Þjóðólfur - 10.12.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.12.1897, Blaðsíða 1
Árg.(60arklr)ko«tar 4kr. Krlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. jlllí. Uppsögn, bundin vift Aramöt, ögild nema kcmi til útgefand* fyrirl. oktöber. þjöðOlfue. Reykjarík, fðstudaginn 10. desember 1897. Nr. 58. XLIX. árg. Þjóðólíur 1898 50. árgangur. Kemur út einu sinni og stundum tvis- var í víku, 60 tölublöð á ári. Yerður full- um þriðjungi stærri en að undanförnu. Verö sama sem fyr. Stendur hvorki í þjónustu stjórnarinnar né einstakra manna, en fer sinna eigin ferða. Kaupið því Þjóðólf og borgið hann skilvíslega, því að útgefandinn hefur enga aukabitlinga til að létta útgáfukostn- aðinn. Styrkur blaðsins liggur í kaup- endafjölda og skilvísri greiðslu andvirðis- ins. Nýir kaupendur gefi sig fraxn sem fyrst. Matth. Jochumssoii: Grrettisljóð. Nítjánda öldin kveður oss fremur glæsi- lega í bókmenntalegu tilliti. Þegar litið or yfir, hvað gert. hefur verið á síðari hluta þessarar aldar til að auðga aada vorn og þekking vora á landi og þjóð, þá má segja, að bókmenntalíf vort hafi dafn- að vel og tekið góðnm framförum, og þar sje fremur um auðugan garð að gresja, skrýddan mörgu fögru andans blómi. Þekkingin á íandinu og náttúru þess hef- ur aukizt við hinar ýtarlegu, vísindalegu rannsóknir Þprv. Thoroddsens og rit hans í því efni. Fornrit vor, sögur og kvæði, hafa verið nákvæmar og ýtarlegar rann- sökuð. Andlegt líf hefur verið vakið með iuörgum snilldarljóðnm, blöðum og tíma- ritum —. kirkjulegum,, í skáldskap, bún- aði, verzlun og lögfræði. Sönglistin hef- ur stigið margt skrefið fram á leið, félags- andi hcfur eflzt og nýir menningarskólar verið settir á stofn. En sem hvellandi ómur tveggja hinna göfugustu strengja mannlegrar sálar, hins guðlega og hins þjóðlega, kveður við í tveimur skáldritum aldarinnar Dýlega útkomnum, í Biblíuljóð- um séra Valdimars Briem og Grettisljóð- um Matthíasar Jochumssonar. Bæði þessi skáld taka yrkisefni sitt úr fornritnnum, og þar sem þessi fornrit eru sjálf skáldskapur, hefur hlutverk höf- undanna auðvitað ekki orðið annað en það, eins og að yngja upp hið forna efni og færa það í nýjan skáldskapar búning. Þannig hefur Matthías með Grettisljóðum sínum eins og fært söguna gömlu yfir í nútíðarmálið og búið hana vorrar aldar skáldlega blæ, til að stytta okkur vetrar- kvöldin og svo að þjóðin missi ekki sjón- ir á og gleymi ekki alveg sögu sinnar dýpsta óði. Hann segir okkur upp aptur með skáldandans grípandi krapti hina ein- kennilegu æfi afbragðsmannsins og hetj- unnar, Qrettis, er ólánið eltir á allar lund- ir, þrátt fyrir gervileik mannsins. Það er hin sterka forlagatrú, er iíkti hjá öll- um fornaldarþjóðum og ekki sízt hjá tor- feðrum vorum, Urðarorðið, sem andar sín- um kulda og raunalega blæ á söguna og Ijóðiu. En þrátt fyrir sorgar- og rauna- svipinn, sem bæði er á sögunni og Ijóð- unum, er samt eins og hreystiafrek og manndómur Grettis bregði frægðarinnar bjarta Ijóma yfir allt hið myrka, sorglega og skuggalega, og það engu raiður í skáld- ljóðum Matthíasar en í sjálfri sögunni. Hið mikla andans afl og háfleygi, er ein- kennir Matthías svo mjög sem skáld, hef- ur sumsstaðar eins og hafið og lypt og brugðið meiri sólarljóma yfir hinn forna söguóð. Þannig verður efnið átakanlegra, er skáldið líkir eptir Helga kviðu Hund- ingsbana og lætur völu kveða örlög Grettis yfir vöggu hans. En einnig optar erum vér minntir á, að Gretti eru forlög sköp- uð. Þannig lætur skáldið Ásdísí móður hans sjá svífa fyrir sjónum „auðnuleysi, álög, Urðardóm og sekt“. Þegar Glámur kemur til sögunnar, rætist fyrst^spádóm- ur völunnar, og við brennu Þóris sona, sem Grettir af ógæfu einni verður óbeinlínis orsök í og allt skógargangslíf hans að ósekju sprettur af, lýsir sér hamingju- og auðnuleysi hans bezt gagnvart hreysti hans og gervileik. — Þannig kemur eigin anda- gipt skáldsins, snilld og sterka sálarflug fram í kvæðinu „1 Noregi11, er hann lýsir áhrifum ættlandsins forna, vorrar öldnu jötunmóður, á huga Grettis, er hann lítur það í fyrsta sinn, einnig í kvæðinu „Heim- komcL Grettis11, er skáldið lýsir með hin- um rétta, dapra og drungalega blæ upp- hafi skógargangs Grettis, er hann i senn fær „þrennar sorgarnýjar ægifréttir11, lát- inn faðir, fallinn bróðir og hann sjálfur sekur um’allt land. („Undarlega gnast í grjóti, geigvænlega small í klifi, drauga- lega dundi móti, dvergamál í klettarifi") — og ekki sízt í „Æfintýri“ Grettis, sem skáldið hefur sjálft skapað, er hann lætur Gretti í feíkna hrauni fjarri mannabyggð- um hitta dóttur Þóris úr Garði, föður þeirra Þórissona, er inni brunnu í Noregi við eldför Grettis, og frelsa hana úr greipum fjögurra voðamanna, er liggja á fjöllum úti. í þessu er list, á fleiri en einn veg skoðað. Skáldið lýsir með sterkum og voðaþrungnum orðum brunahraunsins geim, og um leið og hann með tign og styrk- leik skáldgáfu sinnar minnir á kviðurnar fornu, færir hann, með lýsingunni á hjálp- semi, drengskap og mildi Grettis við dótt- ur hins versta fjandmanns hans, Gretti sjálfan nær vorri eigin tíð, og ennfremur verður æfintýrið eins og nokkurs konar skírsla og sönnun fyrir sakleysi Grettis, nokkurskonar járnburður, er hann hafði betra þol og meiri stilling til að standast en járnburðinn hjá Ólafi konungi. í þessu kvæði kemur hin hreina, sterka meyjar- ást og tryggð, eins vel fram og hinn sterki vílji og hreini drengskapur manns- ins, er hvílir síg í selinu hjá hinum fagra svanna sem barn hjá móðnr, „sem Bryn- hildur hjá bana Fofnis undi“. Og vart getur tignari og hugríkari ástaróð en kvæðið „Dóttir Þóris í Garði“, svo blæ- og efnisfagurt, t. d.: Eg þðttist vera valkyrja, fara lopt og lá, unnusta minn yfir eg ægishjálmi brá,.,. . Á klettinn eg settist við kalda Jökulsá: lífsmynd þina, Grettir! eg lifandi sá.... Eg vild’ eg væri blómið, sem býr við Jfann foss dafnar og skelfur og deyr við hans koss.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.