Þjóðólfur - 22.04.1898, Blaðsíða 3
76
Kaliforníu, og meiri hluti þeirra var hálfvilltfr Indí-
ánar. Árið eptir fyrsta gullfundinn, voruíbúamir orðn-
ir um 3 miljónir, og ávallt komu nýir og nýir
hópar inn í landið. Maður sá, er þessumstórkost-
lega þjóðaflutningi olli hét James Marshall. Hann
var fátækur bóndi, er bjó í dal nokkrum við ræt-
ur Klettafjallanna. Einhverju sinni, er hann var
pæla upp akur sinn, rakst hann á gljáandi, há"
gulan stein. Hann tók hann upp, hreinsaði hann
Tækilega og, sýndi hann einum nágranna sínum,
fyrverandi skólakennara frá Englandi, er hafði
verið vikið frá embætti fyrir þjófnað og lifði nú
þarna sem veiðimaður í litlum kofa. Hann keypti
gula steininn fyrir 40 krónur af Marshall, er var
harðánægður með verðið og fór glaður heim til
sín, en nágranni hans fór daginn eptir til San
Francisco, og seldi þar steininn gullsmið nokkr-
um fyrir 5°° krónur. En þetta var í rauninni
hnullungur af 24 „karata“ skíru gulli, allur sam-
an. Mánuði síðar seldi Marshall landeign sína
.gullnemafélagi einu fyrir 20,000 krónur, en fór
sjálfur hátt upp í fjöllin til að leita að gulli, og
honum heppnaðist það mætavel. Hann var hálft
ár við gullgröptinn, og keypti því næst veitingahús
í einum hinna mörgu bæja, er þá voru að þjóta
upp. Jafnframt tók hann að gefa sig við fjárgróða-
fyrirtækjum. Hann keypti stór landflæmi, seldi
þau aptur innflytjendum, og græddi þannig stór-
fé. En smátt og smátt fór auðsæld hans þverr-
.andi. Fjárgróðafyrirtæki hans urðu æ glæfralegri
og glæfralegri, og einn góðan veðurdag var hann
orðinn félaus maður. Hann andaðist einmitt nú
í vetur (í febrúar) á fátækrahúsi í San Francisco.
Svona er hamingjan stundum fallvölt hér í
heimi.
Prentvilla hefur slæðst á einum. stað inn í
grein séra Árna á Kálfatjörn í 17. tölubl: fall-
byssubol, á að vera: fallbyssutó/.
Pöntun upp á IO krónur.
Þeir ntenn út um land, sem panta vefn-
aðarvörur af einhverju tagi fyrir minnst 10
krönur hjá mjer, fá þær sendar sjer kostn-
aðarlaust með póstskipunum til allra hafna,
er þau koma við á, ef þeir senda borgunina
með pöntununum. Sje eitthvað ofborgað,
verður það sent til baka með vörunum, sem
pantaðar eru. Pöntuninni verður að fylgja
sem nákvæmust lýsing á því, sem um er
beðið, og til hvers það á að notast. Ef
tilbúin vinnuföt eru pöntuð, verður að senda
mál af þeim, sem þau á að nota, tekið yfir
um manninn efst undir höndunum. Hlutir,
sem ekkilíka, eru teknir til baka fyrir fullt
verð, ef þeir eru sendir hingað um hæl mjer
að kostnaðarlausu og efþeir eru í jafngóðu
ásigkomulagi og þeir voru, þegar þcjir voru
sendir hjeðan. Lán veitist alls ekki. — Jeg
kem til að hafa miklu meiri birgðir af alls-
konar þýzkum og frönskum vefnaðarvörum
þetta ár en að undanförnu og með mjög
lágu verði. Menn geta pantað hvaða vefn-
aðarvörutegund, er menn óska og sem vant
er að flytja hjer til Reykjavíkur.
Reykjavík, 23. marz 1898.
Björn Kristjánsson.
Fundizt hefur silfurfingurbjörg. Rit-
stjóri vísar á finnanda.
Tilbúinn fatnaður,
Jakkaföt úr góðu efni og allt,
sem til þeirra þarf, nýr diplo-
matfrakki og vesti úr fínu
klæði, ljósleit sumarföt mjög
lítid brúkuð og brúkaður
diplomatfrakki er til sölu
fyrir mjög gott verð hjá
Reinh. Andersen.
(Glasgow).
Hinar ágætu og alþekktu
Prjónavélar
frá herra SIMON OLSEN
Kaupmannahöfn,
sem mjög eru orðnar útbreiddar hér á landi,
má ávallt panta hjá
Th. Thorsteinsson,
Reykjavík, (Liverpool).
Ekta anilínlitir
Ekta anilínlitir. fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og í verzlun , Sturlu Jónssonar Aðalstræti Nr. 14. t-kta anilínlitir.
Árs atvinna.
Ötull og heilsugóður verkmaður getur
fengið ársatvinnu strax. Kaup 400 krónur
borgað í peningum. Ritstj. vísar á.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Dagskrár.
64
upp að brjósti hans; hún var svo glöð yfir því, að öll þessi hræðsla
var úti — það voru þau sannarlega bæði.
Á meðan þau stóðu þarna var dyrunum lokið upp og
Möller og sonur hans gengu inn. — Það varð mikið um dýrðir
— Möller óskaði þeim til hamingju, því hann var samþykkur
þessum ráðahag og skólastjórinn var vingjarnlegur við Pétur og
talaði alls ekki um að hegna honum, svo að honum fannst
þungum steini af sér létt. í raun og veru gat hann ekki
hugsað sér meiri heiður, næst því að vera sjóræningi, en að
vera mágur skólastjórans síns.
Lára faðmaði föður sinn að sér með tárin í augunum og
kyssti Pétur, síðan gekk hún til skólastjórans, strauk litlu, hvítu
höndinni yfir enni hans og — þá fyrst var Thorsen skólastjóra
Ijóst, að hann væri trúlofaður — trúlofaður í raun og veru, en
í rauninni gat hann ekki gert að því.
Málaflutningsmaðurinn í klónum á kölska.
Gömul saga.
Það var einu sinni málaflutningsmaður, er hét Kornelíus, eink-
ar ráðvandur maður og hafði þess vegna auðvitað lítið að gera
og átti erfitt uppdráttar. Hann hafði með naumindum getað
borgað húsáleiguna fyrir fyrsta missirið; það var komið að
krossmessu og hánn hafði ekki einn eyri í vasanum. Já, og
þar við bættist það, sem verra var, hann hafði orðið ástfanginn
61
Lára saumaði í ákafa en þó flausturslaust, því að hið kyr-
láta og spaka eðli hennar speglaðist í vinnu hennar, spor eptir
spor á hinni þraðbeinu leið, sem saumurinn myndaði.
Hvað ætli hún hafi hugsað umf
Hún hugsaði um, hvað notalegt væri í þessari litlu stofu,
hún hugsaði um, hversu henni þætti vænt um hinn herðabreiða,
gráhærða mann, sem sat gagnvart henni og beygði sig yfir
teikniborðið. Hún hugsaði einnig um, hvort allur klæðnaður
Péturs væri í lagi — já, Pétur var nú í skólanum og skóla-
stjórinn var Thorsen. Hún saumaði með aðgætni hið hvíta,
smá'gerfa lérept, en sífellt sá hún þó hin stóru, blíðu augu skóla-
stjórans frammi fyrir sér. Hann var ágætur maður og þá var
hann ekki síður hygginn. Smámsaman fengu hugsanirnar vald
yfir henni og vinna hennar féll niður í kjöltuna. Hún horfði
utan við sig út um gluggann og án þess að hún vissi neitt af
því rispaði hún með nálinni í gluggakistuna fyrst T, síðan h,
svo o,—r,^—s,— e, og loks n, en í endanum á n’inu varð krók-
urinn beinlínis hræðilegur og í því bili kom hún til sjálfrar sín,
stóð upp af stólnum og sagði:
»En hvað er þetta? — Faðir minn, sjáðu! — Nei, hvað
er þetta, þarna kemur skólastjórinn æðandi berhöíðaður — hann
kemur hingað inn!«
»Hrri!« ságði Möller um leið og hann lagði ritblýið frá
sér, en sat þó kyr.
Dyrunum var hrundið upp og Thorsen skólastjóri æddi
inn. Lára varð beinlínis dauðhrædd af útliti hans og Möller
sneri sér jafnvel við og horfði á hann með spyrjandi augna-
ráði.
Skólastjórinn opnaði munnirin, en kom engu orði upp;
hann tók'utan um hálsinn ‘á sér, eiris og hann væri að kafna,