Þjóðólfur - 14.01.1898, Blaðsíða 2
verið sjálfbjarga, er hann sleppir embætti, en
sé hann þá ekki fær um að standa straum af
sér og sínum er hann kominn í röð þurfa-
manna, hverju nafni, sem styrkur hans nefn-
ist, og hvaðan sem hann er tekinn.
Það væri enn margt og mikið að athuga
við þetta mál, en hér skal nú staðar numið
að sinni. Að eins skal því við bætt, að vilji
þingið sporna gegn því, að eptirlaunasóttin
gagntaki hinar ýmsu stéttir manna hér á landi,
karia og kvenna, má það ekki auka við ept-
irlaunadyngjuna ár frá ári, heldur fara var-
lega í því, að bæta óþörfum eptirlaunum við
þessa stóru fúlgu, sem fyrir er, þessa fúlgu,
sem þingið verður af öllum mætti að leitast
við að skerða, því að annars sökkur landið dýpra
°g dýpra niður í þetta botnlausa fjársóunarfen,
er ávallt virðist ætla að gleypa meira og
meira af fé landsmanna, öllum þorra þeirra
til þyngsla og niðurdreps, og þjóðfélaginu i
heild sinni til falls og foráttu.
Leikfélag Reykjavíkur.
n Ferðaœfintýriði. — i>Æfintýrið í
Rósenborgargarðinnm.
„Leikfélag Reykjavíkur" á mjög þakkir
skilið fyrir það, að hafa haft vilja og sam-
tök til að halda uppi leikjum hér í bænum
í vetur. Þó að leikirnir séu í rauninni efnis-
litlir og í hinum gamla óeðlilega söngleika
(vaudeville) stíl, þá er samt góðra gjalda vert
af félagsmönnum, að vilja styrkja og efla
hinn fyrsta vísi til hins fagra andans frækorns.
sem er grundvöllur hinnar menntandi og hríf-
andi leikaralistar. En eins og blöðin eiga
að vera leiðtogar almennings í almennum mál-
um, þjóðmálum, búnaði, bókmenntum, skáld-
skap, og taka það fram, er vel fer á, og
finna að því, er miður fer, eins eiga blöðin
rétt á að hafa sína skoðun á list, jafnt leik-
aralist, sem skáldskaparlist. Þegar svo langt
er komið, að opinbert félag heldur uppi sjón-
leikjum, og vonandi heldur því áfram, og
gerir þá svo úr garði, að það á skilið að
fá hlutdrægnislausa „kritik“, sem það hefur
þroska til að bera og firrist ekki af, þó að
nöfn leikendanna séu nefnd og í smámuni
sýnist farið, því að opt, og máske optar, get-
ur listin komið fram í smáatvikunum, smá-
orðunum, en í því almenna og víðtæka.
Fyrst er auðvitað að setja sig inn í híð
almenna og víðtæka, að skilja skapferli og
anda þeirrar persónu, sem leikin er, og síð-
an að láta einkenni persónunnar í tilfinning-
um og hugsunum koma fram í hverju smá-
atriði í leiknum, er svo skapa og skýra fyr-
ir ahorfendunum heildina í lyndisfari persón-
unnar. Listin er falin í því, að koma fram
á leiksviðinu með sama náttúrlega látbragði,
málróm og um fram allt með hinum sama
eðlilega framburði orða og setninga og per-
sónur í daglegu lífi. Þess vegna læra og
þeir, sem ætla að helga líf sitt leiksviðinu,
fyrst af öllu upplestur og áherzlulega réttan
framburð setninga, bæði almennra og í sam-
ræðum. Það er sá tilfinnanlegasti galli á
leikíþróttinni hjá okkur enn þá, þessi vöntun
á eðlilega og náttúrlega sögðum setningum,
bæði almennum og ekki sízt, ef þær koma
við tilfinningastreng eða eiga að birta ein-
hverja geðshræring persónanna, — þó eru
því betur undantekningar frá þessari reglu.
Aðalpersónan í »FerðaæfÍntýrÍ« Arne-
io
sen’s er Smith, þessi ungi galgopi frá Kaup-
mannahöfn, sem gerir alla vitlausa á heim-
ilinu hjá kammeráðinu. Hr. Sigurður Magn-
ússon, sem leikur Smith, á eptir náttúrugáfu
sinni betur við aðra hlið leikaralistarinnar,
en að leika unga, fjöruga spjátrunga, þó að
honum takist það fremur vel. Fyrst framan
af leiknum voru þó orðaskipti hans eigi sem
náttúrlegust og heldur ekki eintöl hans við
sjálfan sig, en seinna í leiknum urðu svör
hans eðlilegri og samtal hans við »Lísu«
hcppnaðist mæta vel. En »Lísa« er heldur
ekki leiðinleg að leika við. Frú Stefanía
Guðmundsdóttir hefur auðsjáanlega í fyllsta
mæli þá gáfu, er leikaralistin útheimtir, að
geta hreyft sig, já, hlaupið og staðið eðlilega
á leiksviði og ekki láta á því bera, að verið
sé að leika neina „komediu“. Allt hennar
látæði samsvarar vel tali og tilfinningum Lísu
litlu og það er einmitt unga, saklausa, glað-
lynda stúlkan, sem bezt á við hennar leik-
gáfu. Kristín litla í síðari sjónleiknum, er
einmitt persóna fyrir hana. — Hvorki Klara
eða kandidatinn eru náttúrlega leikin. Staða
hennar á leiksviðinu fyrst í leiknum var allt
annað en eðlileg, og þegar hún þakkar Smith
fyrir, að hann lofar að gera ekki tilkall til
hennar sem heitmeyjar sinnar, var eins og
maður heyrði kjökrandi kerlingu vera að
þakka fyrir kökubita. Yfir höfuð — þegar
hinar æðri og göfugri tilfinningar eiga að
koma fram, er eins og þann rétta róm og þá
réttu áherzlu vanti. Og sama er að segja
umgeðshræringarnarhjá kandidatinum. Hvorki
hjá honum eða Smith fylgdi hugur máli, er
þeir voru að skora hvor annan á hólm.
Setningarnar komu á stangli, en ekki fljótt
og eðlilega, eins og þegar hiti og móður er
í mönnum. Kammerráðið (Hj. Sig.) hafði
auðsjáanlega ekki vald yfir sinni miklu per-
sónu; hann vantaði kraptinn og kunni ekki
að verða harður né reiður, né heldur að segja
sínar setningar með húsbóndans einbeitta
róm, sem veit hvað hann á undir sér. Grau-
mann ráðsmaður (Kr. O. Þ.) hefur tekizt frem-
ur vel; þo er hann stundum um of áleitinn
við litlu Lisu. — Aðstoðarleikararnir leysa
hlutverk sín fremur vel af hendi, nema upp
á síðkastið, er þeir mynda þéttan vegg, í
stað þess að baki aðalpersónanna að mynda
lifandi leiktjald með gangi fram og aptur á
leiksviðinu; þeir geta hlustað á með athygli
eins fyrir því.
Það er mikil ánægja að sjá í síðari leikn-
um »Æfintýri í Rósenborgargarðinum« mann
eins lifandi náttúrlega leikinn og lækninn
Humlegaard, án þess þó eiginlega að vera
„spaugileg" persóna. Það er hr. Árni Ei-
ríksson, sem hefur þannig sýnt, aðhann hef-
ur vald yfir máli sínu, látæði og eðlilegri
framkomu ungs „gentlemanns" á leiksviði.
Það kom auðvitað betur fram af því, að sá,
er á móti honum lék, skrifstofustjórinn, hafði
ekkert vald yfir sinni persónu, eða sínu tali;
hann vissi auðsjáanlega af því, að hann átti
að vera að leika „komedíu". Fas hans var
ónáttúrlegt og ekki samboðið „kontorchef",
sem er að ganga sér til skemmtunar í „kóngs-
ins garði“. Afbrýði hans var óeðlilegt gagn-
vart hinni ungu konu hans, — það var eins
og hann væri bálvondur faðir, en ekki upp-
stökkur, nýkvæntur eiginmaður. Hann þarf að
temja sér náttúrlegri framburð og eðlilegra
látæði. — Fröken Gunnpórunn Halldórsdóttir
lék hér glaðlynda ungmey, sem á betur við
leikhæfileika hennar en alvarlega, þungbúna
stúlkan. Bæði hún og frú Stefanía voru
mjög ásjálegar í leiknum, en sönglegra æf-
inga virðist hafi verið miður gætt en skyldi.
Frú Stefanía má fara gætilega með sín litlu
hljóð, og fá þau „skóluð" sem fyrst, því að
hún verður að hafa það hugfast, að hún er
okkar fyrsta leikkona. — En vér gleymum
aldrei gamla manninum með rósina, sem hr.
Sig. Magnússon leikur með svo mikilli snilld,
að vér segjum ekki meistaralegri snilld, því
að öll leiklisthjáokkuryfirleitter enn í barn-
dómi. Þar er hið rétta hlutverk Sig. — eldri,
sérvitru, hlægilegu karlarnir. — Einkarvel
hefur frk. Þuríður Sigurðardóttir náð öllu
orðalagi gömlu yfirsetukonunnar og er hún
gott efni í lcikara með því hlutverki og ætti
að temja sér listina framvegis. Pétur (Friðf.
Guðj.) er mjög vel leikinn og eðlilega og
mun þar vera gott Ieikaraefni; einnig er
Kristín (Þóra Sig.) fremur vel leikin og nátt-
úrlega.
Rúmsins vegna verður ekki sagt meira
að sinni. — Enn sem komið er, eigum vér
enga leikarastétt, en þess er vonandi ekki
afarlangt að bíða, að hægt verði að segja
um menn og konur á meðal vor: „Þetta
er leikari", eða með öðrum orðum, að list-
leikaraefni — eins og frú Stefanía, hr. Sig.
Magnússon og hr. Arni Eiríksson o. fl. —-
þurfi ekki að hafa leikaralistina í hjáverkum,
heldur geti menntað sig og lifað eingöngu
fyrir þessa íþrótt.
IO/i—98. V. I.
Dómsorð ,,Ný]u-Aldarinnar“.
í 20. tölublaði sínu hefur „Nýja Öldin« með-
al annars fundið köllun hjá sér, til þess að fara
að moldviðrast yfir grein þeirri, er eg skrifaði í
52. nr. þjóðólfs f. á. með fyrirsögninni: „Hvað
eigum við að gera?“.
Eins og vænta mátti, þá er dómur mannsins
lauslegur hér sem annarstaðar, er lýsir sér bezt í
því, að hann alls ekki er byggður á umtalsefni
mínu, heldur nær eingöngu spunninn af því, sem
ritstjónnn vildi hafa látið mig sagt hafa í því
samræmi, sem honum hefur þóknazt að setja það
fram í blaði sínu. Það væri því meira en nóg
fyrir mig, að biðja hina fáu lesendur »Nýju-Ald-
arinnar« að gera svo vel og lesa grein mína
sjálfir, en ekki fyrir munn „Aldarinnar«, því að
þá efast eg alls ekki um, að þeir myndu komast
að þeirri niðurstöðu, að ritstj. »N. A.« muni hafa
lesið hana áþekkt því, sem sagt er að Kölski
lesi ritninguna.
Eg vil sarot ekki alveg ganga- fram hjá að
minnast á 2 helztu tilvitnanirnar, sem ritstj. '»N.
A.« tekur úr grein minni. í „Þjóðólfs"-grein mirmi,
tala eg um, að bærinn láti þurfamenn sína fyrst'
og fremst sitja fyrir bæjarvinnunni, sem að miklu
leyti mun vera fólgin í því, að taka upp grjót til
viðgerðar á ræsum og gangstígum með húsum
fram, keyrslu 7á ofaníburði í götur bæjarins og
öðru jafn nauðsynlegu 1 þarfir hans. A þessu
er það, sem ritstj. »N. A.« hefurhneykslazt; hon--
um þykja sjálfsagt göturnar hér hjá okkur í höf-
uðstaðnum vera svo samboðnar hreinlætiskröfum
nútímnnS) að engin þörf sé.á því að verja nokkr-
um þúsundum króna til þess að endurbæta þær,
en að mínu — og mér er óhætt að segja— margra.
annara áliti eru þær miklu likari pestnæmum
forarræsum, að minnsta kosti þegar dropi kemur
úr: lopti, en gangstigum, sem boðlegir megi heita
siðuðu fólki. Eg get. því alls. ekki gefið ritstj,
„N- A.« meðhald í því, að það. mætti telja illa
varið" peningum, þótt bærinn tæki 20—30,000 kr.
lán til hinna bráðnauðsynlegustu endurbóta á
götunum, því þótt ritstj, „N. A.“ kunni ekki að'
hafa á móti því fyrir sjálfan sig: að vaða upp í
ökla oða lengra í allskonar óþverra á götum
bæjarins, jafnskjótt og dropi kemur úr. lopti, sem
\