Þjóðólfur - 17.06.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.06.1898, Blaðsíða 2
IIO stofnun lánsfélags fyrir eigendur fasteigna á íslandi, er stjórnin lagði fyrir alþingi 1881. Það frumvarp var fellt í efri deild, bæði sak- ir þess, að menn óskuðu þ>á fremur eptir séðlabanka f landinu, og svo fundu menn frv. það til foráttu, að lánsfélag þetta væri ofdýrt fyrir landssjóðinn (hann átti að leggja fram í fyrstu 5000 kr. og svo 2000 kr. árlega nokkur fyrstu árin), að stjórnarfyrir- komulag þess væri óhe'ntugt, 'eins og hér stæði á og að vaxtabréf félagsins mundu ekki hafa nægan markað og stofnunin því enda í peningaþröng m. fl. — Sakir þess, að það hafl nú komið í Ijós eptir 11 ára reynslu, að landsbankinn geti ekki fullnægt þörfum manna, telur höf. nú brýna nauðsyn til að útvega fasteignamönnum landsins lánstofnun, er veiti þeim lán gegn hæfilegum vöxtum og með hæfilega löngum afborgunartíma. Telur höf. nauðsyn- legt að athuga vandlega fyrir næsta þing, hvernig stofnuninni verði komið fyrir á hent- ugastán og tryggastan hátt, svo að hún geti fullnægt þeim kröfum, sem af henni verði að heimta, en þær kröfur séu helztar: að hún geti veitt veðlán um sem lengst árabil og með sem vægustum vaxtakjörum. og að hún sé í alla staði fullkomlega tryggileg, svo að vaxtabréf hennar geti íengið markað, og lán- takendum sé engin hætta búin. Höf. telur eigi öldungis nauðsynlegt að setja upp sérstaka lánsstolnun heldur setja hana í samband við landsbankann þannig, að þar sé stofnuð sérstök lánsdeild og bank- anum veitt heimild til að gefa út vaxtabréf og selja þau. Þessu fyrirkomulagi til gildis telur hann einkum : kostnaðarminni stjórn og þess vegna geti lánsstofnunin gefið lántakend- um betri kjör en ella. Að vísu verði að auka að nokkru laun gæzlustjóra bankans og þóknunina fyrir endurskoðun m. fl., en sparnaðurinn sé þó bersýnilegur að hafa stofnunina í sambandi við bankann, heldur en sérstaka. Bankinn hafi einnig langtum betra færi á að koma íslenzkum vaxtabréf- um í peninga, heldur en sérstök lánsstofnun, með því að bankinn standi í sambandi við ýmsa banka erlendis og geti fyrir þeirra milligöngu útvegað þar markað fyrir þau. Þá talar höf. um upphæð vaxtanna af vaxtabréfum stofnunarinnar, og þykir var- hugavert að setja þá mjög háa, því að eins og liggur í augum uppi verða útlánsvextir stofnunarinnar að vera því hærri, sem vaxta- bréfavextirnir eru hærri, og við þá hækkun verða kjör lántakenda lakari. Kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að vextir vaxtabréfanna séu hæfilega settir 4°/o, en útlánsvextir 4V2A0, þannig að mismunurinn verður 1h°lo, er verða aðaltekjur lánsstofnunarinnar. Aðal- hlunnindi hennar fyrir lántakendur verða því eigi fólgin í lágum útlánsvöxtum, heldur í gjaldfresti þeim, sem veittur er og fyrirkomu- lagi greiðslunnar, því að með alllágu hundr- aðsgjaldi geta menn lokið skuldum sínum á þann hátt, er eptirfylgjandi tafla sýnir. Vextir 4%% árl. gjald 5% lán. lokið á$2,5 árum. 4%% - — 5V4% — — ■ 44,3 4%% — — s V»% — — - 38,7 4'/2% — . — 6% — — - 3bs 4V%° - II 0 o"" i — - 27,7 Samkvæmt þessu verður t. d. láni lok- ið að fullu á tæpum 39 árum, ef greidd- ir eru 5 kr. 50 a. í vexti og afborgun af hundraði hverju árlega, en á rúmum 44 ár- um, ef greitt er 5 kr. 25 a. af hundraði, og aétti engum að vera það ofvaxið. Sé tíma- takmarkið um 40 ár má telja það allviðun- anlegf, og óþarfi að hafa það lengra. ; En höf. gerir ráð fyrir, að þar sem hús séu sett að veði, muni talið nauðsynlegt að Játa menn ljúka lánum sínum á skemmri tíma, t. d. á 31% ári, er samsvarar 6 kr. árlegu gjaldi með vöxtum. Höf telst svo til, að lánsptofnun í sam- bandi við bankann, eða lánsdeildin, sem hann kallar þurfi að hafa nær 10,000 kr. í árlegar tekjur til þess að geta borið sig, en það fái hún ekki af vaxtamuninum i/z°fó, fyr en hún hafi lánað út 2 miljónir króna, eða meiri upphæð en þá er nú mun standa með 1. veðrétti í fasteignum landsins. Það er því auðsætt, að stofnun þessi þarf að fá styrk einhversstaðar frá í fyrstu, og hyggur höf., að alþingi muni þykja tilvinnandí að láta landsjóð gera það að einhverju leyti, einkum þar eð sá styrkur kæmi landbúnaðinum að notum í vægum vaxtakjörum af lánum. — Af því að höf. hugsar sér stofnunina sem sérstaka deild af landsbankanum stingur hann upp á, að næstu 15 ár að minnsta kosti heimti landsjóður ekki af bankanum vexti af seðlaskuld hans, sem eru 5000 kr. árlega, en geri hins vegar bankanum að skyldu að setja á laggirnar svo lagaða lánsstofnun eða lánsdeild, sem hér er um að ræða, og standa að öllu leyti straum af henni. Þótt hér hafi verið fljótt yfir sögu farið munu menn geta gert sér nokkurnveginn hugmynd um, hvernig bankagjaldkerinnhefur hugsað sér fyrirkomulag stofnunarinnar í þess- ari Andvararitgerð sinni. Hún felur í sér margar góðar bendingar til athugunar fyrir næsta alþingi (1899), er ráða á máli þessu til lykta, og er þá mikils um vert, að heppi- lega takist til með stofnunina og þess vegna er engin vanþörf á aö rætt sé og ritað um það irá ýmsum hliðum. Ætla má, að þeir verði nokkrir, er eigi horfi svo mjög í kostn- aðinn við stjórn stotnunar þessarar og vilji heldur hafa hana algerlega sérstaka en eigi í sambandi við Iandsbankann, þótt það kosti nokkru meira. Að sjálfsögðu. myndaðist þá dálítil samkeppni millum þessara tveggja peningastofnana og væri engu spillt með því, ef hóflega væri að farið, en þá þyrfti fyrirkomulagi lánstofnunarinnar að vera mjög vel hagað og stjórn hennar hin bezta. En auðvitað væri brotaminnst og umsvifaminnst fyrir landsjóð að gera hana að deild í lands- bankanum, það er enginn efi á því. En á það verður að líta, hvað landsmönnum yrði hagfeldast og notadrýgst til frambúðar, en eigi eingöngu á hitt, hvað kostnaðarminnst er í bili eða landsbankanum geðfeldast. Það er eðlilegt, að hann renni lítt hýrum augum til peningastofnunar, er veitir lántakendum miklu aðgengilegri kjör en hann gerir sjálfur og að honum falli miður að sjá peningaveltuna í landinu ef til vill beinast frá honum í aðra átt. En það er enn nægur tími til að hug- leiða þessa höfuðspurningu: samband láns- stofnunarinnar við bankann eða sérstaka lánstofnun. Hvernig sem sú niðurstaða verð- ur að lokum, á hr. Halldór Jónsson banka- gjaldkeri þakkir skilið fyrir þessa ritgerð sína. Hann hefur þar hreyft mikilsverðu málefni, er getur haft mikil áhrif á peninga- markað vorn og styrkt landbúnaðinn að miklum mun, ef vel og hyggilega er um hnútana búið, sem næsta alþingi ætti eigi að vera nein- vorkunn, þá er svo langur tími er til umhugsuriar. Ráð til að fá góða m]ólk, (Að mestu eptir Ðr. Willy). Það er bæði gömul og ný reynsla feng- in fyrir því að mjölk eða smjör er ekki boðleg vara frá þeim heimilum, sem lítið hreinlæti ér viðhaft við mjöltun og mjólkur- meðferð. En þar sem alls hreinlætis er gætt við meðferð mjólkurinnar, er mjólkin góð og holl og meira af góðu smjöri fæst úr hverj- um mjólkurpotti. Það sem þessu veldur, eru ýmsar bakt- eríur, sem þróast og dafna alstaðar, þar sem einhver óhreinindi eru. Þegar mjólkin súrn- ar, þá eru það bakteríurnar, sem valda, súrn- un. Sé hægt að halda mjólkinni ósúrri, þá er það af því að bakteríurnar, sem sýrunni valda geta ekki æxlazt í mjólkinni, jafnvel þótt þær hafi komizt í hana með óhrein- indum. Þannig er það hægt að gera bakt- eríurnar áhrifalausar á mjólkina, með því að kæla hana um 6—8 stig á meðan hún er að setjast. Þpð er nú víst, að mjólkin, eins og hún kemur úr kúnum hefur engar þær bakteríur, sem geta haft nein skaðleg áhrif á mjólkina. Það er því einkum á meðan verið er að mjólka, og á eptir sem hinar ýmsu bakteríu- tegundir komast í mjólkina. Til þess að koma í veg fyrir þessar bakteríumyndanir í mjólkinni, þá hafa menn reynt allt hreinlæti við mjökun og meðferð mjólkurinnar. En það hefir þó ekki dugað fyllilega, því í lopt- inu sjálfu er ryk og óhreinindi og aragrúi af bakteríum. En nú hafa menn fundið upp vél (mjölt- unarvel) sem útilokar allt lopt og óhreinindi frá mjólkinni. Sú mjólk, sem mjólkuð er með þessari vél, er miklu kostbetri og bragð- betri en sú, sem mjólkuð er með höndunum. Bragðbetri er mjólkin, því að engar þær bakt- eríur eru í henni, sem geta valdið efnaskipt- um eða breytt hennar upprunalega og eðli- lega smekk. Kostbetri er hún af því að bakteríur þær,sem mjólkursýru valda eru engar, en sýran hindrar feitikornin frá því að skilja sig frá mjólkurvökvanum. Þegar þess er nú gætt, að mjaltavél þessi er afar ódýr, þá ættu sem flestir að eignast hana. Og það er vonandi, að hún útbreiðist sem fyrst. Þess var áður getið, að ekki hafi tekizt að fá mjólkiná bakteríulausa, þótt fullkomið hreinlæti væri við hafi. En þar með er þó ekki sagt, að hreinlæti sé þýðingarlaust í þessu efni. Rannsóknir hafa sýnt það að því meira af óhrein- indum sem eru í mjólkinni, þess meiri bakt- eríur eru í henni og þar af leiðandi súrnar hún fyr; er óhollari og kostminni. Helzta hreinlætis, sem ber að gæta gagn- vart mjólkinni, er að sá eða sú, sem mjólk- ar sé hreinn um hendurnar, og strjúki öll óhreinindi af kúnni, áður en byrjað er að mjólka hana, sem annars fara í mjólkina af ýmsum orsökum. Mjólkurílátin verða líka að vera hreia. En þó er það einkurn júfrin og spenarnir, sem þarf að hreinsa vel, áður : en farið er að mjólka, Mikill vísindamaður, N. Backhaus að nafni, hefir fundið ótöluleg- an grúa af skaðlegum bakterium fyrir heilsu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.