Þjóðólfur - 01.04.1899, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.04.1899, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 5 1. árg. Reykjavík, laugardaginn 1. apríl 1899. Nr. 15. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 18. marz. Eins og áður er sagt hafa Italir farið fram á að fá til leigu nokkurn hluta af Samnum-hér- aði í Kína til þess að hafa þar kolastöð. Kín- ■verjar tóku tilmælum þessum þurlega, sögðu nei. ítalir voru þó ekki af baki dottnir, en fóru að láta allófrýnilega og sendu herskip til Kína; einkum var þó sendiherra þeirra æði digurmæltur. En svo skiptist allt i einu veður í lopti; ítalska stjórnin Evaðst nú vilja vinna mál sitt með lægni og aldrei hafa ætlazt til, að sendiherrann beitti nein- um ofstopa. Martino — svo er nafn sendihjrr- ans — var vikið frá völdum og sendiherra Eng- lendinga, Macdonald, var falið á hendur að gegna störfum hans fyrst um sinn. Kínverjum þótti þessi ráðstöfun bót í máli og fóru nú að verða aðgengilegri, líklega mest af því, að þeir hafa séð, að Englendingar studdu mál Itala. Samningunum er þó ekki lokið, en talið er víst, að Italir fái þessa kolastöð, sem þeir hafa sótzt svo • eptir. En lítið gagn munu þeir hafa af þessu umstangi, en því meiri kostnað, því að þeir reka enga verzlun þar eystra. En líklega þykir þeim það mannalegra að vera með, þegar »kín- verska þrotabúinu« verður skipt; Austurríki, sem hingað til hefur setið á sér, kvað nú líka farið að renna hýrum augum þangað austur. Það er sagt, að Dreyfusmálið muni verða rætt í rétti io. apríl næstk. Hæstiréttur hefur kosið assessor Ballot 'Beaupré til framsögumanns í málinu. Málsgögnin eru upp á mörg hundruð síður, og verður það því varla flýtisverk að læra syrpuna nokkurnveginn utanað. Enska blaðið »Daily Chronicle« flytur frásögn Esterhazy’s um vitnisburð hans fyrir hæstarétti; Iiershöfðingjaráðið kvað heldur en ekki fá á bauk- inn hjá honum; hann er fokreiður við Cavaign- ac af því að hann vék honum frá embætti, og við hershöfðingjana, af því að þeir slepptu hendi af honum, þegar böndin fóru fyrir alvöru að berast að honum. Esterhazy segir, að allir höfuðpaurarnir, t. d. Boisdeffre, hafi ver- ið í vitorði með honunt og Henry ofursta •og þekkt skálkabrögð þeirra. Paty du Clam, ■sem líka var vikið frá embætti og látinn sigla sinn eigin sjó, kvað sömuleiðis ætla að fara að leysa frá skjóðunni; hann er, eins og Ester- hazy, reiður yfir ræktarleysi hershöfðingjanna. Aðfaranótt 5. þ. m. sprakk stórt púðurhús í nánd við Toulon i lopt upp; það voru eitthvað 100 þúsund pund af púðri, sem fuðruðu upp, svo að það má nærri geta, hverjum spellum þetta hefur valdið. Hús og annað í fjórðungs- mílu tjarlægð gereyddust. Um 70 manns beið bana og yfir 100 særðust og limlestust. Drun- urnar voru svo ógurlegar, að þær heyrðust í 15 mílna fjarlægð, t. d. í Nizza, þar sem menn héldu, að það væri jarðskjálfti. Það er talið víst, að þetta voðaslys sé af mannavöldum. Þingið hefur veitt stórfé sem styrk til hinpa bágstöddu. Spánverjar eru nú eptir hrakfarirnarístríð- inu við Bandamenn að svala sér á herforingjum þeim, er þeir höfðu ætlað það hlutverk áð vinna bilbug á »Uncle Sam«, en sem sjálfir urðti að taka við snoppungunum. Nýlega hefur þannig M o n t o j o aðmírall, er stýrði flota Spánverja í sjóorustunni miklu við Manila verið tekinn fastur. — Drottn- ingin hefurígær undirritað staðfestingu á friðar- samningnum við Bandamenn. Á þingi Þjóðverja hefur verið allmikill gauragangur þessa dagana. Stjómin vildi auka herinn með 20000 rnanna, en þingmönnum þótti ofmikið. Þess var þá jafnvel getið til, að þing- inu mundi verða slitið og stofnað til nýrra kosn- inga. Við 3. umræðu komst þó samkomulag á þannig, að stjórnin lætur sér nægja með 13000 rnanna viðbót, en áskilur sér rétt til að koma tijeð nýjar kröfur seinna. Cecil Rhodes heitir maður, sem er kunn- ur um allan heim, nema ef til vill á Islandi; hann er enskur að kyni, fór til Suður-Afríku, græddi auð fjár við demantsnámur, var 1890 ráðaneytisforseti í Kaplandi og hefur seinna átt í ýmsu bralli, sem oflangt er að fara út í. Nú sem stendur er hann í Berlín til að tala við Vilhjálm keisara. Meðal annars kvað hann hafa í hyggju að leggja járnbraut eptir endilangri Afríku, frá Kap til Kairo, en þarf þá að eiga Þjóðverja að, þar sem þeir hafa töluvert að segja 1 Miðafríku. Keisari hefur tekið honum vel og þykir það vottur um, að farið sé að vingast til muna með Þjóðverjum og Englendingum. 16. þ. m. voru gömlu Bismarcks-hjónin loks fyrir alvöru lögð til hvíldar í lfkhúsi því, sem byggt hefur verið handa þeim í Friedrichs- ruhe. Vilhjálmur keisari var viðstaddur. Georg prins á Krít vantar enn þá ráðgjafa; seinast hefur þetta virðulega starf verið boðið Gram stiptamtmanni í Noregi, en hann vildi ekki. Þess er getið til, að prinsinn muni bráð- um trúlofast Viktoríu, miðdóttur prinsins af Wal- es, frænku sinni. Finnland unir illa yfirgangi Rússa, sem von er, grundvallarlög þeirra mega nú heita dauður bókstafur, allt er sniðið eptir rússnesku sniði; það er ekki lengur talað um Finnland, heldur ríkið. Alexander II. var Finnum góður og lét þá njóta rjettinda sinna; það er þess vegna að þeir hafa heiðrað minning hans með hátlðar- haldi. Það var fvrs} 1890, að stjórnarhagur þeirra fór að versna og nú er smiðshöggið rek- ið á lagabrotið. Finnar hafa safnað undirskript- um á bænarskrá til Nikulásar um réttarbót og sent 400 eða 500 erindreka með hana til Pét- ursborgar, en eptir kvöldblöðunum í dag varþeim tekið svo, að þeim var gefinn kostur á annað- hvort að snúa við um hæl, eða að verða fluttir heim með valdi. G u s t a v Svía krónprins er ekki vinsæll 1 Noregi; hann hefur verið í Kristjaníu þessa dag- ana og hafa sumir af bæjarbúum lýst tilfinning- um sfnum gagnvart honum með því að kasta snjókúlum eptir vagni hans; krónprinsinn bauð svo þingmönnum í veizlu, en ekki færri en 60 vinstri menn höfnuðu boðinu. Ástæðan til þess- arar gremju Norðmanna er meðal annars sú, að krónprins Cjustav, sem gegnt hefur konungsstörf- um, meðan Óskar konungur hefur verið sjúkur, hefur móðgað þá með ýmsum stjórnarákvæðum, þannig t. d. fellt norska frumvarpið um úrskurð- ardómstóla. Sagt er að jarðskjálptar hafi verið miklir í J a p a n 8 þ. m. með manntjóni og skemmdum. Viðauki 21. marz. Hinn 17. þ. m. brann Windsorhotelið í New-York til ösku. Hótelið var fullt af fólki, sumir segja 300 manns, aðrir yfir 500 að öllu samtöldu. Eldurinn orsakaðist þannig, að það kviknaði í gluggatjaldi, sem hékk rétt við gaslampa, og svipstundu síðar stóð húsið í ljós- uro loga. 16 lík hafa þegar fundizt, milli 30 og 40 manns hafa stórskaddazt og 50—70 enn ófundnir, hafa að líkindum farist í rústunum. Húsið var sexloptað og í því 600 gestaherbergi; það hafði verið byggt fyrir 25 árum. Bruna- skaðinn er metinn 1000,000 dollara. Slökkviliðið í New-York hafði staðið sigvel, en fékk litlu áorkað; eins og vant er við þess- konar tækifæri varð fólk svo þrumulostið af hræðslu, að það vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Kvennfólkið fleygði sér út um glugga frá hæstu loptunum og rotaðist á strætunum. Einnmaður var þó svo snarráður, að hann renndi börnunum sínum niður á snæri og varð að því búnu bjarg- að af slökkviliðinu ásamt konu sinni. Meðal þeirra, sem komust af, er nefndur bróðir Mac Kinley’s forseta. — Það kvað ekki hafa verið annar eins voða húsbruni í New-York síðan 1894, þegar Royalhotelið brann. Aptur er komin fregn um tvær nýjar húsa- sprengingar á Frakklandi, orsakaðar af skottól- um, aðra við Marseille og hina íBourges; í Marseille meiddust 3 dátar stórkostlega; húsmæn- 'nuni feykti rúmar 30 álnir burt; í Bourges biðu 3 menn bana, fleiri fengu sár; þetta slys kvað þó ekki vera af mannavöldum. Eins og áður er sagt var sendimönnum Finna vísað burt, er þeir komu til Pétursborgar með bænarskrá þjóðar sinnar til Nikulásar keis- ara um réttarbót; bænarskráin var undirrituð af yfir hálfri miljón Fnnlendinga. En þeirlátaekki hugfallast við þessar ófarir; nú senda þeir land- stjóra bænarskrána, í von um, að hún á þann hátt megi koma keisaranum fyrir sjónir. 11. þ. m. fæddist Kristjáni krónprinssyni sonur, sem, ef allt fer að sköpum, líklega verð- ur konungur með tímanum með nafninu Friðrik hinn níundi. Barnið er reyndar ekki skírt enn þá, en Danakonungar hafa um langan aldur al- drei heit.ð annað en Kristján eða Friðrik. Sagan um, að Andrée loptfari og félagar hans væru fundnir dauðir í Síberíu virðist ekki alveg útdauð enn. Embættismaður nokkur þar á slóðum, A m i n o f f að nafni, hefur blásið nýrri trú í gamla Nordenskjold, sent honum þau skeyti, að sögumaður — Ljalin — standi á því fastari en fótunum, að honum hafi verið sögð sagan af sjónarvottum (áður þóttist hann víst sjálfur hafa séð llkin), og Nordenskjold hef- ur fengið Óskar konung til að senda mann til Síberíu til þess að ganga úr skugga um, hvort nokkuð sé hæft í sögunni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.