða væri ráðið skýlaust, en þann skilning fékk eg, að nær mundi höggva þingrofinu, og gæti eg trúað, að þess yrði skammt að bíða. Og það var mér sagt, að Valtýr rækist mjög í því, að kosningar færu fram í vor og að haldið yrði aukaþiag í snm- ar — ekki látið bíða til 1899 að heyja þingið, sem stjórninni mun hafa dottið í hug, þó að nýjar kosningar færu fram. Það frétti eg og þar, að þeir „flugu“- mennirnir ætluðu að „agitera“ skelfilega til kosninganna, hafa sinn mann á boð- stólum alstaðar, þar sem nú væru „contra- partar“, og náttúrlega að sigra alstaðar. Annars er stjórnin ergiieg út í klaufa- skap sinna fylgifiska fyrir það, að þeir skyldu ekki hafa haft vit á að slaka dá- lítið til og samþykkja stjórnarskrárbreyt- inguna, þá hefði verið sjálfleyst upp þing- ið nú og ekki þurft til neins að taka“. Af þessu sést, að stjórnin muni eigi vera ófáanleg til að Ieysa upp þJngið hvort sem nokkur alvara verður úr því eða eigi. Hún þarf auðvitað að hugsa sig vandlega um, því að hún er líklega hálf- smeik við hrakfarir, þrátt fyrir staðhæf- ingar Valtýs um glæsilegan sigur og fylgi þjóðarinnar. Það er svo hætt við, að annað verði uppi á teninguum, þá er til kosninganna kemur. En annars væri það æskilegt og enda nauðsynlegt, að þær færu fram sem allra fyrst, svo að þetta Damóklessverð Valtýs-flugan—þurfl ekki að hanga lengi yfir höfði þjóðarinnar. Póstskipið „Laura“ kom hingað frá Höfn 2. þ. m. Með því kom D. Thomsen farstjóri. Ný „Heimskringla“. Eptir því sem auglýst er í „Lögbergi", á blaðið „Heims- kríngla“ að rísa upp frá dauðum þar vestra í Winnipeg nú í þessum mánnði. Eigi er þess getið, hver ritstjórinn eigi að vera. Verður líklega hinn sami sem fyT (Eggert Jóhannsson), og er vonandi, að ritstjóri „Lögbergs" þurfi því ekki lengur að tala við sjálfan sig, og ausa mold yíir höfuð sér út af því sem ritað er um Ameríku í blöðunum hér heima, því að þá þvælu hans les ekki 1000. hver maður hér á landi, og enginn virðir slíkan útburð svara. Það er því skemmtilegra fyrir hann að fá einhvern heima hjá sér til að eltast við, svo að hann þurfi ekki jafnan að senda „tóninn“ í aðra heimsálfu, held- ! ur geti fyllt dálka blaðs síns með ein- hverri óþokkadellu um heimafengið efui. Dr. v. Jaden, hinn austuriski aðals- maður, er var á ferð hér í sumar, hefur í „Fremden-BIatt" í Vinarborg ritað stutt ágrip af ferð sinni til Geysis og Þlngvalla. Hann hefur og haldið fyrirlestur um ís- land, og gefið ágóðann af honum til klæðn- aðar fátækum börnum í smábænum Glog- gnitz, þar sem hann hefur aðsetnr sitt á summm. J. C. Poestion í Vínarborg, höfundur íslenzku bókmenntasögunnar, sem nýlega var getið hér í blaðinu, ætlar að halda henni áfram smátt og smátt, og ættu því íslenzk skáld og rithöfundar að senda honum til sýnis öll ný rit, er birtast á á prenti eptir þá í bundnu eða óbundnu máli, því að það kostar hvern einstakan alls ekki neitt. Góð kaup fékk Jón Vídalín stórkaup- maður norður á Húsavík nú fyrir skömmu, er hann keypti þar fyrir 300 krónur enska botnvörpu, er Steingrímur sýslumaður Jóns- son hafði tekið af botnverplinum, er hann handsamaði þar nyrðra í sumar. Hafði Benedikt Sveinsson skólapiltur og annar maður keypt hana þar á uppboði fyrir 12 krónur (!!) og græddu því drjúgum á sölunni. En kunnugir menn segja, að botnvörpnr þessar séu afardýrar í Eng- Iandi, sjálfsagt 1000—2000 kr. eða jafn- vel meira, svo að kaupin hafa verið vild- arkaup. Talið er víst, að Vídalín ætli sér að kaupa gufuskip til botnvörpuveiða hér við land. Heiðursmerki dannehrogsmanna hef- ur fengið Hallgrimur hreppstjóri Jónsson á Staðarfelli. Strandferðaskipið „Thyra“, kom hingað í gær norðan og vestan um land, og með henni fjöldi farþega. Mannalát. Hinn 9. ágúst næstl. andaðiat að Þórnnúpi í Hvolhreppi yngismaðnr Sighvatur Sigurðsson, (Sighvatssonar alþingism. Árnasonar), á 23. aldursári, eptir miklar og langvinnar þjáning- ar af innvortis Bjúkdómi. Hann var álitinn fram- úrskarandi efnilegur maður á allan hátt að síð- ferði, greind og dugnaði. Af Eyrarhakka er skritkð 27. f. m: „Enn á ný hafa heiðurshjönin Jón Eiríksson og Guðrún Filippusdóttir á Bjóluhjáleigu, misst einn af hinum mannvænlegu sonum aínum, Sigurð að nafni; hann kenndi tér einskis meias í gærdag kl. 2, en í morgun lá hanu liðið lík, eptir óum- ræðilegar kvalir í 16 klukkutima, af garnaflækju. Hinn ötuli læknir, Ólafur iruðmnndsson á Hvoli, sem svo að segja var við hendina, var tafarlaust sóttur, en gat ekker að gert. Sigurður sál. var einkar efnilegur piltur, að eins tæpra 26 ára, stilltur vel og gætinn og hug- ljúfi hvers manns, er hann þekktu; hans er því sárt saknað að maklegleikum af mörgum, og for- eldrarnir hata enn reynt, hvað það er að missa upp- kominn, mannvænlegan son og þes» sárari er þeim söknuðurinn, þar sem þau fyrlr fáum árum misstu annan efniiegan son sinn á hans aldri (Filippus), af bráðnm og banvænum sjúkdómi“. (J.). Áskorun. í 14. nr. „Austra“, bls. 54, er grein rituð úr Stöðvarfirði. Grelnarhöfundurinn sakar oss Stöðflrðinga um, að vér kunuum hvorki að fara með frjálsræðlð eða skyn- semiua, en leggur kauptúuinn, sem sett var hér á stof'n í fyrra vor, allt gott til. Það væri fróðlegt að íá greinarhöf. dreginn fram í dagsbirtuua, svo að vér sjáum, hver þessi spekingur er, því að vér Stöðfirð- ingar viljum heldur vita rétt en hyggja rangt. Eg vil þvi skora á þennan fregn- rita að nafngreina sig, svo að vér vltum, hverjum vér eigum að þakka vinsamleg og góðgjarnleg ummæli nm oss. Borgargarði 20. sept. 1897. Þorsteinn Sigurðsson. Ekta anilínlitir •pH fást hvergi eins góðir og ódýrir einis og W «rf- 8= VH í verzlun 86 t* Ö ci Sturlu Jónssonar K ÁðalBtræti Nr. 14. P* K- M w eV •.iminjijiiB •

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.