Þjóðólfur - 01.07.1899, Side 2

Þjóðólfur - 01.07.1899, Side 2
Transwaal, en varð ekkert ágengt. Það er því þurt með Bretum og Transwalingum. Eptir seinustu fréttum, sem þó ef til vill eru óáreiðanlegar, hafa Bretar í hyggju, að senda vopnað lið til Afríku. Af látnum merkismönnum má nefna: Jacob Sverdrup, fyrrum ráðherra í Noregi og seinast biskup, 54 ára. Hann var bróð- ursonur Johans Sverdrups, stjórnmálagarpsins nafnkunna. Ennfremur dáinn Johann Stauss, danslagasmiðunnn mikli í Wien, 74 ára. Deilunum milli iðnaðarminna (meistara og sveina) hér í Danmörku heldur enn á- fram. /ý. jíiní. Dreyfus væntanlegur til Brest aðfara- nótt 21. þ. m. Talið óvíst nó, að Waldeck-Rousse- au muni heppnast að koma nýju ráðaneyti á fót. Casimir Perier, er beðinn hafði ver- ið að takast á hendur hermálastjórnina, hef- ur sagt þvert nei. Óheppnist W. R. tilraunin, kvað Loubet aptur ætla að snúa sér til Poincaré, sem hann fyrst hafði augastað á. Þakkarávarp til Guðmundar Friðjónssonar. Guðmundur Friðjónsson sendir mér kveðju sína í öðru hepti Eimreiðarinnar, V. árg. Það er hvortveggja, að maðurinn er mér velviljaður, eins og hann segir sjálfur (Eimr. bls. 230), enda gefur hann mér og öðrum víða mikilsverðar bendingar. Mun eg nota tækifærið og þakka honum fyrir þær hér á eptir. Guðmundur fer mörgum vingjarniegum orð- um um vísur mínar í Baldursbrá. Meðal annars segir hann: »— en meinlokumar standa víða þvers um í hendingunum, og skal eg nú færa sönnur á þessi ummæli«. Fyrsta sönnunin er sú, að mér hefur orðið það á að kalla norðurljósin fögur (fríð). Þeir sem kveða vísur hér eptir, ættu að geta forðazt þetta, þvl að Guðmundur hefur sjálfur sagt, að það sé meinloka. Þá hefeg kallað grösin blíð. Guðmundur minn segir, að það megi ekki, þar sem þau hafi engin skilningarvit. Hér gefur hann löndum sínum góðar vonir um, að finna megi skilningarvit á veðuráttunni, því að hana kallar Guðmundur blíða. Mun margur verða því feginn. sem von er, því að hægra mun að ráða við hana, þegar þau eru kunn orðin. En mér er það hér til málsbóta, að margir hafa áð- ur komizt líkt að orði: Sighvatur skáld talar um »úblíðari hlíðir« í vísu einni, er hann kvað eptir Ólaf konung látinn1). Munu þó hlíðamar ekki hafa fleiri skilningarvit en grösin. Það væri annars vel gert af þessum ritdómara, að benda Guðmundi skáldi Friðjónssyni á, að vor- þráin muni ekki hafa nein augu og því ekki geta skimað í allar áttir (sbr. Eimr. V, 2. bls. 129). Móðurmál okkar mun skýrast fyrir mörg- um, er Guðmundur fræðir þá um, að leiðir him- insala séu ekki til, af því að þeir séu aldrei á ferð. Hefði hann ekki gefið þessa bendingu, mundi enginn skilja,að kaupstaðarleiðir séu þær leiðir, sem kaupstaðirnir fafa eða kirkju- vegur sá vegur, er kirkján fer. Mörgum mun og þykja það snjaJlræði af Guðmundi, að ákveða lóunni heimilisfang, þar sem ekkert hrís vex; 1) Há þótti mér hlæja höll [hallj um Noreg allan, fyrr var eg kendr á knörrum, klif meðan Ólafr lifði. Nú þykki mér miklu, mitt stríð er svá, hlíðir, jöfurs hylli varð ek alla, úblíðari síðan. Hkr., Ungersútg. bls. 521. 125 ekki skemmir hún þá skógana. Það mun enn þykja skarplega athugað hjá Guðmundi, að sá geti verið gullhreinn í lund, sem enga lund hef- ur. Þar sem hann talar um þetta, má ráða af orðum hans, að hann viti, hvenær börn fá lund- ina. Þar sem þetta er sá hinn sami maður, sem sá af hugviti sínu, að ekki væri þörf á sálarþreki til að þola raunir Grettis sterka, þá mun margur harma að hann hefur ekki gefið sig meira við þesskonar rannsóknum. Þetta segir Guðmundur á einum stað: »Ef Rask málfræðingur er»mær« eins og höf. segir — ef málfræðin er mær, þá er ástin grimmúðug«, Mörgum mun þykja það nýr fróðleikur, að efi geti leikið á því, hvort Rask sé frægur maður, en þó mun hitt hafa meiri áhrif á vísin^in, að ástin breytir eðli sínu, ef Rask er frægur. Guðmundur minn segir mér, að ekki megi tala um svellilagðar gnýpur og er gott að vita það. En hér sannast á mér hið fornkveðna: grísir gjalda, en gömulsvín valda. Eg hef víst munað eptir, að Matthías Jokkumsson seg- ir 1 Vígi Snorra Sturlusonar, að það stafi á vötn og jökulsvell, og Jónas Hallgrímsson segir ein- hversstaðar: svell er á gnýpu. Mun margur telja lýtalaust, þótt höfð séu orð Jónasar. enda hefur það verið hald manna, að svell eða ís væri víða í gnýpum á íslandi. En allir munu fagna þeirri frétt, að nú séu jöklarnir bráðnaðir. Leið inlegt þykir mér, að Guðmundur vítir það, að eg tala um grimma dropa, og segir hann að það megi, ekki af því að þeir séu »gersneyddir öllu skapferli«. En huggun er mér í því, að hann mun geta frætt mig um, hvert skapferli frostið hefur. Ekkert sámaði mér eins og það, aðGuð- mundi mínum varð illt undir bringunni, þegar hann sá talað um, að örvæntingin [kyssti. Enda mun það stafa af þessu brjóstmeini hans, að hann hefur ekki séð að vonin og örvæntingin eru hugsaðar sem verur í þessu kvæði og ekki aðeins sem hugmyndir. Önnur sönnun þess, að aðfinning þessi sé manninum ósjálfráð og runn- in af þessum óláns bringusting, sýnist mér það vera, að ritdómarinn segir tveim línum seinna, að astin sé starandi. — Ekki fellur ritdómar- anum það vel að segja að ástin hlæji úr aug- unum. Segir hann, að það sé raunar ekki ótækt, en fari þó illa, af því að það sé ekki aðalein- kenni ástarinnar að hafa hátt um sig. Má af þessum orðum ráða, að hann heldur að eg eigi hér við að ástin skelli upp yfir sig í augum manna, svo að heyrist langar leiðir, Þarna hef- ur Guðmundur ekki skilið mig fyllilega, en þar í lýsir sér vorkunnsemi hans og mannúð, að hon- um þykir þetta ekki ótækt, eins og hann skilur það. En mér hefur farið eins á þessum stað eins og Sighvati skáldi í vísunni, sem áður var getið, er hann segir að klifin hlæji um allan Noreg, og eins og Goethe, er hann segir að engið hlæji (slacht die Flur«). —• Mikill skaði er það, að Guðmundur varð ekki málari, því að hann sýnist vera öllum öðrum mönnum glöggari á liti. Má hafa það til marks, að hann sér guð með litum í augum unnustu sinnar, og þá eigi slður hitt, að hann helur mauna fyrst uppgötvað að ekki megi tala um srauðan roða«. En mik- ið mein er það að Guðmundur er fremur torskil- inn á þessum stað, þvl að hann fer allt í einu að tala um einhverja óskiljanlega Rauðku. Eðlilegast mun vera að geta sér þess til, að það sé sami færleikurinn, sem hann harmaði svosárt í Sunnanfara, að glumdi við í sölum guðs. Enda væri þá vOrkennandi, þótt út í rynni fyrir hon um. — Það mundi nú margur ætla, að eg hliðr- aði mér hjá að koma með leiðréttingar við orð þess manns, sem eg á svo margar góðar bending- ar að þakka. En þó verð eg að leiðrétta eitt, sem hann segir, og gefa honum eina bending í staðinn. Verður hann að taka það sem lítilfjör- legan vott þakklætis míns. Ritdómarinn segir, að eg hafi hafið nátthrafn Indriða Einarssonar upp í annað veldi. Þetta er oflof. Fyrst og fremst veit eg eigi til, að Indriði eigi neinn hrafn og þar næst rjála eg aldrei við annara manna eigur og í þriðja lagi kann eg öldungis ekki að hefja hrafn upp í veldi. Ef Guðmundur hefur nú sjálfur hafið krummaupp í veldi, þá vil eg benda honum á, að það getur verið hættulegt fyrir hann að auka mikið þetta kyn, því vel mætti svo fara að honum gengi þá ver með geirfuglavarpið, og væri það þó mikill skaði firir hann og aðra. En hafi nú ritdómarinn ekki gert þetta óhappaverk, heldur hafi ritstj óri Eimreiðinnar gert það til að halda áfram ransóknnum þeim um nátthrafninn, sem tímarit þetta hóí í fyrra, þá vil eg benda honum á þetta: Það er óráðlegt að koma á nátthrafnaklaki í Eimreiðinni, þvf að væri haldið átram að hefja dýrið upp á veldi, gæti gargið orðið svo mikið, að Guðmundur Friðjónsson héldist ekki við í Eimreiðinni. Vil eg því ráða Valtý það heil- ræði, að draga rótina út sem fyrst. — Hitt má eg vel gera, að verða við áskorun ritdómarans og gefa náttúrugripasafninu nátthrafn, en þá verður Guðmundur Friðjónsson að vera þar við- staddur, ríðandi á sjóskrímslinu sínu góða. — Nú hefi eg sýnt Guðmundi mínum þá viður- kenning, sem hann á skilda fyrir þessar sannan- ir, sem eiga að sýna að meinlokur standi þvers- urn í hendingunum hjá mér. Mun eg gera slíkt hið sama, þótt hann sanni hér eptir, að þær standi þar langs um. En ekki finnst mér það manninum láandi, þótt misskilningi bregði fyrir á stöku stað 1 ritdóminum. Hann sýnir með því, að hann á skilið bekkjuneyti við Braga, að hon- um hefur orðið »klaksárt í heilanum« af eptir- leitun þeirra djúpsettu hugmynda og fögru orða, sem þar eru. Reykjavík í júní 1899. Bjarni Jónsson frá Vogi, Grundarbardagi eða Borgfirðingar og Valtýskan. Af hendingu var eg staddur á Grund í Skorradal 19. þ. m., daginn sem þingmálafund- ur Borgfirðinga var þar haldinn, og kann því frá tíðindum að segja af þeim fundi, er gekk svo sögulega til, að búast má við, að um hann verði rætt og ritað. Get eg og búizt við, að mér yrði eignað, ef ritað væri um fi.ndinn, þó eg ætti þar engan hlut að, og skal eg því opinskátt segja svo satt og rétt, er eg sá og heyrði það er fram fór, að eg geti oúizt við meðvitni allra samvizkusamra fundarmanna. Fundurinn var settur kl. rúml. 4 e. h. að loknum sýslunefndarfundi ,og gat þingmaðurinn þess í setningarræðunni, að sér hefði verið bent á, að þetta mundi heppilegt fyrir héraðsbúa. Hann stakk upp á fundarstjóra. er var samþ.: Guðm. Helgasyni í Reykholti. Fundarstjóri stakk upp á skrifara: Ól. Ólafssyni pr. í Lundi. — Því næst las þingm. upp fundargerðina frá Akranesi, 2. hvltasunnudag, og kvað það venju að birta hana hvergi, fyr en búið væri að lesa hana upp á að- alþingmálafundi sýslunnar, og því hefði hann nú fylgt: ekki skýrt neinu blaði frá innihaldi henn- ar. — Isafold hefur þvfhlaupið með lausaþvaðúr af þeim fundi. .— Engin atkv.greiðsla um stjórn- arskrármálið þar. Því næst skýrði hann frá af- stöðu sinni í stjórnarskrármálinu, sem var fyrsta mál á dagskránni, og hvers vegna hann hefði hneigzt að »stjórnartilboðinu«. Auk hans töluðu í sömu stefnu: fundarstjóri, P. Blöndal, Þorsteinn frá Hofstöðum og séra Arnór á Hesti, en móti: Stefán hreppstj. á Fitjum, séra Ólafur á Lundi og Oddgeir Ottesen á Hólmi. Eptir að flestir þessir menn höfðu talað í málinu sumir opt, bað.eg fundarstjóra að leita atkvæðis fundarins um það, hvort eg roætti taka til máls. Skýrði hann fundinum þegar frá þessu, og stóð þá upp Blöndal læknir og hélt ræðuStúf til að sýna fund- armönnum fram á, að það mundi um of tefja

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.