Þjóðólfur - 09.06.1899, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.06.1899, Blaðsíða 2
I IO fél. heldur en til að stríða móti ofurmagni henn- ar, strita við óvidrádanleg náttúruöfl. — Og hr. Ey- úlfi „virðist" grundvallarhugsun mín þessi: »Þegar lönd spillast af náttúrunnar völdum, ætti ekki að strita neitt við að stemma stigu fyrir því, heldur lofa þeim að fara forgörðum, eins og verkast vill, yfirgefa slík lönd og kaupa önnur, þótt pað sýni sig berle^a, aðlönd þau sem þannigeru yfirgefin, séu margfalt betri en þau, sem fáan- leg eru til kaups, og að margfalt minna fé þurfi til að að verjast sþjöllunum, en til að gera slík lönd jafn verðmikil". Hvert orð er hér svo andstætt orðum mínum og hugsun, að maður með heilbrigðri skynsemi getur naumast rangfært svona óviljandi. Og allar röksemdir höf. (á 6 saurdálkum) eru jafn-fjarstæðar efni greinar minnar. Hann tekur dæmi af bónda, er láti allt ganga úr sér, en geri ekki að neinu, honum muni tæplega vel farnast. En til að hrekja mín orð, hefði hr. E þurft að sanna, að þeim bónda gæti hæglega famast vel, er sífellt væri að stríða við ofurefli sitt, starfaði að því einu, er engan ávöxt bæri! Og skemmd- ir geta vel verið þess eðlis, að ráðlegra sé að út- vega annað nýtt, en að lappa á hið skemmda. Móti dæmum þeim, er eg nefndi, færir E. G. þá grílu, að vatnsflóð geti velt um koll öllum mann- virkjunum. »DáIitla sprænu«(!!) kallar hann þó stærstu ána af þeim, er eg nefndi. Eðlilegt kann það að vera, að sandfælnum Landmanni detti í hug kák á sandi byggt, en hér mundi enginn hugsa né framkvæma þannig. Eins er líklegt, að að sjóndepra sú, er hr. E. eignar mér, stafi af áhrifum sandmisturs á augu hans. Aldrei hefi eg lagt á móti tilraunum til að hepta sandfok né aðar skemmdirþar sem það er „vel hœgt“. En að Landmenn svo árum skiptir (1895—99) lÍRgja með fé það ónotað, er þeim hef- ur verið veitt til sandgræðslu, bendir ekki til þess, að tilraunirnar þar hafi þótt bera mjög glæsilega ávexti, eða að mikið sé í húfi, þó íramkvæmdirn- ar dragist. Hr. E. G. vísar til 2 ritg. eptir sig til vitnis um, hvað gert hafi verið. Sjáum til: Skýrslan frá 1894 ber með sér, að tilraunirnar hafa mis- heppnazt, að hepting sandfoks í stórum stíl muni óframkvæmanleg eptir ástæðum, og — að form. framfarafél. Landm. hr. (E. G.) biður „allra-virðing- arfyllst" um meira fé til tilrauna-framhalds. En í bréfinu frá 1896 getur hr. E. G. þess, að sand- varnarframkvæmdirFrffél. Lmhr. sé 132 faðm. grjót- garðs, er kostað hafi 45 au. faðmurinn. Skyldi engum detta það I hug, að »verkið muni líka vera eptir því«? Annað er ekki á því að græða um á- rangur sandgræðslutilraunanna, nema hvað hr E. G. er að barma sér út af því, að sér sé „sendar háð- glósur og móðgandi hnífilyrði" fyrir starf sitt í „sandfokshindrunarmálinu". Líklega álítur hann sér skylt að rétta þessa hnífla „til þess næsta“, hvað sem verðskuldun líður, því hann gagn-krydd- ar alla grein sína með hnífilyrðum til höf. „Land- náms" í »Þjóð«. Hreppa-samanburður E. G. bendir á, að ver- ið sé að villa lesendum sjónir. Það er einungis borinn saman búpcning^fjölditm (hvenær, sézt eigi). Eg hefi eigi Stjórnartíð. við hendina (hefi aldrei verið neinn landstjórnar-rófuliður), og læt svo vera, að höf. kurmi að fara rétt með tölumar eptir nýustu skýrslum. En býli eru talsvert fleiri þar en hér, og hundraðatala (eptir Jb. i86x) er miklu meiri þar (þó semja hafi orðið sérstök lög til aðlækka eða fella úr mati sandeyddar jarð- ir þar, þá eru þær líklega enn „ mikiIs-virði “!). Allar byggðar jarðir þar, eru landbúnaðarjarðir, en 'U jarða í þessum tveimur hreppum hér, eru sjávarbýli, eða jarðir, sem 1861 hafa verið metnar eptir veiðiskapar-notum, sem nú eru horfin eða í utansveitarmannahöndum. Nokkrar beztu land- búnaðarjarðirnar hér, eru (og hafa verið) í eign og ábúð utansveitarmanna (Þerney, Brautarholt, o. fl.) er engan fénað telja hér. Höf. kannast má- ske við Artún; jörðin er2o,9 hundr., en gefur naum- ast af séreitt kýrfóður. Matið miðast við laxveið- ina. Það er því nálægt »/3 býla og hndr. tals í Mosf. og Kjal. sem búpeninginn bera að mestu. Og auk þess og ekki sízt ber þess að gæta, að eptir þeim sýnishornum af búpeningi Landm. og Rangárv. hreppa, er hér hafa sézt, er ein kind hér eins góð og tvær þar, og 3 kýr hér á við 4 þaðan. Að verðmæti er því þessi búpeningur litlu minni hér en í sandhreppunum, eh miklu meiri að tiltölu við stærð og fjölda jarðanna, er honum framfleyta. Samanburður hrossafjöldans sýnir bezt mismun erfiðleikanna á samgöngum og aðdráttum, og þó eru hross hér fleiri en til aðdrátta þurfa, sökum þess að svo hægt er að ala þau upp (t. d. á Kjalarnesi). Hvergi hefi eg vefengt, að hinir sandskemmdu hreppar Rangárv. sýslu væru „mikils virði". En á þvl get eg frætt höf., að þótt vel sé byrjað á túnaræktun hér, er þó svo mikið og gott land óræktað, óunnið, í þessum 2 hr., að það mundi, er það væri komið í rækt framfleyta miklu meiri búpeningi (að verðmæti) en þeim, er hr. E. G. nú telur í sandhreppum Rangárv. syslu. Og vonandi er þótt sandarnir þar kunni að reynast „óviðráðanlegir", að þær sveitir eyðist eigi örai en hér gengi að rækta löndin í staðinn. Hr. E. segir að alstaðar mætti hepta sandfok „væri nóg fé tyrir hendi". — „Ef svo væri og bæri" sagði líka kerlingin, og skal eg láta þau ein um þetta. Sú hugsjón, sem kemur fram í „Landnámi" í „Þjóð." hlýtur að verða viðurkennd, og sann- leiki sá, er í því felst staðfestur af rás viðburð- anna. & * * Hver skyldi annars vera meiningin með rit- gerðum af líku tagi sem þessi grein hr. E. G er? Að rangfæra orð og meiningu óviðkomandi manns til að geta látizt vera að verja hérað sitt fyrír árásum, sem. ástæðulaust eru eignaðar hin- um ímyndaða mótstöðumanni, og fara svo með þessa „vöru“ í annað blað til að villa sem flest- u m sjónir, því sumir kunna þá síður að sjá báð- ar hliðar málsins; hvað á að segja um sllkt? í þessu tilfelli getur tilgangurinn varla vérið sá, að blekkja hinn ímyndaða mótstöðumann (mig). Og einfeldnislegt væri það, að ætla sér að „slá sér . upp“ á því í augum héraðsbúa. Það væri miklu fremur ástæða til að ætla, að það stór-hneykslaði Rangvellinga, ef draga mætti þá ályktun afþess- ari framkomu hr. E. G., að hann áliti þá, íbúa söguhéraðsins fræga/orðna svo sandorpna og úrkynjaða, að þeim mætti allt bjóða, eða að þeir læsu einungis óþjóðlegasta þlaðið. Gröf, langafrjádag, 1899. Björn Bjórnsson. Þingmálafundur Vopnfirðinga. Hinn 29. f. m. var í stjórnarskrármálinu samþykkt á þingmálafundi á Vopnafirði eptir- fylgjandi tillaga: »Fundurinn skorar á þingmenn sýslunnar að fylgja því fram af ýtrustu kröptum, að samþykkt verði á þinginu í sumar hið endur- skoðaðastjómarskrárfrumvarp,sem samþykkt var á alþingi 1885 og 1893, og ef ekki fæst samkomu- lag um það, að gæta þessa alVarlega, að sam- þykkja eigi nokkra þá miðlun, er skerði lands- réttindi vor, eða verði þjóðinni til hindrunar í stjórnarskrárbaráttu vorri, sem væntanlega verð- ur háð framvegis, ef stjórnin heldur áfram að synja oss um eðlileg stjórnarréttindi. Það skal sérstaklega tekið fram, að fundurinn er alger- lega mótfallinn frv. þingmanns Vestmanneyinga, eins og hann heldur ekki er ánægður með það, eins og það var orðað með breytingum efri deild- ar«. Samþ. með 21 atkv. kosningarbærra manna gegn x. Unx 70 alls á fundi. Varatillaga: Fái þingmenn sýslunnar hvorki endurskoð- unarfrumv. samþykkt né tvarnað því, að frumv. þingm. Vestmauneyiuga verði samþykkt, þáreyni þeir að koma inn í það þeim ákvæðum, sem tryggi þinginu að fullu fjárveitingarvaldið. Sam- þykkt með 22 atkv. * * $ :[: :[: # * Eins og fundarályktun þessi ber með sér, er hún allítarleg og ákveðin. Vopnfirðingar hafa þar skákað Seyðfirðingum. Eptir því, sem skrif- að er af merkum manni á Seyðisfirði 31. f. m., var fundarnefnan þar á Fjarðaröldu 24. f. m. ekki á marga fiska, því að þar smöluðu þeir sýslumaður og ritstj. Bjarka aðeins sínum mönn- um, en enginn kom þangað ofan úrHéraði. Svo hafði ritstj. Bjarka skotizt norður á Vopnafjörð til að »passa upp á« Valtýskuna þar, en þá fór hún svona út urn þúfur, eins og sjá má, og hörf- aði ritstj. aptur heim syo búinn og sagði sínar farir eigi sléttar. Það er eins og það sé ein- hver fyrirmunun yfir þvf, að Valtýskunni skuli farnast einna verst í þeim kjördæmum, þar sem »Þjóðviljinn« og »Bjarki« eiga heimilisfang. Stúdentar í Höfn og Valtýskan. Þjóðólfi hefur borizt svolátandi fundarályktun: Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn hefur á fundi sínum 20. þ. m. samþykkt svo hljóðandi áskorun : »Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn skorar á alþingi, að aðhyllast engar aðrar stjórn- arskrárbreytingar, en þær einar, sem efla innlenda stjórn á Islandi sjálfu, —jafnt framkvæmdarvald, sem löggjafarvald,— og að losa sérmál íslands undan rfkisráðinu danska, samkvæmt landsrétt- indum vorum. Stjórnartilboðið frá 1897 miðar að engú leyti í þá átt, og skorar því félagið fastlega á þingmenn, að hafna þvl með öllu«. Kaupmannahöfn 27. maí 1899. I stjórn félagsins: Jón Þorláksson. Halldór Hermannsson. Bjarni Jónsson. ■■■■ * í{: '■[: :[: :[: :[: :[: ■[: Eigi hefur Valtýskan marga áhangendur meðal hinna ungu námsmanna vorra í Höfn, samkvæmt þessari fundarályktun. Er mælt, að að eins e i n n — segi og skrifi einn — hafi greitt atkvæði með henni. Lítið er betra en ekki. Jiitstj. ísafold skræklr. Alveg staðuppgefin er »ísafold« nú orðin í skammaleiðangri þeirn, er hún hóf gegnÞjóð- ólfi í f. m., því að nú síðast hefir hún lát- ið einhvern ónafngreindan vikapilt sinn setja saman þvætting um Þjóðólf, og séu ekki ritstjór- arnir sjálfir höt. þessarar dellu, þá lítur helzt út fyrir, að, það sé »Kjósarostur« sá, er nefndurvar í Þjóðólfi 19. maí, því að einmitt um það tölu- blað snýst þessi ísafoldargrein. Höf. er nefnil. að vandræðast út af því, hve óþyrmilega Þjóð- ólfur hafi tekið ofan 1 lurginn á »ísaf.« í það sinn. Getur vel verið að svo sé, en þá er eng- inn virðist hafa mannrænu eða þrek í sér til að sýna fram á ósvífni og rangfærslu »ísaf.« á réttu máli, þá hefur Þjóðólfur sannleikans og sann- giminnar vegna ekki getað leitt þegjandi hjá sér hvern ósómann, sem »ísaf.« hefur dirfzt, að bjóða lesendum sínum, og vér erum vissir um, að landsmenn yfirleitt hljóta að vera honum þakklátir fyrir þær áminningar, er hann hefur veitt Isafoldarmönnunum, því að fólk sér, að það er brýn nauðsyn. »Det skal skarp Lud til skurvede Hoveder«, þar sem »ísaf.« á hlut að máli, oghefðihenni jafnanhaldiztalltuppióátalið, þá væri blaðamennska hér á landi orðin harla fyrirlitleg og vesaldarleg. Þá væri landinu borg- ið eða hitt þó heldur, ef allir blaðamenn spiluðu á sömu nóturnar sem »ísaf.«. Sem betur fer hef- ur henni þó ekki tekizt að spilla svo smekkvísi og heilbrigðri skynsemi almennings, að hann viti ekki og viðurkenni á hvern bekk hann eigi að skipa því blaði. Þjóðólf vantar ekkert ann- að en nógu mikið rúm til að tæta Isafold og allarþvættituggurhennarsvosundur ögn fyrirögn,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.