Þjóðólfur - 04.03.1898, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 04.03.1898, Blaðsíða 4
44 drjúga atvinnu við það verk. Aðaldyrnar á banka- húsinu verða eigi út að Pósthússtræti, eins og á- kveðið var í fyrstu, heldur að Austurstræti. Bald bygginga meistari hefur tekizt á hendur að reisa húsið. Þá er nýi barnaskólinn á einnig að byggj- ast í sumar og breyta skal gamla skólahúsinu i pósthús, auk annars, munu smiðir bæjarins fá nóg að gera, en þeir verða heldur ekki einir um hit- una, því að mælt er, að smiðir víðsvegar að ut- an af landi, haíi þegar tryggt sér atvinnu hér í sumar, við þessar miklu húsagerðir, sem fyrir hönd- um eru á þessu ári. Finnbogi G. Lárusson verzlunarmaður hér í bænum, er fyr bjó í Kringlu á Akranesi, alkunn- ur sjógarpur og atorkumaður, flutti héðan i gær með fólk sitt alfarinn suður að Gerðum í Garði. Hefur hann keypt þá jörð hálfa, og ætlar að stunda þar útveg, og jafnvel setja á stofn verzlun. Heyrst hefur og að Þórður Guðmundsson út- vegsbóndi (fyr í Glasgow) heíði og í hyggju að flytja héðan suður í Garð, en eigi mun það fullráð- ið enn. Hluta velta fyrir hússtjórnarskól- ann verður haldin í Iðnaðarmannahúsinu á laugardaginn og sunnudaginn, 5. og 6. marz, frá kl. 5—7 og 8—10 e. h. Þeir, sem vilja svo vel gera að gefa til hlutaveltu þessarar, eru vinsamlega beðnir að koma gjöfum sínum til einhverrar af oss undirrituðum. Elín Eggertsdóttir. Friðrikka Briem. Flólmfríður Gísladóttir. Sj ómenn. Munið eptir því, áður en þér nú farið á þilskipin, að hafa með ykkur nóg af áburði á stigvél yðar, því þar með er mikið sparað að halda stigvélunum símjúkum, en áburð- inn ættuð þér þá að kaupa þann bezta, sem hægt er að fá hjá Rafni Sigurðssyni. Prédikun í Good-templarhúsinu sunnudag kl. 6'A síðdegis, aðgangur einungis með miðum er óðar fást hjá D. Östlund (bústaður: Norðfjörðs hús, Grjótagata). Sjóvetlingar rónir og órónir eru langbezt borgaðir í verzlun B. H. Bjarnason. í VERZLUN Th. Tliorsteinsson, Reykjavík fæst allt til þilskipaútgerðar svo sem: Manilla tóg af öllum tegundum. Blakkir einf. og tvöf. Mastursbönd Kompásar. Loggeglös. Þokulúðrar. Jullugaflar. Sköfur, kósur, lásar og m. m. fl. Hollenzkir vindlar og hollenzkt reyk- tóbak (2 sfjörnur) ásamt ýmsum öðrum teg- undum af tóbaki eru nýl. komnar í verzlun Sturlu Jónssonar. Fundur verður haldinn í Bindindis- fjel. íslenzkra kvenna á föstud. 4. marz kl. 8V2 e. m. í Good-Templarhúsinu. Kol fást bezt og ódýrust hjá Ásgeir Sigurðssyni. Ostur, allskonar tegundir nýkomnar í verzlun Sturlu Jónssonar. Fiður fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Brjóstsykur, ótal tegundir, hvergi jafn Ódýr í stórkaupum sem í verzlun Sturlu Jónssonar. Hvalur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Farfi allskonar, kítti, rúðugler gott og í stórum skífum, Fernis- og Terpentínolía ný- komið með „Laura" í verzlun Sturlu Jónssonar. Fataefni og tilbúinn fatnaður fæst bezt- ur og ódýrastur í verzlun Sturlu Jónssonar. Jurtapottar af ýmsum stærðum komu nú með „Laura" til verzlunar Sturlu Jónssonar. Borð- og gólfvaxdúkur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Harðfiskur, saltfiskur, skata, keila, ög blautt tros, fæst í verslun Sturlu Jónssonar. Hattar, Húfur, Waterproof-Kápur, Regn- hlífar og m. fl. nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Rónir Og órónir sjóvetlingar keypt- ir hæsta verði í verzlun Sturlu Jónssonar. Mér dregið lamb, mark: sneitt fr. biti a. h. hálft af fr. v., hornmark: miðhlutað h. stúfrifað, biti a. v. Hornmarkið á eg ekki. Eigandi gefi sig fram. Galtafelli í Hrunamannahrepp, 3. jan. 1898. Jón Bjarnason. Leiðarvísír til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. af öllum stærðum. 38 rúðunni, sá eg glöggt andlit á manni, er stóð fyrir utan og horfði inn, en það hvarf á samri stund. Eg þreif marghleypuna mína, opnaði gluggann og skyggndist um í allar áttir, en sá alls ekk- ert. Það hvein ákafllega í lestinni og hún hélt áfram með svo miklum hraða, að eg var nærri því búinn að missa húfuna, er eg stakk höfðinu út um gluggann. \ „Þú gerir mig hræddan", sagði Alexis, er vaknaði af blundi. „Hvers vegna stendur þú þarna og starir út“f „Eg sá rétt áðan andlit á rúðunni", svaraði eg. „Nei, vinur minn, nú ertu farinn að sjá ofsjónir. Þú hefur séð andlit þitt speglast í rúðunni og það er alltogsumt". „Nei“, svaráði eg alvarlega, „eg sá andlit með miklu, Ijósu skeggi. Eg er dökkhærður og hef aðeins dálítið varaskegg". Alexis stakk nú upp á, að við skiklum skipta um ' sætí, til þess að við gætum gengið úr skugga um þetta og það varð til þess, að hann sagði skömmu síðar, að mér hefði ekki skjátlazt. „Þetta er mjög varúðarvert" sagði hann, „við verðum að gefa nákvæmlega gaum að gluggunum". Við fórum ekki aptur í hin fyrri sæti okkar, en sátum þarna kyrrir og höfðum báðir marghleypuna okkar í annari hendinni. Eg gáði á víxl út um báða gluggana og bað Alexis að gera það líka, en hann var ekki eins athugull og sneri sér opt við til þess að tala við mig. Þá sá eg allt í einu, að eitthvað hreyfðist fyrir utan gluggann, sem Alexis sat við, og þegar eg beygði höfuöið, sá eg andlit og hönd, er miðaði marghleypu á höfuð vinar míns. „I guðs bænum beygðu höfuðið niðurl“ æpti eg, og í sama vetfangi heyrði eg hvell; kúla þaut gegnum rúðuna og Alexis hné niður. Eg skaut af marghleypu minni og flýtti mér svo að glugg- 39 anum, þá sá eg mann hlaupa burt eptir gangborðinu og að apt- asta vagninum og skaut eg undir eins á eptir honum. Því næst fór eg að hjúkra veslings vini mínum, og þar eð járnbrautarlest- in staðnæmdist skjótt, lét eg hefja rannsókn eins og framast var auðið, en það kom fyrir ekki. Morðinginn hefur annaðhvort hlotið að vera einn sér í vagnklefa eða staðið í einhverju sam- bandi við vagnþjónana. En einskis varð eg vísari, því enginn þóttist hafa séð neitt, er gæti vakið minnsta grun. Til allrar hamingju var vinur minn ekki dáinn, eins og eg fyrst óttaðist, en andlit hans var skaðskemmt alla æfi. Félagið »Rauða höndin« hefur að líkindum aldrei orðið vart við misgáning sinn, en haldið að það hafi ráðið mig af dögum. Morðinginn hefur þó með naumindum komizt lífs af; kúlan mín hafði farið gegnum kollinn á húfunni hans, er seinna fannst við járnbrautina. Áhrif fegurðarinnar, Eptir Wilh. Östergaard. Við ferðuðumst í sama járnbrautarklefa frá Prag til Pilsen1 og hann var einstaklega viðfeldinn og skemmtilegur samferða- maður. Hann var frá Suður-Þjóðverjalandi og átti heima í Miinchen, en þótt hann að eins væri lítið yfir tvítugt hafði hann ferðast víða til þess að skoða listina í ýmsum myndum, 1) Pilsen er smábær í Bæheimi. Við hann er kennt „Pilsner-öl"' sem er þjóðdrykkur Bæheimsmanna.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.