Þjóðólfur - 25.11.1898, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.11.1898, Blaðsíða 4
220 anda þess, og hafi þar drukknað 12 ma»ns. Einn- ig höfðu sézt bátar á hvolfi út á firðinum, og var J>ess getið til, að týnzt hefðu af þeim menn úr Héðinsfirði eða Siglufirði. Reykjavík. 25. nóv. Það er mjög tíðindalítið í bænum um þessar mundir. Fátt um skemmtanir nema bindindisfundirog hjálpræðishersæfingar. Herinn hefur sent út skraut- prentað jólablað, er kostar 15 aura, og mun hann geta gert sér vonir um góða sölu á því núna fyrir jólin. Gufuskipið „Ásgeir Ásgeirsson" kom hingað 20. þ. m. frá Eskifirði. Það kom hingað með kol frá útlöndum handa „Heimdal". Er sagt, að bæjar- mönnum sé gefinn kostur á að fá nú keypt eitthvað af þessum kolum, er „Ásgeir" hefur meðferðis fyrir 5 kr. skippundið, og mega það kallast neyðarúr- ræði fyrir fátæklinga, er þetta kemur harðast niður á, í samanburði við kolaverðið í sumar. En að öðru leyti er bærinn nú kolalaus, þótt kaupmenn séu nógu margir. En af glysvamingi og öðrum munaðarvarningi, brjóstsykri og brennivíni eru nægar birgðir í hverri búð. Það er líklega ætlazt til, að menn haldi á sér hita með brennivíni í vetr- arkuldanum. — „Ásgeir" fer héðan til ísafjarðar, þá er hann hefur skipað upp „Heimdalls‘‘kolunum. Furðu kynlegt hefur bæjarbúum þótt, að heyra beljandi fossnið í miðju Austurstræti nokkra daga um næstliðna helgi. Þá er menn hugðu betur að þessari nýlundu, sást að staumurinn beljaði út um glugga á neðra gólfi í nýju bankabyggingunni, og og þóttust menn þá vita, að upptök árinnar væru í bankakjallaranum, og þótti bærinn hafa nú feng- ið veglegt brunnhús. Hafði svo mikið vatn geng- ið þar upp um brunninn í kjallaranum og jafnvel annarsstaðar upp úr gólfinu, að það tók manni í hné eða meir. Er vonandi að svo tak- ist að búa um kjallarann, að eigi verði tjón að vatnsgangi þar í bankanum eptirleiðis. Eitt blað hér í bænum þykist hafa það eptir spítalalækninum í Laugarnesi, að frásögnin í síðasta blaði Þjóðólfs um annmarka spítalabyggingarinn- . ar sé „mjög orðum aukin“. En nú var frásögn þessi í Þjóðólfi að miklu leyti höfð eptir lækninum, enda hefur hann kannazt við, að hún væri yfirleitt alveg rétt, og er því óþarft að gera lengri reki- stefnu úr því að sinni. Það er reynslan ein, sem verður beztur dómari í þessu efni að lokum. Kjöt af ágætu fé sunnan úr Hraun- um fæst í dag og á morgun í KIRKJUSTRÆTI 10. N áttúrusafni Ð er lokað í skammdeginu, frá 17. þessa mán- aðar. Ben. Gröndal Frá næstu fardögum 1899 fest til ábúðar jörðin Halakot í Hraungerðishreppi. Henni fylgir gott og grasgefið tún, hægar og miklar útjarðarslægjur, sömuleiðis gott mó- tak skamt frá bænum. Þeir sem vilja fa byggingu á ofanskrifaðri jörð snúi sér til Símonar Jónssonar á Selfossi eða til undir- skrifaðs. Halakoti 16. nóv. 1898. Magnús Elnarsson. PRÉDIKUN í BREIÐFJÖRÐSHÚSI á sunnudögum kl. 6V4 síðd. 9g á miðviku- dögum kl. 8 síðd. D Östlund. SKAMMA-JÖN. Æfisaga hans byrjar í 20. bl. Dagskrár 3. des., Iróðleg og lærdómsrík. S. J. J. AUGLÝSING. Það auglýsist hér með, að Lefoliisverzl- un á Eyrarbakka tekur á móti blautfiski á Eyrarbakka, Þorlákshöfn, StokkseyriogGrinda- vík á næstkomandi vertíð. A sömu plássum verður tekið á móti hálfverkuðum fiski kringum lok. Eyrarbakka, 2. nóvember 1898. JP. NIELSEN. Ný-komið í verzlun KJÓLATAU margar teg„ frá 0,55 til 1,10. LÍFSTYKKI 1,00, 1,15, 1,95, 2,25, TVISTTAU o,x6, 0,22, 0,30. LEGGINGARBORÐAR, margar tegundir. REGNKÁPUR 18,50 19,00, 21,50, 24,50. LÉREPT í regnkápur mjög margar teg. FLANELETTE, hv. og mis!, 0,16, til 0,30 alinin. VASAKLÚTAR, hv. og misl. KRAGAR, flippar, húmbúg. FATAEFNI, flannel o. m. fl. Ásgeir Sigurdsson. Gísli Þorbjarnarson búfræðingur hefir alltaf til sö!u hús og jarðir. Hann tek ur að sér innköllun skulda. Hann tekur kort af húsum og lóðum eptirmáli. Hittist bezt virka daga kl. 8—10 síðdegis í innsta húsinu við Laugaveg. Yin til Forhandling anbefales til billige Priser fra l. Klasses Export Fírmaer, nemlig fölgende: Aflagrede röde og hvide Bordeauxvine; röde og hvide Bourgognevine; Mosel- og Rhinske Vine; originale, mousserende Rhinsk- vine; Oportovine, Madeiravine, Samos, Sherry og Amontillado; Jamaica-Cuba-, Martmique- og St. Croix Rom\ alle bekendte Champagne- mærker; hollandske og franske Likörer; ægte hollandsk Genever; alle bekendte Cognacs- mœrker, origmale og egen Aftapning; — Vermouth, Absinth, originale Bittere, Caloric Punch; alle bekendte skotske og irske Whisky- mœrker, i origmale og i egen Aftapning. Det bemærkes, at Firmaet i en meget lang Aarrække har staaet í Forbindelse med Forretningsetablissementer paa Island, og er som Fölge der af nöje kendt med de For- dringer, der stilles til prompte Udförelse ar indlöbende Ordre. Priskuranter sendes paa Forlangende. H. B. Fogtmanns Eftf. Vin- og Spiiituosa-forretning. [udelukkcnde en gros] Fredericiagade 13. Kjöbenhavn K. Baðhúsið verður fyrst um sinn opið 3 daga í viku„ sunnudaga, miðvikudaga og laugardaga. Þó geta þeir, sem æskja, fengið böð aðra daga,. en þá verða þeir að biðja um þau daginn áður hjá. H. Ó Magnússyni, Austurstræti 6. Q O < IX < h O CQ < 2 O oc DQ bo c ■ u~ '53 u- O <4— ■a c L. DQ cn s- O 2 c > cS A C 0 A :0 ctS c: -o £— SZ> M 'b eo 0 cs 0) æ u o> a :0 PU £— co ro cs :0 zn Eco = -C fO rS cuo S ■o> x U__ Lr.' Frímerki: Munið eptir að enginn gefur meira fyrir íslenzk frímerki en Ólafur Sveinsson gullsmiður, Rvík. OTTO MÖNSTED’S, n "WifWfM j-fc,ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffeng- €MA. Xim.»5asta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til. Biðjið því ætíð um: er fæst hjá kaupmönnunum. OTTO MÖNSTED’S margarine, Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.