Þjóðólfur - 16.12.1898, Síða 1
ÞJOÐOLFUR.
50. árg.
Reykjavík, föstudaginn 16. desember 1898.
Nr. 59.
Frá Noregi og Danmörku.
Ferðasöguágrip
Eptir
MATTH. JOCHUMSSON.
V.
Fyrirlestur minn var fyrst kveðja mín og
lands vors eða ávarp til Noregs, en síðan var
aðalefnið, að mæla fyrir meiriogbetri viðskipt-
umog samhug; barðieg miögibrestina ogsýndi
fram á þann hróplega ókunnugleika frábeggja
hálfu, hvað bókmenntir snertir. Eg réð mál-
vinum Norðmanna til að gera félagsskap
við „hið unga ísland" og byrja á að gefa
tímarit út, lestrarbækur og síðan fornsögurn-
ar sjálfar á báðum málum, nýnorsku og ís-
lenzku. Þá fyrst gæti alþýða beggja þjóða
lært til hlítar hvor annarar mál og sál að
þekkja. Málið og ekkert annað — segja
mannfræðingar—aðskilur eða sameinar þjóð-
flokka og kynslóðir mannkynsins. Eg kvaðst
ætla, að mjög óvíst væri, hvort Norðmenn
ætti eða gæti hætt við norsk-dönskuna, sem
nú er orðið svo inngróið og fullkomið mál;
en hitt kvað eg vera hneyksli næst, að börn
í Noregi sé lengur látin læra faðir-vor og
fræðin á öðru máli, en foreldrar þeirra töl-
uðu. Margt sagði eg fleira og vetð eg að
sleppa því hér. Lavik ritstjóri mælti langt
erindi á eptir mér og fór mjög í sömu átt og
eg, líinkum með þá ósk, að þekking og sam-
vinna, eins í bókfræði sem öðru, mætti efl-
ast og aukast milli landanna. Þá var sung-
ið kvæði á nýnorsku, sem helzta skáld bæj-
arins Hans Mo hafði ort á landsmáli við
þetta tækifæri til íslands. Tvær síðustu vfs-
ur þessa kvæðis eru svo vel ortar og svo
fagrar og hjartnæmilegar í okkargarð, að eg
set þær hér og þýðing mína í svigum á
eptir.
Let Fræ, som harde Haraldsstormen hivde
til Havs, du tok i Moderfamn og livde,
tildess at upp det brydde i Soga og i Song
so rikt, at Noreg-Island fekk Rett til Folkerang.
Evig ung denne Mor ho foder;
evigt raudt Ydunseplet gloder, —
Sogaland
Fraa Noregs Ungdom skal eg hogt deg helsa
med di, at no me vil vaar Framtid frelsa
med Reising av den Arven, som Federne oss gav
ogsomdu goymde aat oss, duBrorvaar ut iHav! —
Hand i Hand vil vaart Gull me verja;
heilag Eid: Elsk til deg me sverja,
Frendarland :,:!
(Fað fræ, sem fauk í Haralds hörðu róstum,
þú hrakið tókst og nærðir móðurbrjóstum,
og gafst því sól og sumar við sagnalist og óð,
unz lönd vor urðu eining og aðalborin þjóð.
Eyjan kær! aldrei sástu dauða.
Enn þá grær eplið lífsins rauða.
Eyjan kær!
Þér ísland, heilsar unga Noregs foldin;
þá aldir líða skuldin vor skal goldin. —
Það andans góss þú geymdir, það gulli dýrrafræ,
sem guð þér fól að lífga, vor bróðir út 1 sæl
Þennan arf einsætt er að verja.
Elsku þér allir Norðmenn sveija!
Bræðra land! —)
Eptir fyrirlesturinn kölluðu forstöðumenn-
irnir mig til samdrykkju inn < annan sal.
Var þar hið bezta fólk samankomið. Var
þar aptur og aptur mælt fyrir minni Islands
og betra bræðralags milli vor og Norðmanna
Var andinn hinn bezti. Eg mælti fyrir
minni skáldsins Mó, og kvaðst efa, að nokk-
urt fsl. skáld að fornu befði fengið hreinna
gull að bragarlaunum, en| eg hlaut í kvæði
hans. Er mjög merkileg sú elska, sem mér
fannst skína út úr Norðmönnum til lands
vors, einkum hinna yngri. Þar var hið unga
skáld Eskeland frá Vors, sem kvaðst vera
kominn að sjá mig og heyra; hartn gaf mér
rit sín; fannst mér hann vera gáfumaður og
bezti drengur, en ungur er hann og ekki full
þroskaður. Hann er kennari við Grundtvígs-
lýðskóla, og þykir mannsefni mikið. Þar var
og ekkja skáldsins Henriks Krohn, sem var
einn þeirra, er stofnaði „Samlagið'* og gaf
mikið fé til. Hann átti garð inni í Sogni
og var ágætur maður. Margtafþessu elsku-
lega fólki fylgdi mér síðast fram á|skip
og veifaði mér til velfarnanar, meðan eg
grillti bryggjuna.
Sá eini, sem mundi fyrri komu mína í
Björgvin var IV. Konow, sem eg leitaði uppi. Þá
var hann ungurstúdenthjá foreldrumsínum, en
nú höfðingi mikill og helzti maður í borg-
inni. Hann er forseti í stórþingi Nor-
egs, og mörg önnur mikilsverð störf hefur
hann (banka- og brautarstjóri o. fl.). Hann
tók mig út á búgarð sinn nærri Stend, þar
sem búnaðarskólinn er. Við hann var fróð-
legt að tala, því hann er spakvitur maðurog
hvers manns hugljúfi. Hann er göfugmenni
hið mesta og stórættaður; var afi hans stór-
skáldið mikla Adam 0ehlensláger; þekkti eg
foreldra hans og bræður áður fyr, en minnst
hann sjálfan og hann var einn á lífi. Hann
þekkti vel vora pólitísku sögu og kvaðst
dáðst að, hve margt og mikið við þó hefði
um gert síðan 1874. Þekkti hann hér til ó-
trúlega vel, svo mig fuiðaði á. Hann bað
okkur að muna það, að senda til Noregs sem
flesta unga menn og stúlkur til að læra verk-
lega hluti, — ekki sízt, þegar raflistirnar
bættust við. Kvað hann landa sína vera
komna langt í mörgu verklegu — eins og
satt er. —
Líig-asynjanir.
Tveimur I gafrumvörpum frá síðasta al-
þingi hefur verið synjað konunglegrar stað-
festingar samkvæmt ráðgjafabréfi 27. sept.
og eru ástæðurnar fyrir þessum lagasynjun-
um nú birtar i B-deild Stjórnartíðindanna.
Öðru þeirra — lagafrumvarpinu um kennslu
í lærðaskólanum og gagnfræðaskólanum á
Möðruvöllum — er fundið það til foráttu,
að gagnfræðakennsla, er að eins nái yfir 3
ár verði ónóg til að veita 1 ærisveinunum al-
menna skólamenntun, og að hin mikla tak-
mörkun á latínukennslunni og afnám grísku
sem skyldunámsgreinar í efri deild skólans
verði að skoðast sem fullkomið niðurdrep
fyrir ætlunarverk hans, auk þess sem afnám
grískunnar sé með öllu óráðlegt vegna sam-
bandsins við Kaupmannahafnarháskóla og
vegna guðfræðisnámsins við prestaskólann. —
Byggir ráðgjafinn þessar ástæður sínar á til-
lögum landshöfðingja, en í bréfx sínu kveðst
landshöfðinginn senda ráðaneytinu yfirlýsingar
eða umsagnir um málið frá kennurum skól-
ans og yfirstjórn hans (stiptsyfirvöldunum), er
hann kveðst að mestu leyti samþykkur, svo
að af því má sjá, að þær hafa gengið í.
sömu átt, sem tillögur hans sjálfs, en eigi
eru þessar yfirlýsingar birtar í Stjórnartíð-
indunum. Það hefði þó verið nógu fróðlegt
að sjá þær t. d. frá biskupnum, svo að menn
gætu séð, hvort hann hefur sagt allt annað
sem stiptsyfirvald, heldur en hann sagði á
þinginu síðast.
Hitt trumvarpið, er synjað hefur verið
staðfestingar, er um rétt kaupmanna til að
verzla með áfengi, eða um takmörkun áfeng-
issöluleyfisins, er Skúli Thoroddsen flutti á
þinginu síðast. Telur ráðgjafinn ýms ákvæði
þessa frumvarps óheppileg, þar á meðal mjög
vafasamt, að það nái til lausakaupmanna, of
fyrirhafnarmikið og óhentugt fyrirkomulag
við veiting hinna fyrirhuguðu söluleyfa, og
gildi frumvarpsins yfirleitt rýrt í framkvæmd-
inrti? með því að það nái áð eins til þeirra
manna, er eptirleiðis kaupi verzlunarleyfis-
bréf, en hreyfi ekki við öllum þeim verzlun-
um, sem nú séu reknar og leyfi hafi til á-
fengissölu. Sakir þessara og fleiri annmarka
telur ráðgjafinn frumvarp þetta eigi fallið til
að öðlast lagagildi, en getur þess, að ráða-
neytið hafi geymt sér rétt til þess, að lagt
verði fyrir næsta alþingi annað frumvarp
mcð sama tilgangi.
Nokkru áður en þessi 2 lagafrumvörp
voru skorin niður, tilkynnti ráðgjafinn lands-
höfðingja með bréfi 8. sept., að þingsálykt-
unin um frímerki yrði eigi tekin til greina.
Hvorki landshöfðinginn né ráðgjafinn telja
það sæmilegt að útvega landssjóði aukatekj-
ur með því að búa til ný frímerki, og má það
kallast nokkuð næm velsæmistilfinning. Yfir-
stjórn póstmálanna í Kaupmannahöfn er og
harðsnúin gegn allri breytingu á hinum nú-
gildandi frímerkjum. Eigi er nú frelsið mik