Þjóðólfur - 29.04.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.04.1898, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 29. apríl 1898. Nr. 20. Atferlí ritstjóra Jsafoldar. Björn Jónsson, ritstjóri „ísafoldar", hefur í 12. tölublaði blaðs síns þ. á. svarað grein minni upp á árás hans á mig. Ritstjórinn hefur, aldrei þessu vanur, verið í hálfgerð- um vandræðum, og alveg sleppt í það sinn þessum alkunnu skammaryrða-Samsetningum, sem hann þó hafði sæmt mig með rétt áð- ur. Eg hafði sagt meðal atinars í svari mínu, að ísafold hafi verið »svo einhliða í stjórnarskrármálinu, að slíks eru eigi dæmi, prentað »in extenso« ræður sinna flokks- manna, en svo sem eigi minnst á þau and- mæli, sem komið hafa fram frá mótflokkn- um, og hafi það verið, þá hefur það venju- lega verið rangfært, en aðalaðferðin hefur þó verið sú, að þegja um það, sem á móti hefur komið, láta eins og ekkert hafi verið sagt“. Þessu, sem er alkunnur sannleiki, hef- ur nú Björn reiðst ákaflega, og skorar há- tíðlega á mig að sanna þetta. En hann hefði getað sparað sér þessa áskorun, og bara átt að prenta áframhaldið af svari mínu í „Þjóðólfi", en orð mín hljóðuðu þann- ig: »Þetta er nú atferli Björns Jónssonar í stjórnarskrármálinu, og getur hver sannfært sig um það, sem vill, »ieð þvi að bera sam- an ísafold um þingtírnann og þingtíðindin, sem nú eru komin út“. Eg álít enn nægi- legt að vitna tii heimildanna sjálfra, og eg sé enga ástæðu til að fara að prenta upp umræðurnar úr alþ.tíð og umræðurnar, eins og þær voru eptir ísafold; það eru margir, sem hafa hvortveggja við hendina, og geta borið það saman, en flestir munu álíta þess enga þörf, áð minnsta kosti ekki þingmenn, því þeir muna „referöt" ísafoldar bæði í sumar og endranær. En eg hef í einu haft rangt fyrir mér, og eg flýti mér að leiðrétta það. Eg sagði, að ísafold hefði veri'ð ein- hliða í stjórnarskrármálinu, og var eins og þar með gefið í skyn, að það væri einungis í því eina máli, en eigi í öðrum, en það er alveg rangt, hún er einhliða alstaðar, og eg skal strax „dokumentera* eitt tilfelli. Einmitt sömu dagana og Björn Jónsson réðst fyrst á mig, fékk hans svarni vinur og fóstbróðir Skúli Thoroddsen alveg það sama innfall (er það tilviljun ?), og réðst á mig með alveg ósönnum sakargiptum. Þessa grein vinar síns tók Björn svo upp í ísafold, •og brennir sig fyrir þag { putana — svo eg hafi Björns eigin smekklegu orð þar við — á hegningarlögunum, ei svo vildi. Eg skal nú eptirláta hverjum góðfúsum lesara að geta sér til, af hvaða hvötum hann hafi gert það, en hitt er víst. að hver heiðvirður biaðstjóri mundi hafa talið sér skylt, að taka þá upp í blað sitt svar það, sem kom á móti þess- ari grein, eða þá að minnsta kosti að geta þess, að svar væri komið gegn henni, og hún lýst lýgi frá upphafi til enda, og það he0u jafnvel lélegustu skrílblöðin í Khöfn gert í líku tilfelli. En Bj'órn Jónsson, þessi heiðarlegi ritstjóri, sem tekur í blað sitt ill- viljaða ósannindagrein hér um bil „in extenso" úr öðru blaði um mig, hann veit ekkert um það, að eg hafi lýst alla þessa grein ósann- indi í 2. töiubl. „Stefnis" þ. á. Birni Jóns- syni var þó eigi ókunnugt um þetta svar mitt, því hann hermir í grein sinni um mig í nefndu 12. blaði ísafoldar einmitt orð — auðvitað »rangfærð« úr sama tölublaði „Stefn- is« og eg hafði svarað Sk. Th. í. Kemur eigi þarna aðferðin „að þegja um það sem á móti hefur komið, láta eins og ekkert hafi verið sagt“. Rangfærsla sú, sem Björn Jónsson gerir sig sekan í er sú, að hann segir, að „Stefn- ir“ hafi játað, að hann hafi nleitað upp- lýsinga hjá honum (mér) um þingmál o. s. frv. En Stefnir segir orðrétt svo: „Hitter ann- að mál, þó starfsmenn blaðsins hafi, ef til ■vill, einstöku Sinnum leitað upplýsinga hjá honum um þingmál" o. s. frv. Eg ætla öll- um að sjá mismuninn. Eg býst eigi við að svara Birni Jónssyni optar, þótt hann haldi áfram að skamma mig í blaði sínu, og þótt hann haldi áfram að búa til um mig sín smekklegu og göfugt hugsuðu samsetning- ar-uppnefni, en eg vil mæfast til eins af honum, og það er, að hann finni upp á ein- hverjum öðrum nöfnum um mig, en nafninu »kempan“, því það var hans stöðuga nafn á Skúla Thoroddsen á hinum fyrri nú umliðnu dögum, þegar þessi tvö göfugmenni ekki elskuðust eins heitt og nú, og eg vil mjög nauðugur taka þetta nafn frá Skúla. Akureyri, 12. apríl 1898. Kl. Jónsson. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 15. apríl. Danmórk: Þá er nú þinginu slitið, en ekki var það samt leyst upp, þótt 3 ár væru iiðin frá síðustu kosningum, og nýjar kosningar ættu fram að fara 5. þ. m., og er þess getið til, að ráðgjafana hafi grunað, hvernig fara mundi við kosningarnar, og hafi því afklók- indum ekki_ leyst upp þingið, svo ekkiþyrfti að kalla það saman, fyr en í haust, og að þeir, að minnsta kosti þangað til, gætu setið í sessinum, því valtur var hann, og ekki hefur hann orðið stöðugri síðan — þrátt fyrir Rump. í þjóðþinginu voru fjárlögin samþykkt, auðvitað með töluverðum breyting- um við frumvarp stjórnarinnar, og þrátt fyrir nöldur og óánægju ráðgjafanna, og ekki þorði landsþingið að breyta einum staf í því, sem þjóðþingið hafði samþykkt. A þessum fjár- lögum eruútgjöldin áætluð 69,413,000 kr., en tekjurnar 68,423,000kr., ogverður þátekjuhalli 990,000 kr. í minningu þess, að nú eru 50 ár, síðan fyrra Slésvíkurstríðið hófst, vildu vinstrimenn gefa öllum þeim, sem nú lifa, og þátt tóku í því stríði, 100 kr. að heiðursgjöf hverjum, en ekki var það alveg eptir »kokka- bók« »patríótanna« — hægrimanna —, þeir urðu að sletta á það fátækrastimplinum, þannig að aðeins þeim allrafátækustu væri veittur styrkur, eða ölmusa, og ekki mætti til þess verja alls meira en 300,000 kr., en eptir frumvarpi vinstrimanna hefðu þessi út- gjöld numið hér um bil 1,600,000 kr. Skólalögin befur landsþingið fellt — eins og vant er má nú segja úr þessu. 29. marz var kosið hér í bæjarstjórn; í henni eru alls 36 fulltrúar borgaranna, yfirborgarstjórinn (overpræsident) borgarstjórarnir, yfirlögreglu stjórinn og »raadmænd«; af þessum 36 full- trúum eru 6 kosnir á hverju ári, og um þá berjast hægrimenn annars vegar, en vinstri- menn og jafnaðarmenn hins vegar; í þetta skipti var kosið um 7 menn, og urðu frjáls- lyndu flokkarnir hlutskarpari, en 14 eða 15 manns höfðu þeir úr sínum fiokkum í bæjar- stjórninni áður, svo að nú eru þeir komnir í meiri hluta og er það eins dæmi hér i Kaupmannahöfn og mun ekki bænum til skaða verða, því hingað til hefur bæjarstjórn- in verið íhaldssöm, nema ef ríkisbubbar hafa átt í hlut. Á fyrsta fundi eptir kosningarnar var vinstrimaðurinn Herman Trier kosinn formaður í bæjarstjórninni, en P. Holm jafn- aðarmaður varaformaður. 5. apríl fóru kosn- ingar til þjóðþingsins fram um land allt, og ekki fór betur fyrir apturhaldsmönnum þá, en við bæjarstjórnarkosningarnar í Höfn. Áður stóðu flokkarnir í þjóðþinginu þannig: 54 vinstrimenn, 26 miðlunarmenn, 24 hægri- menn, 9 jafnaðarmenn og einn utanveltubesefi en eptir kosningarnar er hlutfallið þannig: 63 vinstrimenn, 23 miðlunarmenn, 15 hægri- menn (Færeyingar hafa ekki kosið enn þá, en frá þeim er ekki við öðru, en hægri- manni að búast, og verða þeir þá 16) og 12 jafnaðarmenn, með öðrum orðum: vinstrimenn og jafnaðarmenn hafa unnið stórkostlegan sigur, og er nú ekki annað fyrirsjáanlegt, en að vinstrimenn komist að ráðaneytinu í haust og er þá talið líklegt, að Holstein-Ledreborg verði forseti þess. 8. apríl varð konungur 80 ára, en sakir þess að það bar upp á langafrjádag var þess minnst í kyrþey. Henrik Ibsen var hér vikutíma um síðustu mánaðarmót og var mikið um glaum og gleði þá dagana. Hinn 3. apríl dó hér í Höfn grasafræð- ingurinn Johán Lange, fyrv. kennari við landbúnaðarháskólann. Hann var merkur vísindamaður í sinni grein. Svíariki og Noregur-. Nefndin, sem fjallaði um ríkjasambandið, hefur birt tillögur sinar. Sœnski meirihlutinn vill ákveða þannig: Stokkhólmur er aðsetursstaður konungs, og þar situr utanríkisráðaneytið. Utanríkisráð- gjafinn getur annaðhvort verið Svíi eðaNorð- maður, en ekki má hann eiga sæti í sænska

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.