Þjóðólfur - 03.05.1898, Síða 2
82
ara og mikilvægara, en »Nýju-Öldina*, því
að ótrúlegt er, að þingmenn hafi hugsað sér
að launa þess háttar »ritstörf« af almannafé,
Veitingin til G. Zoéga skólakennara 500 kr.,
mælist og fremur illa fyrir; það má segja að
nú sé öldin önnur, en þegar forfeðurnir voru
að skrifa sín snildarrit, sem hafa haldið ís-
lenzku þjóðinni mest á lopt í hinum mennt-
aða heimi. Það sést ekki af sögunni, að þeir
hafi farið bónarveg til þingsins um að sér
yrðu veitt ritlaun. En þá var heldur enginn
landssjóður til handa vissum gæðingum til
að gramsa í.
Hin nýja stefna, sem komin er
inn á þingið frá prestastéttinni, að létta ár-
gjöldum af brauðunum, og gefa eptir skuldir,
sýnist ekki heppileg. Haldi þingið þeirri
stefnu áfram, er ekki ólíklegt, að þeim fjölgi
drjúgum> er álíti þetta fyrirkomulag þjóðkirkj-
unnar kostnaðarsamt, og fari þá fyrir alvöru
að hugsa um aðskilnað ríkis og kirkju. Eg
og fleiri hér eru á þeirri skoðun, að vér
höfum ofmarga presta í samanburði við fólks-
fjöldann, nú á þessum tímum, þar sem barna-
skólar eru komnir víðast í kauptúnum og
sjóplássum og umgangskennsla víðast til
sveita. Margar menntastofnanir hafa aukþess
komizt á fót í seinni tíð, sem létta undir
með prestunum í uppfræðingu ungdómsins.
Það er mín skoðun, að prestarnir mættu vera
langtum færri, en þeir nú eru, og legðu þá
alla sína krapta fram í þjónustu kirkjunnar.
Frumv. um viðaukalög um utanþjóð-
kirkjumenn, er vonandi, að næsta þing sam-
þykki óbreytt eins og það kom frá efri deild.
Það er frelsismál.
Úr Rangárvallasýslu ritar annar
merkur atkvæðamaður blaðinu 21. f. m.
„Um pólitík er hér lítið rætt. Að vísu
lesa menn hér blöðin, margir sér til stór-
leiðinda og gremju, þ. e. að segja sum þeirra,
sem alltaf eru að flytja marg-þvættar og
upptuggnar greinar um stjórnarskrármálið, og
eru nú ekki færri en þrjár stefnurnar á lopti
í því máli; getur verið að einhverjir verði
búnir að finna út aðrar þrjár í viðbót fyrir
næsta þing, sem útséð er nú um, að ekki
verði fyr en 1899, þrátt fyrir gagnstæða
spádóma þeirra 16 þingm. í sumar.
Annars vinna blöðin, líklega þeim sjálf-
um óafvitandi, hraparlegt ógagn þessu aðal-
máli voru, þar eð mörg þeirra virðast ekki
geta um það skrifað, nema að blanda inn í
mjög dónalegum uinmælum og aðdróttunum
um þingmenn þá, sem ekki æru af því sauða-
húsi, sem blaðið fylgir, og þykir mönnum
„ísafold" vera allt of framarlega í þeim flokki,
þegar litið er til þess, að ritstjórinn er fylli-
lega kominn til vits og ára og ætti að sjá,
hvað málefninu er fyrir beztu. »Þjóðviljann
unga« lesa hér fáir nú orðið, menngetahaft
nær sér jafnkostgott kryddmeti, sem hann hefur
að færa, og engum mundi bregða, þótt þær
fréttir kæmu, að »Bjarki« hætti að sjást.
»Nýju Öldina« minnist enginn á. Hún sést
varla hér um slóðir. En eg fyrir mitt leyti
hef aldrei haft trú á Jóni Ólafssyni sem póli-
tíkus, og hef það ekki enn, og svo munu
fleiri vera. Þó að Valtýskan eigi hér fáa sem
enga fylgjendur og sé nú til dauða dæmd,
tala menn hér í sýslu rólega um báðar eða
allar stefnur malsins, án þess að sverta þá,
sem eru á annari skoðun.
Það sem mönnum hér sariiar mest við
Valtýs-flokkinn á síðasta þingi, er það stráks-
lega tiltæki hans að eyðileggja síðasta þing-
fund neðri deildar, og þar með koma í veg
fyrir, að maklegt þakkarávarp frá deildinni í
nafni þjóðarinnar væri flutt konungi vorum
og drottningu hans fyrir þær stórkostlegu
gjafir, sem þau gáfu og gengust fyrir að
gefnar yrðu til að bæta úr landsskjálftatjón-
inu, og hafa þessir þingmenn, sem voru 'í
þeim flokki stimplað sig með óafmáanlegu
letri, sem seint mun verða afmáð í augum
annara þjóða, en það erum vér allir Islendingar,
sem berum þá blygðun fyrir gerræði þessara
manna “.
Fleipur ,Nýju Aldarinnar*.
Það má varla minna vera, en að eg sendi
ritstjóra „Nýju-Aldarinnar“ ofurlitla kvittun fyrir
sendingu þá, er hann vék að mér og Þjóðólfi í
blaði sínu 29. f. m. En eg vil biðja lesendur Þjóð-
ólfs fyrirfram afsökunar á, að eg í þetta skipti
neyðist til að verja nokkuð miklu rúmi í blaðinu
til andsvars gegn illviljaðri árásargrein, er hr. J.
01. hefur soðið saman, öldungis upp úr þurru,
annaðhvort af eigin hvötum eða fyrir fjárhalds-
mann sinn, þingmanninn í Landakoti, sem hefur
verið eins og súrsaður í ediki, síðan minnzt var
á hann í Þjóðólfi næstl. haust í sambandi við
Vestu-útgerðina.
Eg skal þá fyrst geta þess, að það er afar-
margt athugavert við þessa prédikun N. A., er
ritstj. hefur nú birt almenningi eptir 7 mánaða
undirbúning, og það er eigi erfitt að sýna fram á
fleiprið í þessum Jónsbókarlestri.
Það hafa víst flestir veitt því eptirtekt, hversu
mikið yndi hr. J. Ól. hefur af öllum smásmugleg-
um orðasamtíningi, líklega til þess að sýna, að
hann sé svo mikill smekkmaður og málfræðingur.
Hann tínir t. d. saman einstök orð og setningar
úr greinum annara manna, allt slitið út úr sam-
anhenginu og lagað(!) á ýmsan hátt. Hann á að
því leyti og ef til vill í fleiru sammerkt við Grá-
koll gamla, er beitti þeirri aðferð i níðinu um
Benedíkt Sveinsson í „Isafold“ næstl. vor. Mér
virðist einmitt aðferð hr. J. Ól. gegn Þjóðólfi nú
eitthvað svipuð þessu, þótt í smærra mæli sé.
Hann vitnar í örfá orð og setningar úr löngum
pólitiskum greinum, er stóðu í Þjóðólfi um þing-
tímann næstl. sumar, setningar, sem auðvitað áttu
ekki að hafa neitt sannanagildi út af fyrir sig, og
allir blaðamenn bregða fyrir sig í heitum og fjör-
ugum kappsmálum, J. Ól. sjálfur, engu síður en
aðrir. Og þá er hann hefur tínt upp þessi ör-
fáu orð, svo ákaflega hróðugur, þá smellir hann
óðar fram ályktuninni af þessari dásamlegu rök-
semdafærslu sinni, þar sem hann segir:
„Og svona [já, einmitt svona] má ganga [því
ekki þaðj gegnum allt blaðið fram til þessa dags
[hann á það víst eptir] ekki ein lína af röksemd-
um [nokkuð þunn rök, hr. J. Ól.] ekki ein setning
[ja, hver þremillinn!] til að skýra fyrir lands-
mönnum eðli málsins [það gerir víst enginn, nema
J. Ól. einnj en því meira af vatnspóstastýl [nýtt
og smekklegt orð frá J. Ól.. eins og »laspur„(!) i
sömu grein] oghnífilyrðum [sællnafni] o. s. frv. þarna •
er röksemdafærsla J. Ól.lifandi komin. Slíkt fleip
ur út í loptið kalla eg sleggjudóm og ekkert ann-
að. Sjálfur talar hann um „órökstudda" sleggju-
dóma, en eru sleggjudómar ekki ávallt og að sjálf-
sögðu órökstuddir?
Það er annars furðu skoplegt að heyra hr. J.
Ól. að vera að vanda um dálítið óvæginn rithátt
annara manna. Þad skartar allra manna sízt á
honum, manni, sem löngum hefur verið og er
orðlagður fyrir óheflaðan munnsöfnuð á prenti
framar flestum öðrum. Eða hvenær hafa menn
séð öllu sóðalegri rithátt, en sumt í skömmum J.
Ól. t. d. um Grím Thomsen, Tryggva Gunnars-
son, Benedikt Gröndal, Gest Pálsson o. m. fl. áð-
ur fyrrum, að ógleymdum Heimskringluósómanum
í deilunum við Einar Hjörleifsson vestra, sem
„tók út yfir allan þjófabálk"? Það er aldrei rétt
að tala um snöru 1 hengds manns húsi. Ef stíll
Þjóðólfs á heima hjá vatnspóstunum, þá veit eg
ekki, hvar stlll Jóns Ólafssonar ætti heima, nema '
ef það væri á sjómannaknæpum hinum lakari^
sem orðlagðar eru erlendis, einkum í stórum
hafnabæjum. Og hið einkennilegasta er, að allar
hinar svæsnustu skammir J. Ól. hafa snúizt um
„persónurnar" en miklu sjaldnar um almenn mál,.
eða stjórnarfar yfirleittt. Það hefur að minnsta
kosti verið allt annar blær á þeim aðfinningum.
Af því að hr. J. Ól. getur þess í sambandi við
persónulega viðkynningu af mér, að hann þekki
mig ekki aptur, þá er eg fari að skrifa, þá má
einmitt segja þetta sama um J. Ól. sjálfan. Eng-
inn mun geta neitað því, að hann sé mjög kurt-
eisíframgönguogviðmótj, mjúkurámanninnog við-
ræðuþýður, en þá er hann tekur pennanrl verður
annað uppi á teningnum, þá verður kurteisin ekki;
svo ýkja mikil að öllum jafnaði, og það er ein-
mitt þessi óvenjumikla breyting á manninum, er
svo margir hafa jafnan furðað sig á,miðað við still-
ingu hans og hógværð í persónulegri viðkynningu..
Og þessi hamskipti eru einmitt bersýnilegri hjá J.
ÓL, en nokkrum öðrum manni, sem eg þekki.
Hann hefði því átt að láta þetta skeytr, er hann
hefur sent mér liggja kyrt hjá sér heima á hyllu..
Dóm. hr. J. Ol. um pólitik Þjóðólfs læt eg.
liggja mér í harla léttu rúmi f sambandi við svo
lagaða röksemdafærslu, er hann hefur fært fyrir
sínu rnáli og áður er getið. Eg skal taka það
skýrt fram, að eg hef jafnan gert mér far um að
leggja einmitt áherzlu á þau aðalatriði, er almenn-
ingur getur skilið, svo stutt og ljóst, sem mér
hefur verið unnt og eg hygg, að mér sé óhætt
að segja, að það sem Þjóðólfurhefurlagttilstjórn-
mála vorra í minni tíð hafi verið lesid og lesið
með meiri atfiygli en margra dálka þvælur og
upptuggur annara blaða, sem ef til vill hafa hvorki
skilið sjálf málið, og því síður getað gert það
skiljanlegt fyrir almenningi með löngum orðaflækj-
um, gagnslausu þrefi og moldviðrisrugli, sem sár-
fáir lesa og engin vekjandi áhrif getur haft á
menn, er þurfa að fá stutta og ljósa útlistun á höf-
uðatriðum þeim, sem um er að ræða. Og einmitt
þá aðferð hefur Þjóðólfur haft að rita stutt og al-
þýðlega um málið, en forðast allar málalenging-
ar og myrkviðursþvælur því að eg tel það eitt.
aðalmarkmið blaða, að allur þorri skynsamra
manna skilji það, sem um er ritað. Það er um
að gera að „vekja" fólkið en svæfa það ekki..
Einmitt þessari sömu Þjóðólfs reglu hefur t. d..
»Þjóðviljinn ungi« fylgt optast og öllu fremur þó
jafn leikinn stjórnmálamaður, sem séra Sigurður
Stefánsson í Vigur, þá er hannritar, ogberþó hr. J...
Ól. sjálfsagt mikla virðingu fyrir honum sem
»pólitikus«. En einmitt sakir þessa tel eg séra
Sigurð skæðari sem „praktiskan pólitikus" og
áhrifameiri en alla »Nýju-Öldina« og „ísatold" til
samans með öllu þeirra þrefi og kringilyrðum.
Og það get eg sagt, þótt eg nú sem stendur sé
algerlega ósamþykkur stefnu séra S. St. — Það
stendur líklega eitthvað í sambandi við þetta„
hversu J. Ól. er meinilla við pólitik Þjóðólfs, að
hann sér, að bollaleggingum N. A. er ekki mikill
gaumur gefinn af almenningi.
Hr. J. ÓI. hefur orðið fokreiður af því, að
nokkur skyldi minnast á „einurð" Þjóðólfs. Að
tala um einurð hjá nokkrum manni eða nokkru
blaði nema J. Ól. og N. Ö. gengur sjálfsagt
hneyksli næst. Það er náttúrlega hann einn,
þessi mikli frelsispostuli, sem lagt hefur allt í söl-
urnar fyrir sannleikann og réttlætið næstliðin 30
ár, og þessvegna á hann víst ekki einn »rauðan«
eyri í buddunni nú, eptir því sem hann sjálfur
segir, allt líklega farið í þarfir fósturjarðarinnar, allt
fyrir föðurlandið, fyrir að halda fram málum, sem
fjárhagsleg »hætta og óhagnaður hefur hlotizt af«.
En hver þau mál hafi verið er mér reyndar ekki
vel ljóst í svipinn. — Eg get ekki með öllum
mínum bezta vilja betur séð, en að öll pólitík hr.
J. Ól. frá upphafi til enda hafi verið stöðugur
krabbagangur og hringsól úr einni stefnu í aðra„
út og suður, austur og vestur. En einmitt af pvi,
er hann vitanlega afarhreykinn, eins og öllu öðru
hjá sjálfum sér. Það er ávallt hin »æðri og betri
þekking«, sem hann hefur orðið aðnjótandi við
hverja einustu stefnubreyting. Hann ætti því nú
að vera kominn á hið allra hæsta vísdómsstig í
pólitíkinni, sem mannlegum anda er unnt að ná,
og það er svo sem auðheyrt, að hann er sjalfur
fulltrúa um, að svo sé. Eptir 30 ára óþrotlegan
eltingaleik viðsannleikannværiþaðundarlegt, ef hr-
J. 01. væri nú jafn langtáeptir honum, semibyrjun