Þjóðólfur - 14.01.1898, Blaðsíða 3
II
optast er meiri hluta ársins, að því er höfuðstað-
inn okkar snertir, þá kýs eg þó heldur, og lík-
lega meiri hluti bæjarmanna, að göturnar gætu
verið í því ástandi, að menn, sem um þær ferð-
ast, gætu verið lausir við þau óþægindi að þurfa
að bera allskonar óhreinindi á skóm og buxum
inn til sín, eða þeirra, sem menn hafa erindi tii,
því að þótt landssjóðurinn okkar ali svo vel önn
fyrir ritstj. N. A., að hann þurfi ekki að hrekjast
úti, þegar göturnar geta talizt ófærar vegna óþverra,
þá eru það þó enn, eins og betur fer, næsta fáir, sem
landsjóður hefur tekið á arma slna gegn ekki meiri
rentum en þeim, sem hann heimtar í aðra hönd
af ritstj. N. A.
Að bæjarsjóður Reykjavíkur sé ekki svo efnum
búinn, að hann geti gert svo við götur bæjarins
af eigin ramleik, að nokkurt lið sé í, án þess að
taka töluvert lán til þess, það mun engum dyljast
og leyfi eg mér að vísa „N. Ö“. á bæjarreikning-
ana, hvað það snertir.—En aá það gæti talizt illa
varið peningum, þótt bærinn tæki allt að 20—
30000 kr. lán úr landsbankanum til jafnnauðsyn-
legra umbóta, sem þeirra að bæta götur og ræsi
bæjarins, þá held eg það verði fáir, sem ritstj. fær
í fylgi með sér, i því.
Að síðustu læt eg þess getið, að eg ætla mér
ekki að svara ritstj. N. A. optar, hvað sem honum
kann að geta spunnizt út úr þessu svari, því tím-
inn er mér of dýrmætur, til þess að eg vilji brúka
hann til persónulegra árása út úr grein, sem ein-
göngu var skrifuð, sem friðsamleg bending, til þess
að fá einhverju kippt í lag af því, sem að flestra
dómi hlýtur að teljast eitthvert hið nauðsynlegasta
í framfara áttina.
Eg held satt að segja, að ritstj. N. A. gerði
annars réttara í því, að hugsa sjálfur upp ein-
hver góð ráð, landinu til framfara, heldur en að fara
í hégómlegan eltingaleik við orð og tillögur manna
bingað og þangað i öðrum blöðum, og reyna
að slá sig til riddara á pvl. Mér og eg held fleir-
um finnst það eitthvað svo smámunalegt, alveg
eins og maðurinn hafi svo undurfátt og smátt að
tala um frá eigin brjósti. IO/i.—98
B.
Reykjavik 14. jan.
Lærisveinar stýrimannaskólans Éerðu skóla-
stjóranum hr. Markúsi Bjarnasyni i nýársgjöf
veglegt drykkjarhorn, silfurbúið og var letrað á
það »Gleðilegt nýár! Til M. F. Bjarnasonar skól-
astjóra frá skólafél. 1. jan. 1898«. Er það hinn
bezti gripur og virðulegasti sæmdarvottur frá
lærisveinanna hendi fyrir þá framúrskarandi elju
og ástundun, er hr. Markús hefur jafnan sýnt
við kennsluna á skóla þessum, er hann hefur
látið sér svo annt um og ko*nið í það álit, sem
hann nú hefur, sem einhver hin þarfasta og þýð-
ingarmesta stofnun landsins. Eru nú um 50 læri-
sveinar á skólanum og hefur hann aldrei verið
jafn fjölsóttur.
Álfadans héldu ýmsir ungir bæjarmenn hér á
Austurvelli sunnudagskveldið 9. þ. m. Var mik-
ill íjöldi áhorfenda þar saman kominn umhverfis
völlinn, og púðurkerlingum varpað svo ótæpt
fyrir fætur manna, að þar var ein samfelld skot-
hrið. Lögreglan er þar var á vakki, gat klófest
nokkra, er sprengikúlunum vörpuðu og sektaði
hvern þeirra um 1 krónu(I!) að sögn, og dá
menn allmjög dugnað lögreglustjóra í þessu.
Hettusóttin gengur nú hér í bænum en er
mjög væg. Kom hún fyrst upp hér í syðri veiði-
stöðunum við flóann í sumar sem leið, og mun
hafa breiðst út þaðan, þótt hægt færi. Ætla menn,
að hún sé arfur frá ensku botnverplunum. Það
eru einkum unglingar innan tvítugs, sem sýkjast
af henni. — Kvefveiki sú, er gengið hefur hér
um bæinn síðan um jólaföstubyrjun, og lagzt
þungt á marga er nú í rénun.
Allmikið uppnám hefur orðið hér í bænum
út af lélegu og lítilsháttar kvæði, er sungið var á
Þorláksmessusamsæti stúdentafélagsins 23. des. f.
á. Þykir mörgum þar með guðlast farið, en aðrir
neita því, að svo sé. Smekkmaðurinn2í;Þorsteinn
ritstj. Gíslason kvað vera höfundur þess, og mun
það því vera fullboðlegt almenningi, svo að
marga furðar á, að höf. hefur eigi, enn sem kom-
ið er, fyllt »landeyðurnar« sínar með því.
Blaðamannafélag var sett á stofn hér um ný-
ársleytið fyrir forgöngu Jóns ritstj. Olafssonar, og
eru í það gengnir auk hans þessir blaðstjórar:
Björn Jónsson, Valdimar Ásmundsson, Þorsteinn
Gíslason og frú Bríet.
f Hinn 15. júní f. á. lézt Hallgrímur hreppstjóri
Jónsson bóndi á Skeggjastöðum í Fellum, með svo
snöggum atburðum, að hann gekk heilbrigður að
heiman niður að Lagarfljóti, sem er skammur veg-
ur, en dó á hálfnaðri heimleiðinni.
Hann var fæddur 1867. Foreldrar hans eru
Jón Olafsson Þorsteinssonar frá Melum og Berg-
ljót Sigurðardóttir, er lengi hafa búið þar á hálf-
lendunni, mesta fyrirmyndarbúi. Hallgr. gi'ftist fullt
tvítugur, Jarðþrúði Einarsd. Jónssonar vefara. Sett-
ust þau að búi á hinum helmingi jarðarinnar, og
farnaðist svo búskapur, að fáir munu þeir í Hér-
aði, er færðust eins í álnir
Hallgr. sál. hafði mörgum opinberum störf-
um að gegna, svo sem hreppstjóra-, hreppsnefndar-,
sýslunefndar- og deildarstjórnarstörfum 1 pöntun-
arfélagi Fljótsdalshéraðs og þótti röggsamur mað-
ur i störfum sínum, enda var hann fjörmaður og
ötull, að hverju sem hann gekk, hreinlundaður og
glaðsinna, og því hinn viðkynnilegasti maður í
allri sambúð. Hann var skarpgreindur og vel að
sér; naut tilsagnar 2—3 vetur hjá Sigurði prófasti
Gunnarssyni, er hann var sóknarprestur að Ásí.
Við fráfall Hallgríms hefur sveitarfélagið og
þjóðfélagið séð á bak framtíðarmanni, dugandi og
dreng góðum, því með sanni má segja, að æfistarf
hans væri að eins fyrir skömmu byrjað, enda er
hans að verðugu saknað í sveitarfélaginu. Hann
lét eptir sig 3 börn á lífi. (R.)
Til skemmtunar og fróðleiks.
Ungur kandídat átti að prédika fyrir sókn
arprestinn meðan hann var 1 burtu. Kirkjan var
troðfull, af því allir vildu sjá og heyra til nýja
prestsins. Hvernig fjöldanum geðjaðist að kenn-
ingunni er ókunnugt, en þegar ungi maðurinn
ætlaði að fara úr kirkjunni, eptir guðsþjónustana
þá sá hann 1 einum stólnum gamla konu, sem
flóði í tárum. Hann kenndi í brjóst um konuna
og spurði hana því: „Hvers vegna ertu svo
hrygg kona góð? Hvað gengur að þér?«
„Eg get ekki sagt það«, kjökraði hún.
„Segðu það þó, það er ávallt hugfró að trúa
öðrum fyrir sorgum sinum«.
»Nei, eg get ekki sagt yður það«,
„Ef þú hefur orðið svo hrifin af ræðunni
minni, þá hefur þó ein sál hlustað á kenningu
mina, því að er^an nema þig sá eg gráta«.
„Þeir höfðu heldur enga ástæðu til þess, af
því eg er hin eina í allri sókninni, sem hefi látið
12
liefi heimild til að handtaka yður. Allra dyra er gætt, svo að þér
sjáið auðvitað, að það er þýðingarlaust að sýna mótþróa.
„Auðvitað sé eg það“ sagði Slider rámur.
„Eg hefi einnig rannsóknarheimild og meðan eg gæti yð-
ar verða félagar mínir að rannsaka húsið. Viljið þér, að eg lesi
upp heimildirnar fyrir yður“.
„Það er alveg óþarft" sagði'Slider „eg efast ekki urn, að
það er allt, eins og það á að vera. Eg get að vísu ekki hindr-
að rannsóknina, en áður en byrjað er, ætla sg að koma með
eina uppástungu, herra lögreglustjóri; mér sýnist þér vera hygg-
inn maður".
»Hversu rnargir lögregluþjónar eru með yður?«
„Fjórir" svaraði Billy.
»Þið eruð þá fimrn alls«.
„Já“
»Herra lögreglustjóri, eg er efnaður maður, eins og þér
vitið, og vil gjarnan tala við yður einan. Viljið þér ekki gera
svo vel og biðja þessa menn að fara út úr herberginu snöggvast.
„Það er naumast fullkomlega löglegt" sagði lögreglustjórinn.
»Eg veit það» flýtti bankastjórinn sér að segja, „en eg
lield eg geti komið yður í skilning um, að lögin séu ekki brot-
in, þó að þér verðið við ósk minni".
»Rogers«, sagði lögreglustjórinn og gekk til annars lögreglu-
þjónsins „viljið þér og Benham gera svo vel og fara snöggvast
út í anddyrið, en koma undir eins og eg kallaáyður".
Rogers og Benham fóru, án þess að segja neitt. Þegar hurð-
inni var lokað, hallaði Billy sér upp að dyrastafnum, en Slider
stóð hjá ofninum.
„Ef eg hefði nú ekki verið heima, hvað hefðuð þér þá
gert?“ spurði Slider.
9
maður einn njeð því nafni. Ef rnenn fengu fregn um innbrot,
sem framið var á mjög kænlegan hátt, sögðu menn ávallt, að
það hlyti Billy Haven að hafa framið; að minnsta kosti urðu
menn aldrei varir við innbrotsþjófinn, fyr en allt var búið. Venju-
lega vissu íbúarnir í húsum þeim, sem Billy Haven brauzt inn í
ekkert um það fyr en morguninn eptir, því engin vegsummerki
sáust önnur en þau, að dýrmætustu dýrgripirnir í húsinu hurfu.
Að síðustu hættu þessi innbrot og í mörg ár heyrðist ekkert
um Billy. Yfirvöldin hefðu sjálfsagt aldrei fengið neinar upplýs-
ingar um líf hans upp frá því, ef einn félaga hans, sem lá fyr-
ir dauðanum í fangelsinu, hefði ekki sagt frá hinu síðasta bragði
hans, sem heppnaðist svo vel, að hann og félagar hans gátu
lifað heiðarlegu og rólegu lífi. Saga fangans er svo hljóðandi:
Billy hafði um langan tíma litið girndaraugum til húss eins,
sem lá á afviknum stað í einni undirborg Lundúna. Umhverfis
allt húsið var hár múrveggur og Billy sá, að ef hann og að-
stoðarmenn hans kæmust nokkurn tíma þangað inn, gætu þeir
unnið þar í ró og næði. Þegar hann spurðist fyrir, komst hann
að því, að húsið væri eign Sliders bankastjóra, sem var kunnur
af ýmsum heppilegum verzlunarfyrirtækjum og var almennt álit-
inn mjög ríkur. Jafnframt hafði Billy smámsaman fengið vit-
neskju um, að Slider væri mjög varkár maður og rafmagnsþræð-
ir lægju um allt hús hans, ef svo vildi til að þjófur kæmi þang-
að einhvern tíma. Hann vissi, að ef innbrotsþjófur kæmist inn
í húsið væri allt heimilisfólkið á hans valdi og þess vegna var
svo um gólfábreiðurnar við dyrnar búið, að á næturþeli hefði
hið hægasta fótatak kveikt á öllum rafmagnslömpunum í húsinu,
hringt stórri bjöllu í turninum og sent málþráðarskeyti til hinn-
ar næstu lögreglustöðvar; þetta hélt Slider að væri nægilegt til
að hræða hvern innbrotsþjóf sem væri. Billy sá því, að hér