Þjóðólfur - 14.01.1898, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR.
50. árg.
Reykjavík, föstudaginn 14. janúar 1898.
Nr. 3.
Eptirlaunafúlgan.
(Niðurl.). Takist ekki bráðlega að fá
■eptirlaunin lækkuð drjúgum, munu þessi út-
gjöld landssjóðs aukast svo á næstu 20 ár-
um, að þau verði að minnsta kosti 50—60
þús. kr. á ári. Nýju læknalögin munu stuðla
drjúgum að hækkun þessarar upphæðar,
þótt eptirlaunin samkvæmt því frumvarpi séu
ekki reiknuð eptir sama mælikvarða og í
hinum óhafandi, núgildandi eptirlaunalögum
frá 1855. En því var einnig fleygt á þingi,
að stjórnin mundi ef til vill synja lækna-
frumvarpinu staðfestingar, sakir þessarar
breytingar á eptirlaunafrumreglunni,sem stjórn-
in telur hina einu sönnu og réttu mælisnúru.
Ástæðurnar fyrir afnámi eða stórmikilli
lækkun eptirlaunanna hafaveriðsvo margtekn-
ar fram, að það er hreinn óþarfi að rekja
þær hér. Það liggur hverjum manni í aug-
um uppi, hversu það er viðurkvæmilegt, að
borga t. d. manni, sem staðið hefur skamma
stund og skammarlega í stöðu sinni, stórfé
árlega, eptir að honum hefur verið vikið frá
embætti sem óhæfum, eða — eins og optar
mun vera — gefin vísbending í laumi um að
segja af sér, svo að hann geti mjólkað land-
sjóðinn eptir sem áður. Slíkt og þvílíkt hef-
ur spillandi áhrif á embættismannastétt lands-
ins, því að ávallt eru eptirlaunin hér um bil
viss, hvernig sem embættið er trassað niður.
Það vantaði víst ekki svo mikið á, að Fens-
mark gamli settist að á eptirlaunum eptir
ráðsmennskuna forðum. Það hefði ekki átt
svo illa við, að landssjóður hefði greitt hon-
um fáeinar krónur árlega í þóknunarskyni
fyrir þjónustuna í þarfir landsins. Land-
stjórnin hefði líklega getað varið þær gerðir
sínar viðlíka vel, eins og þá er hún vék
tveimur kornungum sýslumönnum frá embætti
með fullum eptirlaunum, öðrum sakir þess,
að hann var óhæfur til að standa í þeirri
stöðu sakir óreglu og aumingjaskapar, en
hinum sakir einhvers óþokka, er landstjórnin
sjálf hafði á honum, persónulega. Þessar og
þvílíkar ráðstafanir eru gott sýnishorn af
ráðsmennsku stjórnarinnar á almannafé.
Eini annmarkin, er verið gæti á algerðu
afnámi eptirlaunanna er sá, að þá mundi
rigna yfir þingið bænarskrám um sérstök ept-
jrlaun á tjárlögunum, og þær aukafjárveit-
ingar mundu hvorki fara eingöngu eptir verð-
leikum né efnahag umsækjanda, heldur eptir
ýmsu öðru, t. d. persónulegri vináttu, undir-
róðri utan þings og innan, og afstöðu ann-
ara óviðkomandi mála [á þingi, því að þá
mundu fara þar fram atkvæðakaup -( og at-
kvæðasala í stórum stýl. Væri þingið skip-
að einbeittum, samvizkusömum og sjálf-
stæðum fulltrúum væri engin ástæða til'að
óttast þessar sérstöku eptirlaunabeiðnir. En
af því að þingið okkar hefur því miður hing-
að til reynzt nokkuð hjartveikt og Jístöðulítið
gagnvart flestum fjárbænum, jafnvel þótt
þær hafi gengið hneyksli næst, þá má búast
við, að það verði eigi síður laust fyrir á
svellinu gagnvart eptirlaunakvabbi uppgjafa-
embættismanna, og hafi eigi nægilegt þrek
til að sálda hæfa frá óhæfum, heldur veiti
öllum úrlausn, ef til vill með þeirri gömlu
aðferð að klípa nokkrar krónur af umsókn-
arupphæðinni, og þykjast með þvíjgera land-
sjóði stórmikinn greiða. Það er því ekki
annar vandinn fyrir umsækjendur en að sjá
við lekanum og setja undir hann, með því
að setja upphæðina nógu háa í fyrstu, heimta
nógu mikið, samkvæmt gamalli venju.
Það er sannarlega nokkuð hart, að geta
ekki breytt gamalli óvenju og hrundið fjár-
hag landssjóðs í betra horf, að eins sakir
vantrausts á fulltrúaþingi þjóðarinnar. Þá er
málum vorum saanarlega komið í óvæntefni,
ef þjóðin getur ekki borið það traust til full-
trúa sinna, þá er þeir eru samankomnir á
þingbekkina, að þeir greiði atkvæði sam-
kvæmt því, sem hver óspilltur maður verður
að játa með sjálfum sér, að sé landi og lýð
til mestra heilla, heldur láti stjórnast af ýms-
um öðrum óviðurkvæmilegum og eigi göfug-
um hvötum, ef til vill, að eins í þeim til-
gangi að ná sér persónulega niðri á ein-
hverjum mótstöðumanni sínum utan þings
eða innan. Já, það er sannarlega hart, ef
einstökum fulltrúum tekst að hnekkja svo
sæmd þingsins í heild sinni, að aðrir betri
menn og samvizkusamari dragi sig í hlé, og
vilji eigi sitja á fulltrúasamkomu þjóðarinnar.
Auðvitað eru ýmsir svartir blettir í þingsögu
allra landa. Það hlýtur svó að vera. En
það ber misjafnlega mikið á þessum blettum
í hinum ýmsu löndum og alþingi vort ís-
lendinga verður líklega töluvert skjöldótt á
litinn, þegar öllu er á botninn hvolft. En
því skal alls eigi neitað, að vér eigum enn
ýmsa samvizkusama og góða drengi á þingi,
en þeir virðast vera í minni hluta á síðari
árum og geta auðvitað eigi notið sín, eins
og vera skyldi, því að það er meiri hlutinn,
sem setur stimpilinn á allt saman.
Af því að sæmd og virðing þingsins er
jafnframt sæmd og virðing allrar þjóðarinnar,
þá á hver einstaklingur að láta sér eins annt
um heiður þingsins, eins og sinn eigin heið-
ur, sitt eigið mannorð. Beiti þingið illa því
valdi, er það hefur, er það ekki að eins full-
trúunum, heldur allri þjóðinni til vansa, er
falið hefur þessum mönnum á hendur, að
gæta réttar hennar og sæmdar.
Vér höfum leiðzt út í þessar hugleiðing-
ar einmitt í sambandi við eptirlaunamálið, af
því að oss hefur tekið það sárt, að heyra
greinda menn og gerhugula, sem annars eru
hlynntir fullu afnámi eptirlauna, halda því fast
fram, að samkvæmt anda og stefnu þingsins
nú, einkum að því er fjárbænir snertir,
mundi þessi breyting setja kórónuna á allt sam-
an, og hafa í för með sér voðaleg áhrif á
drengskap og sjálfstæði þingsins, þannig að
síðari villan yrði argari hinni fyrri. Og til
sönnunar sínu máli, hafa menn vitnað í ýms-
ar sérstakar, hneykslanlegar fjárveitingar þess
á síðustu árum, einkum frá síðasta þingi, þar
á meðal einmitt sérstakar eptirlaunaveitingar t.
d. til efnaðrar ekkju, er fyrir engum átti að
sjá nema sjálfri sér, og eigi hafði annað unn-
ið til eptirlaunanna en það, að maður henn-
ar hafði ort nokkur lagleg kvæði og lifað
30 ár á eptirlau’num úr ríkissjóði Dana, og
búið. Oss minnir, að það væri ekki ein ein-
asta rödd á þingi, er heyrðist andæfa þessu,
sjálfsagt af því að ekkja átti í hlut, og ber
það vott um brjóstgæði fulltrúanna. En all-
ar ekkjur eru ekki aumkvunarverðar, og brjóst-
gæðin ein mega heldur eigi ráða atkvæði
fulltrúanna, þar sem um almannafé er að
ræða. — Önnur eptirlaun, sem einnig voru
veitt á síðasta þingi einum uppgjafa-cmbætt-
ismanni, vöktu einnig allmikla óánægju hjá
mörgum utanþings, þrátt fyrir það, þótt sá
maður sé viðurkenndur sóma- og dánumaður
af öllum, er hann þekkja, en eptir málavöxt-
um og eptir því, sem háttað var högum hans
að öðru leyti, þótti ýmsum miður vel við
eiga, að landssjóður greiddi þessi laun í við-
bót við hin lögskipuðu, er hlutaðeigandi þeg-
ar hafði.
Það getur verið dálítið athugaverð braut
fyrir þingið, að vera mjög örlátt á sérstök-
um eptirlaunaveitingum til ýmsra manna,
karla og kvenna. Það getur leitt til þess,
að gamlir uppgjafabændur og aðrir alþýðu-
menn, er staðið hafa með heiðri og sóma í
stöðu sinni í mannfélaginu, fari að rétta fing-
urna í landssjóðinn og gera kröfu til eptir-
launa, svo að þingið yrði í vanda statt, því
að þessir menn geta vafalaust átt eins mikla
heimting á þessu samkvæmt mannlegum rétti,
eins og sumir hinna, er á eptirlaunum sitja.
En sem betur fer, hefur sá hugsunarháttur
enn eigi fest rætur hjá þjóðinni, að leita styrks
af almannafé, þótt menn hafi unnið dyggi-
lega og borið hita og þunga dagsins í þeirri
stöðu, sem þeir hafa átt við að búa í lífinu.
Alþýðan veit það, að eptirlaun hennar
eru ekki fqlgin í krónum úr landssjóði, heldur
i ávöxtum af atorku, hyggindum og sparn-
aði yngri áranna, og sú tilfinning eflir sjálf-
stæði, framtakssemi og viljakrapt einstakl-
ingsins, svo að hann leitast af öllu megni
við að vera óháður, en ef það tekst ekki af
hans eigin rammleik, er ekki í annað hús að
venda, en fara á hreppinn — þiggja sveitar-
styrk. Sá styrkur verður eptirlaun þeirra al-
þýðumanna, er eigi geta haldið sér á floti í
baráttunni, og flestum mun þykja fremur
minnkun að njóta hans. En embættismað-
urinn gengur í landssjóðinn og hirðir þarept-
irlaun sín. Sá er munurinn. En sveitastyrk-
ur er það samt á sinn hátt, vér segjum það,
þótt það verði kölluð óheyrileg goðgá. Það
er optast nœr af einhverri óspilun, ef em-
bættismaður með góðum launum, getur ekki