Þjóðólfur - 04.03.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.03.1898, Blaðsíða 2
42 norðanverða; mun það um i—200 faðma hátt. Innar og vestar á firðinum er Drang- ey; fór skipið þar allnærri; sáum við bæði Hæringshlaup og Gvendaraltari; mjög ein- kennileg sýndist mér eyjan, er hún bar við vesturloptið rétt fyrir sólarlagið. Alldaprir dagar hafa hlotið að vera hjá Gretti As- mundarsyni þau 4—5 ár, er hann dvaldi á eyðikletti þessum, ánægju og frelsi firrtur. Ekki kvað vera unnt að komast upp á Drangey nema um einstigið, og sagði Jónas faktor Jónsson á Hofsós, að bergið umhverf- is eyna væri um 100 faðma hátt. Nokkur gróður er þar uppi og er hann nú friðaður. Kl. IO e. h. komum við inn á Sauðár- krókshöfn. Var þegar farið að skyggja, er við komum í land. Kaupstaðurinn er ekki stór en mjög snotur. Kirkjan þar er nýbyggð og er hún úr timbri; er hún með fallegustu kirkjum landsins. Landshöfðingi og landlæknir fóru hér alfarnir af skipinu, höfðu þeir ferðazt alla leið með því frá Rvík og verið hinir fróðustu um landslag, stað- háttu og fl. — (Meira). Blaðamennska ,,ísafoldar“-ritstjórans. „Isaf„ hefur ekki getað varið hinar persónu- legu árásir sínar á 1. þm. Eyfirðinga með öðru en þessum alþekktu túlyrðum ritstjórans, sem kvað vera einu ritstjórnar-hæfileikar hans. Aldrei hefur hann haft neina sjálfstæða, persónulega skoðun í stjórnarskrármálinu aðra en þá, að reyna að kippa því sem bezt aptur á bak, og hefur þá jafnan gleypt við þeim, sem af þrekleysi og viljaskorti hafa gefizt upp í sjálfstjórnarbaráttunni. Það hefur alltaf verið svo, að sá flokkurinn, sem hefur boð- ið íslendingum minnst sjálfsforræði, hefur átt vís- an pallinn í ísafold. — í þessu máli og öðrum málum hefur Björn ritstjóri lifað á því, að ein- staka málsmetandi menn af hégómlegri »heilagri einfeldni«, blindaðir sumir hverjir af þeim ljóma, sem biskupsmágsemdin hefur brugðið yfir ritstjórn- arstöðu hans, hafa gert blað hans að málgagni sínu, en eitthvað er það óskemmtilegt að vita til þess, að blað það, sem með árásum sínum á 1. þm. Eyfirðinga hefur fetað í fótspor áþekkra skríl- blaða og „Kvöldblaðsins" og „Köbenhavn" í Höfn, skuli eiga að heita varnarskjöldur hins kirkjulega „mórals" og málgagn heilagrar vand- lætingasemi; að minnsta kostimundi það þykja nokkuð skoplegt, ef þessi dönsku blöð færu að vefja sig hið ytraeinhverjum kristilega hv-ítum guð- hræðslu hjúpi. Og svo er þetta blað með öllum sínum kristílegu látalátum orðið átrúnaðargoð ýmsra geistlegra herra, af því að þeim sýnist það svo stillilega ritað, hógvært og hægfara, og komi aldrei í bága við hegningarlögin(!!) Af því að Björn ritstjóri hefur alltaf haft, ungur sem gamall, jafn hraparlega rangan og lítinn skilning á réttmætum kröfum íslendinga um innlent sjálfsforræði, laust við öll afskipti Dana af vorum sérstöku málum, er það honnm nærri fyrirgefanlegt, þó að honum geti ekki skilizt, að honum yngri rnenn geti haft annan ljósari og eðlilegri skilning en hann sjálfur á því máli. Þau eiga vel við ísafoldarritstjórann vandlætingaorð Jóns Sigurðssonar, að þeir menn séu til, sem telji það merki góðra íslendinga. að níða niður sem allfa mest hina yngri kynslóð, sem er 1 uppvexti Hvort „Isafold" muni koma það mjög vel, þegar ungi nemendalýðurinhj Höfn með sínar frábrugðnu,: frjálslyndu skoðanir á stjómarmáli íslendinga kemur til sögunnar, rnun sjást betur síðar. V. J. Lítilfjörlegt tilefni. „Nokkrit félagar" úr„leikfélagi Reykjavíkur" hafa tekið til „sleggjunnar" út af ummælum mínum um leikhæfileika hr. Þorvarðar Þorvarðarsonar í síðasta leikdómi mínum. Dómar mínir um leik- endur félagsins hafa verið hlutdrægnislausir og miðað eingöngu að því að finna að persónuhæfi- leikum þeirra sem leikenda og flestum skilnings- góðum mönnum mun hafa skilizt, hvað eg fór, er eg taldi hr Þ. Þ. óhafandi í leikfélagi Reykjavík- ur, audviiad setn leikara\ um aðra persónulega hæfi- leika ,hans var ekki hér að ræða. Það var því alveg óþarfi fyrir „nokkra félaga" að taka tilefni af þessu, til að fara að skýra fyrir mönnum aðra góða kosti þessa félaga þeirra, sem alls ekki koma að neinu leyti í bága við dóm minn um hann sem leikara. En vel máttu þessir félagar skýra rétt frá lögum félagsins, er þeir fóru að bera í bætifláka fyrir hr. Þ. Þ. Þeir segja: „það eru lög í Leikfélaginu, að hver félagsmaður er skyldur að leika það hlutverk, sem þar til kjörinn maður úthlutar honum". Annaðhvort þekkja þessir félagsmenn ekki lög sín, eða þeir skýra vísvitandi rangt frá þeim, og væri það miður sæmilegt. Samkv. 3. gr. laganna er hver félagsmaður ekki skyldur til að leika, sem líka væri harla ósanngjarnt. Félagsmenn geta verið tvenns- konar, starfandi og starflaustr meðlimir, og það var því hr. Þ. Þ. alveg í sjálfsvald sett, hvort hann vildi sýna sig á leiksviðinu, eða eigi. Þess- vegna er það rugl eitt, sem „nokkrir félagar" bera fram í „Islandi". Margir dugandi menn eru í Leikfélaginu, sem taka ekki verklegan þátt í leikjunum (starflausir meðlimir) og meðal þeirra ætti hr. Þ. Þ. einnig að vera. V. J. Kaupfélag Árnesinga. í kaupfél. Árnes- inga, sem viðskipti hafði við L. Zöllner næstl. ár, eins og fyrri var verð á vörum þannig: Bankabygg nr. 1. Kr 7,08 hver 100 ®. Grjón kr. 9,75 — 100 ®. Rúgmjöl kr. 5,69 — 100 ®. Klofn- ar baunir 8,06 — 100 ®. Rúg kr 5,57 — 100 ®. Hveiti kr. 7,08 — 100 ®. Flór- mjöl kr. 11,50 — 100 ®. Kaffi kr. 0,59 pundið. Export 0,39 ®. Kandís kr. o,22^/5 ®. Melís í toppum kr. 0,20 ®. Melís högg- inn kr. 0,19 ®. Rjól kr. 1,04 ®. Rulla kr.1,39 ®. Baðmeðul kr. 0,41 ®. Ljáblöð kr. 0,77 st. Hvítt garn 0.78 ®. Brúnt do 1,15 ®. Saumur 4 þ. 1,08 (500 st.). Saumur 3 þ. kr. 0,58 Saumur 2 þ. o,60^/2 (1000) Saumur 1 þ. 0,191/2 (1000, Tvinni nr. 30 — 1.14 lylftin. Félagsmenn borguðu vörur sínareinungis með sauðum og peningum, varð verð meðalsauðs (117 ®) kr. 10,02. að frádregnum útlendum kostnaði. y. b. Inniendar fréttir. Suður-Þingeyarsýslu 20. jan. Talsvert hcfur verið talað hér um politíkina, en þó mest í heimahúsum, fátt um fundi í því skyni. Þingmaðurinn (Pétur á Gautlöndum) hélt leiðarþing í haust. Hann gat þess, að Jón Ólafs- son gæfi út blað í Reykjavík, sem myndi fremur öðr- 1 um blöðum flytja skoðanir sínar og sinna skoðunar- bræðra. En þegar Svo„NýjaÖldift"kom norðurhing- að, fannst oss Suður-Þingeyingum stefna hennar í stjórnarskrármálinu vera öll önnur en stefna sú, er vérvildum ogjafnan höfum ó'skað,að þingmaðurvor fylgdi í því málí. Þessvegna voru það almennar tilgátur, að þingmaðurinn hefði mismælt sig, eða eða hann hefði misskilið Jón Ólafsson. — Það getur nú hver trúað því sem honum þykir trúleg- ast. — Vér höfum annars miklar mætur á þing- manni vorum, álítum hann velviljaðan mann, góð- an dreng og vel skynsaman mann. Það væri því ástæðulaust að halda, að hann sjái ekki, hversu hættulegt það gétur verið undir núverandi kring- umstæðum að taka upp miðlunarstefnuna frá 1889. Án þess mér detti í hug að neita því, áð hún geti haft sína kosti, og í flokk formælenda. henn- ar séu margir góðir drengir, þá hlýt eg að sjá það, að sú stefna, sem varð undirrót eða orsök hins mesta sundurlyndis og úlfúðar 1889, er ekki líklég til þess að verða til sátta og samkomulags, eins og nú horfir við. — Þetta held eg líka að þorra Þingeyinga sé fullljóst. — Húnavatnssýslu 12. febr. Fréttafátt héðan um þessar mundir. Svo vik- um skiptir hefur verið hér útsynningsrosi, en þó ekki sett mikinn snjó niður í lágsveitum.— Frem- ur illt kvef að ganga. — Um miðbik f. m. vöru þrír fundir haldnir á Blönduósi: búnaðarmálafund- ur, fjallskilareglugerðarfundur og pöntunarfundur, en lítið kvað að fundum þessum, og allt þetta fundaglamur fremur til málamynda og til að sýn- ast, en til verulegs gagns. Fjallskilareglugerðin hefur verið hér á prjónunnm mikið á annan tug ára, en það sýnist enn að eiga fremur langt í land, að eitthvert verulegt vit komizt í hana. Þó er þetta ekki því að kenna, að sýslunefndin gefi sér ekki tíma til að hugsa um hana, því að sjald- an standa fundir hennar skemur en viku, og þyk- ir öllum almenningi það kostnaðarsöm seta í sam- anburði við eptirtekjuna. Pöntunarfélagsverzlunin heldur áfram, en frem- ur er það hnekkir fyrir hana, að menn eru óánægðir með ýmislegt í stjórn félagsins t. dv þykir það nokkuð dýrt að borga óvöldum vinnu- mönnum, sem fara i hrossarekstur fyrir félagsmenn 6 kr. á dag, eins og átti sér stað sðastl. sumar. Um þetta er mikið talað, og til ámælis lagt fé- lagsstjórninni. Eyrarbakka, 14. febr. Hér ber fátt til tíðinda annað en mjög illt kvef hefur gengið hér síðan nokkru fyrir jól, og vart hefur orðið við hettusótt og hálsbólgu ínokkr- um unglingum. Afli af sjó mjög lítill í haust og alls enginn nú um langan tíma, enda aldrei á sjó fært vegna umhleypinga og óvanalegrarbrimveður- áttu. Allrnargir Eyrbekkingar höfðu talsverða at- vinnu við grjótdrátt tíl hins fyrirhugaða vegar milli Eyrarbakka og Ölvesárbrúarinnar og kom það sannarlega í góðar þarfir, því menn eiga he'r ekki sllku að venjast um þennan ttma árs. Sjónleikir hafa verið haldnir hér í vetur að vanda og verið allvel sóttir; ýmist hafa þeir ver- ið haldnir til ágóða fyrir kvennfélagið hér, sem á miklar þakkir skilið fyrir hjálp sína við fátæka og veíka, eða fyrir aðrar þarfar stofnanir. Stðast var leikið hér, 1 gærkveldi: „Eitt kvöld í klúbbn- um“ gamanleikur í þremur þáttum, eptir Bjarna sál. Pálsson, organista á Stokkséyri. Kvaeðin, sem í leiknum eru, hafði I. V. Leifur, sem nú er í Ameríku orkt. Leikendurnir voru; ísólfur Páls- son organisti og Jón (eldri) bróðir hans, Jón Ad- olphsson frá Stokkseyri, Jón Jónsson frá Götu, Þórður Bjarnason (sonur höfundarins) og Olgeir Jónsson frá Grímsljósum; gerðu þeir sér ferð hing- að út eptir; til að leika til ágóða bæði fyrir lúðra þá, er vér Eyrbekkii^gar höfum nú loks fengið fyrir ötula framgöngu hr. Gísla Jónssonar verzl- unarmanns og til ágóða fyrir sjómaunasjóð Árn- essýslu. Leikendurnir leystu verksittvel afhendi og eiga þakkir miklar skyldar fyrir ósérplægni sína og áhuga á því, að styðja þessar þörfu stofn- anir, enda var leikurinn mjög vel sóttur og þótti góð skemmtun. Ur því eg minnist á lúðrana, þykir mér vel við eiga, að ininnast dálítið frckar á þá, ekki síð- ur fyrir það að einhver góður „sambekkingur" minn hefur minnst þeirra í yðar heiðraða blaði áður, á þann hátt að lítíð heyrðist til þeirra. Það eru nú nálægt tveir mánuðir, síðan þeir komu, og er þvt ekki að búast við miklu af þeim, eptir ekki lengri tíma; en það hef eg heyrt söngfróða menn segja, sem heyrt hafa á æfingu hjá þeim, sem byrjaðir eru að þeyta þá,- undir forustu hr. Gtsla Jónssonar, að þeir séu ótrúlega vel æfðir eptir svo stuttan tíma, enda kváðu þeir halda æf- ingar 3—4 sjnnum á ,viku. og alþr vera vel vald- ir menn 1 söngfræðislegu tilliti. I ráði kvað vera að halda hlutaveltu á ver- tíðinni í vetur til ágóða fyrir lúðfana, og hyggja menn gott til þess, að hún verði styrkt af mprg- um, sem sönglist unna. Nú er sagt, að útgerðarmaður gufubátsins „Oddur" ætli að hættá við að leigj'a hann Rang- árvalla- og Árnessýslum til strandferða í sumar,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.