Þjóðólfur - 25.11.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.11.1898, Blaðsíða 3
2l8 á svarta hempu með skautafald alltsaman, dökk stutttreyja var þar innan undir, lögð á baki og börmum, pilsin voru stutt upp með ýmislega lit- um leggingum, er áttu að ná ofan undan hemp- unni. Hún var á börmum lögð með flossaum prýðilegum og flöjelssnúru yfir um axlir; um hálsinn var kvartélsbreitt silki og kraginn þar utan yfir. Svunta var lítil og í haldinu 3 knapp- ar af prinzmetal og belti með pörum af sama. Konur brúkuðu knappa og pör úr silfri og mátti þannig helzt sjá, hvað efnugar þær voru, af stærð og prýði silfursins. Sokkar fagurrauðir, líkt og fötin, er mest þótti skartið í. En helztu konur brúkuðu nú blá föt og sokka; það var nú hvort- tveggja, að klútar og klæði var afardýrt, en þetta var líka sparað og geymt máske allan sinn ald- ur og vanalega ekkert af útlendum varningbrúk- að hversdagslega. Klútar af þel-einskeptu um háls og höfuð, — bláar skotthúfur með mislitum knappaskúf af útgerðu silki og perlu til prýðis. Blár fatnaður fór nú vaxandi, og vefnaður fór nú að verða almennur í vefstólum, er allir voru tvíbreiðir. En brekán ofin í vefstað íslenzkum og pokaverk, því þetta þótti foreyða skeiðinni, en hvalbeinaskeiðarnar íslenzku þoldu, þótt hart væri barið; vefnaður fór nú vaxandi en prjónföt að minnka, svo sem útprjónaðir karlmannsbolir og annars flest útprjón lagðist nú niður, og að prjóna skyrtur; nærsokkar hvítir höfðu verið með breiðum útsaumsbekk fyrir ofan knéð, annars náðu þá sokkar á mitt læri. Bláir smokkar, stuðl- aðir með miklu kögri brúkaðir á úlfliðnum. — Söðla áttu heldri konur, búna með drifnu látúni að miklu, með stykkjum, eða alhvolfdir; þá var alsett látún á uppsátrunum og sveif með snilldar- legu verki, þar á voru ýmislegar myndir, reið- inn með stykkjalátúni á útkvíslum öllum, stórri kúlu og 4 hringjum, hann vóg um fjórðung," en söðull með öilu tilheyrandi álagður vóg allt að vætt; þeir kostuðu mikið (sjá Búalög) en voru sterkir mjög og entust opt yfir mannsaldur. Fyrr- um riðu heldri konur með hött; það var dökk kápa, er náði á herðar niður, með 6 silfurpörum framan á barmi. Upp af höfði og nokkuð fram á við stóð höttuiinn í lögun llkastur tveggja potta tunnu, jafngildur að neðan og of- an, að utan sívafinn með flauelissnúru, en inn- an veit eg eigi, hversu hann var skapaður; en þessir voru nú að niðurleggjast og slátrast. Menjar af gömlu-fyrirkvennasilfri sáust núvarla og mátti kalla aflagtað brúka það, svo sem erma- Tcnappa með laufum, er voru smáir og hnöttótt- ir með silfurvíravirki, allt að 18, þeir glönsuðu neðan á framermunum. — Hempuskildir, stórir, alsettir víravirki, framan á brjóstinu bornir. — Hálsfesti lá hringbeygð ofan til við herðamar, samansett af smágerðum hringjum, samansettum í reim, er lá máske þreföld, og samankrækt framan á hálsinum. Þá voru þrír laufaprjónar í faldinum, sinn í hverju horni og einn í miðju með dinglandi laufum þrem í hverjum eða einu stóru. Undarlegt ranghermi erþaðhjáhr. jigúst Bjarnason stud. mag. í síðasta tölubl. Dag- skrár, er hann segir, að ritstjóri Þjóðólfs hafi þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir (!) eigi viljað taka neinum (!) leiðréttingum á yfirlýsing dr. Jóns Þor- Tcelssonaryngra í 20. tölubl. Þjóðólfs þ. á., þar sem það er kunnugt, að í 32. tölubl- Þjóðólfs er ein- mitt prentuð svo nefnd „leiðrétting" við þessa yfirlýsingu, eða allur mergurinn málsins, að sleppt- um nokkrum persónulegum hnútum til dr. Jóns ■er eg hugði, að eigi kæmi málinu við. En Ág- úst vildi fá þetta „orðrétt" (!) á „þrykk“ og sendi löngu síðar mjög langt skjal, er hann heimtaði prentað í „Þjóðólfi" en það tók eg auðvitað ekki, og svaraði engu. En svo birtast þessar „leiðrétt- ingar" nú 1 „Dagskrá" mjög styttar og úr peim sorfid d ýmsan hdtt, svo að þessi Dagskrárgrein er naumast y3 hluti úr þeirri, sem mér var send. Það var því öldungis ástæðulaust og óviðurkvæmi- legt af hr. Á. B. að bregða mér um hlutdrægni í þessu máli, enda hefur það ekki verið venja mín, að synja mönnum rúms fyrir kurteisar „leiðrétt- ingar", á orðum annara manna í blaðinu. Ég hefði látið þessa ógetið, ef hr. Á. B. hefði eigi knúð mig til varnar gegn þessum röngu og mjög svo villandi ummælum hans um mig í „Dagskrá", er betur hefðu verið óprentuð, því að „sannleikurinn er sagna beztur", þótt um smá- muni sé að ræða. H. Þ. 1 ofviðrinu 14. þ. m. brotnuðu 4 skip í Vík í Mýrdal og sjógarður þar skemmdist til muna. — Á Eyrarbakka varð sjávarflóðið svo mikið, að eigi hefur meira orðið 1 þeirra manna minnum, sem nú lifa. Braut flóðið víða skörð í sjógarðinn þar, og gekk sjórinn víða langt upp á Breiðumýri og flutti með sér þara, sprek og borðvið. Er talið bráðnauðsynlegt, að leggja sjógarðinn út undir Óseyrames, því að á þeirri leið er sjávarkampurinn mjög niðurgrafinn, svo að í hverju stórflóði flæðir sjór þar inn yfir, svo að mýrinni þar fyrir ofan er hætta búin. Er skrifað af Eyrarbakka 21. þ. m., að til stór- skemmda horfi, efþetta sé eigi gert hið allra fyrsta. Kirkjuvígsla. Kirkjan í Laugardæl- um, er Eggert óðalsbóndi Benediktsson hefur lát- ið reisa, var vígð á sunnudaginn var (20. þ. m.) af sóknarprestinum séra Ólafi Sæmundssyni í -Hraungerði, en séra Ólafur Helgason á Stóra- Hrauni og séra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli héldu ræður við athöfnina. Kirkjan er sögð hin vandaðasta að smíði og öllum frágangi. Akbrautin í Flóanum frá Eyrarbakka upp að Ölfusárbrú, er nú komin upp að beit- arhúsum í Sandvík og verður því fullgerð næsta sumar. Hefur hr. Erlendur Zakaríasson veg- fræðingur staðið fyrir þeirri vegagerð. Hann er nú nýkominn landveg austan úr Hornafirði, hafði verið sendur þangað af landstjórninni til að skoða þar vegarstæði frá kaupstaðnum Höfn upp í héraðið. Hafði einhver skoðað það vegarstæði áður, en svo ófullnægjandi og ónákvæmt, að eigi varð á þeirri skýrslu byggt. Hefur Erlendurver- ið fullan mánuð í þessari ferð. Er það mikið glappaskot hjá landstjórninni og harla léleg ráðsmennska fyrir landssjóðshönd, að senda ekki einhvern hœfan mann þegar í sumar sjóleiðis austur í Hornaíjörð til að rannsaka þetta, en kosta nú svo langa og dýra ferð landveg þang- að austur um þetta leyti árs. Það virðist ekki vera neinn sérlegur búhnykkur. En landssjóður mun hafa nógu breitt bakið, þótt tvíborgað og margborgað sé sama verkið. Mannalát. Hinn 1. dag maímánaðar þ. á. andaðist 1 Reykjavík Anna Jóhanna Gudmunds- dóttir, ekkja Stefáns heitins Ottesens t Hlöðutúni. Hún var dóttir Guðmundar bónda Sveinbjarnar- sonar á Hvítárvöllum. bróður Þórðar háyfirdóm- ara, og konu hans, Halldóru Sigurðardóttur frá Geitareyjum, og var fædd þar árið 1833. Hún missti ung foreldra sína, og ólst upp á ýmsum betri heimilum í Borgarfirði, Innrahólmi og Reykjavlk. Um tvítugt giptist hún Stefáni Ottesen syni Péturs Ottesens, fyrrum sýslumanns í.Svigna- skarði; þar reistu þau fyrst bú, en stðan bjuggu þau 1 Hlöðutúni, þangað til hann dó vorið 1864. Áttif þau 6 börn saman, og komust 3 á legg: Þórunn kona Jónasar prófasts Jónassonar á Hrafna- gili, Pétur skósmiður í Reykjavík (f. 1891) og Guðmundur skipstjóri í Reykjavík. Eptir mann sinn látinn átti hún heima á Hvltárvöllum, þar til hún fluttist til Reykjavíkur 1875; þar átti hún heima til dauðadags. Anna sál. var einstök dugnaðar- ogelju-kona vel greind og vel að sér og fróð um margt, glað- lynd og kjarkmikil, en reyndi aldrei að láta bera mikið á sér 1 lífinu. (7) Ur Mjóaflrði eystraer skrifað í f. m.: »Hér í sveit andaðist 3. ágúst í sumar háöldr- uð sómakona Ragnhildur Konrddsdóttir, Saló- monssonar, 90 ára að aldri, ættuð úr Lóni. Konráð faðir hennar andaðist nokkuð sviplega, ef eg man rétt; var að smtða líkkistu og hneig örendur niður við smíðið. Ragnhildur var þá 3—4 ára gömul. Síðar fluttist hún hingað austur ásamt Sigríði heitinni Salómonsdóttur föðursyst- ur sinni, er var 3. og síðasta kona Hermanns gamla Jónssonar í Firði. Hjálmar dannebrogsmað- ur Hermannsson á Brekku, er andaðist 1 vor, var sonur þeirra.Voru þau því systkinabörn Hjálmar og Ragnhildur. Ragnhildur giptist hér eystra 1832 Sveini Hermannssyni. Sá Hermann var líka sonur gamla Hermanns í Firði, svo Sveinn var bróðursonur Hjálmars, ’þó Sveinn væri miklu eldri en Hjálmar föðurbróðir hans. Síðan varð Jóhanna dóttir þeirra Sveins og Ragnhildar stð- ari kona Hjálmars afabróður síns; og set ég þetta þvt hér, að slíkt mun fátítt vera, og ltk- lega hefði Guðbrandur Vigfússon . dregið svona ættfærslu í efa, hefði hún staðið í fornsögum vorum. Þau Sveinn og Ragnhildur eignuðust 6 börn þau hjón voru heldur fátæk. Svo missti Ragn- hildur mann sinn 1843. Hann fórst á hákarla- jakt, er hét „Lærken", og smíðuðu menn, eins og þá var títt, að þeir á „Lærken" hefðukomiztí franska fiskiskútu og hefðu orðið mestu menn í Frakklandi, og einn þeirra félaga hefði komið nokkrum árum síðar á franskri fiskiskútu upp til Norðfjarðar, sem er næsti fjörður fyrir sunnan Mjóafjörð, og hefði talað íslenzku við mann þar, og hefði mikið spurt eptir ekkjunni á Eld- leysu í M.f., hvernig lienni liði, hvort hún væri gipt aptur og hvort börn hennar lifðu o. s. frv. Maðurinn var heldur raunalegur á svipinn, en þegar hann heyrði að ekkjunni liði bærilega var eins og glaðnaði yfir honum. Ekki vildi hann segja mannninum nokkuð af sínum högum, ann- að en hann væri silkivefari í Frakklandi oghann væri vel kunnugur í Mjóafirði. Þegar hér var komið samtalinu kom skipstjóri og kallaði á há- seta sinn. Fóru þeir samstundis útá skip og lögðu þegar til hafs. En maðurinn fullyrti, að þetta hefði verið Sveinn Hermannson, maður Ragnhildar. Þessa sögu heyrði eg í ungdæmi mínu og sel eg hana. eigi dýrara en eg keypti. Þegar Sveinn heitinn fórst var Ragnhildur ólétt að yngsta barni þeirra með lítil efni á lé- legu koti, en þó tókst henni að framfleyta hinum ungabarnahóp sínum með ráðdeild sinni og sparsemi án nokkurrar hjálpar frá öðrum og er óhætt að segja, að til þess hefur bæði þurft mikið þrek og þolgæði fyrir bláfátæka einstæðings ekkju að geta séð fyrir og komið úr ómegð 6 ungum börnum sín- um en með allan sinn erfiða hag var Ragnhildur glöð og jafnlynd og vann sitt þunga skyldu- starf með heiðri og sóma, þótt köll hennar heyrðust eigi á hinu háværa torgi heimsins. Eg man eigi eptir að hafa kynnzt betra og elskuverðara gamalmenni en Ragnhildi Eptir að Jóhanna dóttir hennar giptist Hjálmari dvaldi hún hjá þeim til dauðadags. Ragnhildur sál. var alltaf fremur heilsugóð. Hún var lengi yfirsetukona hér og tókst það ætíð vel. Afkomendur hennar eru hér töluvert margir, og var hún orðin langamma margra barna. Sum þeirra eru komin um tvítugt, allt af- kvæmi hennar er fremur tápmikið fólk, sumt mestu framfaramenn hér eystra t. d. Konráð og Gísli kaupmenn Hjálmarssynir. Önnur gömul kona andaðist hér 7. þ. m. (okt.) Helga Austmann, ekkja eptir Jón Austmann, síðast prest að Stöð. Hún var vel látin og góð kona og merkiskona. Hún var 76 ára gömul. Hún var búin að dvelja hér 1 ár, hjá Helgu Guttormsdóttur frá Stöð stjúpdótturdóttur sinni, og Stefáni Baldvinssyni manni hennar verzlunar- manni." (B.) Skiptjón. Með manni, sem nýkominn er að norðan, (Albert Finnbogasyni á Héðinshötða) hefir frétzt, að 3—4 bátar hafi farizt á Eyjafirði í lendingu í ofsaveðrinu 13.—14. þ. m. eða aðdrag-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.