Þjóðólfur - 09.06.1899, Blaðsíða 3
III
að þar verði ekki heil brú í. Það væri t. d.
nógu fróðleg og skemmtileg hugvekja, ef rakinn
væri stjórnmálaferill blaðsins slðan 1885, svo að
vér tökum aðeins eitt mál af mörgum. Gagn-
vart óhróðrinum og ósamkvæmnis-brigzlunum gegn
Bened. Sveinssyni, sem »ísaf.« er ávallt að japla
á, með því að slíta þingræður hans sundur oghanga í
einstökum orðum, mundi hún hafa gott af því, að
sjá það lagt framt á borðið, svart á hvítu, sem
ritstjóri hennar B. J. ritaði um stjórnarskrármál-
ið 1885 og næstu ár í samanburði við það sem
samimaðursegir nú, eða lætur »vinnumann« sinn
segja. Það mundi verða dáindis fróðlegur saman-
burður, og þá mundi fólkið ætla, að annaðhvort
hafi maðurinn veriðbýsna einfaldur þá, e ð a ekki
sem allra einlægastur nú. En það væri vinnandi
vegur að gefa þetta út sem sérstakt rit, á líkan
hátt sem »Ráðgjafann á þingi«, en miklu stærra
yrði það að vera, að minnsta kosti 4—5 arkir,
svo að það yrði dálítið meira en bragðið.
Skyldi það ekki fást prentað í ísafoldarprent-
smiðju fyrir »góð orð og betaling« ? Hvað seg-
ir vinur Björn um það? Einhver fengist til að
semja ritlingsgreyið. Það yrðu engin vandræði
úr því.
Allt bull þessa Y-j-2 í síðustu ísafold um
það, að »Þjóðólfur« sé orðinn rammasta aptur-
haldsblað er ekki svaravert. Hvorki þessunt
herraeðaöðrum dilkum »ísafoldar« »Þjóðviljanum«,
og »Bjarka«, tekst að rægja Þjóðólf með öðrum
eins heimskuþvætting, er allir sjá af hverjum
toga er spunninn. Þeir mega glamra svo hátt
sem þeir vilja um það, að þeir einir og þeirra
■ liðar séu hinir einu framsóknar- og frelsispostul-
ar, þá er það er öllum lýðum ljóst, að stefna
þeirra er einmitt hin argasta apturhalds- og apt-
urfararstefna, svo varhugaverð og ískyggileg, að
sjálfir fylgismenn hennar hafa viðurkennt það
beinlínis, eins og sést á þingmálafundargerðum
þeim, er þegar hafa birzt og gengið Valtýskunni
í vil, því að þar þora mannatetrin ekki að ganga
að henni óskorað, heldur að eins með þeim
skildaga: »þ ó svo, að engumlandsréttind-
um vorum sé haggað« eða eitthvað á þá
leið. Þetta sýnir bezt, hve fólkið er smeikt við
þessa Valtýsflugu, og það er ekki að ástæðu-
lausu. Þess vegna má ísafold og allir klíku-
bræður hennar, hrópa sig hása yfir Valtýskunni
og bregða Þjóðólfi um apturhald og þar fram
eptir götunum. Honum liggur það í mjög léttu
rúmi, af þvl að har n er þekktur hér á landi,
þekktur að öðru en apturhaldskreddum og
stjórnsleikjuskap, en hinir eru llka þekktir á
sinn hátt, bæði í fortíð og nútíð og sú þekking
landsmanna á þeim, verður þeim naumast til mikilla
málsbóta gagnvart Þjóðólfi, sem hvorki er smeikur
við illgirnisþvætting og fúlyrði ísafoldarmannanna,
né dóm eptirkomendanna uro framkomu hans eða
stefnu í þessu máli, því að sá dórour mun falla á
allt annan og betri veg, en um Valtýsklíkuna.
Að lokum skal þess getið, að það er hálf
vesaldarlegt fyrir Isafoldarmennina, að láta ein-
hvern hérvilling vera að skrækja undan meðferð
Þjóðólfs á ísafold. Hann tekur eins ofan í lurg-
inn á henni eptirleiðis fyrir það, þá er honum
þykir þess þurfa. Hún hefur gott af því, skepn-
an sú arna, sem farin er að endurprenta ýmsar
greinar(!!)upp úr »Þjóðviljanum« og »Bjarka«. Vér
vonum, að sú ógæfa hendi Þjóðólf aldrei, að
»ísafold« fari að vitna í hann málstað sínum til
lofdýrðar.
Úr Norðurmúlasýslu er skrifað 22. f.
m. »Veturinn hefur verið hér óvenjulega snjóa-
mikill og heyfrekur. Jörð kom vfða ekki undan
gaddi fyr en f byrjun þ. m.; þá gerði vikuhlýindi,
en síðan gekk aptur til kuldaáttar og er eigi sauð-
gróður kominn enn, Dráðum 5 vikur af sumri.
það má því búast við almennum lambadauða og
að fullorðið fé týni tölunni hér og hvar. Verður
nú eigi kennt um vondum ásetningi hjá mönnum,
því að tiltölu við fjárfjölda voru hey með láng-
mesta móti bæði hjá yngstu og elztu bændunum
yfir leitt.
Enginn skoðunarmaður gat því í fyrra haust
búizt við almennum heyþrotum í vor, eins og
nú er raun á orðin. Þetta sýnir meðal annars, hví-
líkur andlegur horgemlingur lögin frá slðasta
þingi um horfelli á skepnum eru.
I vetrum eins og þessi, er korngjöf það eina,
sem dugar. En þá koma erfiðleikarnir fyrir
Héraðsbúa að ná því að sér um hávetur yfir fjöll
og ófærar heiðar. Á þessu yrði þó bót ráðin, ef
landsjóður vildi leggja akveg um svonefndan
Fagradal, sem af náttúrunnar hendi er eins og
skapaður til að vera hin eina samgönguleið milli
Héraðs og Austurfjarðanna. Væri þá hægur
vandi að koma sér upp kornforðabúri við enda-
stöð vegarins í Héraði, sem grípa mætti til í
hörðustu vetrum.
Eg hef enga trú á, að hyggindi í búskap verði
vakin með horfellissektum; iun heillavænlegustu
og áhrifamestu meðul við leti og ómennskumunu
ávalt reynast bezt; vaxandi upplýsing og bættar
s imgöngur. Sjálfstæði einstaklinganna er lífs-
skilyrði hvers þjóðfélags. Skoðanir, heyásetningur
og sektir hlýtur að rýra sjálfstæði manna en hitt,
sem eg áður nefndi eflir það. Svona er mannlegu
eðli varið, að þetta verour ekki með rökum
hrakið.« ___________
Maður hvarf seint í f. m. frá Fossnesi
í Eystrahrepp: Eiríkur, er fyr bjó þar, son séra
Jóns Eiríkssonar er var á Stóranúpi, rúmlega
sextugur að aldri. Er ætlun manna, að hann
hafi fyrirfarið sér í Þjórsá, því að för sáust að
ánni, en maðurinn sturlaður á geðsmunum. Hann
var ófundinn, er síðast fréttist.
,Ceres' fór héðan í fyrra kveld vestur og
norðurum land áleiðis til Hafnar, og með henni
margir farþegar til Norður- og Austurlandsins.
Vín
aftappað hja
Peter Buch vinsala í Kaupmannahöfn
fæst fyrir gott verð hjá
W. Ó. Breiðfjörð
Reykjavík.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgow-prentsmiðjan.
20
bifaðist af alveg nýrri tilfinningu, þegar hann tók stúlkuna und-
ir arm sér?
»Og á morgun verð eg að fara aptur í burtu» sagði hann
og andvarpaði ósjálfrátt.
„Hugsið þér ekki um það", sagði hún brosandi „við verð-
um lengi saman, ef til vill lengur en yður er ljúft".
»Og vildir þú þá, að eg væri hjá þér, Geirþrúður?» spurði
hann og blóðið sauð í æðum hans.
»Já, það vildi eg«, sagði hún blátt áfram, „þér eruð góð-
ur og vingjarnlegur og föður mínum geðjast vel að yður og
Þar að auki sé eg nú að Hinrik kemur ekki", sagði hún dá-
lítið ömurlega.
»En ef hann kemur nú á morgun?»
»A morgun«? sagði Geirþrúður og horfði alvarlega á hann
með hinum stóru, dökku augum, »Á morgun. Já, á morgun
munuð þér skilja, hvað það orð þýðir, en í dag tölum við ekki
meira um það». í dag er hin glaðværa hátíð, sem okkur hef-
ur svo lengi hlakkað til — já, svo fjarska lengi, og þá viljum
við ekki hugsa um neitt dapurlegt. Nú erum við komin að
húsinu og eg segi yður það, að ungu mennirnir munu verða
forviða, þegar eg kem með ókunnugan mann til dansins.
Arnaldur ætlaði að svara einhverju, en hinn háværi hljóð-
færasláttur tók yfir orð hans. £>að voru leikin undarleg lög
og hann þekkti engin þeirra og ljósin gerðu honum of bjart í
augum, þegar hann gekk inn. Geirþrúður leiddi hann inn í
miðjan salinn og skildi síðan við hann, svo að hann gæti
kynnzt ungu mönnunum, áður en farið væri að dansa.
í fyrstu kunni hann hálfilla við sig innan um alla þessa
ókunnu menn, með því að búningur og mál þeirra liafði óvið-
kunnanleg áhrif á hann, og þótt hið gamla málfæri hljómaði
17
manalega, að enginnafstórviðburðum heimsins fréttist til þorpsins.
Þau voru ní komin til kirkjugarðsins og undraðist Arn-
aldur, hversu minnisvarðarnir voru undarlega lagaðir og hversu
óbrotnir þeir voru.
„Þetta er mjög gamall steinn", sagði hann, er hann beygði
sig niður að legsteini einum og leitaðist við að lesa hina við-
hafnarmiklu bókstafi: Anna María Berthold, fædd Stieglitz,
fædd hinn 1. desember 1188, dáin 2. desember 1224“.
„Það var móðir mín“ sagði Geirþrúður alvarlega og nokk-
ur stór tár runnu niður eptir kinnum hennar".
„Móðir þín, barnið rnitt", sagði Arnaldur hissa, „móðir
ömmumömmu yðar, nei, það getur hún jafnvel ekki verið".
„Nei", sagði Geirþrúður, „það var hún móðir mín. Fað-
ir minn hefur gipzt í annað sinn og eg á stjúpmóður.
„En hér stendur þó: dáin 1224“.
„Það stendur á sama um ártalið. Það er ávallt illt að
missa móður sína og þó“, bætti hún við með raunalegri og
nærri örvæntingarfullri rödd, „og þó l'ggur við að betra sé, að
hún dó áður en". —
Arnaldur hristi höfuðið og beygði sig niður að steininum
til þess að rannsaka hann nákvæmar, hvort fyrri talan 2 væri
ekki 8, en hún var öldungis eins og hin síðari. Ef til vill hafði
steinhöggvarinn höggvið ranga tölu á steininn, en stúlkan var
svo sokkin niður í harm sinn, að hann gat ekki fengið af sér
að trufla hana með spurningum. Hann gekk þess vegna frá stein-
inum, sem hún hafði fallið á kné fyrir framan og leit á hina
minnisvarðana. En á öllum voru undantekningarlaust löngu lið-
in ártöl allt upp að 930 og 900 eptir Krists fæðingu, en enginn
nýr minnisvarði sást, þótt hin nýtekna gröf sýndi, að kirkju-
garðurinn var sífellt notaður.