Þjóðólfur - 01.04.1899, Side 2

Þjóðólfur - 01.04.1899, Side 2
58 Athugasemdir um heyásetning, böðun og vegagerðir. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. Það eru sannarlega þung útgjöld og marg- víslegar kvaðir, sem hvlla á alþýðu lands vors nú á tímum. Skattar til landssjóðs eru nú fyrir sig, enda eigi mjög háir, og svo eru þær fjárkröfur bæði nauðsynlegar og líka orðnar svo gamlar, að menn eigi kippa sér upp við þær; en það er ým- islegt, sem af sveita- og héraðsstjórn leiðir, sem sífelt eykur útgjöld manna og allmargt af því virðist mér óþarft og enda skaðlegt. Allir vita, að fátækra-tillögin hafa á landi þessu víða verið afarþung, svo hreppamir hafa nálega eigi undir þeim risið a sumum stöðum. En nú er svo kom- ið, að fátækratillagið er á ýmsum stöðum eigi nema lítill hluti af útgjöldum hreppanna. Meg- inpartur útsvaranna gengur til alls annars en að bjarga lífi fátækra manna frá hungurdauða og þau sveitaþyngsli, sem sýslusjóðsgjald, refaveiðar. heyásetning og íjárskoðanir o. fl. hafa valdið, fara ávallt slvaxandi. Víst er fátækratillag sveit- anna víða feikihátt, en það ætti að vera mark- mið allrar stjórnar að reyna að koma því til leiðar, að það yrði sem minnst og flestir yrðu sjállbjarga. Með viturlegri löggjöf má að lík- indum nokkuð gera að í því efni, og þar sýn- ist mér frumvarp séra Þorkels um eins árs hrepps- helgi vera hið allra viturlegasta og mannúðleg- asta, sem fram hefur komið til umbóta því ástandi sem nú er. £n bezta ráðið til að minnka þarf- imar til þurfamanna er þá auðvitað það, að sjá nm, að tjárhagur fólks geti batnað. Því fer nú samt fjarri, að sllkt sé gert, þar sem stöðugt er verið að þyngja útgjaldaálögur bænda með hverju ári. Ymsar sýslunefndir eru ósparar á að leggja í kostnað ýmsum nýjum fyrirtækjnm til eflingar, en hvort þau ávallt borga sig er eigi víst. Nú er vont ve-izlunarárferði á landi hér, þar semútiend varaer fháu verði en hin inn- lenda f lágu, svo menn eiga fullt í fangi með að lifa og standast gamlar álögur, þótt nýjum sé eigi bætt við. En það er nú öðru nær en að þing og stjórn hugsi um slíkt. Ein nýja álagan skapast við heyásetningarlögin nýju, sem eg held aðséueptirþvísemhérálardi hagar til einhver hin vanhugsuðustu lög, sem hugsazt geta, þótt tilgangur- inn auðvitað hafi verið góður. Það er merki- legt, að menn sem kunnugir eru íslenzkum sveita- búskap skuli koma upp með annað eins. Lög þessi hafa þegar fengið sinn dóm, svo að þvf leyti þarf eigi um þau að tala. En kostn- aður sá, er af framkvæmd þeirra gagnslausu laga leiðir er alls eigi lítill fyrir sveitasjóðina, og svo kemur það í sumum hreppum svo frámunalega ranglátt niður að taka borgunina til ásetn- ingarmanna úr sveitarsjóði, því á þó nokkr- um stöðum er fjöldi gjaldendanna, sem enga lifandi skepnu á, og verða þeir þá augsýnilega að borga fyrir hina fáu, er skepnur hafa, en að slíkt sé ekkert réttlæti geta allir skilið, nema ef til vill höfundar laganna. Annars er það skað- legt og mjög ófrjálslegt, að stjórnin sé með nef- ið niðri í öllu hjá einstaklingunum og vasast í þeim málum, sem henni koma eigi beinlínis við. Það verður jafnan sannmæli, að sú stjórnin er verst, sem stjórnar mest, en hin bezt, er stjórnar minnst, og þeirri gullvægu reglu fylgja hinar stjórnvitru engilsaxnesku þjóðir. Það má líka nærri geta, að meðfædd eigingirni og náttúrleg gróðalöngun manna muni í þessum og þvílíkum efnum vera hin bezta hvöt fyrir einstaklinginn til að gera rétt, því enginn vill f rauninni sinn eiginn skaða. Mönnum lærist og bezt að stjórna sjálf- um sér og eigum sínum með því að láta þá sem mest sjálfráða en verða að ósjálfstæðum aum- ingjum, þegar þeir eru vandir á að láta aðra hugsa og ráða fyrir sig. Þá eru hinar óvinsælu og gagnslausu bað- skipanir á sauðfénu annað gott dæmi til að sýna afskiptasemi yfirboðaranna og óhlífni þeirra við að auka fólki útgjöld. Sauðfé er nú í svo lágu verði, að það þolir illa að mörgum nýjum kostn- aði sé á það bætt, enda eru menn farnir að tala um, að eigi borgi sig lengur að eiga sauðkind- ur með öllu þessu ástandi. Það er enda komið svo langt, að fjöldi manna er sumstaðar farinn að tala um að flýja af landi burt til Vesturheims sakir afskiptasemi yfirboðaranna, nýrra sívaxandi útgjalda og ófrelsis þess, sem af öllu þessu leiðir. Mér virðist sem þing og stjórn gangi nú í lið með verzlunaróáraninni til að flæma fólkið af landi burtu. Hvað baðskipanirnar snertir þá eru það vor góðu amtsráð, sem þær eru að kenna. Nú er það alreynt og alkunnugt, að kláðanum verður aldrei útrýmt með baðskipunum og böð- unum. Með öllum hamaganginum á Suðurlandi í mínu ungdæmi bæði niðurskurði og böðun, lif- ir þó kláðinn enn þá, og þó ætla menn sér enn þann barnaskap að geta útrýmt honum, og það þrátt fyrir það, að margir af þeim sem líta eiga .eptir, að baðskipunum sé hlýtt, munu gera þetta allt sér þvert um geð og sárnauðugir, af því að þeir hafa enga trú á böðuninni og er illa við hana. Það má nú nærri geta, að þar sem þeir, er sjá eiga um framkvæmdirnar á einhverju eru í sömu fordæmingunni og með sama viljaleysi, sem þeir er framkvæma eiga hlutinn, þá muni eptirlitið verða mest til að sýnast og firra sig vandræðum. Þetta á bæði við um heyásetningar og baðanir. Eg þykist viss um, að sjálfur dýra- læknirinn sé á þeirri skoðun, að kláðanum verði aldrei útrýmt hér á landi, eptir því sem tilhagar hjá oss, þar sem sauðfénaðurinn er villidýr hálft árið en húsdýr hinn tímann. Því í öðrum lönd- um, þar sem fé er sífellt í gæzlu hefur ekki tekizt að útrýma honum. Og til hvers er þá að vera að neyða menn til að baða? Auðvitað ekkert nema til að ergja menn og auka þeim kostnað. Með böðun verður kláðinn aldrei sigraður til fulls í landinu og reyndar með engu, en eigi að síður þarf hann aldrei að verða hættulegur, ef vara- semi og hirðing er viðhöfð, því með góðum tó- bakssósu-íburði má lækna hann á hverri kind, enda mætti hverjum einstökum manni eiginna hagsmuna vegna vera annt um að ala hann ekki og það er nú kominn inn hjá öllum almenningi sá hugsunarháttur og þrifnaður, að allir bændur berjastviðað veralausirvið fjárkláða,svohérþarfeng- ar æðri skipanir til, sem líka er náttúrlegt, því eng- inn villsjálfumsérillt. Margföldreynslasýniraðýmsir af þeim sem hafa baðað fé sitt ár eptir ár geta aldrei við kláðann losnað og að hann er magnaðast- ur hjá þeim, sem líklega kemur af því, að þeir treysta baðinu ofvel og trassa því aðrar lækn- ingar. En aptur aðrir sem brúka ekkert annað en íburð árum saman eru lausir við kláða og útrýma honum hjá sér, undir eins ef hann kem- ur. Frmh. „Um nautgripapækt og smérgerð“. Eptir S. B. Jónsson, Winnipeg. Svar gegn „athugasemdum", hr. S. Þ. Það gleður mig að sjá, að landar mínir heima hafatekið bendingar mínar í Þjóðólfi síðastl. vor um búnaðarmál Islands til íhugunar. — hvað sem nú verða kann um framkvæmdir. — Og víst er um það, að ritstjórar Þjóðólfs og sumra annara blaða hafa tekið vel í málið, einsogvitr- um og þjóðræknum mönnum sæmir. En þegar eg les athugasemdirnar hans hr. Sigurðar Þórólfssonar í 34. og 35. nr. Þjóðólfsf. á., þá fannst mér satt að segja ekki til um, hversu fljótfæmislega þar var fjallað um málið, eins alvarlegt og þýðingarmikið málefni og það í sannleika ef fyrir framtíðarhag landsins. En svo skal það þó játað, að hinn heiðraði höf. virðist vera samþykkur skoðun minni um annað aðalatriði málsins, sem sé að þvíer snertir geldgriparæktar spursmálið, sem ritgerð mfn í Þjóðólfi fjallaði um, og má það heita góðra gjalda vert. Eg hefi annríkis vegna ekki komizt til að skrifa á móti þessum »athugasemdum« hr. S. Þ. fyr en nú, og vona eg, að fólk afsaki það vin- samlega. Það gat anðvitað átt vel við að mótmæla áætlunum mínum og útreikningi í málinu með gildum og beinum rökum, útúrdúra- og hártog- analaust, málinu til upplýsingar, efþess hefði verið nokkurkostur. En að rísa svona upp á móti málefninu íheildsinni, sem öldungis ógildu, alveg tilrauna_ og sannanalaust, állt eg að sé alls ekki afsakan- legt, jafnvel þótt útreikningur minn hefði verið að áliti manna þar heima ónákvæmur (nfl. of hár), meðan ekki er þá heldur fyrir hendi nokk- ur sannreynd, byggð á almennri reynslu í land- inu, fyrir því að eg hafi á röngu að standa. — — Vegna þess að afleiðingin gat hugs- anlega orðið sú, að málið félli algerlega fyrir þau mótmæli, af því að það hafði í sér fólgna áður óþekkta og í byrjuninni talsvert kostbæra tilbreyting frá almennri venju, — en Isl. vana- fastir eins og kunnugt er — og var þá með þvf komið í veg fyrir möguleikarn til þess, að þjóð- in gæti notið þeirra hagsmuna, sem leiða kynnn af því, eða hefði kunnað að leiða af því, að málið kæmist til verklegra framkvæmda. — Og var þá framið eða gat verið framið voðalegt nlðingsverk gegn þjóðfélaginu í heild sinni, ef málið var eða er í sannleika eins þýðingarmikið fyrir hag landsmanna, og eg er sannfærður um að það er. I. Setjum nú svo til að byrja með, að hr. S. Þ. hefði rétt fyrir sér í því, að nýmjólkurpottur- inn sé nú sem stendur ekki nema 10 aura virði upp til sveita á Islandi, (í stað 12 aura eins og mér taldist til að hánn gæti orðið). En af því leiðir auðvitað ekki það, að hann geti ekki orðið 12 aura virði eða vel það með þeirri aðferð, sem eg hélt fram, sem sé með því að ná '/4—*/5 meira sméri úr mjólkinni en áð- ur, og jafnframt það, að gera vel verkað og út- gengilegt smér. Þetta ættu allir heilvita menn að getaskilið. Einmitt það, að nýmjólkurpotturinn er nú 10 aura virði á Islandi (og eg ætla að taka orð S. Þ. gild um að svo sé), þá er það hin greinilegasta sönnun fyrir þvl, að hann geti orðið að minnsta kosti 12 aura virði eða */ó meira, þegar úr honum fæst */s til ‘/4 meira smér en áður, og þar með betra heilnæmara og verðhærra smér en áður. Getur hinn háttvirti herra Sigurður Þórólfs- son ekki skilið þetta? — Það, að '/e er minni en r/s eða er nfl. eins víst að áliti manna hér, eins og það að 2 og 2 séu 4. Allt tjasið um það, að eg meti mjólkurpott- inn of hátt (n.fl. á 12 aura), er því, eins og allir sjá, marklaust bull langt fyrir utan umtals- efnið. Og nú bið eg menn að taka vel eptir — — I ritgerð minni í Þjóðólfi s. 1. vor, hélt eg engu frarn um það, hvers virði mjólkurpott- urinn væri nú á Islandi, og þessvegna átti ekki við, að reyna. neitt til að sýna fram á, að eg hefði gert það. En eg hélt þvl fram, sem sagt, að með nýrri, sérstakri aðferð við smér- gerð, meðal annars með notkun rjómaskilvind- unnar, mætti hafa svona mikið uppúr mjólkur- pottinum, semsé 12 aura, o. s. frv. — En rjóma- skilvindan er vél, sem höfð er til þess að ná rjómanum úr mjólkinni, undireins og hún kemur úr spenunum, og þarf þá aldrei að »setja» hana. Þessi vél er ef til vill sama áhaldið, og hr. S.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.