Þjóðólfur


Þjóðólfur - 02.05.1899, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 02.05.1899, Qupperneq 3
83 mann, mann, sem hefir frelsað marga af með- brœðrum sínum frá óbærilegum kvölum og líf- tjóni með sinni listfengu hendi og hnífnum, og þannig unnið oss ómetanlegt gagn. Maður þessi er Guðm. læknir Hannesson. En vér förum ekki nógu vel með þennan mann, vér látum hann hafa alltofmikið erfiði, og það liggur í augum uppi, að vér getum ekki notið hans lengi, ef vér ekki hlífum honum. Hann hlýtur annaðhvort að sllta kröptum sínum •of fljótt eða fara frá oss. — Sá sem iðulega þarf að farainní innyfli manna til að sækja mein og sulli og blöðrusteina o. s. frv., má ekki vera skjálfhentur af þreytu. Vér verðum því aö losa hann við héraðslæknisstörf hans og veita honum svo rifleg laun, að hann geti lifað áhyggjulausu lífi sem spítalalæknir á Akureyri. -- Vel veit eg það, að land vort er fátækt og þolir ekki óþörf útgjöld, en hér er ekki heldur um óþörf útgjöld að ræða, heldur einmitt um sparnað eða hve mörg mannslíf munu þurfa til þess að vega móti svo sem 3000 kr.? Eg veit eðlilega ekki, hve mörg mein er talin hafa verið ólæknanleg, og Guð- mundur hefur bætt, síðan hann kom til Akur- eyrar, en það veit eg, að menn hér í Þingeyjar- .sýslu, sem hann hefir frelsað frá kvölum og •dauða, jafnvel á einu ári, eru 3000 kr. virði. —, Eg er því viss um, að allir Norðlendingar, •og líklega fleiri, taka undir þá áskorun mína til alþingis, að það á næsta sumri veiti Guðro. lækni Hannessyni 3000 kr. laun sem spítalalækni ú Akureyri, og geri ráðstöfun til þess, að hér- aðslæknisembætti það, sem hann hefir hingað til þjónað, verði veitt öðrum manni. Eg vel taka það fram, að laun hans verða að vera svo há, að hann sé ekki neyddur til að taka mjög mikla borgun fyrir »operationir«, þegar fátæklingar eiga 1 hlut. — Því var tekið mjög þakksamlega afþjóðinni «g þjjð talið viturlega gert, þ»gar alþingi veitti ■Birni Ólafssyni laun sem augnlækni. Þessu mundi ekki tekið miður, að minnsta kosti af Norð- lendin'gum. — Grenjaðarstað, 4. aprfl 1899. B. Kristjánsson. Húsbrunar Hinn 20. marz brann til kaldra lcola íbúðarhús á Asgarði, skammt fyrir innan Þingeyri á Dýrafirði. Það var vátryggt. Enn varð húsbrúni á Sauðárkrók aðfaranótt- ina 14. f. m. Þá brann íbúðarhús Guðmundar Björnssonar trésmiðs, mikið hús og vandað. Mun þetta vera 5. timburhúsið, er brunnið hefur í Skaga- firði sfðan 1 fyrra vor, svo að þeir virðast ekki fara varlega með eldinn Skagfirðingarnir. Póstskipið „Laura“ fór héðan áleiðis til Hafnar í gær. Með: því sigldu ekkjufrú Hansen (Joh. Hansens kaupmanns), M. Olesen lyfsali og Haraldur Níelsson cand. theol., er fengið hefur 800 kr. styrk af dönskum sjóði til að fullkomna sig í hebreskri tungu suður á Þýzkalandi. Nýtt flugrit kvað nýlega hafa verið sent út um land frá Isafoldarprentsmiðju, en farið af- ar dult með það hér í bænum og nærlendis, því að höfundarnir munu ekki hafa ætlazt til þess, að andstæðingar þeirra hér hefðu nokkra hugmynd um tilveru þess nú fyrst um sinn. Þetta er ekki fyrsta skiptið, sem Valtýsliðar skríða í skuggan- um og skjótast út með speki sína, eins og kerl- ingar með þýfi undir svunturini. Pési þessi heit- ir »Ráðgjafinn á þingi — stjórnartilboðið 1897«. Þessu hefur Þjóðólfur komizt að, þótt hann ætti sjálfsagt ekki að vita það svona fljótt. Og hann getur meira að segja lýst því, hvernig pésinn er 1 hátt. Það er einskonar barnalærdómskver með spurningum og svörum og ritningin sem byggt er á er Valtýskan, og spámaðurinn er auðvitað Valtýr sjálfur, sem ætlar að skáka þarna þjóð- inni með peðunum sínum. Verður peðringur þessi tekinn til nánari athugunar í næsta blaði, þótt hann naumast eigi það skilið. En ólíklegt er, að nokkur skynsamur maður láti blekkjast af þessum »katekismus«, jafn hlutdrægnislega og álappalega, sem hann er ritaður. Kolaskip kom loks í gær til Brydes- verzlunar, og var þess full þörf, þótt fyr hefði verið, því að bæjarmenn hafa langa hríð verið í mestu vandræðum, sakir kolaleysis. Mannalát. Hinn 13. f. m. lézt úr heila- blóðfalli húsfrú Gudrún Sigurðardóttir, einkadóttir Sigurðar bónda Sigurðssonar á Seljalandi undir Eyjafjöllum 25 ára gömul; var í hjónabandi hálft annað ár, og lætur eptir sig 1 barn. Hún var atgerviskona og vel látin. Hinn 4. f. m. andaðist úr lungnatæringu Einar Snorrason verzlunarmaður á Isafirði, sonur Snorra heit. Pálssonar verzlunarstjóra á Siglufirði, á þrítugs aldri. Hinn 7. f. m. andaðist að Króki í Hróarsholts- hverfi Sveinn Sveinsson, 96 ára gamall. Hann var fæddur í Súluholti í Hróarsholtssókn árið 1803, bjó lengi og vel í Kotleysu í Stokkseyrarhreppi, var fjáður vel, glaðsinna, greiðvikinn og greindur vel. Hann hafði alla æfi verið heilsuhraustur, þangað til fyrir rúmu ári síðan, að hann lagðist í rúmið af gigt. Sjón, heyrn og heilbrigðum sálarkröptum hélt hann að heita mátti fram í andlátið. Að öllum líkindum hefur hann verið elztur manna hér í sýslu. (Ó. S.) Með „Lauru" hef eg nú fengið hina margþráðu Xlíristaslcó ásamt miklum birgðum af alls konar VÖIld.'ílð 11511 og ódýrum skófatnaði. Rafn Sigurðsson. Þakkarávarp Eg undirritaður finn mér bæði ljúft og skylt, að votta opinberlega mitt innilegasta þakklæti heiðurs- hjónunum: Magnúsi organista Jónssyni og Helgu ljósmóður Indriðadóttur í Gilhaga í Skagafirði og sömuleiðis hjónunum Indriða Árnasyni og Sigurlaugu Isleifsdóttur samastaðar fyrir þá velvild og stöku aðhjúkrun, sem þau sýndu móður minni sálugu, ekkjunni Guðbjörgu Árnadóttur, sem dvaldi hjá þeim síðustu æfiár sín og lá þar nærfelt árlanga sjúkdómslegu, sem leiddi hana til dauða síðastl. haust á áttra;ðisaldri. Allan þann tíma, sem hún dvaldi hjá þeim, breyttu þau við hana, eins og hún væri móðir þeirra eða systir, án þess að taka nema mjög lítið endurgjald fyrir, enda þótt hún væri þeirn vanda- laus, og að síðustu önnuðust þau hana hina löngu sjúkdómslegu, ún þess að vilja nokkra borgun þiggja —En þótt eg eigi gæti goldið þeim hina ágætu framkomu við móður mína sál, peningalega, eins og þau verðskulduðu en þáðu ekki, þá hef eg þó lítilfjörlegt gjald, er eg bið þau að þiggja og það er hreint og innilegt þakklæti og hlýr vinar- hugur. Eyvindarstöðum í Blöndudal 6. apr. 1899 Jón Porsteinsson. Hálf jörðin ÚTVERK á Skeiðum fæst til kaups nú þegar en ábúðar í fardög- um 1900. Gunnl. Þorsteinsson á Kiðjabergi sent- ur um kaupin. Kristján Þorgrímsson s e 1 u r: ELDAVÉLAR og OFNA frá beztu verksmiðju í Danmörku fyrir innkaups- verð, að viðbættri fragt. Þeir, sem vilja panta þessar vörur, þurfa ekki að borga þær fyrirfram; aðeins lítinn hluta til tryggingar þvf, að þær verði keyptar, þegar þær koma. Til heimalitunar HarOindi mikil eru sögð af Vestur- og Norðurlandi, og útlitið hið voðalegasta með skepnuhöld. j Dýrafirði var t. d. farið að reka fé út á gaddinn í byrjun f. m. í Eyrarsveit og víðar á Snæfellsnesi var farið að skera fé niður, ■og úr Strandasýslu sunnanverðri ætluðu menn að reka fé sttður f Borgarfjörð upp á von og óvon, •enda þótt lítið væri þar um haga. Úr Skaga- firði er skrifað 17- f. m., að margirséu þar orðn- ir mjög tæpstaddir með hey, en ekki talað þó um nein veruleg vandræði. Nú síðustu dagana hefur tíð batnað svo hér syðra, að líkindi eru til, að sá bati nái yfir allt land, og stórfellir verði •eigi, svo framarlega sem úrkomur og hlýindi haldast áfram, sem vonandi er úr þessu. Hafís meðfram ströndum landsins hefur ekki verið að neinu ráði; að minnsta kosti hefur hann ekki hindrað skipaferðir, að því er spurzt hefur. Þeir sem vilja taka að sér umsjón gistihússins „ Valhallar“ á Þingvöllumísum- ar og hafa þar á hendi veitingar handa ferðarnónnum, verða að semja við oss undir- ritaða fyrir 20. maí nœstk. Húsið verður albúið til notkuna? um eða fyrir miðjanjúní. Stjórn „Skdlaftlagsins", Rvík 20. apr. i8()<). Sigfús Eymundsson, Tryggvi Gunnarsson, Hannes Þorsteinsson. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. viljum vér sérstaklega ráða mönnum til að að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun„ enda taka þeir öllum öðrum litum fram bæði að gæðum og litarfegurð, Sérhver, sem notar vora liti, má öruggur treysta þvf, að vel muni gefast. í stað hellulits viljum vér ráða mönn- um til að nota heldur vort svonefnda „Castorsvart“, því sá litur er miklu fegurr og haldbetri, en nokkur annar svartur litur. Leiðarvísir á íslenzku fylgir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Buchs Farvefabrik, Studiestræde 32, Köbenhavn.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.