Þjóðólfur - 01.09.1899, Side 4

Þjóðólfur - 01.09.1899, Side 4
176 Sagradavín €r búið til úr viði (Cascara sagrada) frá Kaliforníu. Öllum helztu lœknum heimsins kemur saman um, að b'órkurinn af pessum við, sem notáður er í Sagradavínið sé hið bezta hœgðalyf og meItingarlyf og hið óskaðlega sta og sem verki án allra ópæginda. Þetta vottaþeir herrar Dr. og prófessor Senator í Berlin, Dr. prófessor R.Massine í Basel, Dr. J. Elfers, Dr. Thompson, Cr. Lockwood, Dr. Orrog Dr. Fletcher- Horne í Lundúnum, Ennfremur Dr. William Craig í Edinborg, Dr. I. G. Eymer í París, Dr. Geo. w. Swart í Nýju-Jórvík og fleiri. Sagradavín er mjög þægilegt á bragðið, verkar hægt og án ópœginda. Ef pað er tekið inn opt og í smáum skömtum má al- veg koma viðvarandi reglu á hœgðirnar og meltmgarfœrin skemmast ekki af pessu lyfi, eins og af mórgum 'óðrum lyfum, sem boðin eru til sölu, en styrkjast einmitt við petta lyf. Sagradavínið verkar nokkuð seint og finnur maður fyrst til verkunar þess eptir nokkrar klukkustundir. Dr. Senator ráðleggur að gefa fullorðnum hálfa teskeið prisvar á dag og heila teskeið jafnopt, ef lyfið á að verka mikið og b'órnum má gefa hálfa teskeið jafn opt. Dr. Bundy segir, að lyf þetta verki betur og varanlegar í m'órgum og smáum inngjöfum. Sagradavínið á að taka inn pegar eptir máltíðir og áður en gengið er til hvílu. V _______________ Maltextrakt með járni og kína er hið bezta lyf gegn allskonar veiklun t. d. taugaveiklun, veiklun eptir barnaveiki, taugaveiki o. s. frv. Nota læknar þetta lyf mjög mikið sem almennt styrkingarlyf gegn hverskonar veiklun sem er og ekki sízt gegn veiklan maga-tauga-kerfisins, við höf- uðsvima, veiklun á sinninu o. fl. Fullorðnir taki eina matskeið 3—4 sinnum á dag, börn eina teskeið 2—3 sinnum á dag. Menn varist að neyta þess matar, sem er súr eða feitur, þegar þetta lyf er notað, en neyta skal þess fæðis, sem er kjarngott en auðmelt. Ótal vottorð eru til um ágæti þessara lyfja, sem þeim eru í té látin, sem óska þess. Liebes lyfjaverksmiðja sem býr til bæði þessi lyf hefur fengið 14 heiðursmerki og er stofnuð 1866. Er Liebes verksmiðja pekkt um allan heim. Liebes-Sagradavín kostar . . . .............................................................kr. 1,50 flaskan. Liebes-Maltextrakt með járni og kín.a kostar............................................................kr. 1,15 flaskan. Þeir sem vilja gerast útsölumenn þessara Iyfja á verzlunarstöðum umhverfis landið geri svo vel að gefa sig fram. Einkasölu fyrir ísland hefur undirskrifaður Björn Kristjánsson. Reykjavlk. 22 það“ sagði Geirþrúður og brátt gleymdi Arnaldur, er hann var að dansa við hina ungu stúlku, öllu í kring um sig. Hann dansaði við Geirþrúði hvað eptir annað og skemmti sér vel, en í öllum glaumnum var þó eitt, er olli honum um- hugsunar og honum virtist óviðfeldið. Rétt við hliðina á veit- ingahúsinu var gamla kirkjan og inn í salinn heyrðust hinir ó- fögru slættir rifnu klukkunnar. Við fyrsta sláttinn virtist svo sem töframaður hefði snert alla með staf sínum. Það varð hlé á hljóðfæraslættinum, þeir sem voru að dansa hættu að dansa og stóðu grafkyrrir á gólf- inu, eins og þeir væru negldir við það og allir töldu í hljóði hina löngu klukkuslætti. Undir eins og síðasti slátturinn dó út byrjaði hávaðinn og ókyrðin aptur. Þannig var það þegar klukkan sló átta, níu og tíu, en þegar Arnaldur spurði Geir- þrúði um orsökina til þessarar kynlegu þagnar, þá lagði hún fingurinn á varir sér og virtist svo hrygg, að hann gat ekki fengið af sér að spyrja hana um það. Kl. tfu varð hlé á dansinum, menn settust að kveldverði og þömbuðu óspart hið gamla, dýra vín, svo að Arnaldur fór að hugsa um með hálfgerðum hrolli, hversu þessi óhófsama máltíð mundi létta á pyngju sinni, sem ekki var sérlega þung. En Geirþrúður sat við hlið hans og hvernig gat hann þá annað en verið þar. Hvernig færi, efHenrik kæmi nú á morgun? Fyrsti slátturinn, þegar kl. sló n, hljómaði og aptur þögn- uðu allir dálitla stund og hlustuðu á slættina með nákvæmri eptirtekt. Arnaldur varð hálf órólegur og vissi þó ekki af hverju, en hugsun um móður hans heima gagntók hann. Hann hóf hægt upp g!as sitt og tæmdi það með kveðju til ástvina sinna. *3 Við ellefta sláttinn spruttu allir upp og fóru inn í dans- salinn. „Fyrir hvers minni drukkuð þér síðasta glasið?" spurði , Geirþrúður og lagði um leið hendina á handlegg honum. Arnaldur hikaði við að svara. Ætli Geirþrúður myndi gera gis að honum? Nei, hún hafði sjálf beðið svo innilega á leiði móður sinnar og því hvísl- aði hann lágri röddu: „Fyrir minni móður minnar". Geirþrúður svaraði ekki, en brosið hvarf af vörum hennar. Þegar þau komu út að riðinu, spurðl hún: „Elskið þér móður yðar mjög heitt?" „Já, meira en lífið í brjósti mér“. „Og elskar hún yður einnig?" „Elskar ekki sérhver móðir barn sitt?“ „En ef þér kæmuð nú ekki heim aptur?" „Veslings móðir mín. hún myndi ekki geta borið það, hjarta henr.ar myndi bresta". „Nu byrjar dansinn aptur", sagði Geirþrúður allt í einu, „komið þér, vér megum engan tíma missa". Hávaðinn byrjaði nú aptur enn meiri en áður, en Arnald- ur kunni hálf illa við sig í honum og Geirþrúður var einnig dálítið föl og alvarleg. En kæti hinna virtist aukast og skóla- kennarinn kom til hans einhverju sinni, er hlé varð á, klappaði á öxlina á honumog sagði: „Það er alveg rétt, herra málari, notið þér nú fæturna duglega í kveld, 'vér höfum nógan tíma til þess að hvílast á eptir. En hversvegna ert þú svo alvarleg. Geirþrúður? Á það við á danssamkomu? Þið eigið að vera glöð; nú byrjar dans- inn aptur, eg verð að fara og finna konuna mína til þess að

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.