Þjóðólfur - 29.04.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.04.1898, Blaðsíða 3
79 gott og það þyrfti að vera, og þó að það komi of seint og eptir að aðrir eru búnir áð vinna það, ;sem það hefur ætlað sér að gera, hirði eg ekki um að fara um það fleirum orðum. Enþegar Bogi gefur næsteitthvaðút undir sínu nafni, þætti mér betra að fá að sjá það áður, en Eelzt af öllu vil eg vera laus við, að hann hafi orð fyrir mér við aðra menn; þurfi eg eitthvað við þá að tala, vil eg helzt ráða orðum mínum ^jálfur. Khöfn, 31/3 1898. Jón Þorkelsson. Úr sveitinnL Húnavatnssýslu 14. apríl. Þessa dagana meinhægt veðurfar. Með köfl- Ttm norðanþokubrælur, og voru margir hræddir við ís, en Vesta, sem kom í gær á Blönduós varð ekki vör við ís, eptir því, sem sagt er. Menn voru orðnir langeygðir eptir henni; var hér munaðar- vöruskortur, og kemur eigi sú vöntun sér hvað bezt. Ákveðið er að halda þjóðminningardag í sumar. Skal fagnaður sá vera á Þingeyrum 9. júlí. Þar er einna fegurstur staður í sýslunni og til- komumestur. Þaðan má sjá í sjö hreppa sýslunn- ar. Menn hyggja gott til þessa dags, og segja sem satt er, að ekki veiti af, að hrista af sér deyfð- ina og mókið. Sjónleikir voru leiknir í vetur á Blönduósi, og var það nýlunda fyrir sveitafólkið að sjá slíkt. Var álitið, að þetta hefði tekizt prýðisvel, að minnsta kosti vonum framar, því að ekki er auðveit í smá- kauptúnum, að fást við slíkt. Blönduós er á framfaraleið, og styðja þeir kaupmennirnir, Möller og Sæmundsen, drengilega að þeirri framför, eins og þeir yfir höfuð eru at- kvæðamiklir og merkismenn í sýslufélaginu. Sífelld kvefveikindi að ganga. Nýlátinn er Björn bóndi Sölvason á Síðu, bjó hann lengi góðu búi í Víðidal, (Kolugili og Valdarási). Þótti hann drengur góður, dugnaðar- og fjörmaður á ýngri árum, alúðarmaður í viðkynningu, og kom vel fram 1 félagslífinu. Rangárvaliasýslu (Ásahreppi) 21. apríl. Þrátt fyrir allar heyleysis umkvartanir hefur veturinn, sem kvaddi í gær, varla getað talizt nema meðal-vetur alstaðar, þar semiekki er mest- megnis treyst á útiganginn. Algert hagleysi byrjaði ekki fyr en með þorra og jafnvel ekki víða farið að gefa sauðum og hrossum fyr en í miðþorra, en algert bjargarbann var yfir álla jörð frá þeim tíma til góuloka, og víða til páska. Heyskortur og vandræði hefðu orðið hér í sýslu allt of almennt, hefðu menn ekki náð í korn af Eyrarbakka, en til allrar hamingu var verzlun- in þar (Lefoliis verzlunin) velbirg afþví og hjálp- aði góðfúslega um það. Fyrir það hafa menn bjarg. að fjölda mörgum kúm frá hnífnum. Að vísu ^efur allt of mörgum kúm verið lógað, en meira Vlrðist það af fljótfærni gert, þar eð korn var þar •■fanleg^ hgid^j- en brýnni þörf. Annars ætlar ln<,nnum seint ag lærast að tryggja sér fénað , seni vissa eign, en það verður ekki fyr en ey orðinn er látinn sitjá í fyrirrúmi fyrir fénaðar- fjolguninni. I íðin er nú orðin ágæt, gll jörð leyst upp. Ven 1 vnr' gott verður ástandið hér í sýslu stór- vandræðalaust Fénaðarhöld góð á öllum þeim fénaði, sem e ’ki hefur stórkostlega brostið fóður. Mjög hefur venð hér krankfellt í vetur, ill- kynjað kvef og lungnabólga m. m. hefur gengið; þó hafa fáir nafnkendir dáið, en talsvert af gömlu fólki hefur látizt. 1 Holtahreppi dpu úr lungna- bólgu 2 efnismenn um tvítugt. Einnig dó seint í vetur kona Kjartans hreppstjóra Olafssonar á Þúfu í Vesturlandeyjum, Kristfn Þorvaldsdóttir, mesta dugnaðar- og skýnscmdarkona. Algert aflaleysi hefur mátt heita að verið hafi fyrir öllum Rangársandi í vetur, og er fiski afli á því svæði sama sem alveg horfinn, sem áður var mikill, og mjög notasælt fyrir sýslubúa. Ættu menn ekki að reiða sig á útræði, nér heldur leita í veiðistöðvarnar, sem næstar eru. Sýslufundur var hér haldinn um mánaðarmót marz og apríls; af honum hefur ekkert markvert frétzt. Mannalát. 5. f. m. andaðist að heimili sínu Gróunesi í Gufudalshrepp, húsfrú Rannveig Þor- steinsdóttir. Hún var fædd að Stað á Snæfjalla- strönd 9. des. 1833: Faðir hennar var Þorsteinn prestur Þórðarson, síðar í Gufudal og er frá hon- um komið margt manna um Vestfirði og víðar. — Rannveig var gipt Halldóri bónda Bjarnasyni fyrrum prests í Garpsdal Eggertssonar. Lifir hann hana og dóttirþeirra ein Guðrún að nafni, fulltíða og gipt. — Rannveig sál. var skörungur um margt en jafnan mjög heilsulítil; máttu gáfur hennar því eigi njóta sín að fullu. Hún var ástrík eigin- kona, guðrækin, trygg, og vinföst; húsfreyja var hún forsjál og umhyggjusöm. Bágstöddum var hún líknsöm, stundum um efni fram. Mörg börn ólust vandalaus hjá þeim hjónum. Gekk hún þem í móðurstað í öllu, er hún mátti og þó þau kæmust á legg og færu frá henni, þvarr aldrei ást hennar og umhyggja fyrir þeim. Mun því minning hennar lengi kær fleirum en vandamönnum hennar. (G.) Hinn 19. apríl andaðist að heimili sínu Þór- ólfsstöðum í Miðdölum bóndinn Þorsteinn Dada- son. Hann hafði búið á nefndri jörð um 30 ár og áður í Fremra-Skógskoti í sama hrepp. Hann varð 68 ára gamall. Kona hans var Katrín Jóns- dóttir, sem lifir mann sinn. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp nokkur fósturbörn. Hann var ástríkur eiginmaður og fósturfaðir, vinsæll og vandaður til orða og verka, gestrisinn og góður heima að hitta og af öllum, sem hann þekktu elskaður og virtur. Er hans því sárt saknað af vinum og vandamönnum. (X). Nýdánir eru taldir þessir menn nyrðra: Geir Jónasson á Narfastööum í Reykjadal — Sigurður Gunnarsson bóndi í Skarðdal í Siglufirði — Hólmfríður Benjamínsdóttir kona Olafs bónda á Ánastöðum 1 Sölvadal — Herborg Ásmundsdóttir ógipt gömul kona á Stóruvöllum í Bárðardal, hálf- systir Jóns, er þar bjó áður og Ásmundar í Fjalli á Skeiðum — Margrét kona Daníels bóndajóns- sonar á Eiði á Langanesi. Hún dó á Akureyri. Á Seyðisfirði er nýlátinn Brynjólfur Brynjólfsson útvegsbóndi og bókbindari — I Rangárvallasýslu eru nýdánir bændurnir Erlendur Eyjólfsson á Herríðarhóli 1 Holtum, og Jón Erlendsson á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð — Hinn n. f. m. andaðist Gísli Bjarnason dannebrogsmaður í Ár- múla á Langadalsströnd á níræðisaldri (f. 1815). Reykjavík, 29. apríl. Gufuskipið „Lotos“ (skipstj. Petterson) kom hingað beina leið frá Höfn 23. þ. m. með efnivið- inn í holdsveikraspítalann í Laugarnesi, og er nú verið að skipa viðnum upp þar inn frá. Með skipinu kom yfirsmiðurinn F. A. Bald ásamt son- um hans tveimur og all mörgum (11) smiðum frá Höfn, þar á meðal voru þeir Georg Ahrenz timburmeistari, er áður var hér í Reykjavík, en hefir dvalið í Höfn síðan 1886 og Guðmundur Elenthinus Guðmundsson (Erlendssonar úr Rvlk.), er stundað hefur smíðar í Höfn síðan 1876. Póstskipið Laura kom hingað á ákveðnum degi 26. þ. m. og með henni fjöldi farþega þar á meðal kaupmennimir: Ásgeir Sigurðs- son, Björn Kristjánsson, W. O. Breiðfjörð, Eyþór Felixson, Jón Þórðarson, ennfremur H. Anderson klæðskeri, Jón Brynjólfsson skósmiður o. fl- Frá Vestmanneyjum kom Magnús Jónsson sýslu- maður með lík konu sinnar, frú Kirstínar Sylvíu. Fór jarðarför hennar fram hér í bænum 27. þ. m.' með allmikilli viðhöfn. Ekkillinn kom einnig hingað með barn þeirra hjóna 3 vikna gamalt, er ber fullt nafn móðurföður síns, L. E. Sveinbjörn- son háyfirdómara, og verður það tekið til fósturs af foreldrum hinnar. látnu. Með Laura kom einnig norskur stúdent Kjeld Stub, erindreki hins kristilega stúdentafélags á Norðurlöndum og dvelur hannn hér mánaðar- tíma. Yfirmaður á „Laura“ er nú Nielsen sá, er áður var skipstjóri á »Romny«. En Christiansen kapteinn kom nú sem farþegi með henni og er hann eins konar umboðsmaður gufuskipafélagsins hér við land, bæði til að útvega afgreiðslumann fyrir strandbátana á höfnum umhverfis landið o. fl. Spítalaskipið frakkneska „St. Paul“ sem lask- aðist hér í fyrra, hefur verið nokkra daga hér á höfninni. Fórímorgun austur til Fáskrúðsfjarðar. Guðmundur Björnsion héraðslæknir hefur verið skipaður í stjórn holdsveikraspítalans, ásamt amt- manni og landlækni, eptir ákvörðun Oddfellow- reglunnar dönsku, er á að skipa 3. mann í spítalastjórnina samkvæmt lögijm. Próf í stýrimannaskólanum var haldið 20—22 þ. m. I prófnefnd með skólastjóra voru S. V. Hansen fyrirliði á „Heimdal* og séra Eiríkur Briem. Þeir 11 lærisveinar, er gengu undir próf- ið fengu þessar einkunnir: Jón Árnason. 61 stig. Guðlaugur Ingimundarsson 60. — Jón Pétursson 59- — Magnús Jónsson 59- — Þorbergur Ingjaldsson 57- - Þorsteinn Egilsson 56. - Jón Steinason 55' — Pétur Olafsson 55- — Þórður Gíslason 52- — Vilhjálmur Gfslason 5i- — Helgi Gíslason 32. — Sá sem hæstu einÍmnnina fékk (Jón Árnason) hefur eigi verið nema einn vetur í skólanum. Hæsta einkunnin við þetta próf eru 63 stig, en til að standast prófið þarf 18 stig. Frakkneska herskipið „La Manche“ kom hing- að í gærmorgun. Hafði farið frá Skotlandi um 20. þ. m., eða rétt á eptir »Laura« og bárust því engin ný tfðindi með því 3»jóðölfmr kemur iiit tvisvar í næstu viku, þriðjudag og föstudag. Ný saltaður fiskur verður seldur í íshúsinu laugardaginn 30. þ. m., og fyrstu daga næstu viku. „Laura“ komu allskonar vefn- aðarvörur, óvenjulega mikið úrval, þar á með- al Svuntutau úr ull $>g silki, Enskt vaðmál af fleiri tegundum, Fatatau tvíbreið á 1,20 og þar yfir, KjÓlatau úr ull alla vega lit, Flauel í ýmsum litum, sérlega gott, SmásjÖI og stór sjöi, Silkitvinni, Pique, Damast, Last- ing f öilum litum, Lérept, Flúnnel, Prjóna- vörurnar aiþektu, Buchwaldstauin, Sumar- skör og mikiu fleira. — Barnaskór, Kvenna- og KarlaskÖr og Klæðið góða kemur með „Thyra". Verðlisti verður sendur óktypis hverjum, er óskar. Reykjavík 27. apríl 1898. Björn Kristjánsson. Greiðasala. Eg undirskrifaður sel eptirleiðis gestum greiða þann, sem þeir óska eptir og eg get látið 1 té. Gili í Svartárdal, 15. apríl 1898. Lárus j. Arnason. Jörðin Lykkja í Garði fœst til ábúðar í næstu fardögum 1898. Túnið fóðrar vel 1 kú, ef vel er hirt, nokkrar kindur og hross. Lysthafendur snúi sér til undirskrifaðs, sem fyrst. Magnús Pórattnsson. Miðhúsum 1 Garði.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.