Þjóðólfur - 04.03.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.03.1898, Blaðsíða 3
43 og er það skaði mikill, ef sýslunefndirnar leggja nú árar í bát og reyna ekki að útvega annaðskip, t. d. „Reykjavík", til að taka bráðnauðsynlegustu ferðirnar, sem „Oddur" hefur haft; því yfirfljótan- lega nóg verður að flytja og hafnaleysið þarf ekki svo mjög að óttast, það hefur „Oddur“ svo á- þreifanlega sýnt. 21. febr. I morgun reru hér nokkur skip til fiskjar, en fiskuðu mjög lítið, svo reru aptur nokkur skip seinna 1 dag og|urðu allvel vör: 18 í hlut hæst, mest ýsa, aðeins þorskvart; höfðu þau leitað talsvert dýpra en hin, sem fyr reru; þykir mjög líklegt, að ekki verði þess langt að bíða, að fiskur gangi og væri þá óskandi. að gæftir yrðu góðar; yrði þá fljóttekinn afli, því skammt er róið, ef fiskur geng- ur grunnt. Á Stokkseyri höfðu 2 skip lagst fyrir hákarl í morgun, en ekki hefur frétztum aflabrögð þaðan, annað en það, að á laugardaginn fiskuðu þar nokkur skip frá 10—U2 í hlut, en aptur mjög lítið í morgun. * ___________________________ Frétzt hefur, eptir áreiðanlegum mönnum að austan, að fimmtudagsmorguninn 17. þ. m. hafi Olafur Guðtnundsson, héraðslæknir í Rangárvalla- sýslu gengið upp á fjall það, sem er fyrir ofan bæinn Stórólfshvol að skjóta rjúpur, en þá hafi viljað svo óheppilega til, er hann var nýbúinn að hlaða byssuna, sem hann var með (apturhlaðning) að skotið hljóp úr henni og púðrið framan í and- litið á lækninum, og særði það allmikið og brenndi, en augun sakaði þó ekki. Það vildi til, að annar maður var með honum, annars er talið vafasamt, að hann hefði lcomizt heim; liggur hann tlú all- þungt haldinn af áverkanum, en var sagður á batavegi, síðast þegar fréttist. Talið var víst, að högl hefðu ekki snert hann; en af sárinu og brun- .anum, sem púðrið olli, bólgnaði andlitið allt hægra megin og niður á kinnbein vinstra megin. Úr ýmsum áttum. Heyskort allmikinn er að frétta héðan úr nærsveitunum, og er einna verst látið af ástand- inu í Kjósinni. Er mælt, að eigi séu fíeiri en 4 bændur þar nokkurn veginn birgir að heyjum. I Ölfusinu kvað vera farið að skera kýr og 1 upp- sveitum Árnessýslu er sagt, að margir séu illa staddir og farnir að skera af heyjum, þar á með- al nokkrir bændur í Biskupstungum og víðar. Lltur þvf allilla út, ef veðurátta breytist ekki brátt til batnaðar. t Borgarfirði og á Mýrum er minna talað um heyþröng en í austursveitunum. Úr Grímsnesinu og Flóanum ætla nokkrir bænd- ur að flytja til Reykjavíkur í vor, og gengur skrykkj- ótt að fá járðirnar byggðar aptur, einkum þær, er margt fólk þurfa til yrkingar, því að vinnufólks- ekla er nú mikil hér í nærsveitunum, einkum sak- ir hins aukna þilskipaútvegs hér í Reykjavík, er dregur vinnukraptinn frá sveitabóndanum. — í Grímsnesinu eru t. d. 2 stórar jarðir og góðar: Öndverðarnes og Miðengi, enn óleigðar til ábúð- ar frá næstu fardögum. Enginn afli er hér enn í flóanum, en í Mið- nessjó hefur aflazt mjög vel upp á síðkastið. Garð- menn, sem þangað reru nú í vikunni hlóðu þar af þorski á lóðir. Af Eyrarbakka er og sagður góð- ur afli þessa síðustu daga. Mannalát og slysfarir. Hinn 27. f. m. andaðist Þorbjötn Ólafsson bóndi á Steinum í Staf- holtstungum. sjötugur að aldri (f.17. febr.1828), son- arson Þorbjarnar ríka Ólafssonar á Lundum, og hefur sú ætt verið auðsæl. Þorbjörn á Stein- um var mesti merkisbóndi, manna gervilegastur sýn- um, veitull mjög og vel þokkaður. Með konu sinni Kristínu Gunnarsdóttur átti hann einn son: Gunnar kaupmann í Reykjavík. — Látinn er enn fremur Árni Guðmundsson bóndi á Hraunsnefi 1 Nórðurárdal, rúmlega sextugur,sonur Guðmundar, er þar bjó áður, Sturlaugssonar á Kolsstöðum Atlasonar í Stóraskógi Sturlaugssoríar í Bæ Atla- sonar. Var Árni í betri bændaröð þar í sveit. — Nýdánar eru einnig: yóhanna Jónsdóttir á Ökrum í Hraunhrepp, móðir Arinbjarnar Sveinbjarnarson- ar bókbindara í Reykjavík og Guðridur Magnús- dóttir, ekkja Eggerts bónda Einarssonar, er fyrrum bjó í Munaðarnesi. Hún var á 93. aldursári (f. 28. nóv. 1805). — Nýdáinn er og Grímur Gíslason bóndi á Óseyr- arnesi í Flóa, atorku- og gróðamaður nafnkunnur þar eystra.Hann var kvæntur Elínu Bjarnadóttur frá Óseyrarnesi Hannessonar á Baugsstöðum Árna- sonar á Selalæk Ormssonar prests á Reyðarvatni Snorrasonar. Er eitt barna þeirra, Guðmundur, nú í 5. bekk lærðaskólans. Hinn 28. f. m. drukknuðu 4 menn af skipi frá Flankastöðum á Miðnesi en formanninum Þórði Jónssyni frá Þórustöðum og tveimur hásetum var bjargað. Skipið var á uppsiglingu úr fiskileit- um og hlaðið fiski, þegar slysið vildi til. Þess- ir 4, sem drukknuðu voru: Símon Benjamínsson frá Hæli í Eystrihrepp, Jón Stefánsson frá Þjórs- árholti, Eirfkur frá Kópsvatni og Helgi Sigurðsson frá Flankastöðum, allir ókvæntir menn á bezta aldri. Reykjavík 4. marz. Forstjóri Hjálpræðishersins hr. Bojsen hefur undanfarna daga verið að safna samskotum með- al bæjarbúa til að koma upp ódýrum gististað handa utanbæjarmönnum og hafa þau samskot gengið fremur greitt. Húsrúm ljær herinn ókeyp- is í „kastalá" sínum, og er ætiazt til að setja fyrst upp hvílur handa 15 manns, er kosti 10 a. hver um nóttina. Auk þess eiga ferðamenn að geta fengið keypt morgunkaffi mjög ódýrt. Þetta fyr- irtæki hersins er þarft og getur komið að góðum notum, þá er mest umferð er af sveitamönnum hér í bænum, því að 10 aura borgun er sama sem ekki neitt, og munar engan um það. Að vísu hef- ur mátt fá næturgistingu á „Hotel Island" fyrir 25 aura, en sveitamönnum mun eigi hafa vérið nægilega kunnugt um það, og mun sú gisting því hafa verið fremur lítið notuð. Það er all mannkvæmt hér á götunum þessa dagana, því að nú eru þilskipahásetarnir farnir að safnast saman og hyggja til brottlögu. Eru nú nokkur þilskip komin úr vetrarlæginu hingað á höfnina, og bætist óðum við flotann. Hin fyrstu eru nú um það leyti albúin að leggja út til fiskjar og í dag kvað „Gylfi" Geirs Zoéga eiga að ríða á vaðið. A.llur þorri þilskipa-hásetanna er héðan úr bænum, en þó eru allmargir úr nærsveit- unum, einkum úr Borgarfirði og af Mýrunum. Þessa dagana eru staddir hér ýmsir aðrir sjómenn úr sveitum. er til róðra fara á opnum bátum í ver- stöðvunum hér sunnanvert við flóann. Sömu harðindin haldast enn, alhvítt alstaðar yfir land að líta, en veður er nú gott og fagurt og frost vægt. Nú er gott færi til að aka grjótinu í lands- bankabyggingutía, enda stækkar grjóthlaðinn á Thomsens torgi óðum. Hafa margir bæjarbúar 40 komið til Ítalíu og Grikklands, dvalið heilt ár í París og mál- að þar, en fór þó sinnar eigin leiðar í þeim efnum og lifði í friði við sjálfan sig og g.llan umheiminn. Hann var listamaður að eðlisfari, sá allt í skærri birtu, var næmur fyrir áhrifum og svo var hann einhvern veginn svo grunnhyggnislega einlægur, en það fór honum svo einstaklega vel. Auk þess var hann fríður sýnum, og hafði þennan blíða svip, sem viðkvæmu kvennfólki geðjast svo vel að. Plann hafði ljósari hörundslit en flestir landar hans, blá augu, tindrandi af fjöri og fallegt, mjúkt hár, sem hann var iðulega að rjála við. Þegar hann var að tala og komst í geðshræringar , roðnaði hann eins og ung stúlka, en þó að þetta unglega höfuð væri dálítið kvennlegt, voru herð- arnar breiðar og svipfagrar og brjóstið hvelft; auk þess var hann hár véxti, svo það var ekki hægt að segja annað, en að hann væri mjög karlmannlegur. Við höfðum verið að tala um málverkasafnið í Múnchen og um nokkrar myndir í Neue Pinakothek, og hann hafði látið það álit sitt í ljósi, að landar hans hneigðust allt of mikið að því að mynda skóla, er fylgdu vissri stefnu og hélt því fram, að menn ættú bara að mála, yrkja og búa til sönglög eptir eigin geðþótta. Svo staðnæmdist lestin við Pilsen og við fengum miðdeg- ismat inn í klefann okkar, en í sama bili sáum við á gangstétt- inni bóndakonu, sem bar körfu með ávöxtum í, og óðar þaut félagi minn á eptir henni til þess að kaupa handa okkur ávexti, sem hann ætlaði að gæða okkur með á eptir miðdegisverðin- um. Hann hvarf mér sjónum, þar sem hann hljóp eptir gang- stettinni. Lestin átti bara að dvelja þar fáeinar mínútur og vagnstjórarnir tóku að loka hurðunum. Eg fór að verða hrædd- 37 að selja dagblöð. Eg keypti eitt þeirra, og stakk því f vasa minn og svo flýttum við okkur burt. Við vorum svo heppnir að fá að vera einir í vagnklefa og svo keyrðum við í fljúgandi ferð að landamærunum. Fyrst töluðum við um hættu þá, sem við vonuðum, að eg hefði nú sneitt hjá og um hversu fljótt og vel okkur hefði tek- izt að búast brott, en þá datt Alexis allt í einu í hug, að gam- an væri að vita, hvað dagblöðin segðu um nýtt leikrit, er hafði verið leikið kvöldinu áður. Eg rétti honum nú dagblaðið, sem eg hafði keypt, en þegar hann fletti því sundur, datt það úr höndum hans og hann starði á mig náfölur og dauðhræddur. Eg þreif dagblaðið, til þess að sjá hvað um væri að vera, en missti það óðar af hræðslu, því á miðju blaðinu sá eg srauðu höndina«. Nú höfðu þá heitingar nihilista birzt mér í þriðja skipti og eg gat eigi verið eitt augnablik óhræddur um líf mitt. Við þögðum báðir um hríð, en svo spurði Alexis mig, hvort eg væri vopnaður. Eg játaði því og þá sagði hann, að okkur riði mest á að vera varkárir, þangað til við kæmum að landamærunum og við yrðum að hafa vakandi auga á hverjum þeim manni, er nálgaðist vagnklefa okkar. Ferðin var löng og leiðinleg og þegar fór að dimma urðum vi.ð þreyttir og syfjaðir. Alexis sat úti í horni og hagræddi sér þar; hann bretti kragann á loðkáp- unni sinni upp fyrir eyrun og sofnaði, en eg þorði ekki með nokkru móti að sofna. Þegar eg sat þarna og virti hann fyrir mér, datt mér í hug, að ókunnugum manni mundi veita örðugt að þekkja okkur sundur, þar sem við sátum og höfðum vafið utan um okkur skinnkáp- unum og brett kragana upp fyrir eyrun. Það var dimmt úti, en þó reyndi eg að líta út til þess að sjá, ef hægt væri, hvert við værum komnir. Þegar eg þrýsti andliti mínu upp að glugga-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.