Þjóðólfur - 10.03.1899, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.03.1899, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 51, árg. Reykjavík, föstudaginn 10. marz 1899. Nr. 1.1. Frá Noregi og Danmörku. Ferðasöguágrip eptir MATTH. JOCHUMSSON. IX. Að lýsa Khöfn og hennar vexti er ekki mitt færi; það er meiri vandi en að lýsa tungl- inu í vexti. Hvorttveggja hafa reyndar flest- ir fyrir augunum, og skoða sem hluti, er sýna sig sjálfir öllum, sem augu hafa, oghvortum sig er að vaxa, þangað til orðið er fullt, en minnkar síðan. Og svo kemur þetta „hinu megin" og „að innan". Því geta fáir lýst nema stórspekingarnir. En — hvað segi eg? Eru ekki flestir hlutir eptir því sem þeir eru séðir? og hve fáir sjá vel, þ. e. gáfu- og lista- mannlega? Hve mörg og hve ólík kvæði hafa verið kveðin og sungin um hinn gamla mána, og ekkert erindi útlistað né afmálað hann eins. Sama má segja um gömlu Höfn. .Skiptir um hver áhorfir og - lýsir. Eins og aðrar hafnarborgir vex Höfn ekki sjávar- megin staðlega og sýnilega —- og vex þó. Það sem eg fyrst flýtti mér að sjá hinn fyrsta morgun (í fögru veðri), það var Höfn sjávar- megin. Er útsýnið frá Löngulínu, eins og kunnugt er, hið allra-fegursta — í allra þeirra augum, sem lært hafa að njóta eins láglands- útsýnis sem hálendis. Kvöldið fyrir fór eg nýkominn þangað út að horfa á skrautlýsing þá á höfninni, sem gjörð var til sæmdar af- mæli hinnar deyjandi Lovísu drottningar. Þar var þá um alla línuna troðningur hinn mesti, svo opt komst engin sál aptur né fram. Þar var og dimmt. En höfnin! Hún var öll alglóandi í rafljósum; einkum voru 2 rúss- neskir bryndrekar ekki ósýnilegir(ljótir). Þeir leiptruðu stafna milli og upp í efstu siglutoppa af logandi víravirki. En allt þetta var sem mfintýr eitt eða draumur hjá vökunni, og hennar morgundýrð daginn eptir. Mikið megn- ar listin fyrir aðstoð ímyndunaraflsins þeirra sem smíða og þeirra sem njóta, en himinn og jörð og dagsins dýrð má enginn eptir- mynda, hvorki með penna né pensli. Skipa- kvíin hin nýja þar úti við línuna, er bæði fögur og stórkostleg. Þrátt fyrir allar póli- tiskar ófarir og argafas, eru Danir uppgangs þjóð, bæði í búnaði og kunnáttu. Sultur og volæði er varla til í landinu — nema í höf- uðborginni. Því þá þar? Fyrir því að þang- að koma fleiri en boðnir eru af sníkjudýrum þ. e. ónytjungum allra sveita. Höfn telst nú með heimsborgum (metropolis) og telur bráð- um 400 þús. íbúa. Ber hún auðsjáanlega landið ofurliða, og hefur fyrir löngu fengið allsherjar Evrópusnið. Hefur hún og þr'efald- azt á 40—50 árum. Væri hin gamla Höfn ekki enn þá í miðjunni, byggi þar nú enginn almennilegur maður. En meðan þar gengur »strögið« í gegn, vestur á hina víðlendu Vest- urbrú, neyðast menn til að halda tryggð við tóptirnar og smá-skinna það upp sem uppskinn- að verður. Líkt á sér víða stað í fornum stór- borgum, t. d. Vínarborg og Lundúnum. Kristjánshöfn er sá hluti Hafnar, sem minnst- ur sómi er enn þá sýndur, enda liggur hann út á Amaksey (Amager) og þeim megin fyrir fáum að skarta. En ýmsar fornar og frægar kaupmannabúðir (kontórar og pakk- hús) hafast þar. En allur glaumur og oflæti heldur sér við »Strögið« og á »Brúnum« — nýu hverfunum að vestan og norðan til og svo austur að sjó. Fegurst er við „Vötnjn" á Norðurbrú, og þann hlutann og austur ept- ir er allt gert til að prýða. Líka er einkar fagurt á hinu forna Friðriksbergi með höllina og lystiskógana, sem eru miklu tilkomumeiri en lystigarðarnir heima. Friðriksberg er nú sameinað bænum, og var orðið að fjölmennri borg. Eitt hið skemmtilegasta við Höfn er sundið og — hið tiltölulega bjarta og svala lopt, ólíkt því á Englandi og Skotlandi. Danir eru hreyknir af Höfn, og mega það; hún er full af fegurð og listum, og hvergi hef eg séð jafnari stjórn og betra háttalag í stórbæ en þar, eða betra eptirlit og hrein- læti með vegi, stofnanir, torg, lystistaði og hvar sem auga er rennt en í Höfn. Af nýj- um stórhýsum vil eg fyrir siðasakir nefna þessi: Marmarakirkjuna, hina fegurstu höf- uðprýði borgarinnar. En að innan er hún tómleg enn, og vantar skraut og minnismerki, enda á hún enga sögu, og væri eflaust enn í tópt frá Friðriks 5. tíð, hefði ekki, skörungurinn Tietgen tekið hana að sér og sett á hana húfuna, Annað stórsmíðið er enn í smíðum. Það er ráðhúsið mikla við Vesturbrú. Það er geysimikil bygging með svimháum turn- stöpli, gefur það stórhýsi bænum stórveldis- svip að vestanverðu — eins og til kapps við Marmarakirkjuna að austan. Steinmyndahús Jakobsens (Glyptothekið) er þar og nærri. Það er forngrískt hof og eflaust fríðast hús á Norðurlöndum, en fremur lítil bygging. Húsið er alskipað meistaraverkum úr marmara. Neína má og blómsturgarðinn, þjóðlistahöllina fjöllistaskólann, o. fl. á Norðurbrú. Ætti hver íslendingur, sem fer til Hafnar engum þessum húsum að gleyma, heldur skoða vandlega, einkum söfnin,—söfnin sem gert hafa Norð- urlönd fræg um allan heim og nú kemur ný lína. Eins og fyr var sagt, hitti eg fáa af mínum fornvinum í Höín, en þó nokkra. Er það hið langleiðinlegasta við lífið, að það er svo veikt og valt. Af dönskum fornvin- um hitti eg nálega engan. Sonur dr. Ro- senbergs, sem ræður mestu við Dagmarar- leikhúsið, heyrði um komu mína og sendi mér aðgöngumiða. „Brandur" eptir Ibsen var leikinn, og leikinn all-vel:, en þó þreytti mig sá leikur, og sýningar „teknikin", sem talin var snilld, og var það, fannst mér eingöngu glepja cfni og alvöru hins máttuga skáldskapar. Er hið mesta óráð að leika nær óbreytt þesskon- ar smíði sem Brandur er; hin mesta »teknik« og spilandi snilld verkar í öfuga átt á þann, sem skilur efnið — það fær falsbúning, svo hugsjónin truflast og humbugið glottir í gegn um „rammann", þó má allt fara vel, svo ekk- ert dilli manni eins eða gagntaki sem góður sorgarleikur. En viðhöfn og skraut og allur íburður fyrir augað, er óþarft og jafnvel skaðlegt við sýning flestra sorgarleika Um vatnsveitingar á Jótlandi. Eptir Sigurð Sigurðsson. III. Á einum stað á Suður-Jótlandi er vatnið tekið upp með gufukrapti. Gufuvélin hefur 10— 12 hesta afl. Krapturinn frá vélinni verk- ar á stórt hjól, sem stendur í sambandi við mönd- ulinn (»Sneglen), sem leiðir vatnið upp. Þessi möndull er 24 þuml. að þvermáli, og tekur upp 150 tunnur af vatni á mínútu. Allur útbúnaður- inn kostaði 10,000 kr. Straumhjól eru notuð á stöku stað. Hin fyrstu, er eg sá, voru Ilt.il og ófullkomin. Stærra hjólið kostaði 200 kr., og tók upp hér um bil 2000 potta á mínútu. Hæðin var um 12 fet. Seinna sá eg önnur stærri og fullkomnari; þau kostuðu 400— 500 kr. Þessi straumhjól, er eg skoðaði, voru tvenns- konar. Annað þeirra hafði vatnskassa á öðrum enda vatnsspaðanna, en hitt á báðum. Hjólin eru úr tré, og geta eigi gengið nema þar, sem halli og hraði vatnsins er hæfilega mikill. A flestum stöðum á Jótlandi verður því þar sem þessi hjól eru notuð, að auka hraða eða afl vatnsins á þann hátt, að setja stíflu í ána, sem vatnið fer þá yfir og myndar um leið straumkast eða iðufall. Á hvoru hjóli voru 40 spaðar, og 40 vatnskassar á öðru þeirra, en 80 á hinu. Hver kassi tók 10 potta. Snúningshraðinn fer eptir því, hvað vatns- aflið er mikið. Þessi hjól tóku upp: það sem var með 40 kössum, 33 tunnur á mínútu, en hitt 66 tunnur af vatni á sama tíma. Hæðin frá yfir- borði vatnsins og upp á bakkann var 10—12 fet. Hjólin voru ekki tekin upp að haustinu, heldur stóðu þau í ánni yfir veturinn; en það væri eigi allstaðar hent. — Ef slík straumhjól, sem þessi, er hér hefur verið minnst á ganga stöðugt yfir lengri tíma t. d. 4—6 vikur, þá er það eigi smáræðis vatn, er þau gefa. Hvað það mundi nægja til áveitu yfir stórt svæði, er eigi gott að segja um í fljótu bragði, enda er það svo margt, sem kemur til greina og hefur áhrif í því efni. Dcdurnar (»pumpur«), eru eigi sjaldgæfar á Jótlandi; en þær gefa aðeins vatn til að vökva með, sumar meir, og sumar minna, eptir stærð þeirra. Þær eru ýmist settar í brunna, eða smálæki og standa þá opt í sambandi við smá vindmylnur, er hreyfa þær. Þegar litið er nú á allar þessar aðterðir, sem notaðar eru til þess að taka vatnið upp, þá er það augljóst, að skurðimir em langbeztir og hagfeldastir. Þeir eru einnig ódýrastir í hlutfalli við vatnsmegnið, er þeir flytja. En þar sem þeim ekki verður komið við, getur komið til álita, að reyna t. d. straumhjólið, ef kringumstæðumar leyfa það. Sterk og vönduð straumhjól kosta frá 400—600 kr.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.