Þjóðólfur - 01.04.1899, Blaðsíða 3
59
Þ. kallar smiðflóttaaflsstrokks, í grein sinni
í Þjóðólfinr. 28 f. á., um »ráð til að fá góða
mjólk», þótt ekki sé að sjá á þeirri grein,
að höfundur skilji glöggt þýðingu hennar. Auk
þess, að þessi vél hreinsar mjólkina, þá nær
Mn */5 til 74 meiru sméri úr henni, en mögu-
legt er að ná með nokkurri annari aðferð,
•eða áhöldum, sem menn þekkja og er þetta
sannað með mjög nákvæmum og margítrekuðum
tilraunumímörgárumvíða veröld.
Til þess að sýna, að það sem eg styðst við
í þessu efni, sérstaklega að því er snertir gildi
rjómaskilvindunnar, er ekki gripið úr lausu lopti,
þá set eg hér dálítinn kafla, sem er útdráttur úr
ritlingi, sem gefinn var út hér s. 1. á., að ráði
fylkisstjórnarinnar í Manitoba, til leiðbeiningar
fyrir bændur Ritlingur þessi nefnist: »Home
Butter Making. By Macdonald, Dairy
Superinte ndent«. Utdráttur þessi hljóðar
sem fylgir:
,Fáðu þér rjómaskilvindu afeinhverri tegund,
og náðu allri fitunni úr mjólkinni Misstu aldrei
sjónar á því atriði, að fitan sem skilin er eptir
í undanrenningunni er of dýrt fóður handa kálf-
um og grísum, og að búskapur þinn á sér engr-
ar viðreisnar von með svo feldu móti. Smér-
fitan er einmitt þess virði fyrir þig, sem þú get-
ur selt hana á markaðnum, og ef þú notar hana
til tóðurs með því að skilja hana eptir í undan-
renningunni, þá er það í raun réttri hið sama
og að kaupá smér á markaðnum til fóðurs handa
gripum. Slíkt mundi enginn hygginn maður
gera. En því skilja menn þá fitu eptir ( und-
anrenningunni, sem ekki er hóti betra.
Hin fullkomnasta aðferð til að ná rjóman-
um úr mjólkinni er að gera það með rjómaskil-
vindu (Cream Separator) því það má heita að
hún nái öllum rjómanum úr mjólkinni, og það
svo vel, að hægt er að búa til einum fjórða
parti meira smér úr vissum mæli mjólkur,
heldur en með nokkurri annari aðferð, sem
höfð er til að ná rjóma úr mjólk, Hinir miklu
yfirburðir, sem rjómaskilvindan hefir framyfir öll
önnur áhöld og aðferðir til að ná rjórna úr
mjólk, gerir hana hið eptirsóknarverðasta áhald
fyrir hvern þann, er býr til smér, og nútíðar
smérgerðarmaðurinn getur ekki, ef hann á að
gera sjálfum sér rétt til, án hennar verið. Nokkrir
höfuðkostir hennar eru: að smérið verður bæði
meira og betra, — sem er aðalkosturinn —
undanrenningin líkist nýmjólk, og er því betra
og heilnæmara fóður handa kálfum og ungviðum
sem og til manneldis, heldur en köld mjólk og
súr. Það eru færri áhöld að þvo og þurka, þar
af leiðandi minni vinna, og að minnka vinnuna
•er sama sem að auka tekjurnar.
Eptirfylgjandi tafla sýnir útkomu hinna mis-
munandi aðferða við að ná rjóma úr rnjólk, og
:sýnir hún eindregið yfirburði rjómaskilvindunnar.
Þessi tafla er byggð á órækum sönnunum, þ. e.
hún er bygð á tilraunum, sem gerðar hafa verið
við fyrirmyndarbúið í Ottawa, og ná þær yfir
heilt ár, frá nýári til nýárs‘:
Rjóma- Djúpar Grunnir
skilvél könnur bakkar
í nýmjólk, ’percent', feiti. • 3-67 3-67 3-67
í undanrenningu 0.08 0.52 0.48
í áum ,, .... 0.24 0.22
Ekki náð ,,.... . 2.29 12.05 n.63
1 ® af sméri úr 100 ® feiti 113-52 104.77 i°5-57
Pd. mj. til að gera pd. smérs 24.06 26.11 25.89
Hlutföll 108.52 100.00 100.85
Varöslcipið „Heimdallur“
kom hingað beina leið frá Höfn 27. í. m. eptir
5 daga ferð. Hér við Garðsskaga handsamaði
hann 2 ensk botnvörpuskip í landhelgi, um leið
og hann kom og dró þau á eptir sér hingað.
Yoru skipstjórarnir sektaðir um 1008 krónur
hvor, en veiðarfæri og allur afli innanborðs gert
upptækt samkv. lögum 6. apríl f. á.. Var það
mjög mikill fiskur, mest ýsa og koli, og allt selt
við opinbert uppboð. Hefði þetta verið allmik-
ið happ fyrir bæjarfélagið, ef menn hefðu kunn-
að að hagnýta sér það, en því fór fjarri, því að
menn buðu hver í kapp við annan, og keyptu
þetta háu verði, í stað þess að mynda félagsskap
og láta að eins nokkra menn bjóða og skipta
svo á eptir. En hér hafa menn ekki sinnu á
því, heldur potar hver sér, og fær svo allt
margfallt dýrara en ella. I þetta skipti mun þvl
bæjarfélagið harla lítið hafa grætt á þessum feng,
en landssjóður hefur hins vegar grætt drjúgum
og uppboðshaldari fengið góð ómakslaun. En
við slík höpp á almenningur að hafa mestan
hagnaðinn, og honum er innanhandar að hafa
það að eins með ofurlitlum samtökum og hygg-
indum. Vonandi læra menn það síðar, þá er
samskonar fengur berst upp 1 hendurnar á þeim,
eins og búast má við, að verði, því að »Heim-
dallur« klófestir líklega fleiri en þessa pilta.
Botnvörpuveiðar í stórum stíl kvað
norskur maður, Mundahl að nafni, búsettur á
Englandi, ætla að reka hér við land í nafni
þeirra Vídalíns & Zöllners að mælt er. Kom
hann hingað með »Lauru« síðast og litaðist hér
um. Leizt honum bezt á uppsátur o. 11 hjá
Kleppi í Reykjavíkur-landareign, og er ætlun hans,
ef nokkuð verður úr þessu, að reisa þar stórhýsi
með margháttuðum útbúnaði, til aðgerðar á gufu-
skipum, niðursuðu á fiski o. fl. í sambandi við
áburðar verksmiðju til að hagnýta fiskúrgang;
einnig mun í ráði að gera þar hafskipabryggju.
Er hugmyndin sú að byrja þegar í vor með 3
gufuskip til fiskveiða og 1 til milliflutninga á
markað í Englandi líklega 1 hverri viku.
Mælt er að margar miljónir séu þegar á reið-
um höndum til að setja fyrirtækið á stofn, en
Jón Vídalin konsúll meðfram talinn fyrir því, til
þess að notuð verði hlunnindin 1 botnvörpulög-
unum 6. apríl f. á. um heimild botnvörpuskipa
að leita hér lands, afferma afla sinn o. s. frv.,
,en þau hlunnindi eru bundin því skilyrði, að
skipin séu (slenzk þ. e. innlendra manna eign.
Það er að llkindum fremur ástæða fyrir oss
til að fagna þessu fyrirtæki, heldur en ekki, því
að líklega veitir það allmörgum landsmönnum
atvinnu, og þá ekki sízt Reykjavíkurbúum, sem
næstir eru, en í sjöunda himni þurfum vér naum-
ast að verða yfir því, sakir þess, að það sem
mestu skiptir er, að arðurinn af því fer allur út
úr landinu, verður erlendum mönnum til gróða
ef vel heppnast, þvl að útlent verður það 1 reynd-
inni, þótt íslenzkt verði nafnið til málamynda.
En takist þetta vel gæti ,það ef til vill fært hin-
um vantrúuðu meðal þjóðar vorrar heim sanmnn
um, að þessi útvegur borgi sig, og það gæti
leitt til þess, að allslenzkt fyrirtæki í sömu átt
kæmist á fót, og það væri eflaust stórmikil
framför og heillavænleg. En það á sjálfsagt
aokkuð langt í land enn, ekki eingöngu vegna
fátæktar vórrar, heldur engu slður vegna ein-
trjáningsskapar og framtaksleysis. Vér íslending
ar þurfum svo furðu langan tíma til að átta oss
á hlutunum, til að sjá hvað gera eigi, og hvern-
ig það eigi að gerast.
Meðalalin verðlagsskránna
1899—1900 er:
í Austur-Skaptafellssýshi.............43 aurar
— Vestur-Skaptafellssýslu.............47 —
— Vestmannaeyjasýslu...................43 —
— Rangárvallasýslu.....................41 —
— Árnessýslu ..........................56 —
— Kjósar og Gullbr.s. og Rvík.........50 --
— Borgarfjarðarsýslu...................60 -
— Mýrasýslu . ,........................60 —
— Snæf,- og Hnappadalssýslu............64 —
— Dalasýslu............................71 —
— Barðastrandarsýslu...................57 —
— Isatjarðarsýslu og kaupst............60 —
— Strandasýslu.........................55 —
— Húnavatnssýslu.......................54 —
— Skagafjarðarsýslu .....................48 —
— Eyjafjarðars. og Ak.eyr.kaupstað ... 47 —
— Þingeyjarsýslu.......................45 —
— N.-Múlasýslu og Seyðisfj.kaupstað . . 58 —
— Suður-Múlasýslu......................58 —
Hval rak nýlega á Melrakkanesi í Álptafirði
eystra, um 50 álna langan.
Gufuskipið „Ásgeir Ásgeirsson" kom
hingað frá útlöndum 29. f. m. og fór aptur í gær
til Isafjarðar.
Strandferðaskipið „Thyra" kom
hingað norðan og vestan um land 30. f. m. Var
hún send þessa ferð í stað „Vestu“. En eptir-
leiðis tekur „Vesta" að sér ferðir „Thyru", og
„Ceres" ferðir „Vestu" á þessa árs áætlun. Með
„Thyru" komu nú allmargir farþegar, þar á með-
al Sigríður Árnadóttir sýslumannsfrú af Patreks-
firði, ekkjufrú Þórhildur Tómasdóttir (frá Akur-
eyri), Samúel Ricter faktor frá Stykkishólmi o.
m. fl.
iPrestkosning fór fram að Hofi í Vopna-
firði 20. febr. Var kjörfundur mjög vel sóttur og
123 kjósendur greiddu atkvæði. Eékk séra Sig-
urður Sivertsen settur prestur á Utskálum 62 at-
kv., séra Ge>r Sæmundsson á Hjaltastað 60 atkv.
og séra Kristinn Daníelsson 1 atkv. Ovíst er tal-
ið, að kosning Sigurðar verði talin gild. Það er
veitingarvaldið, sem sker úr því. Allmiklu kappi
hafði verið beitt við kosninguna, einkum af Sig-
urðar mönnum.
Próf í mannvirkjafræði (ingeníör-
vísindum) við háskólann hefur tekið Sigurður Pét-
ursson frá Ananaustum með i.einkunn. JónProppé
hefur og tekið heimspekispróf með 1. einkunn.
Afflabrögð. Hér í Faxaflóa alveg aflalaust
á opnum bátum, enda lítt stundað. I Garðsjó
hefur aflazt dálítið í net, þetta frá 40—300 fiskar
í eina trossu (4 net optast). Hlutir á Miðnesi
orðnir á 5. hundrað hæst, í Höfnum á 3. hundrað,
en í Grindavík sárlítið (um 100 hæst). Einnig
mjög lítill afli í Þorlákshöfn (um 100), en á Eyr-
arbakka og Stokkseyri kominn góður afli (4—
600). Á Loptsstöðum hins vegar lítið sem ekk-
ert.
Drukknanir. Um miðjan f. m. fórstbátur
úr Bjarneyjum á Breiðafirði á heimleið úr Stykk-
ishólmi með 4 mönnum. Formaðurinn var Berg-
sveinn Olafsson skipasmiður í Bjarneyjum, dugn-
aðarmaður hinn mesti og vel metinn.
Hinn 28. f. m. drukknuðu 5 menn af
skipi frá Gerðum í Garði; fórust þar í
lendingu, en 4 var bjargað. Þeir sem drukkn-
uðu voru: formaðurinn Nikulás Eiríksson
frá Gerðum (fyr á Útskálum), Benedikt Magnús-
son og Guðmundur bændur í Garðinum, Gísli
Gíslason frá Kiðafelli í Kjós og Þorkell Sigurðs-
son, ættaður ofan af Mýrum.
Mannalát. Hinn 16. febr. síðastl. andað-
ist Ingibjörg Jónsdóttir kona Isleifs bónda Einars-
sonar á Önundarstöðuin í Landeyjum, systir Þur-
fðar heit. á Keldurn, 74 ára gömul, „mesta sóma-
kona“. — Hinn 23. s. m. andaðist Gitdrún Þor-
kelsdóttir ekkja Jónasar Jónssonar, er lengi bjó í
Kirkjulandshjáleigu, „góð kona og guðhrædd". —
Hinn 17. f. m. lézt Rjarni Þorsteinsson bóndi á
Hurðarbaki 1 Reykholtsdal, bróðir Þórðar heit. á
Leirá og þeirra bræðra. — Hinn 2. f. m. lézt
Ketill Sigurðsson bóndi f Miklagarði í Eyjafirði,
kominn yfir áttrætt, merkur maður í sinni stétt
og búhöldur góður.