Þjóðólfur


Þjóðólfur - 02.06.1899, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 02.06.1899, Qupperneq 1
Þ JÓÐÓLFUR. 51. árg. Reykjavík, föstudaginn 2. júní 1899. Nr. 26. wr T H u L E er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður, þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE er stjómað undir yfirumsjón sænsku rtkisstjórnar- innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs- manninum. BERNHARÐ LAXDAL, Parteksfirði. Fregnir úr Rangárþingi. Óviðurkvæmilegt atferli. Marga mun hafa furðað mjög á því, hve • skyndilega Sighvatur dbrm. Arnason sagði af sér þingmennsku hjá Rangæingum, og hugðu menn, að þar gæti naumast verið allt með feldu, enda barst þá þegar hingað suður orðasveimur um, að sýslunefndin hefði átt drjúgan þátt í því, að Sig- hvatur vék burtu, einmitt þá er stzt skyldi og flokksmönnum sínura að óvörum, er treystu því, að hann mundi að sjálfsögðu sitja á næsta þingi, svo framarlega sem hann væri nokkumveginn hress á sál og Hkama, eins og hann er enn, þótt hann sé allmjög hniginn að aldri. Graf- skript sú, er ísafold samdi um Sighvat gamla við þetta tækifæri varð að brennheitu þakkarávarpi tii hans fyrir þessa makalausu hugulsemi hans við kjósendur stna að rýma nú þegar sæti fyrir nýjum manni, er kjósendunum væri bet- ur að skapi í pólitíkinni, og var þá um leið gef- ið ótvlræðilega í skyn, að Sighvatur hefði breytt skoðun sinni í stjórnarskrármálinu, og hefði upp ú síðkastið hallast Valtýsmeginn, en eigi kunnað við að verða liðhlaupi á síðasta þinginu, er hann :sæti. En vér höfum áreiðanlegar sannanir fyrir þvl, og fulla heimild til að lýsa því yfir í Sighvats nafni, að þetta er tilhæfulaus uppspuni blaðsins og óviðurkvæmilegar getsakir gegn jafn samvizku- sömum og stefnuföstum manni, sem Sighvatur gamli hefur jafnan verið. Þingmennsku-uppsögn hans stóð ekki í neinu sambandi við skoðana- ■skipti eða hringl frá hans hálfu, heldur mun hún eingöngu hafa átt rót sína að rekja til undirróð- urs einstakra manna, er unnið hafa að því 1 laumi að víkja Sighvati svo lltið bæri á úr því sæti, er hann hafði fyllt með sórna svo langan .aldur og koma þar að einhverjum nýgræðingi, er orðið gæti atkvæðatól í höndum Valtýsklíkunn- ar. Að þetta sé ekki alveg gripið úr lausu lopti sýnir bréf Irá merkum manni í Rangárþingi, er virðist vera nákunnugur öllum málavöxtum í und- irróðri þeim, er þar hefur verið beitt. Bréfið er ■ds. 24. f. m., en nöfnum einstakra manna erhér að rnestu leyti sleppt úr því. En bréfið er svo látandi: »Háttvirti ritstjóri! Eg sé af heiðruðu blaði yðar 28. f. m. (þ. -e. apríl), að þér hafið *'1ieyrt einhvem ávæning um, að sýslunefnd vor muni hafa haft hönd í bagga með þingmennskuuppgjöf hins aldraða og mikils metna þingmanns okkar, Sighvatar Árna- sonar. Og það er víst fyllilega rétt, að svo hef- ur verið, þótt hvorki Sighvatur né aðrir sýslu- nefndarmenn hafi haldið þvi mjög á lopti. Menn vilja auðsjáanlega sem minnstum þettatala, og þagga það niður. En það get eg sagt með sanni, að víða hér í sýslu er alrnenn gremja yfir þvl, hvern- ig sýslunefndin hafi farið að ráði sinu. En eigi kom það flatt upp á alla sýslubúa, að svona skyldi fara, því að sannspurt hef eg það, að síð- an snemma í vetur hafi gengið bréf á milli nokk- urra málsmetandi manna hér i sýslunni og ein- hverrar kliku í Reykjavík, sem kennd er við dr. Valtý, og hafi tilgangurinn verið sá að fá Sig- hvat til að segja af sér, svo að hann yrði ekki þrándur í götu fyrir Valtýsstefnunni á næsta þingi. Er þá sagt, að einhver einn eða fleiri hafi skorað á amtmann Norðlendinga, sem hér er mörgum að góðu kunnur, að gefa kost á sér til þingmanns, ef Sighvatur færi, en hann hafi neitað að verða við þeirri ósk, ekki þótt póli- tikin nógu árennileg til að varpa sér út í hana að nýju nú þegar. En þessir herrar voru ekki af baki dottnir við þetta. Þeir fóru að láta það berast út, að allur þorri kjósenda væri óðum að hverfa trá hinni fyrri skoðun sinni í stjórnarskrár- málinu og kominn á Valtýsband og unnunáttur- lega að þvf í laumi, að svo yrði. Um Þórð alþm. í Hala vissu þeir, að þeir mundu ekki fá hann til að leggja niður þingmennsku, en um Sighvat voru þeir ekki vonlausir, af því að hann er orðinn maður gamall, og því ekki jafn kjarkmikill sem á yngri árum. En nú var hver stundin dýrmæt. Svo var haldinn sýslunefndarfundur á Stórólfs- hvoli, en þingmennirnir báðir eru í sýslunefnd. Gengur sú saga hér um sveitir, að þá hafi einn mikilsháttar maður og miklu ráðandi tekið hvern sýslunefndarmann tali í einrúmi og reynt að telja þeim trú um, að nú skyldu þeir skora á Sighvat að segja af sér. En þetta fékk í fyrstu mjög daufar undirtektir, og vildu fáir til þess verða. Til þess að láta ekki þar við lenda, var einn mjúkmáll og vel þokkaður nefndarmaður fenginntilað tala í laumi við Sighvat og fáhann til að segja af sér, en hann tók þá þvert fyrir það, og kvaðst hvergi víkja mundi, því að hann kvaðst ekki vita, að hann hefði í neinu brotið af sér hylli kjósenda sinna, og mundi fylgja sinni sannfæringu á næsta þingi sem fyr. Nú voru góð ráð dýr. En hinir voru ekki uppgefn- ir, því að sagt er, að þá hafi þrír í senn hert að Sighvati, og hvernig sem orð hafa fallið þeirra á millum, þá er svo mikið víst, að þeir gátu unnið biibug á gamla manninum, líklega af því að hann hefur orðið reiður yfir allri þess- ari aðferð, og lofað því l »fússi« að hann skyldi þá ekki verða þeim til fyrirstöðu lengur. Þá er fundi var lokið og Þórður alþm. riðinn burtu, — því að hann var ekkert við þetta riðinn og vissi víst ekkert um það — þá bar formaður upp til atkvæða að skora skyldi á Sighvat og varð þá allur þorri nefndarmanna með þeirri uppástungu. — Því næst var farið að ræða um, hver þing- mannsefni væru líklegust, og stóð þá upp einn kunningi sýslumanns (sýslunm. Holtahrepps að sögn) og sagði, að þarna hefðu þeir nú eitt og spurði, hvort sýslumaður mundi ekki vilja gefa kost á sér, og tók hann fremur ljúft undir það, ef hann fengi áskoranir um það. Og er roælt, að honum hafi ekki verið alls ókunn- ugt um gang málsins. Var svo gengið af þtngi. Svona er sagan sögð hér um sveitir og munu aðalatriði hennar öll sönn. Mælast þessar til- tektir rnjög illa fyrir, og þykir mörgum, sem sýslunefndin hafi enga heimild haft til'að sletta sér fram í þetta mál á þennan hátt. Og svo mikil mannræna er þó enn í Rangæingum, að þeir munu skipa liði sínu enn þéttar en ella til að steypa þingmannsefni Valtýsmanna, sýslumann- inum, en styðja hitt: séra Eggert á Breiðabólstað, sem er eindreginn mótstöðumaður Valtýskunnar, þótt eg fullyrði ekkert urn, að hann sé »bene- dizkur« eins og Isafold kallar hann, um leið og hún er að hnýta í hann, eins og hennar er von og vísa. Það eru til milliliðir milli Bened. og Valtýs. En aðalatriðið á komandi þingi verður líklega þetta m e ð eða m ó t i V. Og eg veit með vissu, að séra Eggert er þar á móti, þótt sumir séu að breiða það útum hann, til að fleka fólk, að hann sé valtýskur. En það eru hrein ósann- indi. Og eg veit einnig, að hann á marga fylg- ismenn vlðar en 1 sínu prestakalli. Eins og nú stendur er sannleikurinn sá, að meiri hluti Eyja- fjallahreppanna, Landeyjahreppanna, Áshrepps, Hvolhrepps og auðvitað Fljótshlíðarhrepps er honurn fylgjandi fremur en sýslumanni, bæði per- sónulega og í skoðunum, en fullkomlega vissa mun sýslumaður ekki eiga nemaLandmannahrepp, þar sem hans góði vinur Eyjólfur í Hvammi á sæti og Holtahrepp og Rangárvallahrepp, en þó held eg, að setja megi? við þá. Auðvitað er enn ekki víst, hvor hlutskarpari verður. En ept- ir því sem nú áhorfist mun nokkuð snemmt fyr- ir sýslumann og fylgjendur hans að telja sér sig- urinn vísan, , hvað sem »ísafold« segir um þau boðorð. Og það eitt er víst, að þá er ekki unnt að hleypa kergju og kappi í Rangæinga, ef atvikin við uppsögn Sighvats gera það ekki, því að Sighvatur er og hefur jafnan verið bæði vin- sæll og rnikils metinn maður í sínu héraði, og það væri skömrn fyrir sýslubúa' hans, ef undir- róður einstakra manna gegn honum næði tilgangi sínum. Eg get naumast trúað því, að Rangæing- ar láti þá vanvirðu af sér spyrjast, einkum þá er álitlegt þingmannsefni er í boði, þar sem séra Eggert er, einbeittur maður og stefnufastur, vand- aður og vel rnáli farinn«.... Þetta ítarlega og hóglega ritaða bréf þarfn- ast engra frekari skýringa frá vorri hálfu. Það bregður dálítið einkennilegu ljósi yfir atferli þess- ara Valtýsliða, bæði klíkunnar hans hér í bæn- um og annarstaðar. Fylkið þvi liði ykkar sleitu- laust, þér Rangæingar og látið það ásannast í verkinu, að það hafi eigi verið yðar vilji, að Sig- hvatur varð að vikja úr þingmannssæti. Þér getið ekki bætt betur úu þessu, en orðið er, eða gert honum meiri ánægju á gamalsaldri en þá, að kjósa mann úr hans flokki. Það er sá mesti sigur, sem hann getur fengið, og þá uppreisn eruð

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.