Þjóðólfur - 18.11.1898, Blaðsíða 4
276
AUGLÝSING.
Það auglýsist hér með, að Lefoliisverzl-
un á Eyrarbakka tekur á móti blautfiski á
Eyrarbakka, Þorlákshöfn, Stokkseyri og Grinda-
vík á næstkomandi vertíð.
Á sömu plássum verður tekið á móti
hálfverkuðum fiski kringum lok.
Eyrarbakka, 2. nóvember 1898.
P. NIELSEN.
Nýjar vörur. Nýjar vörur.
með „Vosta“
í verzl. ,EDINBORG£
Hafnarstrsetl 12.
Nýlenduv'órudeildirv.
Kaffi, E^port, Kandis, Melis, Púðursykur,
Kartöflumél, Sago, Riis, Roel, Reyktóbak
margar teg., Eldspíturnar þaegilegu, Kerti
stór og smá. Margar teg. tekex. Epli, Soya,
Lax, Lemonade, Gingerale, Ginger Bier og
Hudson’s sápan, sem því miður ekki
allir þekkja enn þá, hún er sú bezta til að
þvo úr allskonar fatnaði, léreft, hendur, gólf,
við, málaðan og ómálaðan, postulín, leir,
silfur, hnífa og gafla og alskonar tau, sem
ekki á að upplitast. Hudson’s sápan kostar
aðeins 10 aura pakkinn.
Pakkhúsdeildin'.
Kartöflur, Bankabygg, Haframél, Flourmél,
Rúgmél, Klofnar Baunir, Malað Bygg, Mais-
mél, Overheadmél, Fálka-Margarinið bragð-
góða og Baðlyfið bezta.
Ásgeir Sigurdsson.
PRÉDIKUN í BREIÐFJÖRÐSHÚSI
á sunnudögum kl. 6V4 síðd. og á miðviku-
dögum kl. 8 síðd.
D Östlund.
Ný-komið í verzlun
KJÖLATAU margar teg„ frá 0,55 til 1,10.
LÍFSTYKKI 1,00, 1,15, i,9S, 2>25>
TVISTTAU 0,16, 0,22, 0,30.
LEGGINGARBORÐAR, margar tegundir.
REGNKÁPUR 18,50 19,00, 21,50, 24,50.
LÉREPT f regnkápur mjög margar teg.
FLANELETTE, hv. og misl, o, 16, til 0,30
alinin.
VASAKLÚTAR, hv. og misl.
KRAGAR, flippar, húmbúg.
FATAEFNI, flannel o. m. fl.
Ásgeir Sigurðsson.
Gísli Þorbjarnarson
biifræðingur
hefir alltaf til sö!u hús og jarðir. Hann tek
ur að sér innköllun skulda. Hann tekur
kort af húsum og lóðum eptirmáli. Hittist bezt
virka daga kl. 8—10 síðdegis í innsta húsinu við
Laugaveg.
I Verzlun B, H, Bjarnason
geta menn fengið allar hinar dag-
legu nauðsynjar sínar, með ódýrara
verði en hjá öðrum. Vörugæðin
hafa getið sér svo almenns lofs, að
óþarfi er að gylla vörurnar með
skrumara auglýsingum eður barna-
legum kveðskap,— því góðar vörur
mæla bezt með sér sjálfar; því er
nóg að eins að geta þess, að ávallt:
eru allar þær vörur til í verzluninni,
sem áður hafa verið auglýstar, og
að auk þess kemur með hverri póst-
skipsferð vanalega eitthvað nýtt, sem
áður ekki hefur verið til.
Með ,LAURA‘ 26. þ. m. er þannig von
á allskonar nýjum vörum.
Gott fiður fæst til kaups nú þegar.
Ritstj vísar á.
tö
Oa
??
CO
c
*T3
P5
O
PO
x
r—t*
G
Ct>
X
co
33
*<
o>
r*
GO
cr
Qi
OTTO MÖNSTED'S,
—^ yi ^"wráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og Ijúffeng-
C*.Æ. Aált?asta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til.
Biðjið því ætíð um:
OTTO MÖNSTED’S margarine,
er tæst hjá kaupmönnunum.
Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. thcol.
Prentsmiðja Dagskrár.
122
Einungis tök um búkinn frá hálsinum niður að lendum var að
marka. Ef sá sem sigraður var skoraði á hinn að glíma við sig
aptur, mátti hann ekki skorast undan því. Þessu mótmælti eg,
en allir þögguðu niðri í mér og eg hugsaði með sjálfum mér :
„Jæja, við skulum þá sjá til, þegar eg er búinn að leggja þig".
Síðan byrjuðum við. Við gengum hvor fram hjá öðrum
og tókumst í hendur. Eg hefði annars helzt ekki viljað taka í
hendina á slíkum pilti, en þetta var nú siður. Mér fannst, sem
eg hefði síðast glímt í gær. Allt var sem fyr. Hann greip um
háls mér, eins og björn með hramminum. Eg beygði mig, eg
var enn glöggskyggn. Hann missti takið, síðan þreif eg utan
um bann, en hann vatt sér af mér. Eg fann þá undireins, að
hann var æði sterkur. Þá datt mér allt í einu nokkuð í hug:
„Þú ert eldri, þú verður að láta hann þreytast, hann verður að
ráðast á“, og nú varði eg mig einungis. Það leið nú nokkur
stund, hann lætur fallast á kné, þegar eg næ taki á honum, og
þegar hann liggur á grúfu á gólfinu og eg ætla að velta hon-
um á bakið eins og skjaldböku, þá gerir hann „akkeri*—glenn-
ir út báða fæturna, svo að þeir spyrna sífellt móti, er eg ætla
að velta honum við. Skömmu síðar næ eg aptur taki á hon-
um, hann rennur til og eg velti honum á hægri hliðina. Eg
greip um hendur hans Óg segi við sjálfan mig: „Nú er úti um
hann", Þá vatt hann sér við, teygði aptur höfuðið, hljóp í
burtu á fjórum fótum og stóð upp. Nú var þetta búið. Hann
var duglegur. Eg hefði ekki getað gert þetta, eg hafði aldrei
notað þetta bragð.
Leikhússtjórinn taldi mínúturnar. Sjö mínútur voru þegar
liðnar og eptir þrjár mínútur var fyrsta atrennan úti. Þá hugs-
aði eg: „Nú er um að gera, að herða sig". Eg varð var við,
að hryggurinn í mér var ekki eins sterkur og áður. Plötz var
123
liðugri og eg átti bágt með að anda, þegar hörð skorpa var
gerð. Bragð mitt að spara andardráttinn, hafði hann fært sér
vel í nyt. Eg sá, að hann notaði alveg mín brögð. Nú fór eg
að sækja á, eg lofaði honum að ná undirtökunum, handleggir
hans voru ef til vill sterkir, en mínir voru sterkan. Eg sá, að
eg mátti ekki fara hratt að eða hlaupa. Hann var liðugri og
andardráttur hans léttari.
En eg er 52 ára gamall! fimmtíu og tveggja ára!
Síðan greip eg utan um hann og hóf hann í lopt upp.
Við féllum báðir, báðir á hliðina. Eitt augnablik varð eg ótta-
fullur, því eg var með öxlina við gólfið og hann hafði séð það
og ætlaði að ýta hinni niður. Eg hélt að nú væri bráðum úti
um allt, því að hryggurinn á mér var ekki sem fyr.
Hann hafði brátt komið hægra fætinum hinum megin við
mig og beygði sig yfir mig til þess að geta þrýst með meira
afli á öxlina á mér, en við það hafði hann í fjórðung sekúndu
sleppt takinu með vinstri hendinni og það var nóg til þess, að
eg gat komið olnboganum undir mig. Þannig hafði eg unnið
áður, því að handlegg minn dregur enginn út aptur. Enginn
hefur enn þá hreyft hægra handlegg minn gegn vilja mínum.
Við urðum að standa upp. Tíu mínúturnar voru liðnar.
Fyrsta atrennan var búin.
Nú fórum við sinn hvorum megin út af leiksviðinu. Eg
horfði á Plötz, eins og eg var ávallt vanur að gera við mót-
stöðumenn mína. Það er nauðsynlegt. Menn geta þá komizt
eptir, hvar þeir eru veikastir fyrir. Plötz var alveg þurr, var
ekkert sveittur og andaði mjög létt. Aptur á móti draup svit-
inn af baki mér og brjósti og hendurnar voru rakar. Það hafði
aldrei komið fyrir mig áður á meðan eg átti við glímurnar. En
nú var eg hættur því fyrir löngu og þar að auki var eg nú