Þjóðólfur - 23.09.1898, Page 1

Þjóðólfur - 23.09.1898, Page 1
ÞJOÐOLFUR. Reykjavík, föstudaginn 23. september 1898. 50. árg. Fimmtíu ára minningarblað Þjóðólfs kemur 5. nóvember í haust, eins og lofað var. Það verður skrautprentað með myndum á sérstöku blaði og verða þœr prentaðar í Kaupmannahöfn. Eu fyrirfram skal pess getið, að afmœlisblað petta verður ekki sent þeim kaupendum blaðsins, er stahda í skuld við það frá fyrra ári eða fyrri árum, pví petta er aðeins póknun til skilvísra kaupenda. En hinir fá blaðið jafnskjótt sem peir greiða skuld sína að fullu. Afmœlisblað petta með myndunum fá engir nerna kaupendur Þjóðólfs, pví að pað verður ekki til lausasölu. En nú er tœkifærið fyrir nýja kaupendur að eign- ast pað, pví að fyrireinakrónu, er borgist fyrirfram geta þeir feng- ið síðasta ársfjórðung af þessum yfirstandandi árgang Þjóðólfs^/.— desember) eða alls 1 5 tölublöð, auk af mœlisblaðsins, en að sjálfsögðu er áskript pá bindandi fyrir nœsta árga?ig blaðsins (1899). MUNIÐ EPTIR AÐ PANTA ÞJÓÐOLF í TÍMA. Hugleiðingar um . landbúnað vorn. Eptir gamlan sveitabónda. VI. (Síðasti kafli). Síðastl. sumar var heyfengur með rýrara moti og hey einkum létt. Haustrigningar voru ómunalega miklar, og komu því víða fram skemmdir í heyjum, þegar fram á kom. Tíð var ágaet fram yfir nýár, en þá dundu yfir illviðri með algerðum hagleysum, sem stóð allt fram að páskum. Seint og snemma á góu fór að brydda á heyskorti, sem varð almennur um mánaðarmót góu og einmánað- ar. Hefði hreppstjóri þá framkvæmt heyá- setning á lögboðnnm tíma, er óliugsandi að hann hefði ekki ráðlagt almennan skurð, sjálfsagt á V3—V2 ahs fénaðar í sveitinni. Ástandið var sannarlega svo voðalegt, að eg hef aldrei vitað neitt þvílíkt. Ef skorið hefði verið ejns Qg átleit fyrir að þörf væri á, hlaut allt að helmingi sveitarbænda að flosna UPP og hefði eg getað vorkennt hreppstjóra að hafa það á samvizkunni; upp úr páskum batnaði vel Qg fellir varð lítill sem enginn, ekki einu sinni lambadauði. — Eg gæti tínt til mörg dæmi þessum lík, sem öll sanna hvílíkt vandhæfi er á að framfylgja fyrirmæl- um laga þessara. En komi nú skoðunarmenn til mín seinni hluta marzmánaðar, segi við mig: Þessum fénaði þarftu að lóga og ef þú gerir það álít eg þig vel birgan, og eg svo hlýði rækilega öllu, sem mér er sagt, en komist samt á þrot og horfelli meira eða minna, hver ber þá ábyrgðina? Eða á hún þá að falla niður? Ætti hún ekki að lenda á skoðunarmönnum ? Fyrir þessu gera lögin ekki ráð. Þá' er það einn naglaskapurinn við lög þessi, að binda skoðanirnar við hreppstjór- ana, sem vel má vera að séu þeim starfa manna sízt vaxnir, þó að þeir að öðru leyti séu nýtustu menn og standi prýðilega í stöðu sinni. Þess eru mörg dæmi, að hreppstjórar stunda ekki og hafa aldrei lagt stund á bún- að, heldur eru verzlunarmenn, handiðnamenn o. fl- — Að ætla slíkum mönnum heyásetn- ing er blátt áfram vitleysa, sem engri átt nær. Líka getur hreppstjóri, þó búandi sé, vegna heilsubrests eða elli verið alls ófær um að takast á hendur ferðalög í strjálbyggðum sveitum um hávetur og sjálfsagt stundum í vondri færð. Lögin gera þó ekki ráð fyrir, að hreppstjóri geti fengið sig undanþeginn starfa þessum, eða annan mann skipaðan í forföllum sínum, og tel eg þetta reyndar samboðið öðrum frágangi á lögum þessum. Ráð er gert fyrir því, að hreppsnefnd kjósi einn eða tvo menn hreppstjóra til aðstoðar Sé nú að eins einn kosinn, sem optast mun verða, því hreppsnefndir munu lilífast við að 1( ggja meiri kostnað í alla þessa vitleysu en hjá verður komizt, hver á þá að skera úr, ef hreppstjóra og hinn annan skoðunarmann greinir á? A atkvæði hreppstjóra þá að ráða, þó hann sé tíu sinnum vitlausari, eða á að kasta um, líkt og þegar kastað er um hvað barn á að heita, eða á taka meðaltal t. d. ef hreppstjóri vill láta bónda skera 20 fjár en skoðunarmaðurinn 30 tjár, að bóndi skeri þá25? —Fyrir líkum ágreiningi er þó gert ráð í öðrum lögum t. d. lögum I2.jan. 1884 um bygging, ábúð og úttekt jarða, en þar stendur alveg eins á, hvað úttektarmenn snertir, enda eru slík ákvæði nauðsynleg, en hér hafa þau gleymzt eða hvað? Eg hef hangið, svo kallað, við búskap í tæp 40 ár, en aldrei orðið heylaus, aldrei misst úr hor, nema fáa gemlinga ormaveik- isvorið sæla, og skal eg játa, að eg treindi líftóruna í þeim æði lengi sumum; eg ha0i einlægt von um bata, enda batnaði æði mörgum. Kvalir tóku þeir víst æði miklar út, en eg reyndi að láta fara svo vel um þá, sem auðið var. Eg efa það ekki, að ef etnhver af þessum nýmóðins brjóstgæðingum hefði komið á spítalann minn, í lambhúsið Nr. 44, mitt, hefði hann hrinið upp og sagt: »Því skerðu ekki blessaðarskepnurnar strax, mann- skratti? Þú ert samvizkulaus kvalari". — En eg mátti ekki missa gemlingana mína. Eg var að lækna þá, og mér tókst það við þá marga. Eg skar hvern og einn, þegar eg þóttist sjá, að lífsvon var engin. Líkt er tíð- um ástatt fyrir fátæklingnum, sem lendir í heyleysi að vorinu. Hann má ekki missa hestinn sinn eða kúna. Vont er að skepn- urnar líði hungur, en ekki er sú tilhugsun- in betri, að kona og börn líði hungur. Hann reynir því í lengstu lög að halda lífi í bjarg- argripunum, og honum er það ekki láandi. Hann býst við góðum bata með degi hverj- um og þá getur alit lifað, allt farið vel. Svo kemur nú hreppstjórinn og hans aðstoðar- maður. Þeir líta í fjósið og sjá magrar kýr, í ærhúsið og sjá magrar ær o. s. frv. Þeir líta í garðinn og sjá þar sárlítil hey. Svo rjúka þeir inn í baðstofu. Þar er kinnfiska- soginn bóndi, fölleit kona og guggin börn. Hreppstjóri segir: Þú ert heytæpur og skepn- ur þínar magrar, þú verður að skera aðra kúna af tveimur, 10 ærnar af 20, 1 hestinn af þremur o. s. frv. annars klögum við þig fyrir illa meðferð á skepnum. Konan og börnin fara að gráta; bóndi þorir ekki ann- að en að hlýða. Hann sker hið ákveðna daginn eptir. Hinn daginn er komiiin bezti bati, allt hefði getað lifað. En hreppstjór- inn hefur sett á. Kannske sjálfur nauðugur hlýtt ósanngjörnum, vitlaúsum lögum. Litlu síðar hittir bóndi oddvita og tjáir honum, að hann sjái áér ekki fært að framfæra sig og hyski sitt á fénaði þeim, sem eptir sé, og þurfi að lána sér fé úr hreppssjóði tii að kaupa kú og hross í skarðið fyrir það sem ásetningsmenn skipuðu að drepa. Það þor- ir hreppsnefndin ekki, því hún býst við að líkt geti farið næstu vor. Ollu er því sundr- að, allt sett út á hreppinn. Það lítur annars svo út, sem löggjafar vorir þekki enga fátækt, engan skort annan en þann, sem sprottinn er af slóðaskap, leti, fyrirhyggjuleysi eða öðrum slíkum löstum.— Þeir heimta að hver einasti fjölskyldumaður á hvað rýru koti, sem hann býr, hafi efni á að setja svo og svo mikið af hinu litla veltufé sínu fast, í vaxtalausum ábyrgðar- eða varasjóði, sem til verði gripið, þegar út af ber. Heyfyrningar eru ekki annað en slílcur vaxtalaus sjóður. En eg get fullvissað blessaða löggjafana um það, að tjölda marg- ir hinna efnaminni bænda eru neyddir til að hafa allt fé sitt í veltunni og dugir ekki til. Eigi nokkuð að nota vetrarbeit, sem eg álít óhjákvæmilegt í flestum sveitum, með því búskaparlagi, sem enn á sér stað, verð- ur að setja allan fénað, nema kýr, að meira eða minna leyti á vogun. Eigi að lögskipa þá heyásetning, að hver bóndi hafi nægan heyforða vetrarlangt handa öllum fénaði sín

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.