Þjóðólfur - 09.06.1899, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 09.06.1899, Blaðsíða 4
48 Sagradavín er búið til úr viði (Cascara sagrada) frá Kalifomíu. Öllum helztu lœknum heimsins kemur saman um, að b'órkurinn af pessum við, sem notaður er í Sagradavínið sé hið bezta hœgðalyf og meltmgarlyf og hið óskaðlega'ita og sem verki án allra ópœginda. Þetta vottaþeir herrar Dr. og prófessor Senator í Berlin, Dr. prófessor R.Massine í Basel, Dr. J. Elfers, Dr. Thompson, Dr. Lockwood, Dr. Orr og Dr. Fletcher- Horne í Lundúnum, Ennfremur Dr. William Craig í Edinborg, Dr. I. G. Eymer í París, Dr. Geo. w. Swartí Nýju-Jórvík og fleiri. Sagradavín er mjög þægilegt á bragðið, verkar hægt og án óþœginda. Ef pað er tekið inn opt og í smáum skömtum má al- veg koma viðvarandi reglu á hœgðirnar og mellingarfœrin skemmast ekki af pessu lyfi, eins og af mórgum 'óðrum lyfum, sem boðin eru til s'ólu, en styrkjast einmitt við petta lyf. Sagradavínið verkar nokkuð seint og finnur maður fyrst til verkunar þess eptir nokkrar klukkustundir. Dr. Senator ráðleggur að gefa fullorðnum hálfa teskeið prisvar á dag og heila teskeið jafnopt, ef lyfið á að verka mikið og b'órnum má gefa hálfa teskeið jafn opt. Dr. Bundy segir, að lyf þetta verki betur og varanlegar í m'órgum og smáum inngj'ófum. Sagradavínið á að taka inn þegar eptir máltíðir og áður en gengið er til hvílu. Maltextrakt með jámi og kína er hið bezta lyf gegn allskonar veiklun t. d. taugaveiklun, veiklun eptir barnaveiki, taugaveiki o. s. frv. Nota læknar þetta lyf mjög mikið sem almennt styrkingarlyf gegn hverskonar veiklun sem er og ekki sízt gegn veiklan maga-tauga-kerfisins, við h'óf- uðsvima, veiklun á sinninu o. fl. Fullorðnir taki eina matskeið 3—4 sinnum á dag, börn eina teskeið 2—3 sinnum á dag. Menn varist að neyta þess matar, sem er súr eða Jeitur, þegar þetta lyf er notað, en neyta skal þess fæðis, sem er kjarngott en auðmelt. Ótal vottorð eru til um ágæti þessara lyfja, sem þeim eru í té látin, sem óska þess. Liebes lyfjaverksmiðja.sem býr til bæði þessi lyf hefur fengið 14. heiðursmerki og er stofnuð 1866. Er Liebes verksmiðja þekkt um allan heim. Liebes-Sagradavín kostar . ... .............................................................kr. 1,50 flaskan. Liebes-Maltextrakt með jámi og kína kostar...............................................................kr. 1,15 flaskan. Þeir sem vilja gerast útsölumenn þessara lyfja á verzlunarstöðum umhverfis landið geri svo vel að gefa sig fram. Einkas'ólu fyrir ísland hefur undirskrifaður Björn Kristjánsson. Rqykjavík. 18 Frá kirkjugarðinum var gott útsýni yfir bæinn og Arn- aldur notaði strax tækifærið til þess að teikna mynd af honum og kirkjunni með hinum kynlega turni. En þoka sú, sem hvíldi yfir bænum, náði einnig þangað, þótt Arnaldur gæti séð sólina skína á nálæga fjallatinda. Nú var aptur farið að hringja gömlu, rifnu kirkjuklukkunni og unga stúlkan þaut á fætur, þurkaði tárin úr augum sér og benti vingjarnlega hinum unga manni að fylgja sér. Arnaldur kom þegar í stað. „Nú megum við ekki syrgja meira", sagði hún brosandi, „nú er verið að hringja og bráðum verður farið að dansa. Þér hafið víst haldið í dag, að í Germelshausen væri tóm dauð- ýfii, en í kvöld munuð þér sjá að það er ekki svo“. „Hvernig stendur á því, að enginn maður kemur útúr kirkjunni, þótt hringt sé til útgöngu“? spurði Arnaldur. „Það er mjög eðiilegt" svaraði stúlkan hlæjandi „af því að enginn fer inn, jafnvel ekki presturinn sjálfur. Það er einung- is gamli kirkjuvörðurinn, sem ekki ann sér neinnar hvíldar, held- ur hringir til og frá kirkju, eins og venjulega". „Og fer þá enginn til kirkju"? „Nei, hvorki til rnessu eða skripta" vér eigum í deilum við biskupinn og hann hefur bannað oss að koma þangað, þar til vér hlýðum honum". „Það hefi eg aldrei áður heyrt getið um“. „Það er einnig mjög langt síðan" sagði stúlkan kæruleys- islega, „sjáið þér, þarna kemur kirkjuvörðurinn aleinn út ú? kirkjunni; hann fer heldur ekki í veitingahúsið, en situr aleinn heima". „Er það presturinn, sem kemur þarna"? *9 „Já, það held eg, hann er hinn kátasti af öllum, honum fellur ekki svo þungt, þó eitthvað gangi á". „En hvenær hefur allt þetta orðið"? spurði Arnaldur, sem dáðist meir og meir að því með hve mikilli einurð hún minntist á söguna, sem hún var að segja frá. „Já, það er nú !öng saga að segja frá því, en presturinn hefur skrifað það allt í stóra, þykka bók. Ef þér kunnið latínu og yður þykir gaman að því, getið þér sjálfsagt fengið að lesa hana, en minnist þér ekki á það í áheyrn föður míns, því að hann vill ekkert heyra um það talað. Sjáið þér, nú koma menn og konur þegar út úr húsunum. Eg verð að flýta mér heim og hafa fataskipti — eg vil ekki gjarnan vera hinslðasta". „Og fyrsta dansinn, Geirþrúður?" „Dansa eg við yður, því hef eg lofað" Þau gengu nú bæði hratt aptur til þorpsins og var þar nú allt öðru vísi um að litast, en um morguninn. Alstaðar sáust hópar af hlæjar.di og fagurlega búnum meyjum og mönnum í spariföt.um sínum og blómfestar héngu niður úr gluggum veitingahússins, og yfir dyrunum voru tveir stórir sig- urbogar, sem mynduðu nokkurs konar tignarhlið. Úr því allir aðrir voru í hátíðabúningi gat Arnaldur ekki sætt sig við að koma fram í hinum slitnu ferðafötum sínum og tók því spariföt sín upp úr mal sínum og var að ljúka við að hafa fataskipti, þegar Geirþrúður barði á dyr hans og bað hann að koma. En hvað hún var Ijómandi fögur í hinum nýja hátíðarbúningi sínum, sem þó var fremur óbrotinn og hvað hún bað hann vingjarnlega um að fylgja sér, með því að faðir hennar og móðir gátu ekki komið fyr en síðar. „Ekki þráir hún sérlega mikið Hinrik sinn" hugsaði Arn- aldur, en hann gætti sín að segja það ekki, með því að hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.