Þjóðólfur - 17.06.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.06.1898, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn -J7. júní 1898. Nr. 28. Fyrir tvær krónur ffeta nýir kaupendur feng- ið hálfan yfirstandandi ár- gang I»jóðólfs frá júlí byrjun til ársloka 1888. 30 tölublöð Séu þessar 2 kr. borgaðar ekki síðar en í októbermánuði þ. á. geta kaupendurnir átt von á að fá 50 ára afmælisblað Þjóðólfs í nóvember, líklega með niyndum. — Panta má og þennan síðari hluta árgangsins hjá á- reiðanlegum útsölumönnum blaðsins. Munið því eptir að panta Pjóðólf í tíma. Landbúnaðurinn — Lánsstofnun. Alþingi hefur á síðari árum sýnt lofsverða viðleitni íþvíaðstyrkja annan aðalat- vmnuveg vorn, sjávarútveginn, meðþvíaðveita mönnumkost á láni úrlandssjóði tilþilskipakaupa með mjög vægum kjörum, enda hefur þil- skipaútvegnum fleygt allmjög fram nú upp á síðkastið, og hafa margir landsmenn haft mikla og góða atvinnu við það. En því má samt eigi gleyma, að „bóndi er bústólpi og bú er Jandsstólpi". Landbúnaðurinn er og hlýtur jafnan að vera hinn langþýðingar- mesti þáttur atvinnuvega vorra, sá þátturinn, sem vér hljótum að leggja mesta og bezta rækt við. Geti landbúnaður vor ekki þrifizt, heldur fari óðum hnignandi, þá er sýnilegur voði fyrir höndum. Þá missum vér merg- inn úr þjóðlíkama vorum, og tilvera vor, sem sérstakrar þjóðar verður þá eigi nema að nafninu, því að þá er sveitirnar eru komnar í eyði, landbúnaðurinn farinn á höfuðið og ísland orðið fiskiver eitt, þá mun saga vor þegar að mestu leyti úti. Landsmenn verða þá að eins leiguþjónar á fiskiskipum erlendra þjóða, taka upp þeirra siði og missa að öllu sjálfstæði sitt: með öðrum orðum, þeir hætta að vera íslendingar, úr því svo er komið. Sem betur fer eru lítil líkindi til, að þannig fari, en möguleikinn er fyrir hönd- um og hættan sjáanleg í fjarska. Þess vegna verður að vinda bráðan bug að því að sporna gegn þessum voða, áður en það er um sein- an. Og til þess eru engin önnur ráð en að styðja landbúnaðinn af alefli, hjálpa honum yfir hin hættulegustu sker, er hann nú virð- ist ætla að stranda á. Því skal eigi neitað, að alþingi hefur sýnt ofurlitla viðleitni í því, að efla landbún- aðinn, en mjög hefur hún verið ófullkomin og ófullnægjandi, og hefur mest verið fólgin í því að veita allríflegan styrk 4 búnaðar- skólum, en það eru víst allskiptar skoðanir um, hversu slíkar fjárveitingar eru heppileg- ar og að hve miklu gagni þær koma. Sann- færing vor er sú, að þessu fé sé ekki vel varið, og heppilegra væri að hafa að eins einn allsherjar búnaðarskóla, svo fullkominn sem unnt væri. En hér skal eigi farið frek- ar út í þá sálma í þetta sinn. Onnur aðhlynning löggjafarþings vors að landbúnaðinum er fólgin í styrkveitingu til ýmsra búnaðarfélaga, og skal þvísízt synj- að, að það fé hafi komið að einhverju gagni. En vetulegur styrkur fyrir landbúnaðinn verða slíkir smábitlingar aldrei, enda hefur alþingi orðið það Ijóst nú upp á síðkastið, að eitthvað frekar þyrfti að gera landbúnað- inum til styrktar, og þess vegna var í síð- ustu fjárlögum gefin heimild til að veita lán úr landssjóði til jarðabóta með líkum kjör- um og veitt var til þilskipakaupa, og er það auðvitað betra en ekki og spor í rétta átt. Virðist sjálfsagt, að sú leið verði haldin ept- ireliðis, og upphæðin, sem heimiluð er til þessara lána, drjúgum aukin. En þetta er ekki einhlítt, og verður því fleira að koma til greina. Landssjóður einn getur heldur ekki hrokkið til að fullnægja þörfunurri. Vér þurfum að fá sérstaka lánsstofnun, er veiti bændum miklu aðgengilegri kjör en lands- bankinn. Það hefur lengi verið kvartað yfir því, og eigi að raunalausu, hversu aðalpeninga- stofnun landsins, landsbankinn, hefur reynzt óhentugur og meira að segja óhæfur sem aðgengileg lánsstofnun fyrir allan almenning. Hann hefur sannarlega hugsað meira um sinn eiginn hag, heldur en að gera lántakend- um létt fyrir með greiðslu lánanna, og það getur vel verið, að það hafi verið nauðsyn- legt í byrjun, meðan hann var að koma fót- um undir sig. En þægilegt hefur það eigi verið fyrir viðskiptamenn hens, oggetursama lagið naumast gengið úr þessu. Það eru eigi vextirnir af lánunum, sem gert hafa landsmönnum viðskiptin við bank- ann svo erfið, þótt þeir séu fullháir, heldur er það eingöngu hinn allt of stutti afborgun- arfrestu.r. Að heimta lánin endurborguð á 10 árum, eins og bankinn gerir, er svo hart aðgöngu, eptir því sem til hagar hér á landi, að fæstum lántakendum er unnt að standa í skilum á þann hátt, enda mun bankinn sjálf- ur hafa komizt að raun um það nú, eptirað fjársalan til Englands var bönnuð, að hann hlyti að slaka á kröfunum og beita rétti sínum hóglega, ef hann ætti ekki að sitja uppi með fjölda jarðarskrokka, því að sann- lelkurinn er, að jafnvel hvernig sem árar, getur bóndi sem tekur t. d. lán tiljarðabóta eigi greitt skuld sína á 10 árum að fullu, því að það ereigi svo fljóttekinn gróði af jarða- bótum hér á landi. Fyrir bónda, sem vill bæta jörð sína eða efla bú sitt, er áríðandi að geta fengið lán með sem lengstum afborg- unarfresti, svo að hann finni sem allra minnst til greiðslunnar á ári hverju. Geta þetta verið ómetanleg hlunnindi fyrir bóndann og landbúnaðinn í heild sinni. Um þetta hafa menn einnig sannfærzt betur og betur, eins og eðlilegt er. Og af þessari sannfæringu var það sprottið, að samþykkt var í neðri deild alþingis síðastliðið sumar svo látandi tillaga til þingsályktunar: „Neðri deild alþingis ályktar að skora á stjórnina að leggja fyrir næsta alþingi frum- varp til laga um lánsstofnun eða lánsfélag fyrir jarðeignir og húseignir í landinu, er geti *veitt veðlán um sem lengst árabil og með sem vægustum vaxtakjörum" Ut af þessari þingsályktun hefir hr. Halldór Jónsson bankagjaldkeri ritað ljósa og gagnorða grein í þessa árs Andvara, og hefur hann sent oss sérprentun af henni. Af því að málefni þetta er harla þýðingar- mikið, verða hér tekin fram höfuðatriði grein- arinnar, og skýrt frá þeirri niðurstöðu, er höf. kemst að í tillögum sínum um þessa fyrirhuguðu lánsstofnun. Höf. viðurkennir, að menn séu ekki færir um að greiða svo háar afborganir, sem bankinn krefjist, enda hafi reynsla bankans orðið sú, að hann hafi orðið að veita mörg- um skuldunautum sínum frest með afborgun, og þessari vægðarsemi sé það að þakka, hve fáar fasteignir bankinn hafi látið selja fyrir veðskuldum, og er það að vísu satt, en þetta sýnir, að afborgunarfresturinn er allt of stutt- ur. — Höf. telst svo til, að við árslok 1897 hafi fasteignarveðlán landsmanna úr ýmsum sjóðum numið 1 miljón og 800 þúsund krón- um, og af þeim var nær helmingurinn eða 850, 000 kr. úr landsbankanum. í flestum öðr- um sjóðum er ekki áskilin nein föst árleg afborgun lánanna, en það má einnig segja þeim upp með hálfs árs fyrirvara og getur það orðið skuldunaut óþægilegt. Það er al" veg rétt, sem höf. tekur fram, að sé afborg- un eigi áskilin, þá muni skuldunautur að jafnaði eigi hugsa um að höggva skarð í skuld sína, jafnvel þótt hann hafi efni á því, heldur borga aðeins vextina og láta skuldina standa ár frá ári, og telur höf. það eigi ráðdeildarlegt. Tekur hann til dæmis mann, er hafi tekið 1000 kr. lán með 4°/o vöxtum, og borgi aðeins 40 kr. í vexti árlega. Eptir 41 ár hefir hann borg- að 1640 kr., en skuldin er sama sem í upp- hafi (þ. e. 1000 kr.). Hinsvegar er annar, sem borgar 50 kr. á ári í 41 árár, nfl. 4W0 vexti og hitt afborgun; hann hefir þá borg- að alls 2050 kr., en skuldinni er þá líka lokið að fullu, þótt hann hafi ekki borgað úr sínum vasa nema 410 kr. meira en hinn; á þennan hátt hefir þessi maður þá grætt 590 kr. Höf. skýrir frá efni frumvarps þess um

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.