Þjóðólfur - 04.03.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.03.1898, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 4. marz 1898. Nr. 1 1 . r Ohyggilegt búskaparlag. Um þessar mundir berast hingað allí- skyggilegar fregnir um heyskort hér á Suð- urlandi, og það er naumast efi á að til stór- vandræða horfir, ef harðindi haldast lengi. Þá er þess er gætt, að veturinn mátti heita mjög góður til nýárs, og enda fram að þorra, þá má það náleg^ furðu gegna, að bændur skuli ekki almennt vera fullbirgir fram undir páska að minnsta kosti. En að svo erekki, getur ekki stafað af öðru en óskynsamlegri ásetning -7- þessu gamla átumeini í búnaði vorum, er mörgum hefur á kné komið. — Bændur mega ekki spila áhættuspil um bú- stofn sinn, með því að varpa allri sinni á- hyggju upp á guð og náttúruna, og treysta því, að allt „slampist af“, þótt ekkert vit sé í ásetningu þeirra. En því miður hefur reynslan sýnt, að bændur tefla mjög opt á tvær hættur í þessu efni. Þetta áhættuspil vinnst stundum með naumindum, þá er for- sjónin er svo „náðug« að úthluta góðviðr- inu ríkulega, en þá er það bregst, verður tjónið í spilinu svo alvarlegt, að menn bíða þess seint bætur, og ef til vill aldrei, eptir því hve mikið kveður að missinum. Það er enginn sérlegur búhnykkur að verða t. d. að skera nautgripi eða sauðfénað af heyjum seint á þorra eða góu. Það er dálítið skárra að gera það að haustinu til, eða borga skuld- ir með því, er flestir hafa gnótt af. Þó er skynsamlegra að skera af heyjunum, þá er í óefni er komið, og eigi hjálp að fá, heldur en að fella féð úr hor. Horfellirinn er hin versta og voðalegasta en jafnframt hin al- mennasta afleiðing óskynsamlegrar heyásetn- ingar og engin horfellis- eða heyásetningar- lög koma að neinu. gagni, fyr en menn eru al- mennt orðnir sannfærðir um, að hyggilegast og affarasælast sé, að ætla fénaði sínum nægan heyforða, hvernig sem viðrar, og fara vel með hann. En það lítur út fyrir, að menn eigi harla bágt með að sannfærast um þetta. Að minnsta kosti virðist það bera lítinn á- rangur, þótt verið sé að brýna þessi sann- indi fyrir fólki. Þá er fólkseklan í sveitum hér á Suð- urlandi að minnsta kosti, er orðin svo til- finnanleg, eins og hún er, þá verða bændur að sníða sér stakk eptir vexti, og gæta hófs við heyásetninguna. Auðvitað er það hart, að þurfa að farga skepnum sínum að haust- inu sakir ónógra heybirgða, en hvað er það í samanburði við hitt: aðstandauppi bjargarlaus með hann um hávetur í harðindum? Á góðum útigangsjörðum er mönnum að vísu nokkru meiri vorkunn, þott þeir setji nokkuð djarft á, heldur en hinum, sem alls ekki geta reitt sig á neinn útigang að mun, en óhyggilega ásetningu er þó aldrei unnt að afsaka í sjálfu sér, hver sem í hlut á. Að minnsta kosti mætti ætlast til þess, að menn þyldu 8—10 vikna innigjafarskorpu. Svo aumir sem ís- lendingar voru á 18. öldinni, þá þoldu þó Árnesingar „18 vikna skorpu" veturinn 1789 —1790, án þess getið sé um verulegan felli. Umhverfis landið. Ferðasöguágtiþ eptir S. J. (Framh.). Þegar beygt var inn á Eyjafjörðinn, blasti við prestssetrið Þönglabakki. Fremur sýndist okkur þar léleg byggð. Vestanvert við fjörðinn blasti við eyðibærinn Hvanndal- ir; rústirnar eru upp í kvos austan í fjöllun- um. Þar áttu hinir nafnkunnu sægarpar Hvanndalabræður að hafa búið, (sbr. Þjóð- sögur Jóns Árnasonar). Skammt fyrir innan fjarðarmynnið að vestan liggja sker nokkur, sem kölluð eru Hrólfssker. Ekki fríkkar fjörðurinn, fyr en komið er inn fyrir Hrísey. Ur því brosir við fagurt land á báðar hend- ur; alstaðar er talsvert undirlendi. — Fjörð- urinn lá fyrir okkur inn í landið, eins og bJá voð, ofurlítil vindgola var á móti, og báraði fjörðinn lítið eitt; við það varð hann enn feg- urri. Einmælt var það hjá öllum á skipinu, er eg átti tal við, að fegurra landslag gæti ekki að líta hér á landi, og jafnvel þó víðar væri farið. Til suðúrs sáum við alla leið suður í I.jósavatnsskarð. Þegar komið er inn fyrir síldarveiðistöðina á Hjalteyri þrengist fjörðurinn; verður þá húsaskipun öllu betri, enda er þar einkar fagurt. Aldrei hefur kvæð- ið „Eyjafjörður" eptir Matth. Jochumsson, verið mér eins ljóst sem þennan dag. Kl. 1V2 e. h., lagðist „Vesta" á Akur- eyrarhöfn og fylltist þar brátt af bátum, er buðu að flytja farþega í land; 25 aura vildu þeir hafa fyrir hvern mann, og þótti það fremur dýrt, því stutt var að flytja. — Akureyrarbær stendur á granda vestan- veft við fjarðarbotninn og er þar orðið all- þröngt um húsastæði. — Há malarskriða er fyrir ofan kaupstaðinn og spillir hún mjög fegurð bæjarins; á grashjalla fyrir ofan skrið- una er kirkjugarðurinn, og ér þangað að ganga bratta vegleysu, um 2—300 feta háa og þvirtist mér að örðugt mundi með líkburð þar upp í hálkum á vétrardag, enda heyrði jeg á mönnum, að svo væri. — Lítið sá eg af trjágörðum á Akureyri, en þar á móti hafa kaupstaðarbúar gróður- sett nokkur reynitré, og eru sum þeirra mjög falleg og efalaust er ein hríslan sú fallegasta hér á landi. Hrísla þessi er við hús Eggerts Laxdals faktors, og mun um 26 fet á hæð og er hún xoo ára gömul. — Annað tré litlu minna, er við hús Sigfúsar borgará Jónssonar og er það um 80 ára gamalt; prýða tré þessi mjög og eru hinir beztu minnisvarðar þeirra, sem þau gróður- settu. Eg kom til skáldsins séra Matthíasar Jochumssonar og fékk þar góðar viðtökur; sýndist mér þau hjón ekki hafa gengizt fyrir, síðan eg kynntist þeirn í Odda, var eg þar þá um sumartima við smíðanám hjá Jóni Þórhailasyni á Eyrarbakka, sem var yfirsmið- ur að Oddakirkju. Allvel kváðust þau hjón una hag sínum, þó tæplega eins og þá er þau voru í Odda; spurðu þau mig um ýmislegt afSuðurlandi.—Börnþeirra eru öll hin mann- vænlegustu. — Nokkrir af okkur skruppu út á Oddeyrina, það er annar hluti kaupstaðar- ins. Milli þeirra liggur snotur og vel gerður vegur, sem Tr. Gunnarsson lét gera fyrir stuttu; hefur það verið hið mesta þarfavérk. Oddeyrarhúsin standa á sléttum tanga, sem gengur út í fjörðinn; er eyrin nú mest öll grasi vafin. Hafði Tr. Gunnarsson þarum eina tíð stórkostlega túngræðslu, og er því nú vel haldið við. Húsin á Oddeyrinni eru mjög snotur og standa skipulega; virtist mér það fallegasti kaupstaðurinn, sem eg sá í ferðinni og heyrði eg fleiri minnast hins sama. — Morguninn eptir (9. ágúst) rann upp b!íð- ur og fagur. Léttur þokuslæðingur hvíldi á fjallatindunum og gerði það útsjónina enn hýrlegri. Kl. 9V2 fór „Vesta“ út af höfn- inni. Fjöldi farþega hafði bæzt við; var gleðibragur á öllum, og horfðu með aðdáun á fegurð héraðsins. Kl. 12 komum við að Hrísey og var lagst vestan við eyna; mjög margir af okkur fóru þar í land og gengu sumir upp á háey. Þaðan er góð útsjón yfir fjörðinn. Eg og nokkrir aðrir fórum heim að Syðstabæ til Jóhannesar bónda Davíðs- sonar, tók hann okkur vei og var hinn ræðn- asti; hann á snoturt bókasafn og virtist okk- ur hann fróður um margt. Tveir bæir eru á eynni og er hún mjög grösug og búsældarleg, enda eru bændurnir þar vel fjáðir. r/io hluti Syðstabæjar kostaði í vor 1,400 kr. Af því má sjá, hvað óll eyjan mundi kosta. Frá Hrísey fórum við kl. 4V2 e. m.; var þá komin sterk hafgola á móti, sem hélst út fyrir Siglunes, fórum vér þar rétt við land. Þar var mjög stórhreinlegt á land að líta: háfjöll fram í sjó og litlir grasgeirar á milli. Siglunes er flatt hið efra, en sæ- bratt hið fremra; heldur mun dauflegt að búa norður þar. Bærinn Siglunes stendur fremst á nesinu. Kl. 6 e. m. fórum við fram hjá Dalatá, og sást glögglega til Dalabæjanna. „Vesta“ fór nú að auka skriðinn, því að skipstjóri vildi ná til Sauðárkróks fyrir dimmuna. — Þegar kom vestur fyrir Almenningsnöf verðurlánds- lag grösugra og þýðlegra, og höíðum við bezta næði að horfa á landið, enda var blæja- logn, friður og kyrð yfir láði og lög. —Inn- siglingin inn Skagafjörð er skemmtileg. — Allmerkilegir eru höfðar tveir, sem ganga út í fjörðinn að austan: Hrollleifshöfði og Þórð- arhöfði, sá fyrnefndi er á móts við Málmey. — Eyjan er byggð og er 1 bær á henni; fremur sýndist þar fallegt. Yms ummælijeru á býli þessu og er óþarft að taka þau upp hér. Afarhátt standberg liggur um eyna

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.