Þjóðólfur - 25.11.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.11.1898, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. Reykjavík, föstudaginn 25. nóvember 1898. Nr. 55. 50. árg. I»jóðólfur kemur út tvis- var í næstu viku, þriðjudag og föstudag. Frá Noregi og Danmörku. Ferðasöguágrip Eptir MATTH. J0CHUM3S0N. II Björgvin er svo fræg og kunn af sögun- um, að ekkert vantar nema góða uppdrætti af henni að fornu og nýju. Síðan á Sverr- is dögum hefur hún verið verzlunarhöfuð- siaður Noregs og á mikla sögu. Þar var og hið þriðja konungssetur landsins, og sátuþar einkum Sverrir og hans niðjar. Er þarklett- ur mikill og sér fyrir þúfnarústum á. Það var forðum Sverrisborg; en nær „Bryggjun- um“ var konungsgarðurinn, og er nú „Há- konarhöllin", sem lengi stóð hálfhrunin, end- urreist, og er hið veglegasta stórsmíði. Þar hjá er kastali og turn, er kennt er viðkapp- ann Valkendorf (á 16. öld), en eru leifar aðal-konungsgarðsins Hákonar gamla. Þykir íslendingi þar nýstárlegt um að litast og horfa á mismuninn á þesskonar byggingum ■og nýsmíðinu umhverfis, því kumbl þessi hin miklu standa rétt yfir skipastéttunum, þar sem stórskipin leggja að og liggja í röðum. Þar upp af bryggjunum er nyrðri armur borgarinnar, allmjór, lystiskógur fyrir ofan, ■en þá tekur við íjallshlíð vaxin iaufviði, 2000 feta há, enda eru fjöll aðgreind og kollótt, :sjö talsins umhverfis bæinn og örskammt til hlíðanna. Ligur Björgvin sem kunnugt er, á Norðhörðalandi mitt á milli Sunnfjarðar -og Harðangurs; er nú braut lögð úr bænum upp á Vors (yfir Harðangri) og í ráði er, a-ð lengja þá braut austur af yfir Löngufjöll til Upplanda. Er það ein heljar-vegagerð, ■enda þykir Norðmönnum sér fátt ofvaxið. Bær. inn er byggður kringum tvo voga, gengur fram aflöng hæð eða hryggur í milli, sem ■enn heitir Norðnes; er syðri vogurinn miklu breiðari, og það er hann, sem hét Björgynjar- vogur á söguöldunum; er þar líka skipaferð nllmikil og höfn góð; gengur áll inn og nær hringinn í kring um bæinn. Þar hét Vogs- footn fyrrum, en nú heitir vogurinn að utan Puddefjörður, og állinn Tungegaárdsvatn, stærra og minna. Þar inn frá eru lystigarð- ar, flestar skrautbyggingar, og þar var sýn- ingarstaðurinn valinn. En að norðan inn með Norðnesi gengur afarlangt stræti, sem nú heitir Strandgata, hét þar Hákarlaströnd forðum, og er allbratt upp á Norðnesið, „Bryggjurnar" eru þar andspænis á mótr en höfnin í milli. Innst í þeim vogi liggur hin nafnkunna „Þýzkabryggja" og í botninum sjálfum „Fiskitorgið" forna og fræga. Upp frá torginu er nú miðpartur Björgvinar og skraut, upp að hlíðunum og að álnum. Verður þessu því miður ekki lýst til gagns án uppdrátta. Fjöllin í kring hafa fátt af fornum nöfnum og sleppi eg þeim hér Að eins vil eg nefna Flöjfjallid, rúmlega 1000 f. hátr. Þar uppi er fagur stígur, höggvinn í fjallið, og skemmtistaður uppi á »flöjinni;« þar gekk eg uppi um fagurt kvöld, Var út- sýnið hið stórkostlegasta; blasir Björgvin þá við undir fótum manni ogsýnir allt sitt skapn- aðarlag, en til sjávar sér langt og vítt útyf- ir eyjar og sund allt til hafs. Er slík kvöld- skemmtan á við margar leikhússýningar; og þó ókeypis — eins og svo margt ágætt í heiminum. Það eitt þótt mér á vanta, að eg var einn míns liðs; er eg sjaldan svo eigin- gjarn, að vilja einn njóta, þá er nýnæmi býðst. Og það annað vantaði, að eg sæi yfir Nor- eg, allan — eins og forðum Ólafur lielgi i draum sínum. Sárnaði mér að sjá ekki Þrándheim og norðurfylkin; en til þess skorti mig bæði tíma og fé. Er það hraparlegt, hve er.n er erfitt og skammt komið með samgöngur, hvað Noreg og Island snertir. Að sjá Noreg fyrir íslending þýðir meira en nokkuð annað ferðalag, svo er landið mikil- fenglegt og máttugt til að vekja ungar og lifandi sálir, og er það nú íslendingar, sem bera Noreg í blóðinu. Þar verður og varla þverfótað á sumrum, nú orðið, fyrir „túrist- um“. En fyrir oss — segi eg aptur — fyrir oss er landið meir en bókanna bók, og fæ eg engum frá sagt, hve mér finnst mikið til að mega vaða þar þvert og endilangt innan um dýrðina. Danmörk þykir mér líka und- ur fögur og yndisleg, en þar er allt smærra og samræmið of mikið, tóm fegurð þreytir. Manni leiðist messuvínið. En í Noregi færðu í sömu andránni bæði brennivín og „kampa"! Þegar þú stendur í lundinum ljúfa við vatn eða fjörð og dreymir um ástir og alsælu, tekur djöfsi þig og er óðara kominn með þig upp í Jötunheima. „Þetta er nú fjallið okkar", sagði Jótinn á Himnabjarginu, (sem er lágur viði vaxinn háls). „Þetta köllum við dali", svaraði Norðmaðurinn í bræði sinni. Henda þeir frændur opt gaman hverir að öðrum. Þykir sá norski nokkuð örlyndurog upp með sér, en sá danski hægfara, barns- legur og þó kýminn og drjúgur. Jótar og Norðmenn mæltu árlega mót með sér, — segir sagan — og reyndu afl og íþróttir. Byrjaði þá optast leikurinn svo, aðjótinnfór halloka fyrir hvatleik og hörku Norðmanns- ins. En er áleið daginn, tók Jótinn að teygja úr vöðvunum og lauk svo, að hver át sitt og reyndist þó Jótinn öllu þolnari. En allt þetta eru útúrdúrar. Þegar eg fór í land, sá eg mann standa f báti þar nærri, ungan og hvatlegan. Hann kallaði upp á kaupskipið og spurði, hvort eg væri á skipinu. Maðurinn var séra Júlíus Þórðarson, frændi konu minnar. Hann býr í Kristianíu og beið mín þarna í Björgvin; Vorum við svo saman nokkra daga og sagði hann mér vel til, og skemmtum við okkur saman hina fyrstu daga, sem eg dvaldi þar. Var eg aptur orðinn ókunnugur f Björgvin. Var talaíbúannaþá(i872) um 30,000, ennúfull 60 þúsund, og borgin búin að fá stórbæja- brag og mjög færð út, einkum innhlutinn suður af bryggjum og torgi. Gekk eg fyrst til fundar við herra Olsen á Norðnesi, þess ar í bitt eð fyrra bjargaði „Stamford" ar grunninum við Hrísey. Hann er bezti dreng- ur og höfðingi í lund, sem hinir fornu ríkis- menn Noregs, enda kvaðst hann segja við hvern íslending, sem kemur til hans dyra, þótt óríflegur sýnist: „Heimil er þér veturvist, því að eigi spara ek mat við menn“. Höfðum við áður mælst tii vin- áttu, og bjó eg hjá honum þá 12 daga, er eg dvaldi í Björgvin í bezta yfirlæti. Um kvöldið heilsaði eg sýningunni. Heitir stað- urinn nýi-garður og er fagur lundur við ál þann innst í bænum, er eg áðan nefndi. Er ítil hæð bæjarmegin við lundinn, og þar var inngangurinn; og er inn var komið, stóð hár veitingaskáli til hægri þar á barðinu; var þar vel umbúið og svalir miklar fyrir framan skálann; sátu menn þar og ekki síður á lopt- inu uppi, snæddu, drukku og hjöluðu, eða horfðu niður yfir hinn raflýsta, Ijómandilund og sýninguna. Stóð eg forviða lengi, svo dáðist eg að þeirri dýrð og listasmekk Norð- manna. Gat og sú sýning vel hugsazt part- ur af hinni miklu Chicago-sýning. En hér hljóp mér kapp í kinn og metnaður í skap, því hér var allt norrænt, þjóðlegt og eins og væri hálfvegis vort, því frændsemishugur vor og Norðmanna er mjög máttugur og terkur, og hvergi kom eg þar í Noregi, að ekki fynndi eg þá merkilegu og helgu til- finning hreina og lifandi. Norsk alþýða er eflaust sú eina þjóð í heimi, sem enga hleypi- dóma hefur f huga, þegar íslands nafn er nefnt. Uppi í nefndum veitingaskála sat margt yngri sveina og hvatlegra „túrista" af ýmsum þjóðum, enda voru þar ekki aðrir frammistöðumenn en yngisstúlkur úr ýmsum fylkjum, sem annað veifið báru sveitabún- inga sína; voru þær valdar að nettleik og kurteisi; en þjóðbúningar þeirra all mismun- andi að sjá, og engan þeirra tók eg fram yfir húfuna okkar, eða faldinn, Er það minkunn fyrir oss, hve fáir eiga norskar myndir, eins af búning.im sem öðru merki- legu — frá voru fræga og stóra forfeðra- landi. Eg blygðast mín ekkert við að játa, að mér vöknaði drjúgum um augun þetta fyrsta kvöld, er eg horfði á hina miklu prýði, auð og metorð frænda vorra, og féll mér ó- sjálfrátt í hug orð Símeons. Hver veit, — hugsaði eg, — hvað hin kalda, nú lítilsvirta eyjan vor á eptir? Það bezta, sem forsjón- in gefur þjóðunum eru þó máske erfiðleik- arnir, því þeir eru bæði skilyrðin og efnið I stórvirkin. Hæg lönd og sífrjó verða einatt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.