Þjóðólfur - 01.09.1899, Blaðsíða 3
175
takast, þvi að landslagsmyndir frá íslandi eru ó-
þekktar þar suður frá. Hann brá sér og snöggva
ferð til Krísuvíkur. Lét hann mjög vel yfir för
sinni hingað og dáðist að náttúrufegurð landsins
og sérkennnileik þess. Var þó veðuráttan hin
óhagstæðasta, meðan hann dvaldi hér. Gerði
hann ráð fyrir að koma hingað aptur að sumri,
ef allt gengi að óskum.
Með ,Lauru‘ frá Höfn síðast kom Sig-
urður Pétursson mannvirkjafræðingur. Hefur
hann verið lasinn að heilsu að undanförnu, en
er nú á batavegi. Mun hann standa næstur til
að hljóta styrk þann (allt að 3000 kr.), er þing-
ið veitti til rannsókna á byggingarefnum lands-
ins og til leiðbeininga í húsagerð. Á búnaðar-
félag Islands að sjá um úthlutun þessa styrks.
Endurbætur í húsagerð hér á landi eru afarnauð-
synlegar og þýðingarmiklar, sakir þess að við
þær sparast svo mikið fé, mikill vinnukraptur,
sem eytt er lítils gagns á ári hverju, af þ'd að
húsagerðin hér er enn sem komið er lítt til
frambúðar. »Laura« fór héðan vestur og norð-
ur um land áleiðis til Hafnar, 29. f. m. og með
henni fjöldi farþega, þar á meðal margir alþing-
ismenn, einnig Guðm, Hannesson læknir á Ak-
ureyri, er dvalið hafði hér syðra um tíma. Til
Vesturlandsins fór Bogi verzlunarstjóri Sigurðs-
son í Búðardal við Hvammsfjörð með frú sinni
og börnum. Höfðu verið hér syðra um tíma og
ferðazt til Þingvalla.
,Hólar‘ komu hingað austan um land í
gær. Meðal farþega voru: Ólafur Thorlacius
læknir á Djúpavogi með frú sinni, Þorgrímur
Johnsen uppgjafalæknir o. fl. — Veðurátta hin
hagstæðasta á Austfjörðum, og grasvöxtur mjög
góður. Afli einnig dágóður víðast hvar.
Nýr aukalæknir. Tómas Helgason
fyrv. héraðslæknir á Patreksfirði er af lands-
höfðingja settur aukalæknir í Dyrhólahreppi og
Austur- og Eyjafjallahreppum.
£)^~I»jóðólfur kemur ekki út nœet
komandi föstudag 8. sept.
Uppboðsauglýsing.
Mánudaginn 25. sept. n. k. kl. 12 á hádegi
verður í Reykjaréttum í Skeiðahreppi sett opin-
bert uppboð, og þar seldur sauðfjárúrgangur úr
netndum réttum.
Skilmálar fyrir sölunni verða auglýstir fyrir-
fram á uppboðsstaðnum.
Skeiðahreppi 23/s—99.
Jón Jónsson.
Kennsla.
Við undirritaðir tökum að okkur að und-
irbúa pilta undir latínuskólann á komandi vetri;
sömuleiðis að kenna ENSKU, FRÖNSKU
og DÖNSKU. Sérstök áherzla verður lögð
á að kenna að tala þessi mál.
Jón Þorvaldsson. Kristján Sigurðsson.
Aðalstræti 6. Amtmannsstíg 1.
Fundizt hefur skotthúfa.
Þeir sem vilja takast á hendur forstöðu-
mennsku Þingvallaskálans „Valhallar" ánæst-
komandi sumri verða að senda skrifleg til-
boð til Skálafélagsstjórnarinnar fyrir 20. sept-
embernœstk., ogséþarmeðal annars skýrt frá,
með hverjum kjörum þeir vilji taka starf þetta
að sér. Tilboðin verða lögð fram á aðal-
fundi félagsins í næsta mánuði, og þar ráð-
inn forstöðumaður gistihússins til næsta árs.
í stjórn „Skálafélagsins" 31. ágúst 1899
Tryggvi Gunnarsson. Sigf. Eymundsson.
Hannes Þorsteinsson.
LANDSBANKINN
verður opinn frá 1. september frá
kl. 11 f. m. til. kl. 2. e. m.
Bankastjórn til viðtals frá kl.
12—1.
Með tilliti til pess, að víxil diskonto
hefur hœkkað í Damnörku og Noregi mjög
mikið (er nú j1/2—6°/o) hefur stjórn Lands-
bankans ákveðið, að diskonto af víxlum og
rentur af nýjum og framlengdum sjáljskuld-
arábyrgðarlánum, verði j°/o fyrst um sinn
frá 1. sept.mán.
Tryggvi Gunnarsson.
Mót peningum út í hönd kaupi eg
smáar blikkdósir.
Rafn Sigurðsson.
Sá sem tók sængina upp úr kistu í kjallar-
anum í nýja húsinu í Veghúsum, skili henni tafar-
laust. Að öðrum kosti verður nafn hans opinberað.
VOTTORÐ.
Eg finn mig ómótstæðilega knúða til að
senda yður eptirfarandi meðmæli.
Eg undirrituð hef mörg ár verið mjög
lasin af taugaveiklun, krampa og ýmsum
öðrum veikindum, er staðið hafa í sambandi
við það, og er eg hafði leitað ýmsra lækna
árangurslaust, fór eg að brúka Kína-lífs-el-
ixír frá Waldemar Petersen 1 Frederikshavn,
og get með góðri samvizku vottað, að hann hef-
ur veitt mér óumræðilega meinabót, og finn
eg, að eg get aldrei án hans verið.
Hafnarfirði í marz 1899.
Agnes Bjarnadóttir.
húsfreyja.
KÍNA-LÍFS-ELIXIRINN fæst hjá flestum kaup-
mönnum á Islandi.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel
V P
eptir því, að -p ' standi á flöskunum 1 grænu lakki,
og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma-
nafnið Waldemar Petersen, Nyvej 16, Köbenhavn.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Glasgo w-prentsmiðj an.
24
dansa við hana síðasta dansinn. Komist inn ( röðina, hljóð-
færaleikendurnir fara að byrja".
Arnaldur vafði hendinni utan um Geirþrúði og ætlaði að
fara að dansa, en hún reif sig allt í einu af honum og sagði".
„Komið þér 1"
Arnaldur hafði ekki tíma til að spyrja, hvert hann ætti að
koma, því að hún þreif um hönd hans og dró hann út að dyr-
unum.
»Hvert ætlar þú, Geirþrúður?" spurðu nokkrar af vinstúlk-
um hennar.
„Eg kem undir eins aptur" svaraði Geirþrúður.
Nokkrum mínútum síðar voru þau komin undir beran him-
in, út í hið svala kveldlopt.
„Hvert ætlar þú, Geirþrúður?"
„Komið þér!"
Hún þreif aptur hönd hans og leiddi hann í gegn um
þorpið að húsi föður hennar, þar fór hún inn, en kom brátt
aptur með dálítinn böggull í hendinni.
„En hvað ætlar þú að gera?“ spurði Arnaldur smeikur.
„Komið þér! “
Hún svaraði ekki öðru, en gekk hratt fram hjá húsunum
og voru þau loks komin út fyrir merkjagarð þorpsins. Hingað til
höfðu þau gengið steinlagðan veg, sem lá til þorpsins, en nú
beygði Geirþrúður til vinstri handar og gekk upp á dálítinn
flatan höl, sem menn gátu séð frá yfir í hina uppljómuðu glugga
veitingahússins.
Þarna stöð hún kyr, rétti Arnaldi hendiná og sagði með
viðkvæmri röddu: „Skilið þér kveðju minni til móður yðar.
Líði yður vel!«
„Geirþrúður!" sagði Arnaldur, er var ekki síður hissa en skelk-
21
mjúkt og blítt af vörum Geirþrúðar, þá hljómaði það ómjúkt
og hryssungslega af vörum allra annara. En allir ungu
mennirnir voru mjög vingjarnlegir við hann og einn þeirra gekk
til hans, tók vingjarnlega í hönd hans og sagði:
„Það er mjög vel gert af yður að verða hjá oss. Vér
lifum leiðinlegu lífi hér og millibilið líður skjótt".
„Hvaða millibil?" spurði Arnaldur og undraðist meir á
hvern hátt hann sagði það heldur en það að ungi maðurinn þóttist
vita með vissu að hann myndi framvegis dvelja í þorpi þessu.
„Haldið þér, að eg koroi hingað aptur?"
„Ætlið þér að fara í burtu héðan aptur?" spurði hino
ungi bóndi.
„Já, á morgun eða hinn daginn, en eg kem aptur".
„Á morguu\ Já, þannig", sagði maðurinn hlæjandi, „já við
getum þá talað um það á morgun, en samgleðjist okkur nú,
því að úr því þér farið í burtu á morgun, þá sjáið þér ekki
einu sinni alla dýrðina til enda".
Hinir hlóu en ungi bóndinn tók Arnald við hönd sér og
fór með hann um allt húsið, sem var fullt af glöðum mönnum.
Fyrst fóru þeir í gegnum herbergi, þar sem nokkrir bændur
sátu og spiluðu um stórar peningahrúgur. í öðru herberginu
var strýtuleikflötur og í hinu þriðja sátu nokkrar ungar stúlkur
og töluðu saman.
í því bili kvað við lúðurþytur og Geirþrúður kom tilþess
að dansa við hann.
„Komið, við skulum ekki verða síðust" sagði hún, „sem
dóttir skólakennarans verð eg að hefja dansinn".
„En hvaða skelfing er þetta undarlegt lag", sagði Arnald-
ur> „eg get alls ekki fundið hugsunina í því".
„Ó, jú, eptir nokkrar mínútur verðið þér búinn að læra