Þjóðólfur - 01.09.1899, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.09.1899, Blaðsíða 1
Þ JOÐOLFU R. 51. árg. Reykjavík, föstudaginn 1. september 1899. Nr. 44. WT THULE er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum. Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður, þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar- innar. Upplýsingar um THULE íást ókeypis hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs- manninum. BERNHARÐ LAXDAL, Patreksfirði. Afrelt þingsins 1899 eru nú orðin lýðum Ijós af lagafrumvörpum þeim, er það hefur afgreitt, og getið hefur verið að nokkru. Eru sum þeirra allstórfelld og baka landssjóði afarmikinn kostnað, enda er tekjuhall- inn á fjárlögunum áætlaður nálega 100,000 kr., og verður eflaust í reyndinni meiri. Verður þess skammt að bíða, að viðlagasjóður verði þurausinn, ef haldið verður áfram í sömu átt nokkra hríð enn. Það er að sönnu ekki rétt, að víta þessa fjarmálapólitik þingsins, ef um einhverjar þýðingarmiklar og bráðnauðsynlegar endurbætur er að ræða, um eitthvað, sem miðar landi og lýð til heilla. En það munu verða ærið skiptar skoðanir um, hvort sum mál, er þingið nú hefur afgreitt, og mikinn kostnað hafa í för með sér, séu í raun og veru nauð- synjamál. Og víst er um það, að sumar fjár- veitingar þingsins í þetta sínn virðast alls ekki heppilegar, eða líklegar til mikilla nota t. d. fjárveiting til gróðrartilraunastöðvar í grenndvið Reykjavík. Það var með mestu herkjum, að eigi varð úr þeirri fjárveitingu stofnun tveggja hálaunaðra, nýrra embætta, því að allt er ónýtt, ef ekki er byrjað á því að búajtil »fín« embætti og ríkulega launuð, áður en nokkuð er farið að sýna eða reyna. Að smiða negluna fyrst er tal- ið þjóðráð, svo að fyrirtækið geti orðið nógu mikill »neglingur«, sem erfitt veiti að losa um síðar, þá er nýju embættin eru stofnuð og nýju embætttismennirnir búnir að sýna dugnað sinn í því að hirða launin með allra mestu reglusemi. Þótt fyrirtækinu sjálfu sé ekki stjórnað með til- svarandi reglusemi eða hirðusemi gerir minna til, bara að stimpillinn á því sé fínn. Læknaskipunarmálið verður sjálfsagt af sum- um talið hið mesta nauðsynjamál, er þingið hef- ur nú afgreitt,en »illa þekki eg Finnstein þá«, ef ekki verður illur kurr yfir eptirlaunahrúgu lækn- anna t. d. að 20—30 árum liðnum. Vér ætlum að það sé töluvert mikill misskilningur, að þjóð- in sé svo ginkeypt fyrir þéssu máli og telji það svo afarnauðsynlegt, Þessi læknafjölgunaralda reis svo hátt allt í einu, að það leit út fyrir, að hún ætlaði að ryðja lærðum lækni inn í hvern einasta hrepp landsins. Það hafa sumir þá trú, að þá sé lífi og heilsu manna borgið, ef ekki er nema stekkjarvegur til læknis. Þá er svo hægt 1 högum að ná í meðul við lítilsháttar kveisu- sting. En svo eru aðrir, sem hafa þá skoðun, að því hægra sem sé að ná í lækni, því fleiri veikist, og því auðveldara sé að deyja. En hvað sem því líður, þá er hæfilegur læknafjöldi öldungis nauðsynlegur. Og spurningin verður þá um, hvort vér höfum ekki tekið ofstórt stökk, hlaupið nokkuð langt í einu, og bundið oss þyngri bagga, en vér vorum færir um að bera. — Stofnun landsspítala í Reykjavík verður að teljast nauðsynjamál, þótt frumvarpi þingsins í því máli sé allmjög ábótavant. Er því óvíst, að það verði nú þegar að lögum. I peningamálum landsins hefur þetta þing haft á prjónunum stærra og athugaverðara mál, en nokkru sinni áður nfl. hlutafélagsbankann. Skal ekki frekar minnst á svörtu og björtu hlið- arnar í því máli að þessu sinni1). Stofnun veð- deildar við landsbankann hlýtur að verða til all- mikilla þæginda fyrir lántakendur, erlána þarfn- ast um langt árabil, en aukning seðlaútgáf- unnar við bankann, er sumum hefur þótt svo f- sjárverð á að auka veltufé hans, og virðist alls ekki hættuleg, ef ekki er haldið lengra út á þá braut. Reyndar er óvíst, að stjórnin samþykki þetta frumvarp, heldur veiti allt fylgi sitt stóra bankanum. Til stuðnings iðnaði í landinu hefur þing þetta fátt og lítið gert, nema samþykkja lögin um undirbúning klæðaverksmiðju, og getur vel verið, að rannsóknir þær í málinu, er frumvarp- ið gerir ráð fyrir leiði til einhverra framkvæmda í þessari iðnaðargrein. Póstmálum vorum hefur þingið kippt í lið- inn með auknum fjárveitingum til póststjómar- innar, er nokkur nauðsyn bar til, eptir því sem störfin við póstafgreiðsluna hafa aukizt á síðari árum. En þá má líka heimta af henni, að hún verði í góðu lagi. I samgöngumálum hefiir þingið ekki stigið neitt verulegt nýtt spor, nema ef telja skyldi í veitingu 600 kr. hvort árið til póstvagnferða í hverri viku frá 15. júní1—1. okt, frá Reykjavík austur að Ægisslðu eða Odda, en hætt er við, að sú veiting komi að harla litlu gagni. Veit- ingin til Lagarfljótsbrúarinnar telst og til sam- göngumála. Þá er hið mikla fréttaþráðarmál, er þingið hefur svo skilizt við, að það getur naumast lak- ar verið : gefið stjórninni heimild til að leggja þráðinn til Austfjarða og kippt þannig höfuð- stað landsins út úr beinu sambandi við umheim- inn, en dembt ófyrirsjáaulegum kostnaði á lands- sjóð, til þess að koma höfuðstaðnum í það sam- band við útlönd, er hann átti að hafa án þess. En nú þykir allt ónýtt, ef fréttaþráður kemst ekki á öll kauptún landsins, jafnsnemma sem sæþráðurinn er lagður í land frá útlöndum. I búnaðar- og atvinnumálum liggur lítið ept- ir þetta þing, og sömuleiðis f menntamálum. I pólitíkinni lá nærri, að flokkur Valtýs og dönsku stjómarinnar yrði í meiri hluta. Það virðist þvi ekki vanþörf á, þótt stjórnarflokkur þessi fækk- aði dálítið við næstu kosningar. Þingið þarf að fá nýtt blóð, nýja krapta. Það þarf að losna dálítið um þau bönd, er auðsjáanlega liggja á þinginu nú, og hnekkja virðingu þess út í frá. ijSkoðun hr. F. B. Anderson á því 1 þessu blaði Þjóðólfs er eflaust í samræmi við skoðanir margra hinna hyggnustu og vitrustu manna þjóðar vorr- ar, þótt höfundurinn hagi ekki orðum sínum svo mjúkt, eins og sumir mundu óska. Getur verið, að sumum þyki sem hann sjái þar vofur um hábjartan dag, en þess ber að gæta, að hann hefur ekki séð bankafrumvarpið, eins og neðri deild skildi við það að lokum, þótt vér efumst um, að skoðun hans mundi breytast við það, því að grundvallarstefna frumv. er hin sama sem fyrst, þótt búningurinn sé annar. Þingið er undir fargi, sem það verður að hrista af sér, ef það á að verða það sem það á að vera: samkoma einbeittustu og beztu manna þjóðarinnar, er eigi láta geðþekkni yfir- boðara sinna, eða annara óviðkomandi manna stjórna atkvæði sínu og framkomu. Þetta þing, líklega síðasta þing aldarinnar, hefur sýnt það áþreifanlega, að það þarf að endurnýjast, en að hve miklu leyti það tekst við nýjar kosn- ingar er undir þjóðinni sjálfri komið. Sannleik- urinn, er að hver þjóð hefur jafnan þjóðfulltrúa, sem henni hæfir, og spillist þingið, er hætt við að þjóðin spillist einnig, eins og hinsvegar að spilling þjóðarinnar hefur áhrif á skipun þings- ins, og hvernig kosningar til þings takast, sýnir bezt á hve háu eða lágu stigi velsæmistilfinning og manndáð þjóðarinnar er. Það getur vel verið, að þingið 1899 verð- skuldi hvorki nafnið sþingið magra« eða »þing- ið illa«, en »þingið mikla« eða sþingið góða« getur það því síður kallast. Því er nú ver, að ver fáum líklega seint það þing, er vér getum verið fyllilega ánægðir með, í öllum aðalatriðum. En betra, einbeittara og sjálfstæðara þing en þingið 1899 ættum vér þó að geta fengið. Seljið ekki tsland. Látið ekki narra út úr ykkur eignarrétt og umráð með skuldbindingum og veðsetningum til útlendra. Látið ritsímafarganið og veð- bankavesenið bíða betri tíma, en reynið að koma upp innlendum iðnaði og skipa þá stjórn, er fyrirbyggi útlendra yfirráð. A þessa leið mundi eg tala, ef eg væri á málfundum með ykkur nú, þvf eg sé glöggt það sem mig hefur lengi órað fyrir, í hverja hættu útlendinga dýrkararnir eru að stofna Islandi. En þér hafið ekki boðið mér að tala — því skrifaeg. A þessu þingi er í raun og veru verið að tefla um frelsi þjóðarinnar, og það eru til Islendingar, sem spila í útlendinga hendur. AI- þingi hefur á þessu sumri fjallað um 3 ó þ ö r f mál- efni:— Ráðgjafamálið, ritsímann og hlutafélags-eða veðbankann. — Island þarf ekkert afþessu. Ráð- gjafa þarf það ekki frekar á rikisþingi Dana, því það þarf alinnlenda stjóm, löggjafar- og framkvæmdarvalds stjórn. Ritsímann 0: hafsímann þarf það ekki, þvf hann er mestí þágu útlendra og greiðir ómildum braut að íslandi. Utlendar þjóðir þurfa hans og leggja hann þótt, Island reiti sig ekki að skyrt- unni. Lofið þeim að borga kostnað félagsins. Lánsstofnun þarf ísland ekki íþví formi, er gefur útlendum hald á fasteignum landsmanna. Það er nógu skuldugt nú, — það væri að selja Island. Eg ætla ekki að eyða orðum í ráðgjafa- fmmvarpið — eg hygg að það mál muni nú svo volkað, að enginn ginnist á því framar. — En ritsfmamálið og hlutafélagsbankinn era færi og öngull, sem maður verður að vara sig á. Hvorttveggja eru hálfgert »svindleri« og ætti að kastast fyrir borð. Hve samvizkusamt tilboð fé- lagsins er, geta menn ráðið af því, að það fer

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.