Þjóðólfur - 25.11.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.11.1898, Blaðsíða 2
218 mannkyninu befndargjöf. En hitt er víst, að hörðu löndin þurfa ærinn tíma til að vinna sitt tvöfalda hlutverk, sem sé: jöfnum höndum að manna sig og fræða, og gera sér náttúr- una undirgefna. Að lýsa sýningunni, bygg- ingunum og öllum þeim kynjum, sem sýndar voru, læt eg hina „launuðu“ sendimenn gera; enda eru slíkar lýsingar og frásagnir að litlu gagni, nema uppdrættir og nákvæmar skýr- ingar fylgi. Það sem eg býð eru andans eldglæringar, sem engum reglum anza. Bendingar um veð og lán o. fl. Eptir Halldór Jónsson, bankaféhirði. Það er mjög nauðsynlegt, að þeir sem senda peninga til borgunar, vöxtum eða afborgunum lána sinna taki það greinilega fram, til hvaða greiðslu peningamir eigi að ganga. Það er eigi sjaldgæft, að menn kaupa og selja fasteignir 1 sveitunum, án þess lánardrottinn viti nokkuð um það; lánið hefur tekið Jón Jónsson, með veði í Brekku. Guðm. Jónsson kaupir svo Brekku og á að svara til lánsins; hann sendir svo peninga og orðar það svo: »Hér með sendi eg 60 kr. uppískuld mína við Landsbankann«. Þetta er ekki nægi- lega skýrt. Bankinn getur því að eins vitað, að að þetta fé eigi að ganga upp í lán það, sem hvílir á Brekku, að slíkt sé með berum orðum tekið fram í bréfinu, sem fylgir með peningun- um. Lánardrottinn getur ekki vitað, hvernig menn heima í sveitum selja og kaupa jarðeignir, sem veðsettar eru, nema honum sé tilkynnt það, Sami maður getur auk þess opt haft fleiri en eitt lán eptir bókum lánardrottins og þarf því að taka það skýrt fram upp í hvert lán borgunin á að ganga. Lántakandi var búsetturá Brekku, þá er hann tók lánið og er færður þannig í bókunum; svo flyzt hann búferlum að Asi, send- ir peninga og segir: »Hér með sendast 50 kr. til borgunar skuld minni í bankanum«. Þetta er ekki nægilega. greinilegt. Bankanum er, ef til vill, ekki kunnugt um það, að þetta sé sami maðurinn, sem áður var á Brekku. Það sem hér er sagt, á við alla lánardrottna, hvort sem er landssjóður, bankinn eða aðrir lánveitendur. — Eins og margir munu veitt hafa eptirtekt, hef- nr bankinn þann sið, að setja númer á hvert lán og þetta númer er jafnan skrifað á kvittanirnar frá bankanum. Það væri nauðsynlegt, að allir lántakendur veittu þessu eptirtekt og að hver þeirra þekkti númerið á láni sínu og segði svo lánsnúmerið í bréfinu, þá er sendir eru peningar til bankans. En viti menn eigi númer lánsins með vissu er nauðsynlegt að segja til, hvert veð er fyrir láninu, eða hverjir ábyrgðarmenn eru fyrir því, sé það ábyrgðarlán. Það er óþarfa krókur, sem margir gera sér með því að senda peninga þá, er til bankans eiga að fara, einhverjum^ umboðsmanni og biðja hann að borga þá fyrir sig. Þetta gerir umboðs- manni auka-ómak, sem hæglega má spara með því að senda bankanum sjálfum peningana. Um- boðsmaður getur tafizt af ýmsu; annríki, veikind- um, ferðalögum 0. fl. — peningamir koma mörg- um dögum seinna vegna þessa millimanns, og verð- ur svo skuldunautur að borga auka-dagvexti vegna dráttarins. Séu peningamir sendir beint til bank- ans reiknast ekki dagvextir lengur en til komu- dags póstsins; bankinn sendir kvittun kostnaðar- laust fyrir greiðanda, þá er honum era sendir peningar sjálfum, en ekki er nærgætnislegt að ætlast til slíks af umboðsmanni, að hann auk ó- maksins leggi út peninga undir kvittunina. Það er því haganlegast að senda þá pen- inga, sem til bankans eiga að fara, beint til bankans sjálfs. Mönnum hættir mjög við því að vanrækja, að láta þinglesa eignarheimildir sínar fyrir fast- eignum. Allt fram að 1894 var mönnum nokkur vorkunn, því að til þess tíma kostaði það tals- vert gjald, — erfðafjárgjald, fasteignarsölugjald, — að þinglesa eignarheimildimar, en með auka- tekjulögunum frá 1894 er þetta gjald afnumið, svo að það kostar nú sára-lítið að þinglesa af- salsbréf fasteigna og lóðseðla (skiptabréf). Fasteignin er ekki orðin tryggileg eign fyrri en innfært hefur verið í bækur sýslumanna eða bæjarfógeta nafn hins rétta eiganda. Heimildar- skjöl manna til fasteignanna geta glatazt á ýms- an hátt og þá opt erfitt, stundum ómögulegt, að bæta úr því, en hafi þau verið þinglesin eru þau innfærð 1 bækur sýslunnar eða kaupstaðar- ins og geymast þar í eptirriti. Þá stendur það ekki á neinu, hvað um skjölin verður á eptir. Það hefur kveðið svo rammt að vanrækslu manna í því að þinglesa eignarheimildir sínar fyrir jörðum, að það hefurkomið fyrir, að sýslu- maðurhefur ekki getað gefið neinar upplýsingar um eina jörð í sýslu hans, hver hana ætti; í afsals- og- veðbókunum fannst ekkert ritað um það. Menn þurfa að hafa það hugfast, að eignarrétt- urinn til fasteigna er ekki fyllilega tryggður, fyrri en nafn eigandans er innfært í afsalsbækurnar, og þar sem það kostar nú svo ógn-lítið að þing- lesa eignarheimildirnar eiga menn ekki 'að van- rækja að láta gera það. Þá er og títt að hirða eigi um að aflýsa skuldum, er fasteignir hafa verið að veði fyrir. Mönnum hættir við að láta sér nægja að borga skuldina, taka við skuldabréfinu kvittuðu, en gæta þess ekki, að veðskuldin hvilir á fasteigninni ept- ir sem áður, þótt hún borguð sé, ef hún er eigi afmáð úr veðbókunum. Glatist slíkt kvittað veð- bréf, áður en það hefur verið aflýst er eigi unnt að losa fasteignina við veðbandið nema með sérstökum dómi, sem getur haft tilfinnanlegan kostnað í för með sér. Vanræksla manna íþessu efni er svo rik og almenn, að landstjórnin sá sér þann kost nauðsynlegan fyrir nokkrum árum síð- an, að semja ný lög um að nema burtu úr veð- bókunum, gömul^skuldahöpt, er ætla mátti að stöfuðu af greiddum skuldum, — til þess að hreinsa til og grynna á veðbandasúpunni. Það getur optjbakað jarðareiganda mikla fyrirhöfn, jafnvel beint tjón, að gömul, óaflýst veðbönd hvíla á jarðeign hans, Opinberir sjóðir og einstakir menn eru rag- ari að veita lán út á slíka fasteign, jafnvel þótt færa megi sennileg rök fyrir, að skuldir þessar séu greiddar, þótt þeim hafi eigi verið aflýst. Einnig er erfiðara að selja jarðir, er slík höpt hvlla á. Við þetta lækkar þannig eignin í verði. Menn þurfa því að hafa það hugfast, að nauðsynlegt er, að láta aflýsa skuldabréfunum jafnskjótt, sem skuldirnar borgast; það kostar mjög lítið, en hefur mikla þýðingu fýrir eigend- urna sjálfa. Landsbankinn hefur eins og kunnugt er, veitt allmikið af bráðabyrgðarlánum, hinum svo- nefndu sjálfskuldarábyrgðarlánum. Hugsunin með sllk lán er sú, að greiða fyrir viðskiptum manna, gefa mönnum aðgang að betri kaupum með þvl að hafa peninga í boði, o. s. frv. Það liggur því í hlutarins eðli, að ætlun bankans er ekki sú, að slík lán standi óborguð ár frá ári, að meiru eða minna leyti, heldur greiðist til fulls, þá er sá tími árs er kominn, að afurðum bús og annarar atvinnu er hægt að breyta í pen- inga. — Útgerðarmenn skipa fá sltk lán til útgerðarinnar í byijun útgerðarársins, en greiði aptur, þá er aflinn hefur seldur ver- ið síðari hluta sumars. Bændur fá sllk lán að vorinu, til að komast að góðum kaupum til búa sinna, en greiði aptur, þá er þeir hafa selt afurðir bús síns: tryppi, sauðfé, ull o. s. frv. Menn mega því ekki skoða sllk lán, eins og hin venjulegu fasteignarveðslán, er menn geti borg- að á vissum árafjölda. Þau eiga að borgast öll, þáer gjalddagi erkominn. Þá er einhverjar sérstakar ástæður eru fyrir hendi má búast við, að hægt sé að fá lenging lánsfrestsins að einhveiju leyti um tiltekinn tíma, en slíkt á eptir eðli þessara lána, að vera undantekning og þurfa þá nýir samning- ar fram að fara, bæði við bankastjórn og við á- byrgðarmenn lánsins. Það er því gersamleg misbrúkun sllkra lána, þá er skuldunautur—eins og komið hefur fyrir,— í stað þess að borga slíka skuld, sendir að eins vexti af henni og bið- ur um ársfrest eða svo — opt án þess að senda svo mikið sem endumýjunarábyrgðarskjal ábyrgð- armannanna,— en þó stundum með ábyrgðar- skjali frá allt öðrum mönnum, en þeim, sem lán- ið ábyrgðust 1 fyrstu. Menn verða að hafa það hugfast, að ábyrgð- arlánin eru bráðabirgðarlán, sem eptir eðli sínu verða að borgast á þeim fresti, sem tiltekinn er í fyrstu. Þau eiga ekki að vera eyðslufé, þann- ig að hægt sé með þvl móti að éta út á láns- traust ábyrgðarmannanna, heldur era þau meðul í hendi hygginna manna til að komast að góðum kaupum í fljótu bragði, létta undir í atvinnu- rekstrinum, o. s. Irv. og greiða á þann hátt fyr- ir viðskiptalífinu þann tíma ársins, sem atvinn- an þarf meira veltufé til að geta gefið eiganda sínum meiri arð á uppskeratímanum, og þá eiga þau að borgast aptur. Brot úr menning- arsögu Íslands^ [Úr annál eptir Björn Bjarnason á Brandsstöðum í Blöndudal: Lbs. 3i68v°]. (Niðurl.) Enn má geta þess, að klæðnaður var mjög ókostbær og indigóskaup lítil; fáir voguðu að breyta útaf móðnum. Sparnaðarföt manna voru sortuð, tvíhneppt mussa, er náði að lær- hnútu, en af því þetta voru eigi ferðaföt, brúk- uðust stutthempur, kræktar á barmi, er nú fóru að útrýma mussunum; buxur náðu að sokkabönd- um, ’er voru vönduð og opt salons-ofin. Rauð- kembdir sokkar eða mórauðir, peisa var blá, á mörgum silfurhneppt með allt að 20 hnöttóttum, stórum hnöppum, bolur blár, var lengi kræktur ofan undir handleggjunum, en nú varð hann fljótt tvíhnepptur framan; þetta var með rauð- um skarlatsbryddingum, blá sperra með stórri hnezlu undir kverkinni; þar út um komu 2 silfur- hnappar, er hnepptir voru í skyrtuna, en krækt var hún aptan á hálsinum, en nú var hálsklútur og hálsskyrta með silfurnálum að útrýma sperr- unni. Hattar voru góðir og barðastórir, á prest- um þrísperrtir eða tvísperrtir, aptan og framan, en á þrísperrtum sneri oddurinn fram, sumir riðu á múk með belti kostulegt og spennum framan á. Hann var á mörgum af grófu en þó vönduðu vaðmáli. Hnakkur var stór og sterkur með þykkum þófa undir, en svart gæraskinn ofan á og svipan bundin við með spjaldofnu leturbandi, bláu og gulu; á því var góð fyrirbónarvísa. Margir brúkuðu hringabeizli, koparstengur voru tíðkaðar meira en af jámi; gjarðahringjur af kopar vógu allt að 3 rfierkum; ftaman á hnakkn- um var koparnef sívallt og fallegt í staðinn fyrir kýlinn, er fyrrum lá fram á hnakkinn og tilbú- inn var fallega af kvennfólkinu af klæði eða skarlati til heiðurs fyrir félagann, eður máske honum til innra fatnaðar. Hversdagsklæðnaður: Blákollótt húfa, rykkt saman í kolli og þar sett upphækkuð kringla af klæði, blár bolur, mórauð eður blá peisa, svartar nærbuxur stuttar upp og niður, Axlabönd sáust ei nema á börn- um, hversdagslega var ekki utanhafnarbuxum eytt, heldur nærbuxnagörmum. Treyja blá sást nú á stúdentum og tilhalds nefndarbændum, en lang- buxur hvergi. Kvennfólk klæddist til kirkju á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.