Þjóðólfur - 22.07.1898, Qupperneq 2
134
þegar minnzt vorrar elSkuðu fósturjarðar, og höf-
um styrkst í þeirri trú vorri, að það sé efalaust,
að það hlutverk, sem hverjum Islendingi sé ætl-
að að vinna, og það mark, er honum ber að stefna
að, sé það, að vinna þjóð sinni og asttjörð það
gagn, er hann framast má, og beita kröptum sín-
um landi og þjóð til heilla. En hitt mun oss öil,
um eigi síður Ijóst vera, að í þessari grein er það
eigi hvað sízt áríðandi, að allar höndur mætist
og að öll augu stefni að hinu sama marki —
heill og heiðri þjóðarinnar, velgengni og vellíðan
einstaklingsins. En þó að vér þannig höfum
eða að mmnsta kosti eettum að hafa, — eitt og
hið sama mark fyrir augum, þá vill optar svo
verða, að skiptar verða skoðanir um það, hvernig
þetta megi heppilegast framgang fá, um það,
hvernig hinir mismunandi og opt og tíðum ólíku
kraptar megi vinna að einu og sama marki, Því
hefur^á þessari öld — og svo er það gert enn í
dag, — verið skýrt og skOrinort haldið fram, af
landsins mestu og beztu mönnum, að sameining
krapta landi og þjóð til heilla gengi með því
móti greiðast, að útlægur yrði með öllu ger hinn
hvimleiði stéttarígur, sem svo víða nagar rætur
þjóðlífsins, en komið yrði á föstu skipulagi og
fastri samvinnu mill allra landsbúa, þar sem
eigingirni og drottnunargirni yrði gersaml. út-
rýmt, en allir vinni að einu og sama marki, augu
allra horfi í eina og sömu átt, Já, allir landsins
mestu og beztu menn, hafa veriö einhuga þeirr-
ar skoðunar, að hin óheppilega flokkaskipting,
þar sem auðvaldið og höfðingjadæmið berast á
banaspjótum við alþýðu manna, og þá, sem skör
lægra eru settir í mannfélaginu, að það hafi haft
og hafi enn, hinar skaðlegustu afleiðingar fyrir
þjóðheill og þjóðarþrif, og einkum og sér í lagi
má benda á, að vor litla fámenna þjóð muni eigi
undir slíkri fásinnu fá risið, þar sem þjóðir, er
telja tölu miljóna og aptur miljóna engan veginn
fá spyrnt á móti broddtmum, og hljóta að kenna
á hinni hættulegu villu, sem stéttarrígurinn fram-
leiðir. En- það meðal, sem jafnan verður á bent,
sem hið tryggilegasta til þess, að gera landflótta
þennan þjóðarlöst er það, að hefja alþýðu manna
á hærra stig, að bera heill hennar, heiður og sóma
fyrir brjósti og láta ekkert tækifæri ónotað til að
sýna henr.i þá virðing, sem henni ber, votta henni
þær þakkir, sem hún á skilið, og færa henni þær
blessunaróskir, sembúainnstogdýpstí hjörtum allra
góðra íslendinga.—Það var þessi hugsun,sem var þess
valdandi, að vér við þetta tækiíæri eigi vildum
láta hjálíða, að minnast bændastéttar iands vors-
sem skáld vort hefur svo fagurlega um kveðið í
ágætu Ijóði. Að vísu er aðgreining hinna ýmsu
stétta eigi á jafnháu stigi hér hjá oss, sem ann-
arsstaðar, en því verður þó eigineitað, aðá voru
fámenna landi hefur á stundum bólað á tyrirlitn-
ingarkeim fyrir ómenntaðri alþýðu af hendi þeirra,
er hærra stóöu eða þóttust standa, og hitt eigi
síður, að alþýða manna liafi opt litið óvildar-
heiptar,- já,jafnvel hatursaugum til hinna æðri
stétta. Eins og vér eigi höfum getaðkomizt hjá því,
að heyra — raunar optast hálfmenntaða spjátr-
unga — kalla bændastétt vora »dóna« og „rustic-
usa“, sem ekki kunni »mores (siði«), eins höfum
vér heyrt nefndar »hálaunadyngjur og launaða
landsómaga«. En þessi andi er að hverfa og
þarf að hverfa til fulls, og heill sé hverjum þeim,
er vinnur að því, að útrýma ríg þessum, en reyn-
ir að koma á fastri samvinnu milli stétta lands
vors. Að skipa bændum og búaliði í þann heið-
ursess, er þeim ber í að sitja, það á að vera
mark og mið vor allra, og að þessu störíuðu þeir
Baldvin Einarsson, Jónas Hallgrímsson, Tómas
Sæmundsson og Jón Sigurðsson, og fl. og a(3
þessu starfa allir góðir Islendingar enn ídag. Eg
minnist á þessari stundu orða þeirra, er letruð
voru á silfurskjöld yfir líkbörum Jóns sál. Sigurðs-
sonar: »Oskabarn Islands, sómi þess sverð og skjöld-
ur«. Nafn þetta bar hin mikla frelsishetja vor
vissulega með réttu, en — af hverju hlaut hann
þetta veglega heiti? Af því að hann varði öllum
sínum kröptum Islandi til heilla, og þá ekki sízt
hinni fjölmennustu stétt landsins — bændastétt-
inni — til blessunar. Og þegar eg á þessum
þjóðminningardegi mæli fyrir minni bændastétt-
ar Islands, þá býr engin ósk mér rlkari í huga,
en að geta heimfært upp á bændastéttina þessi
sömu einkunnarorð, sem Island gaf sínum elsk-
aða syni. Eg vil af hjarta óska þess, að bænda-
stéttin megi verða óskabarn Islands, sómi pess
sverð og skjöldur, að hún megi taka sem mestum
og beztum framförum landi voru til heilla og
hagsmuna og þjóðinni til sóma. En óskir vorar
ná skaromt. Bændastéttin þarf sjálf að leggja
fram sína krapta, því eins víst og það.er, að eng-
inn verður óbarinn biskup, eins verður enginn að
óreyndu óskabarn, ogþvíhljótaogsamhliðablessun-
aróskunum fyrir bændastétt vorri, upphvatningar-
orð að heyrast af vörum vorum, sem hvetja bænd-
ur og búalið til að leggja fram krapta sína, vinna
að heill sinni, auka heiðut sinn, og tæra sér í
nyt allt það er Island frambýður þessari stétt til
heilla, stuðnings og styrktar. —
En hér á þessum stað, og þjóðminningardegi
Árnessýslu hljóta hugir vorir ekki hvað sízt að
leita til bændastéttar vorrar og blessunaróskir
vorar einkum og sér í lagi að lúta að búendum
Árnessýslu. Sú rödd hefur heyrzt bæðifrá „Ljúfu-
stöðum og leiðarþingi" að Árnessýsla væri óska-
barn Islands, að þing og stjórn bæru hana á
arnarvængjum. Og mér kemur ekki í hug að
neita því, að sýsla vor er að mörgu leyti óskabam
lands vors. Eg vil miklu fremur með innileg-
asta þakklæti minnast þings og stjórnar, sem á
margan hátt hefur greitt götu vora, og leitt oss
búendur héraðsins á framfarastig. Og mér dylst
það ^nganveginn, að bændastétt Árnessýslu er á
framfaravegi, að bændur hér eru að hefja merkið
hátt, og vilja eigi öðrum íslenzkum bændum að
baki standa. Mér dylst það engan veginn, að
Grímsnesið góða og Gull-Hrepparnir, Sultar-Tung-
ur og jafnvel Svarti-Flói eiga sér ásamt öðrum
héruðum sýslu vorrar, marga ágæta bændur, sem
að fyrirhyggju, kappi og dugnaði eru sönn fyrir-
mynd og sómi lands vors. Oss dylst það eigi, að
framfarir meðal hændastéttarinnar eru engan veg-
inn smástígar. Vér sjáum, hve miklum umbótum
hús og heimili'héraðs vors taka. Vér sjáum þúfna-
kollana lækka en slétturnar stækka, túngarð-
ana rísa, og skurðina veita vatninu burtu.
Vér sjáum bátunum fjölga oglítuml hvívetna vax-
andi þekkingu til lands og sjávar. Kurteisi, sið-
prýði og reglusemi innan bændastéttar vorrar fer
í vöxt, og afskipti hennar af almennum málum, bæði
politískum, kirkjulegum og félagslegum eru ólíkt
meiri en áður var. En - þó að vér þannig lltum
fagra sólskinsbletti, þó að vér fúslega könnumst
við, að alþýða vor sé á fagurri framfarabraut,
þá dylst oss ei, að enn er mikið óunnið áður
markinu sé náð, oss dylst það ei, að hin íslenzka
bændastétt þarf enn að hefja merkið hátt og
halda ótrauð í áttina. Og um leið og vér af ein-
lægum huga þökkum bændum og ‘búkonum hér-
aðs vors fyrir starfa siun, um leið og vér þökkum
vinnumanninum og vinnukonunni fyrir þannskerf,
er þau leggja í því skyni að gera garða vora
fræga, um leið viljum vér og biðja hann, sem held-
ur sinni verndandi hendi yfir ættjörðu vorri, að
blessa og fullkomna bændastétt lands vors, og
láta hana taka framförum í öllu því, sem gott er,
fagurt og sómasamlegt.
Guð blessi bændastétt íslands. Bændur
Árnessýslu lifi lengi! —
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn 9. júlí.
Loksins er þá kominn gangur í stríðið
milli Bandamanna og Spánverja. 1. júlí
lenti í ákafan bardaga fyrir utan Santiago,
og stóð frá kl. 8 um morguninn til sólseturs
og daginn eptir var byrjað á nýjan leik.
Svo lauk, að Spánverjar urðu undan að síga,
og hverfa inn í borgina, og biðu ærið tjón;
eigi vita menn með vissu, hve margir féllu
af Spánverjum, en af Ameríkumönnum féllu
um 1700 manns. Síðan krafðist herforingi
Bandamanna, Shafter, að bærinn gæfist upp,
kvaðst ella mundi skjóta á hann, en ekkert
hefur orðið úr því enn þá. 3. júlí ætlaði
Cervero aðmíráll Spánverja, sá er innilok-
aður var með flota sinn við Santiago, að
reyna að sleppa út, en svo lauk, að Banda-
menn eyðilögðu algerlega öll skip hans,
handtóku hann sjálfan ásamt 1300 öðrum,
en mörg hundruð féllu. Af Bandamönnum féll
1, en 2 særðust. Nú segja síðustu fréttir, að
Spánverjar beiðist friðar.
Odd-félagar héldu 20 ára afmæli sitt
hér í Höfn með mikilli viðhöfn nú um mán-
aðamótin, og afhentu um leið stjórninni gjafa-
bréf holdsveikraspítalans.
A endanum var það Brisson, sem mynd-
aði ráðaneytið á Frakklandi, en hann er
vinstrimaður (radical); meðal ráðgjafa. hans
má telja Bourgeois kennslumálaráðgjafa, Pe-
ytral tjármálaráðgjafa, Cavaignac hermálaráð-
gjafa og Lockroy sjómálaráðgjafa.
Á Ítalíu er einnig myndað nýtt ráða-
neyti undir forustu Peloux.
Sverdrup fieimskautafari lagði af stað
á „Fram“, síðast í fyrra mánuði, og ætlar
að rannsaka vesturströnd Grænlands.
Rússakeisari hefur gefið Pólverjum nokkurs-
konar ráðgefandi þing, og er það þakkað Im-
eritinsky landstjóra, sem reynzt hefur Pól-
verjum mjög vel þennan stutta tíma, sem
hann hefur verið þar. Aptur reyna Rússar
á allar lundir að takmarka sjálfstjórn Finna
og heppnast furðu vel.
Frakkneskt vesturfaraskip rakst nýlega
á seglskip í þoku og sökk; drukknuðu þar
600 manns.
Af látnum mönnum má nefna Edvard
Burne—Jones, frægan enskan málara, og
Cornelíus Hertz, sem verstan gat sér orðs-
tírinn í Panamamálinu.
Dr, Edv. Ehlers er orðinn riddari
af dannebrogsorðunni.
Tveir Islendingar f Utah Einar og Stef-
án Þórarinssynir (ættaðir úr Vestur-Skapta-
fellssýslu) hafa gengið í sjálfboðalið Banda-
manna og eru farnir til Filippseyja.
Magnús B. Halldórsson (sonur Björns
Halldórssonar í Mountain N. Dakota,) hefur
tekið próf við læknaskólann í Winnipeg og
er orðinn læknir í Mountain.
Tveir Islendingar í Vesturheimi hafa
einnig tekið próf í lyfjafræði: Lárus Árnason
og Benedikt Hanson.
Póstskipið ,Laura‘ komhingað 18.
þ. m., 2 dögum á undan áætlun, og er það
mjög sjaldgæft um það skip. Með henni
komu allmargir farþegar, þar á meðal meist-
ari Eiríkur Magnússon og bróðursonur hans
Magnús Magnússon B. A. frá Cambridge,.
úngfrú Ólaíía Jóhannsdóttir úr Vesturheims-
för sinni, ungfrú Sigrún ísleifsdóttir frá K,-
höfn. Guðm. Sveinbjörnsson cand. jur., ÓI-
afur Rósenkrans leikfimiskennari, Holgeir
Clausen kaupmaður, Jón Þórarinsson frá
Flensborg (kominn aptur frá sýningunni f
Björgvin), ennfremur 5 Oddfélagar frá Höfn
til að afhenda holdsveikraspítalann: dr. Petr-
us Beyer, stórmeistari reglunnar, Thurén
húsgerðarfræðingur, er báðir voru hér í fyrra.