Þjóðólfur - 08.07.1898, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 08.07.1898, Blaðsíða 4
128 Xvö herbergi fyrir einn eða tvo einhleypa menn, fást til leigu innan fárra daga í nýju byggingunni hans Rafns Sigurðssonar. Taða og móahey úr Viðey verður til sölu í sumar; semja á við Rafn Sigurðsson. Yin til Forhandling anbefales til biliige Priser fra 1. Klasses Export Firmaer, nemiig fölgende: Aflagrede röde og hvide Bordeauxvine; röde og hvide Bourgognevine; Mosel- og Rhinske Vine; originale, mousserende Rhinsk- vine; Oportovine, Madeiravine, Samos, Sherry og Amontiliado; Jamaica-Cnba-, Martmique- og St. Croix Rom] alle bekendte Champagne- mærker; hollandske og franske Likörer; ægte hollandsk Genever; alle bekendte Cognacs- mœrker, origmale og egen Aftapning; — Vermouth, Absinth, originale Bittere, Caloric Punch; alle bekendte skotske og irske Y/hisky- mœrker, i origmale og i egen Aftapning. Det bemærkes, at Firmaet i en meget lang Aarrække har staaet í Forbindelse med Forretningsetablissementer paa Island, og er som Fölge der af nöje kendt med de For- dringer, der stilles til prompte Udförelse af indlöbende Ordre. Priskuranter sendes paa Forlangende. H. B. Fogtmanns Eftf. Vin- og Spiiituosa-forretning. [udelukkende en gros] Fredericiagade 13. Kjöbenhavn K. Frímerki: Munið eptir að enginn g’efur meira fyrir íslenzk frímerki en Ólafur Sveinsson gullsmiður, Rvík. Bókmenníafj elagið heldur hinn síðari aðalfund sinn á Selju- mannamessu, föstudaginn 8. júlí, (í dag), kl. 5 e. m. í alþingishúsinu (sal neðri deild- ar). Verður þar skírt frá aðgjörðum og hag fjelagsins, leitað heimildar fundarins til samninga við Hafnardeildina um að setja niðurjum nokkurn tiltekinn tíma verð áþeim bókum fjelagsins, sem óútgengilegastar eru, rædd þau mái, sem upp kunna að verða borin, kosnir embættismenn og varaembætt- ismenn, endurskoðunarmenn og 4 menn í Tímaritsnefndina, og loks bornir upp níir fjelagsmenn. Deild fjelagsins í Reykjavík, 30. júní 1898, Björn M. Ólsen, (p.t. forseti). Ekta anilínlitir i-’ fást hvergi eins góðir og ódýrir eins m c og í verzlun X- H- ’E cö Sturlu Jónssonar P 3 * Aðalstræti Nr. 14. 3 r+ ■JR!luniul2 *?P13 Reyktur lax fæst í verzlun Sturlu Jónssonor. Eg undirskrifuð hef í mörg árveriðsjúk af taugaveiklun, og hef þjáðst bæði á sál og líkama. Eptir margar árangurslausar lækna- tilraunir, reyndi eg fyrir 2 árum „Kína-lífs- elixír“ frá hr. Waldemar PeterseníFred- erikshavn, og þá er eg hafði neytt úr fjór- um flöskum varð eg undir eins miklu hress- ari. En þá hafði eg ekki föng á að kaupa meira. Nú er sjúkleikinn aptur að ágerast, og má sjá af því, að batinn var hinum ágæta bitter að þakka. Litlu Háeyri. Guðrún Símonardóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup- mönnum á Islandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að V'pp standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, firma- nafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark. Fínasti ,,Sweitzer“ Ostur fæst keyptur í verzlun Eyþórs Felixsonar. Peningsbudda hefur fundizt á götum bæjarins 3. þ. m. Ritstj. vísar á finnanda. Borð-og gólfvaxdúkur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. OTTO MÖNSTED’S, ~yB^grgj| ^.ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og .ljúffeng- J.JJ.©L J 4m.JL J.J.IL“asta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til. Bíðjið því ætíð um: OTTO MÖNSTED’® margarine, er fæst hjá kaupmönnunum. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. 86 eg held, að Sósía mundi búa til betri miðdegismat handa þér. Viltu alls ekki segja mér það? Nú jæja þá, eg skal láta þig í friði. Hérna er rauðberjaklasi handa ástmey þinni. Ef eg sé hann í hári Sósíu í kveld, þá veit eg, að hún er hin útvalda, en ef eg sé hann í hári Marysíu, þá er eg hrædd um, að kál- höfðasúpan verði ekki sérlega lostæt. En þangað til verður þú að bera þetta sem merki. Réttu mér hattinn þinn". Ivan rétti henni hatt sinn tafarlaust, og Alexía braut hríslu með fagurrauðum berjum af tré einu, er þau riðu undir grein- um þess, og festi hana í hattbandið hlæjandi. Hún var svo kát yfir þessu öllu saman, að hún tók ekki eptir því, hversu ív- an hafði hvítnað í framan, en Fédor sá það glöggt, og er þau höfðu stigið af baki hestum sínum, og látið flytja þá inn í hest- húsgarðinn, varð Fédor knúinn af ómótstæðilegri forvitni til að fara í humátt á eptir þessum grunaða félaga, ef vera kynni, að hann kæmi að honum óvörum, þá er hann hyggði sig einan. Þá er Fédor kom inn í hesthúsgarðinn, voru tveir menn þar að sýsla við hestana, en ívan sást hvergi. Fédor skygnd- ist þá snöggvast inn í hesthúsin og herbergið, sem ívan var vanur að vera í, en hvorttveggja dyrnar stóðu opnar upp á gátt og Ivan var á hvorugum staðnum. Loksins er hann stóð úti fyrir hálfopnum hlöðudyrum nokkrum, heyrði hann þungar, lág- ar stunur inni fyrir. Hann gægðist inn og sá þar mann liggja á grúfu, með báðar hendurnar huldar i þykkum hálmbyng, er hann hafði fleygt sér niður í, og kipptist allur líkami hans við, hvað eptir annað, eins og maðurinn væri þjáður af krampa. Fédór þekkti hann af fötum hans. Við hlið hans lágu berin, er hann hafði borið í hatti sínum, slitin af stönglunum oghnoð- uð í mauk, er myndaði fagurrauðan blett á gólfinu. Fédor staðnæmdist að eins nokkrar sekúndur, og gekk svo 87 burtu, án þess að gera vart við sig. Sú sjón, er hann hafði séð, hafði æsandi áhrif á hinar næmu tilfinningar hans, einmitt af því hún var svo átakanleg, en hann varð einnig dálítið smeik- ur við þetta. Honum hafði ekki áður dottið í hug, að svona áköf hugarhræring gæti átt sér stað. Þetta var leyndardómur, sem hann hafði ekki orðið var við á ferðum sínum um Frakk- land og Englaníj. Nú var honum allt ljóst, og upp frá því að hann komst í samt lag aptur eptir þessa sýn, varð hann þess var, að hann var tekinn að hata ívan, einmitt á sama hátt, sem Ivan hataði hann. Það var alveg spánný varurð hjá hinu blíðlynda úngmenni að hata nokkurn mann,og að hata vinnudreng var vissulega ekki ómaks- ins vert, en samt sem áður, virtist það eigi geta öðruvísi verið. Þrátt fyrir alla*- fortölur skynseminnar, gat hann, göfugmennið. eigi verið öldungis rólegur í skapi í návist ívans, ef til vill sak- ir þess, að hann varð þessósjálfrátt áskynja, að þessi bóndadreng- ur væri gæddur meiri sálargöfgi en hann, Það var eitthvað dá- lítið einkennilegt við hegðun ívans gagnvart honum, er enginn nema Fédor sjálfur veitti eptirtekt, og hann kvaldist af því. Sér- hverri skipun hans var nákvæmlega hlýtt, og engu orði hreytt tram, er bæri vott um virðingarleysi fyrir honum, og þó var það stundum svo, að Fédor sá það á svip hins þunglynda, þög- ula manns, að hann eigi að eins hataði, heidur einnig fyrirleit hann. Þótt hann hefði fastlega ásett sér, að láta ekki gremju þá, er hann gat ekki dulið, koma nokkru sinni opinberlega í ljós, þá fóru svo leikar, að hann gat ekki stillt sig, og það var einhverju sinni mörgum vikum fyrir brúðkaupið. Það haíði snjóað og frammi fyrir húsdyrunum stóð sleðinn, sem Fédor átti. að sitja í með unnustu sinni og föður hennar. Það var fyrsta sleðaförin á vetrinum. Meðan Fédor var að setjast í sæti sitt„

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.