Þjóðólfur - 17.06.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.06.1898, Blaðsíða 3
III manna,, sem þróast og dafna t óhreinindum þeim, sem eru í spenum og júfrum kúnna. Þarf því að strjúka vel spenann og júfrið á kúnum með votri tusku, svo þessar bakteríur náist burtu og falli ekki niður í mjólkur- ílátið, um leið og mjólkað er. Hin algengustu ráð til að hreinsa mjólk- ina frá þessum og þvíl. efnum, sem berast meira eða minna í hana, jafnvel þótt alls hreinlætis sé gætt, er kæling, sýjun og mið- flóttaafl. Sé mjólkinni haldið hæfilega kaldri (6—8 stig) á meðan hún er að setjast, þá eru verkanir bakteríanna óskaðlegar fyrir smjör- myndunina. En sýja þarf vd öll óhreinindi frá mjólkinni, áður en hún er látin í það ílát, sem hún á að setjast í. Miðflóttaaflið hreinsar Hka mjólkina vel. Sú mjólk, sem hreinsuð er í hinum svo nefndu miðflóttaaflsstrokki, geymist vel í marga daga, sem ný væri. Af hverju er ísl. smjörið víðast hvar engu betra en smjörlíki, og á stundum miklu •óhollara? Af því að mjaltakonurnar eru sumar óhreinar um hendur, þegar þær mjólka, hreinsa hvorki spena eða júfur á kúnum né ílátin, sem mjólkin er látin í, eins og vera ber. Og svo eru áir, hár og annar óþverri hafður fyrir krydd í smjörinu. Þetta gerir smjörið hjá sveitabændum bæði slæmt og lít- ið, litljótt og bragðslæmt. Sig. Þórólfsson. Látinn er um miðjan f. m. Eirikur Jónsson bóndi á Sólheimum í Hrunamannahrepp, vandað- ur maður og vel látinn. Hann var kominn í bein- an karllegg frá Eiriki Jónssyni í Bolholti, er hin fjölmenna Bolholtsætt er frá komin. Sjálfsmorð: Aðalbjörg Sigurðardóttir ó- gipt stúlka á Seyðisfirði 33 ára gömul réð sér sjálf bana 23. f. m. Magnús Jónsson járnsmiður i Æðey steypti sér útbyrðis af báti á ísafjarðar- djúpi 30. f. m. og drukknaði. bakari, sonur gamla D. Bernhöft bakara, er lát- inn fyrir mörgum árum. Meðal barna þeirra hjóna eru: Daníel bakarameistari, Wilhelm tann- læknir, Lucinde, gipt kaupmanni í Slagelse, Mar- ia kona Ludvigs Hansen verzlunarm. hér í bæn- um, Fransiska kona Guðm. Olsen verzlunarstjóra i Hafnarfirði og Wilhelmína. — Frú J. Bernhöft var umhyggjusöm móðir, trygglynd, oghjartagóð. Eptir lát manns síns og tengdaföður rak hún í íélagi við Daníel son sinn hina elztu og stærstu bakaraiðn hér í bæ með miklum dugnaði. Guðmunduz- Guðmundsson lækmr (fyr íLaug- ardælum) flytur alfarinn héðan úr bænum með fjlskyöldu sína austur að Stokkseyri. 20. þ. m. Hefur hann keypt þar timburhús og mun "'ætla sér að stunda lækningar þar í héraðinu m. fl. Komið og sjáið hinar mfldu birgdir af Vasahnífum, Vasabókum og Peningabuddum hjá Magnúsi Benjaminssyni. Veltusundi j. Guðjón Sigurðsson, Austurstræti M 14. úrsmiður. Mikið Íirval af VASAÚRUM af öllum sortum í Gull-, Silfur- og Nikkelkössum, er seljast vandlega aftrekt með fleiri ára ábyrgð. Stofu-úrin fallegu og góðu. — Regulatorar -— sem enginn sér eptiraðhafa keypt. Úrfestar og Kapsel af öllum mögulegum teg. -— Verð 65 aur. til 75 kr. Enn fremur Skrautgripi hina hentugustu til tryggða- og vingjafa svo semiSHfS- nálar, Broschur-Ármbönd, Manschettuhnappar, Steinhringir og síðast, en ekki sízt: TRÚLOFUNARHRINGIR, — nafn ókeypis — af öllum stærðum, gerðir úr skíru gulli. Allskonar sjónfæri; Gleraugu, Stækkunargler og Kíkirar, mjög margar teg. — Verð 5 til 30 kr. Ingileifur Loptsson. Söðlasmiður Vesturgötu 54. Selur reiðtygi bæði ný og brúkuð, hnakk- töskur, púða, gjarðir, ólar, beizli og reiða. Verð mjög lágt, sérstaklega mót peninga- borgnn. Ekta anilínlitir ikta anilínlitir. fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og' í verzlun Sturlu Jónssonar Aðalstræti Nr. 14. r+ P P3 3 F p+ ■jiþi[uil!UB up13 Jurtapottar af ýmsumstærðum fást f verzlun. Sturlu Jónssonar. ,,Bjarkí“ hefur tekið aptur meðmæli sín með Þingvallafundi og snýst nú á móti honum, þá er hann sá, hvað „Isafold" og „Nýja Öldin“ lögðu til málanna (!!!) Mjög kyndug blaðamennska þetta. En svo öslar hann aurinn upp í kvið út af því, að Reykjavíkurblöðin skuli vilja láta leggja fréttaþráðinn frá útlöndum til Reykjavíkur eða í grennd við hana, en eigi til Austfjarða og nefn- ir það hina auðvirðilegustu „hreppapólitik" m. fl. talar um, að þessi blöð ætli að „drepa verzlun og atvinnu Austfirðinga" (!!!) og menn ættu að muna þeim það m. fl. óvönduðum orðatiltækjum. Rit- stj. hlýtur að hafa skrifað þetta í einhverju óvita- æði; það eru svo ódrengileg ummæli, að þau þarfn- ast engra andsvara og dæma sig sjálf. Það ligg- ur víst hverjum heilvita manni i augum uþpi, að fréttaþráðarsamband höfuðstaðar vors við útlönd er landinu öllu mikilsverðara en samband annara kauptúna landsins. Þar er ekki um neina hreppa- politik að ræða. En ritstj. Bjarka virðist ekki sjá út yfir gæruskinnið, sem dr. Valtýr hefur feng- ið honum til að sprikla á þar eystra. Annars vildum vér ráða Bjarka til að hafa hægt um sig 1 þessu máli, þangað til Valtýr hefur samið við ráðaneyti stórveldanna, og útvegað fyrir þeirra milligöngu vlsindalegar áætlanir um, að langheppi- legast sé að leggja landþráðinn frá Austfjarðum til Reykjavíkur yflr skriðjöklana í Skaptafells- sýslu. Þá fytst getur Bjarki hrópað húrra fyrir vizku sinni og almætti Valtýs. Reykjavík 17. júní. Prestvígður var 12. þ. m. cand. theol. Sig- urður P. Sivertsen sem settur prestur að Útskál- um. Dáin er hér í bænum 1 fyrradag (15. þ. m0 ekkjufrú Jokanne Bernhöft. Hún var dönsk í báðar ættir, en maður hennar Wilhelm Bernhöft Hita- ogf loptþyngdarmælar, hina vönduðustu og m. fl. STÁLSAUMAVÉLARNAR viðurkenndu komnar aptur. Ailt selt fyrir lægsta verð, einungis mót peningum út í hönd. 1871 — Júbileum — 1896. Hinn eini ekta Brama-Lífs-Elixír. (Heilbrigðis matbitter). Allan þann árafjölda, sem almenningur hefur notað bitter þennan, hefur hann rutt sér í fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim. Honum hefur Þilotnazt haesíu verðlaun. Þegar Brama-lífs-elixír hefur verið brúkaður, eykst öllum líkamanum þróttur og þol, sálm endurliýnar og fj'órgast, maður verður glaðlyndur, hugrakkur og starffús, skilningar- vitin verða næmari og menn hafa meiri ánœgju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefur sýnt betur, að hann beri nafn með rentu en Bpama-lífs— elixir, en sú hylli, sem hann hefur náð hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis nýtra eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama-1 ifs—elxir vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akureyri: Hr. Carl Höepfner. ----Gránufélagið. Borgarnes: Hr. Johan Lange Dýrafjörður: Hr. N. Chr. Gram. Húsavík: Örum & Wulffs verzlun. Keflavík: H. P. Duus verzlun. , -----Knudtzon’s verzlun. Reykjavlk: Hr. W. Fischer Einkenni: Blátt Ijón og gullhani Mansfeld-Bullner Raufarhöfn: Gráfiufélagið. Sauðárkrókur:--------- Seyðisfjörður:------- Siglufjörður:-------- Stykkishólmur: Hr. N Chr Gram. Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde. Vik í Mýrdal: Hr. Halldór Jónsson. Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Gunnlögsson. á einkennismiðanum. & Lassen, hinir einu, sem búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-Elixir. Kauþmannahöfn, Nörregade 6.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.