Þjóðólfur - 29.04.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.04.1898, Blaðsíða 2
7« ríkisdeginum eða norska stórþinginu, Utan- ríkisráðaneytið mynda: utanríkisráðgjafinn og jöfn tala — minnst 2 -—Svía og Norðmanna- 20 manna nefnd, hvort heldur kosin af sænska ríkisdeginum eða norská stórþingihu, hefur, hvor fyrir sig, aðgang að gerðabókum ríkis- ráðsins til rannsóknar. Kalla má utanríkis- ráðsgjafann fyrir sameiginlegan ríkisrétt, sem myndaður sé af 6 æztu hæstaréttardómurum og 12 þingmönnum frá hvoru ríki. Sendi- herrar og verzlunarerindrekar séu sameigin- legir. Það skal ákveðið með lögum, er konungur og þing beggja landa semji, hvað herafli hvors ríkis megi minnstur vera. Ríkis- aktinn, er jafnframt gildir sem grundvallar- lög Svíaríkis, skal ganga fyrir grundvallar- lögum hvors ríkis. — Sœnski minnihlutinn vill 6o manna sameiginlega nefnd frá þingum beggja landa til þess að rannsaka gerða- bækur ríkisráðsins, og ef eitthvað er við þær að athuga, þá skal annaðhvort senda aðfinn- ingar þar að lútandi konungi, eða stefna ríkisráðinu fyrir ríkisréttinn. Norski meiri- hlutinn vill, að hvort landið fyrir sig borgi til utanríkisráðaneytisins í hlutfalli við íbúa- tölu sína, og að verziunarerindrekarnir séu sameiginlegir fyrstu 15 árin, en síðan skuli hvort landið fyrir sig ákveða, hvort því skuli halda áfram eða ekki. Norski minnihlutinn (Blehr, Konow og Lövland) vill, að hvort landið hafi sína utanríkisráðgjafa, sendiherra ogverzlunarerindreka, ogsegja Blehrog Konow að þetta sé í samræmi við ríkisaktinn og þurfi því ekki að breyta honum; aptur vilja þeir breyta §5 í ríkisaktinum á þá leið að utanríkismálin séu borin undir konung 1 nær- veru minnst 3 manna úr ríkisráðinu frá hvoru landi, þar á meðal utanríkisráðgjafanna, þó þannig, að varði málið aðeins annað ríkið, þá skal utanríkisráðgjafi þess ríkis bera málið upp, ella ákveður konungur, hver ráðgjafanna það skuli gera; gerðabókin sé rituð ámáli beggja landanna og undirskrifuð af baðum utanríkisráðgjöfunum. — Þannig verður ekki annað séð, en að nefndin hafi unnið fyrir gíg- England: Fyrir skömmu voru bæjar- stjórnarkosningar í London; áður höfðu miðl- unarmenn 72 atkvæði gegn 46 frjálslyndra manna, en nú lauk svo, að þeir frjálslyndu fengu 60 gegn 58 hinna; í kosningarbarátt- unni þótti Roseberry lávarður ganga sérstak- lega vel fram. Gladstone gamle liggur fyrir dauðanum á bústað sínum Hawarden, og er búizt við dauða hans þá og þegar. Frakkland: Fyrir nokkrum tíma síðan skoraði Esterhazy Piquart ofursta á hólm, en Piquart neitaði; hótaði þá Est. í bréfi, að lúberja Piqu. með svipu sinni; út af því sagði Piqu. við blaðamann einn: »Eg er hafinn yfir hótanir og bituryrði Esterhazys. Það muu koma í Ijós, hversu mikils virði þessar hótanir eru, þegar sannleikurinn kem- ur fram og það ábyrgist eg, að sá dagur er nœr, en menn halda". 2. apríl var dómurinn yfir Zola ónýttur, og fyrir þeirri ónýtingu voru færð þau rök, að hermálaráðgjafinn hafi ekki lagalega heimild til þess, að komafram sem sækjandi máls, en herrétturinn sé stöð- ug (permanent) réttarstofnun, og hermálaráð- gjafinn hafi því heimildarlaust sett sig í stað herréttarins, Nú á að ákara Zola að nýju, og að eins fyrir þessi orð: »Herrétturinn dirfist að sýkna Esterhazy samkvæmt skip- un, og hefur með því snoppungað allt, sem Sannleiki og réttlæti heitir". Út af því hef- ur Zola skrifað grein, harðorða mjög, í Par- ísarblaðið »Aurore«, ávítar þar stjórnina mjög fyrir rangsleitni,undirferli og ragmennsku, og heimtar enn sem fyr, að hann sé ákærð- ur fyrir öll ummæli sín í fyrstu grein sinni. Töluverð áhrif er talið, að mál þetta muni hafa á þingkosningarnar, sem nú standa fyr- ir dyrum á Frakklandi. í Þýzkalandi voru flotalögín loks sam- þykkt 28. f. m., og þykist stjórnin og henn- ar liðar hafa miklum sigri að hrósa. Keisarinn í Rússlandi hefur ákveðið að brúka 90 miljónir rúbl. fram yfir ákveðna upphæð á árunum 1898—1904, til þess að byggja ný herskip. Það er talið víst, að öll stórveldin hafi nú loks komið sér saman um að gera Georg Grikkjaprinz að landsstjóra á Krít, og að. soldán verði því neyddur til að samþykkia það. Sþánn og Bandaríkin: Lee, verzlunar- erindreki Bandaríkjanna í Habana á Kuba, hefur gert Spánverjum ógagn þar, og báðu þeir því um, að hann væri kallaður heim, en því var þverneitað. Sem stendur er hann þó í Bandaríkjunum —- snöggva ferð —, og segir ástandið mjög hryllilegt á Kuba, og bráða nauðsyn á, að reglu sé komið á þar í landi. Bandaríkjamenn auka flota sinn í gríð, og Spánverjar rýja sig inn að skinn- inu, t>l þess að koma herskipum af stað til Kuba. Bæði Spánverjar og Bandaríkjamenn hafa sett rannsóknarnefndir, til þess að rann- saka, hversvegna „Maine" sprakk í lopt upp, og hefur sú spánverska komizt að þeirri nið- urstöðu, að sprengingin hafi att sér stað innanborðs, en sú ameríska segir, að spreng- ingarnar hafi verið tvær, sú fyrri utanborðs, af völdum Spánverja, sú síðari í minnsta púðurklefa skipsins. Sem stendur verður ekki annað séð, en að stríð sé óhjákvæmi- legt milli Spánverja og Bandaríkjamanna, og árangurslaust hefur það hingað til verið, að páfinn hefur boðizt til þess að mæla á milli, og að stórveldin hafa viljað sefa ofsann. Þó er ekki að vita, hvað ske kann næstu dagana. Asía: Um miðjan marz komu upp ó- eirðir í Bombay á Indlandi, þessu mikla pestarbæli þar eystra, og slógu Hindúar og Múhamedstrúarmenn sér saman gegn Eng- leudingum, en hingað til hafa þeir ávallt verið andvígir hvorir öðrum; þó tókst Eng- lendingum fremur fljótt að koma reglu á aptur. Stjórnin á Koreu hefur sett af rúss- neskan fjármálaráðanaut sinn, Alexejeff, og rússneska yfirmenn, sem áttu að kenna Koreu- búum hernað, og þykir þetta benda til þess, að Englendingum og Japansbúum hafi tekizt að koma sér inn undir þar í landi. Viðauki. Eptir enskum blöðum, er ná til 18. þ. m. eru engin frekar tíðindi að segja af ófriðarhorfunum milli Spánverja og Bandaríkjanna en að því er ráða má virtist þó heldur vera að harðna á hnútnum, og litl- ar líkur til að þetta semdist friðsamlega. En menn hafa svo opt komizt að raun um, að ekkert hefur orðið úr ófriði þjóða á milli, þótt horfurnar væru sagðar mjög geigvænlegar, að mönnum þykir líkast, að þessi ófriðarbóla hjaðni alveg niður, eins og aðrar fleiri. — Gladstone var enn á lífi 18. þ. m. en engin batavon talin. Það er krabbamein í andlit- inu, er hann þjáist af. Þó var hann enn nokkurn veginn málhress og sást jafnvel einstaka sinnum á gangi í garðinum sínum í Hawarden. Eins og vænta mátti reyndist það flugu- fregn ein, að Andrée væri korr.inn til Clondyke. Hafa Svíar nú gert út leiðangur til að leita hans, og heitir sá Stadling, er fyrir honum ræður. Ætlaði hann að leggja af stað frá Stokkhólmi um 20. þ. m. til Pétursborgar og þaðan til Irkutsk í Síberíu; þaðan skal haldið til Lenafljótsins og um 500 mílur niður eptir því allt til á.rósanna, en þaðan til: eyjarinnar Kotjelnai, efís tálmarekki. A þeirrí eyju er á tveimstöðvum geymdur vistaforði, er Toll barón lét þar eptir að fyrirlagi Nansens 1893. Verði menn ekki Andra varir á þessum stöðum, verður hans leitað beggja vegna við mynni Lenafljótsins um 100 mílur til hvorrar hliðar. Trúlofuð eru í Kaupm.höfn Bernhard Laxdal, stud. jur. frá Akureyri og ungfrú Agnes Frederiksen, uppeldisdóttir Mortens Hansen skólastjóra í Rvík. Riddari dannebrogsorðunnar varð Þor- steinn Jónsson héraðslæknir í Vestmannaeyj- um, á afmælisdag konungs 8. þ. m., — hinn eini íslendingur, er þá sæmd hlaut í þetta skipti, enda hefur hann sjálfsagt unnið til hennar mörgum fremur nú á síðustu tímum, bæði sem pólitíkus og embættismaður. Nýtt kveyinablað, er nefnist „Freyja", eru íslenzkar konur í bænum Selkirk í Ame- ríku teknar að gefa út, og eru fyrstu 2 blöð- in (febr.—rnarz) hingað komin. Það er mán- aðarblað í Sunnanfarabroti, 8 bls. hvertnúm- er. Er blaðið smekklega úr garði gert. — Kostar 1 dollar. Ritstjóri þess er mrs. M. J. Benediktsson, kona Sigfúsar Benediktsson- ar, er áður var á Stóra-Steinsvaði í Hjalta- staðaþinghá. Yíirlýsing. Sökum þess, að eg er í „Félagi íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn", og af því að fram- an á bók þeirri, er Bogi Th. Melsteð hefir ritað nýlega, og hann kallar „ Onnur uþþgjöf Islendinga eða hvadV', stendur, að ritið sé „gefið út að tilhlut- un“ félags þessa neyðist eg til þess að lýsa því yfir, að eg vil vera laus við þá tilhlutun og allan veg og vanda af því riti, bæði að því er snertif palladóma og baðstofuhjal um einstaka menn og eins »pólitiskar« ráðagerðir, nema hvað eg gét verið því samþykkur, þar sem leidd eru rök að viti gegn »pólitík« Valtýs svo kallaðri. Eg ætla og, að eg sé löglega afsakaður, því að ekki heyrði eg erindi Boga hér í vetur um þetta mál og tnér hefir heldur aldrei dottið í hug að hlutast til um, að Bogi semdi slíkt rit, og ritið sjálft sá eg þá fyrst og vissi þá fyrst hvað f því stóð, þegar það var löngu prentað og búið var að senda það til Islands, enda munu fæstir stúdentafélagsmenn hafá séð það fyrri. Hver sem lítur á titilblað bæklingsins hlýtur að ímynda sér, að allt sem í honum stendur, palla- dóma* og »pólitík« sé samhuga skoðun allra stúdentafélagsmanna,og útgefið í nafni þeirra, en hvaða heimild Bogi hefur haft til þess að gefa það í skyn, rnega þeir vita, sem fróðari eru en eg, en heimildarlaust er það af minni hendi. Þó að rit þetta sé ekki eins #

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.