Þjóðólfur - 03.12.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.12.1897, Blaðsíða 1
Árg.(60arkir)kostar 4kr. KrlendiB 5 kr. — Borgiit íyrir 15. júli. Uppiögn, bnndin við áramót, ógild nema komi til útgelanda iyrirl. október. ÞJÓÐOLPUE. _ XLIX. árg. Reykjarík, fðstudaginn 3. desember 1897. Xr. 57. Mannlýsingar. Eptir Matth. Jochumsson. (Frh.). Séra Friðrik var í karllegg kom- inn af hinum fyrri Skarðsmönnum og kyn- borinn af hinum beztu ættum á Vestfjörð- nm. Svo voru og Svefneyingar komnir í beinan karllegg af Birni hinum rika. En frá Lopti ríka taldist í beinan Iegg sá höíðingi, er eg nú nefni: ólafur prófastur Einarsson (Jóhnsen) á Stað á Reykjanesi; rakti svo ætt þeirra bræðrungur hans og mágur Jón Sigurðsson forseti.1 Séra Ó- lafur var enn einn af mannvali Breiðflrð- inga og hverjum manni höfðinglegri í sjón og framgöngu. Var lengi tekið til hans friðleiks og annars atgervis. H?.nn var hár meðalmaður á vöxt, giidur að karl- mennsku, hvatur og skjótnr til ferða, garpur á sjó og hinn bezti sundmaður. Hann var hreinu og djarflegur i yfirbragði, augun björt og stór og andlitið allt frítt og skörulegt; hár og skegg jarpt og fór vel. Þannig man eg hann fyrst. Hann bjó rausnarbúi og átti hina ágætustu konu; var hann og orðlagður húsfaðir og heimilið allt í hárri virðing jafnt fyrir hibýlaprýði hið ytra sem innra. Hélt hann sig ávallt höfðinglega, átti jafnan fögur skip og fríða fáka, og fáir prestar þóttu þá jafnprúðir eða mikilmannlegir sem hann í Vestfirðingafjórðungi. Hann var maður glaðlyndur, örorður og djarfyrt- ur og ekki varkár, og þótti þá stund- um harðlyndur og fljótfær. En innifyrir var hann hinn samvizkusamasti, og skrýdd- ist hinn fríði maður hempu, fékk hann sem annan svip 0g brag og þótti þá sem fæddur klerkur og kennimaður. Þau hjón voru trúmenn hinir mestu 0g til Staðar- heimiiis var tekið fyrir siðferði og guð- rækni. Aldrei þótíu þau — sízt hans góð- *) Þessi ættfærsla er röng bjá Jðni Sigurðssyní og öðrum, því að ætt þessi er rétt rakin í beinai) karllegg til Qísla bisknps Jðnssonar í Skálholti. Bg hef fundið ðrækar heimildir fyrir því, að Guðni í Tungufelli, sem ætt þeBsi („Ásgarðsæt.t") 6r komin frá, var Jómson prests í Kálfholti Stefáns- sonar pre^ts í Odda Gíslasonar biskups, en ekki Sigurðsson o. s. frv., eius og Jón Sigurðsson telur, og er furða að hann skyldi villast þannig í sinni eigin ætt. Ritstj. fræga kona — verða hin sömu eptir það, er þau misstu sex börn sín, einkar fríð og mannvæn, á einni viku (úr barnaveiki). Þá var eg staddur á Stað, er Pétur biskup, vinur og jafnaldri prófasts, hélt þar prestastefnu. Sýndi séra Ólafur þá rausn mikla og var hinn glaðasti að vanda. Flutti hann þaðan biskup til Flateyjar. Var sjór heldur úfinn og hvass- viðri. Prófastur lét skut snúa að hlein, en menn sitja undir árum, þá er biskup steig á skip. BÍ8kup var þá ekki vel heill og enginn sægarpur að sjá. Eg var eptir og stóð á hleininni, er prófastur stiklaði út í stafninn og brá fyrir stýrinu. Hann raælti til mín: „Kapteinn átti eg að vera, en klerku^ ekki“. Og vasklegri mann á sjötugsaldri hef eg sjaldan séð taka við stjórn og stýri. Hét „skekta“ hans „Eirný“, og þótti optlega djarftær um Skáleyjaflóa. Þá var séra Ólafur á áttunda tugi, er hann kom síðast til Reykjavikur. Var hann enn vel ern, en orðinn fótstirður. Var honum þar fagnað mað fögru gildi. Voru þar sungnar nokkr- ar vísur, er eg samdi í skyndi, til heið- urs þessum merkismanni, og er þessi siðast: „Á Stað er foss, sem fellur með flaumi haust sem vor — hann syngur Ólafs sögu þá sól er bak við Skor“. Þá leit eg liann síðast augum. — Líkust föður 8Ínum af börnum þeirra hjóna, sem upp komust, ver Ingvddur (ý 4. júní 1871); hin voru og fríð og prúðraannleg, en frem- ur lítil vexti, 'og sóttu það í móðurkynið, en kyn Vestfiiðinga, einkum hin svonefnda Eyrarætt, var margt gildlegt, svo sem voru þeir Vigurfeðgar, og nú á dögum syifúr séra Jóns Matthíassonar; Árni biskup Helgason var einn af því kyni, Þorsteinn kaupmaður Þorsteinsson, síðast í Æðey, og hans frændur, séra Jón Ásgeirsson og hans synir, Þórður í Hattardal og fleiri. Matthías Ásgeirsson, bróðir séra Jóns, sagði mér, að knárri menn en bróðir sinn og hans synir mundu óvíða finnast, en sjálfur var nafni minn þó kallaður þeirra fræknastur. Hann hljóp handahlaup sext- ugur, og hæfði með skutli allt sem vildi; hann gekk og á árum (að sögn) á yngri árum sínum, og er þeirrar íþróttar lítt getið um aðra en Ólaf Tryggvason. Öl- kærir voru þeir frændur um of, en að flestu öðru afreksmenn. Aðra verulega afreksmenn vestra þekkti eg ekki, utan þá Árna Thorlacius og Hafliða í Svefn- eyjum. Enn er 'ónefndur sá fýrirmaður á Breiðafirði, sem þótt ekki væri vestflrzkur, bar fyrstan að telja. Það var Páll amt- maður Melsteð. Hann var, sem kunnugt er, allra manna öldurmannlegastur, allra manna hæstur, réttvaxinn til elli, og hinn álitlegasti höfðingi. Um hann kvað stúlk- an: „Langt er síðan sá jeg hann: sannlega fríður var hann, allt hvað prýða má einn mann mest af lýðum bar hann“. Melsteð amtmaður var þýðmenni mikið, lipur mjög og kurteis við hvern mann, en spekingur að viti. Páll sonur hans var þá og sýslumaður í Snæfellsnessýslu. Hann var ljúfmenni hið mesta og í sjón og við- móti líkur föður sínum, hár og grannur og pruðmenni mikið. Ekki var hann laga- rnaður kallaður á við föður sinn, né held- ur framgjarn, en smekkvísi hafði hann til jafns við hinn, og sem sögnmaður og kennari varð hann ástsæll og frægur. (Meira), Dreginn á líimna. Eptir Hrólf höggvanda. (Nfourl.). Þar sem forustusauðirnir, sem þjóðin hefur af fátækt sinni keypt bjöllur í hornin á, til þess að þeir kölluðu hjörð- ina tilhúsa, þegar hættu ber að höndum, arka út í fen og forræði villtir vegar, þar fer hjörðin á eptir. Hver sá útlendingur, með siðferðislega óspilltri sjón, scm þekkti, hvcrnig til hagar hér á landi nú, hann myndi hrylla við að sjá unga, nppvaxandi menntamenn, embættlinga og atvinnurekendur, sem hafa hér allt, sem þeir bíta og brenna, sitja á bekk með veiðibjöllum Kanadastjórnar. Hann mundi álíta, að sú þjóð, sem ekki átelur rækilega slíkt athæfi, stæði siðferð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.